Morgunblaðið - 24.05.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.05.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. maí 19fT6 BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 SENDUM LITLA bílaleigan Inffólfsstræti 11. Volkswagen 120® og 130®. Sími 14970 RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 tíMI 3-11-60 m/ufw/fí Volkswagen 1965 og ’66. l!lfl!llll\llli;\M VEGFERÐ Grettisgötu 10. Sími 14113. FJdLVIRKAR SKURÐGRdFUR I AVALT TIL REIÐU. Sími: 40450 MAGNUSAR skipholti21 símar21190 eftir lokun sími 40381 ATHUGIÐ Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Guðjón Styrkársson hæstaréttarlögmaður Hafnarstræti 22. — Simi 18354. BOSCH Þurrkumótorar 24 volt 12 volt tf volt Brœðurnir Ormsson Lágtnúla 9. — Simi 38820. it Útvarpið I»á eru kosningarnar um garð gengnar. Úrslitin hafa sjálfsagt komið mönnum mis- jafnlega mikið á óvart, en óneitanlega var spennandi að fylgjast með tölunum í útvarp- inu aðfaranótt mánudags. Útvarpið tók upp þá ný- breytni að útvarpa lifandi efni úr kosningunum, viðtölum við háttvirta kjósendur — í léttum dúr. Erlendis hefur slík út- varpsmennska tíðkast i áratugi og mörg ár eru liðin síðan is- lenzka útvarpið hefði átt að uppgötva þetta. Ekki er óliklegt, að vonin um sjónvarp í haust sé að ein- hverju leyti byrjuð að hafa áhrif á útvarpið. Annað væri a.m.k. óeðlilegt. Gera má ráð fyrir að þetta sé í síðasta sinn, sem útvarpið „einokar" kosn- ingar á íslandi hér sunnan lands, því næst, þegar kosið verður, mun sjónvarpið komið til sögunnar — og það er líka kominn tími til að útvarpið fái einhverja samkeppni af hálfu íslendinga sjálfra. Útvarpið hefði gjarna mátt flytja meira af þessum „kosn- inga-glefsum“ á sunnudags- kvöldið og um nóttina, en væntanlega verður það naest. ir Ómar — Alfreð Meðal þess, sem leikið var af hljómlist meðan beðið var eftir nýjum tölum, var söngur Alfreðs Andréssonar, gamanvísur frá siðasta ára- tugnum. Ómar kom líka fram og fékkst gott tækifæri til þess að gera samanburð. Ég sagði einhvern tíma hér í pistlunum, að Ómar væri að verða sinni samtíð það, sem Alfreð var sinni — og eftir að hafa hlust- að á þá báða sama kvöldið sannfærist ég enn betur um að 3vo sé. Þegar ég heyrði Jón Múla lesa kosningatölur minntist ég þess, að fyrir helgina hringdi hingað kona, sem sagðist fagna því að heyra aftur 1 honúm í útvarpinu. „Ég segi þetta ekiki vegna þess að ég kjósi kommana“. sagði konan — „nei, síður en svo. En mér finnst hann Jón svo Ijómandi skemmtilegur 1 morgunútvarpinu". Jón Múli hefur verið frá tví- vegis í vetur, hefur gengið undir uppskurði í Englandi, en er nú að ná sér á strik á ný — og munu aðgerðirnar hafa tekizt vel samkvæmt því sem ég hef frétt. ir Bifreiðaskattur og útvarpsgjald Eldibrandur skrifar: „Nú stendur yfir skoðun bifreiða. En mikið er jkkur gert erfitt fyrir með að fram- kvæma svo sjálfsagðan hlut. Þar á ég fyrst og fremst við það að ekki skuli vera hægt að greiða bifreiðaskattinn í bif- reiðaeftirlitinu, heldur þarf að fara í Tollstjóraskrfstofuna til þess. Sennilega eru hátt í 16 þúsund bifreiðar skoðaðar á þessu ári, og ef reiknað er með að það taki 15 mín. fyrir hvern bifreiðaeiganda að fara fyrst á Tollstjóraskrifstofuna, þá reiknast mér til, að þarna tap- ist 4 þúsund vinnustundir, eða 2 ára vinna þess, sem vinnur 40 stundir á viku. Ekki langt frá^ Vt úr milljón, peningalega. Útvarpið