Morgunblaðið - 14.04.1966, Síða 28

Morgunblaðið - 14.04.1966, Síða 28
28 MORGUNBLAÐID Timmtudagur 14. april 1966 SUZANNE EBEL: ELTINGALEIKUR — Ekki skil ég hvers vegna Michelangelo var svona lengi | að skreyta Sixtínsku kapelluna? — Hvert nú? kallaði hann upp yíir hávaðann í vélinni. Þá allt í einu mundi ég etfir þvi, sem Roohel hafði sagt. 1 Islington. Hvað sagði hann nú? — Kyle. En hér er ekkert Kyle í þessa átt, hugsaði ég. I>að kynni að vera Kyle í Lochalsh? Við runnum illilega á hálk- unni, en ókum síðan yfir stein- ferú og svo að öðru vatni. Þegar við snerum inn á brautina að vatnsbakkanum, æptum við bæði upp. 1 fjarska sáum við rétt sem snöggvast stóra bílinn, sem svo hvarf á samri stundu. Við sáum hann aftur rétt í svip, þegar við fórum yfir Kaledoniuskurðinn og ókum upp í Hálöndin á níu- tíu, Við vorum sem óðast að draga fram á Daimlerinn. Rétt áður en við komum til Inver- garry, beygði svarti bíllinn til vinstri og út af aðatbrautinni. Rod stöðvaði Jaguarinn. Við steinjþögðum bæði. — Haltu áfram.......... haltu áfram...... við erum rétt búin að ná 'þeim, æpti ég. — Ég er búinn að segja þér, að ég rata bér um slóðir. Ég hef ekið hér um, mér til sárra leið- inda, í tvær vikur, hafandi ekk- ert að gera nema athuga lands- lagið og andlitin á nautgripun- um. Stelpan, sem með mér var, varð bálvond við mig og stakk af daginn, sem við komum hing- að. Þessvegna er ég svona útfar- inn í Hálöndunum. Hann kveikti sér í vindlingi. — Ég ætla að gefa þeim fimm mínútur og þá sjáum við, hvað verða vill. Ef við erum heppin, halda þeir, að við höfum misst af iþeim, og halda beint áfram. Lofaðu mér að segja þér, Virgi- nia, hvernig ég lít á málið. Veg- urinn beygir til baka aftur, tíu mílna leið, að gistihúsi; hann liggur fram með vatninu mest alla leiðina, og víðast hvar eru tré til beggja handa. Ég vil ekki hitta þá þar. Og Mklega kæra iþeir sig heldur ekki um að hitta okkur þar. Lengra burtu liggur vegurinn um mólendi, sem kallað er Tomdoun. Þar er algjörlega óbyggt. Á þessum iáma árs, þætti mér ólíklogt, að nokkur maður væri á ferli innan hundrað mílna vegalengdar. Og það er þar sem ég vil að við náum í þá. — Og hvað þá? — Við erum betur vopnuð, sagði Rod blátt áfram. Ég hef tvo riffla í skottinu. Ég hef ekki sagt þér frá þeim, en þeir eru góðir. Nákvæmir. Og ég hef ver- ið að hugsa um þessar byssur, sem við höfuð séð hjá þeim fram að þessu...... Hann taldi á fingrunum. — Rochel skaut á okkur 1 Golden- hurst með skammbyssu. Þessi hólkur með hljóðdeyfinum, sem þeir voru að bauna á okkur með í garðinum, flytur ekki langt, því að það er ekki hægt að hljóð- deyfa verulega sterkar byssur. Þetta hafa líklega verið 22. riffl- ar. Svo var stór Mauser á borð- inu í Ediniborg. Ég skal bölva mér upp á að þeir eru betri með stýfðar haglabyssur en riffla. Þir Mta ekki út fyrir að vera vanir að berjast á bersvæði. — Ekki vissi ég, að þú værir svona fróður um byssur, Rod, sagði ég. — Ég hef gaman af þeim. □--------------------------D 24 □—------------------------ n Fékk smekk fyrir þeim í hem- um. Ég á talsvert safn af þeim, sannast að segja. Failegar byss- ur. Hann leit á úrið sitt. — Jæja, þá fer ég af stað. Leggstu út af meðan ég er í burtu. Einhvern veginn finnst mér það öruggara. Mér fannst þetta kjánalegt, en hann stóð fast á því, svo að ég lagðist út af á framsætið. Hann var ekki burtu nema fá- einar mínútur, og mér létti mjög þrátt fyrir allan spenninginn, þegar hann kom inn í bílinn aft- ur og sagði: — Þeir hafa haldið beint áfram. Ég hitti mann með kerru, sem sá til þeirra. Þá för- um við til Tomdoun. Við ókum á jafnri ferð eftir holótta veginum og komumst hraðar en hinn bíllinn hefði get- að gert. Snjórinn var þegar tek- inn að festast á trjágreinunum og á graslendinu. Ég var að verða alveg upp- gefin. Hversu mikinn svefn höfð- um við fengið, síðustu tvo sólar- faringana? Ég hafði það einkenni lega á tilfinningunni, að þreyt- an í mér væri einhverskonar las leiki, rétt eins og ég væri að byrja með innflúenzu. Mig verkj aði alla. Þegar við nú ókum áfram, fór ég að hugsa um, hve skrítilega við hlytum að lita út. Rod eintóm augu, órakaður, í auglýsingamanns-fötum, sem einu sinni voru svo fín, ég ná- föl, með hárið út um allt, óþveg- in, svo bíilinn eins og heilt vopna búr. Eftir skamma stund ókum við fram á gamlan vagn, sem var fullur af kjúklingakössum aftur í. Rod stakk höfðinu út um gluggann. — Sástu nokkurn svartan Daimler á ferðinni