Morgunblaðið - 24.05.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.1966, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ f>rið.uidasrur 24. maí 1966 Frumvörp um aukið sjálfstæöi samþykkt í færeyska lögþinginu NÝLEGA voru samþykkt í fær- eyska lögþinginu nokkur frum- vörp, varðandi aukið sjálfstæði Færeyingum til handa. Voru fimm af frumvörpum þeim, sem landstjórnin hafði lagt fram, samþykkt. En þrjú voru felld. t þeim frumvörpum, sem kom- ust í gegn, kref jast Færeyingar aukinni réttinda til að annast sjálfir utanríkismál sín, fullrar viðurkenningar fyrir færeyska þjóðfánann, sem fram að þessu hefur aðeins verið siglingafáni, að færeyska verði aðalmál og imeiri réttinda til handa lög- þingi og landsstjórn í innan- landsmálum. Mbl. átti í gær símtal við fráttaritara sinn í Þórshöfn, sem sagði að nokkur aðdragandi væri að þessu máli. Þegar sam- vinna varð um skipan lands- stjórnar í janúar 1962, þá voru menn í öllum hinum svokölluðu sjálfstæðu flokkum sammála um 18. skákin jufntefli Moskvu, 23. maí (AP) ÁTJÁNDU skákinni í heims- meistarakeppni þeirra Petro-' sjans og Spasskys lauk í dag i með jafntefli eftir 33 leiki., Standa leikar þá þannig að Petrosjan hefur 9% vinning, en Spassky Sy2. Eftir eru sjöj skákir. j' ASeins þrjár skákir hafa unnizt, hinar allar verið jafn- tefli. Vann Petrosjan tvær, en Spassky eina. að leggja frumvörp varðandi átta atriði fyrir lögþingið: 1) að landsstjórnin fái rétt- indi til sjálfstæðra samskipta við erlendar stjórnir varðandi færeysk viðskipti. 2) að færeyska verði viður- kennd sem aðalmál í Færeyjum. 3) að færeyski fáninn hljóti fulla viðurkenningu. 4) að landsstjórinn sé ekki skuldbundinn til að skýra danska ríkisumboðsmanninum strax frá samþykktum, sem gerðar eru á lögþinginu og í landsstjórninni. 5) að engin lög öðlist gildi í Færeyjum án þess að lögþingið og landsstjórnin hafi staðfest þau. 6) að landsstjórn og lögþing fái til meðferðar öil samfélags- mál milli annarra ríkja og Fær- eyja, ef þessir aðilar óska þess. 7) að Færeyingar fái færeysk vegabréf. 8) að Færeyingar hætti að eiga fulltrúa á danska þinginu. Voru 5 þau fyrstnefndu sam- þykkt, en þrjú þau síðastnefndu felld. Ástæðan fyrir því að frum- vörp þessi komu ekki fyrir lög- þingið fyrr, er þessi. Á þjóðþing- inu sitja 15 stuðningsmenn landsstjórnarinnar, þ. e. 6"Þjóð- veldismenn, 2 Sjálfstýrismenn, 1 maður frá Framfaraflokknum og 6 Fólkaflokksmenn. En í stjórn- arandstöðu eru 8 Jafnaðarmenn og 6 Sambandsmenn eða 14, sem allir halda fast við að landið til- heyri Danmörku. Einn af Fólka- flokksmönnunum vildi ekki styðja þessi frumvörp og greiða þeim atkvæði og því hafa þau verið látin bíða, þar til þau voru loks lögð fyrir þingið 14. maí s.l. ísafirði, 23. maí. TALSVERÐ ölvun var un> horð í brezku togurunum, sem hér liggja. 