hefur sína eigin innheimtu í bifreiðaeftirlitnu sjálfu og er það þakkarvert meðan þau ólög gilda, að kraf- ist er afnotagjalds útvarps- tækja í bifreiðum. í flestum viðtæikjaverzlun- um er nú hægt að kaupa tæki, sem hægt er með einu hand- bragði að losa úr bílnum. Þessi tæki er hægt að tengja við rafgeymi bifreiðarinnar og þau eru einnig með litlum rafhlöð- um og nýtast sem ferðavið- tæki og heimilistæki. Hvað er þá rangt við að nota slík tæki sem heimilistæki daginn sem bíllinn er skoðaður, en síðan sem bíltæki alla aðra daga ársins? En ég sem er með tæki fast í bílnum er neyddur að greiða tvöfallt afnotagjald, þ. e. heimagjald og bifreiða- gjald. Þegar lögin eru þannig, að hægt er að fara svona í kring um þau — þ. e. einn greiðir en annar ekki, þá eru það rétt- nefnd ólög, og hve lengi eig- um við að þola þau? Vildi inn- heimtustjóri útvarpsins skýra þetta fyrir mér og fjölda ann- arra. EIdibrandur“. ir Saklaust fólk Húsmóðir skrifar: „Undarlegt atkvik kom fyrir mig í dag. Hringt var til mín frá fyrirtæki hér í borg, og ég rukkuð um dálitla peningaupp- hæð, sem mér var tjáð, að ég skuldaði síðan um miðjan marz. Ég hafði aldrei komið í þetta fyrirtæki, og vissi ekki hvar það er staðsett í borginni. Stúlkan sem hringdi til mín og var hin elskulegasta sagði mér eftirfarandi: Kona ein keypti í fyrirtæk- inu fyrir nokkur hundruð krónur, en greiddi upphæðina ebki alveg að fullu. Lét hún skrifa það sem á vantaði, og gaf hún upp nafn mitt sem sitt, og lofaði að greiða peningana hið allra fyrsta. Ég spurði ungu stúlkuna hvort hún gæti lýst útliti kon- unjiar. Og eftir dálitla um- hugsun gat hún það, og kom þá í ljós, að vaxtarlag hennar og útlit var algjör andstæða við mitt. Stúlkan í símanum sagði mér, að þetta væri ekiki í fyrsta sinn, sem þessi ljóti leikur væri leikinn í því fyrir- tæki. Ég legg til að verzlanir og fyrirtæki séu vör um sig, og gangi ríkt eftir því að þeir sem fá lánað, og starfsfólkið þekkir ekki, kvitti rækilega fyrir skuldinni. Er þá hægðarleikur fyrir þá saklausu, að sanna sakleysi sitt. Bera síðan sam- an við rithönd þess sem svikur, og afsanna þannig skuldina við fyrirtækið. 1 þetta sinn var ég svo lán- söm, að stúlkan sagðist trúa mér fullkomlega. Húsmóðir". ic Bílaverkstæðin Óánægður bifvélavirki skrifar: „Akureyri, 19. — 5. 1966. í tilefni greinar um hirðu- leysii o.s.frv. á bifreiðaverk- stæðum, vil ég sem bifvéla- virki, taka fram eftirfarandi: Þeir sem á verkstæðum vinna, munu flestir kannast við, að oft þurfum við að aka bílnum út meðan á viðgerð stendur, til að rýma fyrir öðrum bíl sem þarf að komast út — eða inn, en kemst það ekki nema hinum bílnum sé ekið út á meðan. Og þetta þarf kannnski að gera oftar en einu sinni. Þetta átafar ekki af neinu nema þrengslum á verkstæð- unum, sem eru flest með öllu ófær um að veita þá þjónustu, sem æskilegt væri, þar eð mörg eru í gömlum, mjög ó- hentugum húsum og með öllu óskipulögð. Vegna þessa eru vinnuskilyrði mjög léleg á þess um verkstæðum, og fá þau þess vegna ekki eins góða fag- menn og annars. Fyrir bragð- ið eru það mest „gervimenn“ og nemar, sem á verkstæðun- um vinna, og nemarnir hverfa flestir strax og þeir eru út- lærðir. Það er þó óæskilegt þvi þeir hafa lirtið lært, bara unn ið, og hefðu þeir vitanlega get að unnið hvar sem var þenn- an tíma, og lært jafnmikið, Mergurinn málsins er þvi það, að vinnuskilyrðón