hérna. — Já, já, hann er svo sem hálfa mílu á undan ykkur. Öku- maðurinn, sem var smávaxinn og í rauðleitum vaðmálsfötum, og rauður í framan af kulda, bætti við: — Þið náið honum fljótlega í þessum bíl ykkar. Rod þakkaði manninum og ók áfram. — Ef þeir eru hálfa mílu á undan okkur, eru þeir á ber- svæði, sagði Rod, — svo að ekki geta þeir verið að bíða okkar. Ég ætla að aka beint áfram og láta slag standa. Ertu þyrst? — Nei.......já...... ég veit ekki. Ég renndi niður munn- vatni og gekk illa. Hann laut fram og tók upp fornlegan vasa- pela úr vasanum á bílhurðinni, dældaðan silfurpela, tók lokið af og rétti mér. Þetta var konjak. Ég drakk það og skjálfti fór um mig. — Þetta er gamaH og góð- ur siður, áður en gengið er til orrustu, sagði hann og saup svo brosandi á pelanum sjálfur. Brátt vorum við kominn á veg með lausamöl, sem lá yfir mó- lendið og bílMnn rann stundum á ófærðinni. Það hafði dregið úr snjókomunni, en það var eins og snjórinn héngi í loftinu og loftið var jökulkalt, favenær sem við opnuðum glugga til að losna við móðuna innan á rúðunum. Rod herti á ferðinni, þrátt fyrir það, hve vegurinn var slæmur. Við ókum þannig tvær mílur, án þess að segja orð. En þá sáum við Daimlerinn. Rod hallaði sér aft- ur og seildist eftir rifflahylkinu, sem var afturí. — Taktu öryggið af hólknum, sagði hann. — Ég kann að þurfa þeirra beggja við. — Á ég ekki að hafa annan? — Þú ert betri með skamm- byssu, en iþar með er annare ekki mikið sagt. Nú kom löng brekka fram und an okkur og hinn bíllinn hvar’f uppi á hryggnum, þar sem við tók mýrlend háslétta í svo sem mílu fjarlægð. Við ókum áfram og reyndum að forðast verstu holurnar og grjótið. Vegurinn, sem var snjóaður, var Mkastur árfarvegi. Þegar við komum upp á brúnina, sáum við Daimlerinn aftur, á löngum beinum vegar- kafla yfir öldótt svæði. Við vor- um smám saman að draga fram á hann. Stóri bílinn vaggaði og hallað- ist, hægt og hægt. Ég var ekki viss um, hvort þeir voru enn bún ir að koma auga á okkur. Við Rod höfðum haft sæta- skipti nokkru áður, og nú var ég við stýrið. Nú sagði hann: „Tiibúin!" og stillti um leið sigt- ið á rifflinum. Eftir andartak stiUti hann það aftur og sagði: — Fimm hundruð. Þeir eru bún- ir að koma auga á okkur. Nú losnaði um spennuna hjá mér. Ég var hríðskjálfandi, er ég jók ferðina. Maður hallaði sér út úr bílnum á undan og skaut aS okkur úr klimnalegri byssu. Við grúfðum okkur niður og biðum eftir skotinu .Þá heyrðist t-t-t-t, Við Mtum (hivort á annað í skeif- ingu. Þetta var vélbyssa. í sama biU heyrðist brothljóð og rúðan fyrir framan okkur molnaði í þúsund agnir. — Ég ætla að hlaupa út og reyna. Undir eins og ég er kom- inn út skaltu aka aftur á bak þangað til þú ert komin úr skot- færi. Bíddu svo eftir mér. Gerðu eins og ég segi. Svo hófst önnur skothríðin. Skyttan hvarf. Ég steig fast á faemlana. Rod stökk og hélt á báð um rifflunum. Ég sá hann skella sér flötum niður í lyngið og ég tók að aka aftur á bak á vonda veginum, en að baki mér var ekkert nema móinn, en framund- an var lyngmór og byssur. En í þessu bili gat ég séð Rod, sem lá kylMflatur og miðaði vand lega. Andartaki seinna stóð stór gufustrókur upp úr vélinni á Daimlernum og svo heyrðist brak og brestir. Tveir menn stukku út úr biln um og út á vegarbrúnina og fleygðu sér þar niður. En ekki sást urmull af Monsieur Fhilippe eða Rochel. Ég var nú komin út úr skot- færi og sat nú með vélina í gang* og vissi ekki, hvort hafði hærra, hún eða hjartað í mér. — Guð minn góður! sagði ég aftur og aftur og boraði nöglunum inn í lófana. Mennirnir, sem höfðu fleygt sér niður, mjökuðu sér aftur á bak og komust loks í skjól bak við stóra steina, og ætluðu sýni- lega að komast að bakii Rod, sem ég gat aðeins sér móta fyrir, og skaut öðru hverju. Ég vissi, að ég varð að vera kyrr þar sem ég var komin. Ein kúla þaut óhugnanlega nærri Rod, og svo önnur til. Hún kom frá Daimler- inum. En snögglega varð mér annað lóóst, sem ólti mér skelf- ingu: Rod gat ekki skotið á bít- inn í móti, því að þá faefði han» getað orðið John Firth að bana. STARFSMAT B. S. R. B. óskar að ráða mann til að kynna sér starfsmat er- lendis á vegum bandalagsins í 3—6 mánuði. Góð kunnátta í ensku og Norðurlandamálum nauðsynleg. Nánari upplýsingar á skrifstofu B. S. R. B., Bræðraborgarst. 9. Umsóknir sendist skrifstofunni fyrir 25. apríl 1966, þar sem til- greindur sé aldur, menntun og fyrri störf. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.