1 dag og Sl. nótt var lögreglan kvödd um borð í tog- arann Ross Howe, en þar hafði háseti einn ráðist að sofandi matsveini með hníf og veitt hon um nokkurn áverka á hálsi. Var farið með matsveininn á sjúkra- húsið og skurðurinn sauma'ður þar saman. Tekin var skýrsla af skipverj- matsveir; um fyrir Sakadómi ísafjarðar í/ dag verður hún send Saksókn- ara ríkisins. Sá, sem fyrir til- ræðinu varð, vill ekki að frekar sé gert í málinú. Mun hásetinn fara al skipinu og verða sendur út. Þá bar það til í nótt að tveir ísfirzkir piltar fóru hér inn í kirkjuna og hirtu m.essuvín, bikara og kirkjugripi og tók lögreglan þá höndum. Sjúistæðismenn unnu sýsluneind- urkosningunu í Borgurnesi Það er fulltrúi Fólkaflokksins í Vogum, Vilhelm Nielsen, sem hér á hlut að máli. Sagði frétta- ritarinn til skýringar, að hann væri umboðsmaður fyrir dönsk fyrirtæki í Færeyjum, auk þess sem hann tilheyrði heimatrú- boðinu. Þessvegna hefði hann ekki viijað greiða öllum þess- um frumvörpum atkvæði. Hefði hann sjálfur gefið þá skýringu í viðtali við dönsk blöð, að sam band hans við danska heimatrú- boðið kæmi í veg fyrir að hann vildi veita fylgi róttækum stjórn málalegum sjónarmiðum, sem ekki væri hægt að sjá hverjar afleiðingar kynnu að hafa. Mundi hann óttast, að færeyska stjórnin yfirtæki þjóðkirkjuna. Kirkjan í Færeyjum er mjög áhrifamikil og hún er enn undir danskri stjórn. Blandast kirkju- málin því þarna inn í stjórn- málin. Hér skst atfur eftir stjórnborða togarans Admiral Burnett, þar sem borðstokkurinn hefur lagzt inn og rifnað undan högginu. Hariur árekstur brezkra togara á Halamiðum ísafirði, 22. maí. HARÐUR árekstur varð milli tveggja brezkra togara á Hala- miðum hér í gærmorgun. Urðu talsvert miklar skemmdir á báð- um skipunum, en manntjón varð ekki. Togarinn Ross Howe frá Gríms by sigldi á mikillí ferð á tog- arann Admiral Burnett frá Aberdeen og skall af mikhi afli á skipinu aftanvert við brúna, stjórnborðsmegin. Gekk stefnið á Ross Howe um 2—3 metra inn í síðuna á Admiral Burnett og kom þar stór rifa á skipið undir þilfari og niður fyrir sjólínu, en það vildi til happs að stefnið fór SSökkviIið ísa- f jarðar tvávacfis kvatt út fgi ísafirði, 23. maí. Slökkviliðið hér var tvívegis kvatt út í nótt er leið, fyrst um kl. 1.00 að vélbátnum Hafdísi frá Siglufirði, er hér lá við hafn arbryggjuna. Hafði kviknað þar í út frá gastæki og varð eldur- inn fljótlega slökktur. Síðar um nóttina var slökkvi- liðið tvívegis kvatt um borð í brezkan togara. Var þar um lít- inn eld að ræða H. T. Við sveitarstjórnarkosningarn ar í Borgarnesi urðu Sjálfstæð- ismenn fyrir lítils háttar at- kvæðatapi; töpuðu 8 atkv. frá því 1962. Vegna óhagstæðs hlutfalls töþuðu þeir einum manni í hreppsnefnd. Jafnframt hrepps- nefndarkosningum fór fram kosn ing sýslunefndarmanns í Borg- arnesi, og unnu Sjálfstæðismenn þar glæsilegan sigur. Frambjóð- andi D-listans, Þorkell Magnús- son sýsluskrifari, var kosinn með yfirgnæfandi atkvæðamagni. Hlaut hann 276 atkvæði, en fram bjóðandi B-listans, lista Fram- sóknarmanna, fékk 183 atkvæði. G-listi, listi kommúnista, hlaut 42 atkvæði. í kosningunum ánð 1962 hlaut B-listinn 212 