valda þvi að enginn góður fagmaður fæst til starfa. Þeir sjá að þetta er ekki girnileg framtíð- aratvinna og forða sér strax og þeim býðst eitthvað betra. jafnvel þó það sé ver launað fyrst í stað. Ef verkstæðin bættu rekst- urinn, og þar með aðbún- aðinn, sem er vægast sagt tyr ir neðan allar hellur, mundu þau af sjálfu sér fá betri fag- menn til sín og nem- arnir mundu halda áfram þeg ar þeir hafa lokið sveinsprófi. Og svo þýðir ekkert að snúa út úr. Ég þekki líka verkstæðin í Reykjavík þó að ég sé á Akureyri núna. Til eru undan- tekningar og það er undanteka ing ef til er bifreiðaverkstæði, sem býður sínum starfsmönn- um mannsæmandi vinnuskil- yrði. — Óánægður." ic Slæm þjónusta Ðansunnandi skrifar: Um daginn fór ég ásamt fleira fólki á dansstað einn hér í bænum. Ég hefi nokkrum sinnum komið þar áður og líb að mjög vel við dansgólfið og hljómsveitina, en sama er ekki hægt að segja um þjónustu- fólkið. Það er fyrir neðan allar hellur og virðist ekki einu sinni kunna almenna kurteisi, hvað þá hafa tileinkað sér þá framkomu sem vænzt er af þeim sem stunda þannig störf. En þarna er ekki hægt að fá góða þjónustu og þó-------— borð eru tekin frá og geymd fram eftir kvöldinu fyrir þá sem líklegir eru til að vera eitt hvað þorstlátir þegar þeir birt ast. Þó á þetta að teljast vín- laus skemmtistaður og er illt til þess að vita að þeir sem koma snemma og ætla að skemmta sér án víns, eins og „lög gera ráð fyrir“ þar, skuU ekki geta fengið borð nema helzt einhversstaðar úti í horni. Dansunnandi.“ Hreyfilsmenn vinna skák- bikar í Ósló DAGANA 14.—16. maí sl. fór fram i Osló sveitakeppni N.S.U. (Samband sporvagnastjóra) í skák. Taflfélag Hreyfils sendi tvær 4-manna sveitir í keppni þessa — og urðu þær báðar 3Ígurveg- arar, hvor í sínum flokki. 1 I. flokki var keppt um hinn stórglæsilega bikar, sem Loft- leiðir •— fyrir milligöngu Tafl- félags Hreyfils — gáfu til keppni þessarar fyrir þremurár- um, eftir að T.H. hafði unnið til eignar farandgrip þann, sem áður var keppt um. Koma því Hreyfilsmenn aft- ur heim með hinn glæsilega grip. Þessa sveit skipuðu eftir- taldir menn: Jónas Kr. Jónsson — Þórður Þórðarson — Anton Sigurðsson og Guðlaugur Guðmundsson. Sveitin tefldi við sveitir frá eftirtöldum borgum: Stokk- hólmi, sem hún vann með 2V*- 1%, Kaupmannahöfn 3—2 og Bergen 4—0. í H flokki skipuðu þessir menn sveit Hreyfils: Brynleifur Sigurjónsson, Grím ur Runólfsson, Magnús Nordahl og Guðbjartur Guðmundsson. Þessi sveit var í riðli með Gautaborg, sem þeir unnu með 3—1 og Osló 2—2. Ferðastyrkur til náms í Nore^i DR. BO ÁKERRÉN, læknir í Sví ÞJóð, og kona hans tUkynntu ís- lenzkum stjómarvöldum á sínum tíma, að þau hcíSu j hyggju aS bjóða árlcga nokkra fjár- hæð sem ferðastyrk handa íslend ingi, er óskaði að fara til náms á Norðurlöndum. Hefur styrkur- inn verið veittur f jórum sinnum, í fyrsta skipti vorið 1962. Ákerrén-ferðastyrkurinn nem- ur að þessu sinni eitt þúsund sænskum krónum. Þeir, sem kynnu að vilja sækja um hann, skulu senda umsókn til mennta- málaráðuneytisins, stjórnarráðs- húsinu við Lækjartorg, fyrir ltt. júní n.k. I umsókn skal greina, hvaða nám umsækjandi hyggst stunda og hvar á Norðurlnödum. Upplýsingar um náms- og starfs- feril fylgi, svo og staðfest afrit prófskírteina og meðmæli. Umsóknareyðublöð fást i menntamálaráðuney tinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.