Morgunblaðið - 14.05.1966, Page 20

Morgunblaðið - 14.05.1966, Page 20
20 MORGUrtBLAÐIÐ Laugardagur 14. maí 1966 Sölubörn Sjómannadagurinn Sjómannadagsblaðið verður afhent sölubömum í Hafnarbúðum og Skátaheimilinu við Snorrabraut í dag, laugardag, frá kl. 14—17. Einnig verða merki sjómannadagsins og sjómannadagsblaðið afhent sölubörnum á Sjómannadaginn, sunnudaginn 15. maí frá kl. 09:30 á eftirtöldum stöðum: Hafnarbúðir Skátaheimilið við Snorrabraut Hlíðaskóli við Hamra- hlið Vogaskóli Laugalækjarskóli Álftamýrarskóli Mýrarhúsaskóli Í.R. húsið Verzlunin Straumnes við Nesveg Melaskóli Breiðagerðisskóli Sunnubúð við Mávahlíð Hrafnista. Auk venjulegra sölulauna fá börn sem selja merki og blöð fyrir 100 kr. eða meira, aðgöngumiða að kvikmyndasýningu í Laugarásbíói. Stýrimaður og matsveinn óskast á humarbát. — Uppl. í síma 50626. Humar Óskum eftir viðskiptum við humarbát. HRAÐFRYSTIHÓSIÐ, Innrí Njarðvík. Sími 92-6044. Skrifstofustúlka óskast nú þegar til að annast launaút- reikning, vélritun og almenn skrifstofu- störf. Tilboð er greini aldur, menntun og fyrri störf leggist inn á afgr. Morgun- blaðsins fyrir 22. maí n.k. merkt: „Skrif- stofustúlka — 9322“. Kranamenn — Steypubílstjórar Verk h/f vill ráða vana kranamenn á nýjan 25 tonna bílkrana. Kranabif- reiðin, sem er af Lorian gerð, er feinn vandaðasti og glæsilegasti bílkrani landsins, með 140 feta bómu. Aðeins vanir menn koma til greina. Vegna fjölgunar steypubíla vantar jafnframt tvo duglega bifreiðastjóra á Scania Vabis steypubíla. Upplýsingar á skrifstofu Verk h/f eða hjá Jóni Ólafssyni steypustöðinni Fífuhvammi. VERK HF. Skólavörðustíg 16 — Sími 11380. STEYPUSTÖÐ, Fífuhvammi Símar: 41480—81. Stmi okkar er 22322 ' f Konnr Kópavogi Kona óskast til vinnu hálfan daginn. Upplýsingar að Þinghólsbraut 36. Til sölu Þingeyrar dragnótarspil complett með dönskum síðurúllum notað tvö úthöld Simrad dýptarmælir (Basslodd). Nýlegur 8 manna gúmbátur með skoð- unarvottorði frá eftirlitinu. Einnig 2 Boston dekk- pollar fyrir troll og ein fótrúlla eins og var í 100 tonna Svíþjóðarbátunum. Upplýsingar í síma 30164. Útgerðumenn Ég óska nú þegar eftir skipstjórastöðu á trollbát. (Humar- eða fiskitroll). Hef meira skipstjórapróf. Þeir sem vildu sinna þessu leggi nöfn sín inn á afgr. Mbl. fyrir 18. þ.m. merkt: „Skipstjóri — 9692“. IMYTT! mYTT! Nýjar gerðir af gangstéttarhellum í skrúðgarða. Ný tegund af hleðslusteinum í skrúðgarðaveggi. BJARG við Sundiaugaveg. Garðeigendur Mikið úrval af garðrósum, blómrunnum og plöntum í limgerði. Garðyrkjustöðin Grímsstaðir, Hveragerði. Hallgrímur Egilsson. íbúð Til sölu er 2ja herb. íbúð í steinhúsi í Skólavörðu- holti. — Upplýsingar gefur ÞORSTEINN JÚLÍUSSON, HDL., Laugavegi 22 (Viðtalstími kl. 2—5) sími 14045. Bílstfóri vanur akstri, helzt með meira próf, óskast til aksturs einkabifreiða svo og lagerstarfa. — Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist afgr. MbL fyrir 17. þ.m., merkt: „Bílstjóri — 9690“. „Sólblik á sænum“ ný ljóðabófc eftir Sigfús Elíasson Á LOKADAGINN kom út ný ljóðabók eftir Sigfús Elíasson. „Sólblik á sænum“, en undirtit- ill er „Söngurinn um hafið. Kvæðin um sægarpana, sjómenn ina.“ Bókin er 224 blaðsiður í stóru brotu og kvæðin alls 92, stutt og löng. Heiti kvæðanna gefa nokk- uð til kynna efni bókarinnar, svo sem: Jólanótt á hafinu, Páskamorgunn á hafinu og Hvítasunna á hafinu. Höfundur minnist þar föður síns, Elíasar, sem fórst ásamt elzta syni sín- um í óveðrinu mikla, sem gekk yfir Arnarfjörð haustið 1900. Þá eru kvæði ort til skipstjór- anna Bjarna Ingimarssonar, Vil- hjálms Árnasonar, Eiríks Kristó- ferssonar, skipherra, Eggerta Gíslasonar, Péturs Björnssonar og Jóns Sigurðssonar. Einnig er kvæði um m.s. Gullfoss og fleiri Fossa og kveðja til Færeyja. Þetta er 7. Ijóðabók Sigfúsar Elíassonar, en auk þess hafa fjöldi sérprentaðra verka komið út eftir hann á liðnum árum. — Útgefandi bókarinnar er Dul- ræna útgáfan. Roosevelt I framboði? New York 12. maí — NTB. FRANKLIN D .Roosvelt jr., son- ur Roosvelts Bandaríkjaforseta, tiikynnti í dag að hann mundi reyna að öðlast útnefningu sem frambjóðandi demókrata viff ríkisstjórnarkosningar í New York í nóvember n.k. Núverandi ríkisstjóri er repúblikaninn Nel- son Rockefeller. Roosevelt, sem er lögfræðingur, lærður viff Ha- vard, og áður þingmaður, er þriðji demókratinn, sem til- kynnt hefur að hann muni reyna að verða útnefndur í framboff. Roosevelt forseti var ríkisstjórí í New York áður en hann varff forseti 1933. 47.1 tonn til Akraness Akranesi, 12. mai. 47.1 tonn af þorski bárust hing aff í gær af fjórum bátum. Afla- hæstur var Solfari með 18 tonn, og tók hann upp net sin. Sigur- borg fékk 14 tonn, Höfrungur L 10 tonn, og Skipaskagi 5.1 tonn og það á línuna. Sildarbátarnir hreyfa sig enn- þá fekki úr höfn, sifellt stormur og ónæði- — Oddur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.