atkvæði en D-listinn 218 atkvæði. Er því hér um mjög athyglisverða at- kvæðaaukningu að ræða. inn í olíugeymi og kom því ekki leki að . skipinu. Einnig urðu miklar skemmdir á yfirbyggingu Admiral Burnett. Gat kom á stefnið á Ross Howe og það dældaðist mikið. Skipverjar á Admiral Burnett yfirgáfu skipið að undantekn- um 2 rétt eftir að áreksturinn. varð, en togarinn Kingston And- VIÐRÆÐUR Jakarta, Indónesíu, 23. maí (AP—NTB). SUKARNO, forseti Indónesíu, féllst í dag á að hefja viðræð- ur við fulltrúa Malaysiu um friðarsamninga. Samþykkti forsetinn að utanríkisráðherr- ar ríkjanna skyI3u ræðast við um málið, og er búizt við að ., umræðurnar fari fram í Thai- landi. alusite frá Hull dró Admiral Burnett inn til ísafjarðar og höfðu þessir þrír togarar sam- flot hingað og í fylgd með þeim Varð sá fjórði Ross Anson rfá Grimsby. Komu togararnir hingað kl. 1 í nótt. — H.T. ísafirði, 23. maí. í FRAMHALDI af þeirri frétt sem birt var er hér á undan og blaðinu barst á sunnudag- inn er það að segja að báðir togararnir, sem í árekstrinum lentu eru hér í viðgerð og sjó- próf hafa ekki farið fram út af málinu, og verða trúlega ekki hér á landi. Litlar skemmdir urðu á Ross Howe of mun hann fara fljótlega á veiðar, en gert verður við Admiral Burnet til bráðabirgða hér. SAS viðrœ&ur í Stokkhólmi Stokkhólmi, 23. maí — (NTB) JOHN Lyng, utanríkisráðherra Noregs er í tveggja daga .>pin- berri heimsókn til Sviþjóð.ir. Ræðir hann þar við fulitrua sænsku stjórnarinnar, m.a. um deilu SAS og norska flugféiag- ið Braathens Liniefly. Sagði Lyng að loKnum við- herra, og Torsten Nilsson, at- ræðum við Erlander, forsætisráð anríkisráðherra, að hann tryði á framtíðar samvinnu norrænna flugfélaga. Þótt Norðmenn kysu að halda uppi flugleiðum á inn- anlandsflugleiðum. Deilur SAS og norsku flug- félaganna standa af því að út- gerðarmaðurinn Braatlien hefur hafið flugferðir á leiðinni norð- ur eftir frá Bergen, en á leið þessari hefur SAS haft einka- leyfi. Segja talmenn SAS að með þessari leyfisveitingu til Braathen sé norska stjórnin að brjóta niður allt samstarf SAS^ en horska stjórnin heldur fast við sinn keip um að innanlands- flug í Nqregi sé hennar eintca- mál. í GÆR var hæglætisveður hér um allt land. Skýjað en þurrt var á norðanverðu land- in, en kalt, víðast 2—3 stig á annesjum. Sunnan lands og vestan voru víða talsverðar skúrir og hlýrra eða 6—8 stig. Lægðin við Noregsstrendur var kröpp og víða stormur á Norðursjó og milli Færeyja og Noregs. Beynt verður að ryðja Oddskarð í nótt Eskifjörður, 23. maí REYNT verður að opna ina yfir til Norðfjarðar í leið- nótt. Lokið er við að ryðja um 12-15 km vegalengd eða frá Skíðaskál anum í Norðfirði og niður undir Eskifjarðarkauptún. Síðan ýt- urnar byrjuðu hefur þó mikið hlánað, þannig að vegalengdin, sem eftir er að ryðja hefur stytzt toluvert. Að sögn veg'averkstjórans, Hjörleif Magnússonar, eru hæstu skaflar allt að 7 m háir. — Gunnar,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.