Morgunblaðið - 24.05.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.05.1966, Blaðsíða 17
ÞriðjuctagW 24. maí 1966 MORCUNBLAÐIÐ 17 Á Snæfellsnesi ÓVÍÐA á íslandi er jafn- margt, sem heillar ferðamann inn og á Snæfellsnesi. Fjall- garðurinn, sem liggur eftir endilöngu nesinu, er hrikaleg ur og tilkomumikill með miklum klettaveggjum og rindum, sumstaðar svo hár að snjóa leysir þar aldrei. Víða eru smærri tindar og fjöll laus frá aðalfjallgarðinum einkum norðan á nesinu. Yzt gnæfir svo sjálfur Snæfells- jökull eins og konungur í ríki sínu. Ökuleiðin kringum Snæ- fellsnes er því mjög fögur, og þarf helzt að fara hana á nokkrum dögum, því að margt þarf að skoða á leið- inni. Samt er hægt að gera margt á 2*2 degi um hvita- sunnuna, og enda þótt ekki gæfi á jökulinn, eins og stund um vill verða, er'um margt annað girnilegt að ræða. Ferðafélagið hefir um áratoil haft aðal hvítasunnuferð sína á Snæfellsnes, og slík ferð gæti verið eitthvað á þessa leið: Á laugardeginum er ekið sem leið liggur fyrir Hval- fjörð, vestur Mýrar, út Snæ- fellsnes að sunnanverðu og tjaldað á fögrum stað við hvitfyssandi uppsprettulæki norðaustanundir Stapafelli. Á leiðinni er að sjálfsögðu stanzað nokkrum sinnum þar sem ástæða þykir til. Af þeim fjöllum, sem mest eru áberandi á sunnanverðu nes- inu, má nefna Hafursfell með Hest, Skyrtunnu og Ljósu- fjöll að bakí. Nokkru utar eru svo Elliðatindar með þverhníptan Élliðahamar, Þorgeirsfell og . Axlarhyrna upp af Búðum. Skammt aust- an við Axlarhyrnu fellur Bjarnarfoss fram af fjalls- brúninni hár og fallegur. í góðu veðri er fallegt útsýni frá Axlarhólum, bæði inn yfir nesið og yfir Breiðuvík til Stapafells og Snæfellsjök- uls. Frá tjaldstaðnum sést ekki til jökulsins, en ef gengið er norðan á Stapafellið blasir hann við í allri sinni dýrð. Einnig sést þaðan vel yfir Arnarstapa og út með jöklin- um til Lóndranga og Malar- rifs. Það er ekki á allra færi að fclífa á hæsta tind Stapa- fells. Efsti tindurinn er því- nær þverhníptur á alla vegu. Samt má hafa fullt gagn af fjallgöngunni án þess að glíma við þann síðasta og erf- iðasta hjalla. í háskarðinu norðan við Stapafell eru nokkrir mótoergsstallar og í þeim Sönghellir, skemmtileg- ur þótt ekki sé hann stór um sig. Ef veður leyfir er jökul- gangan hápunktur hvíta- sunnuferðar á SnæfeMsnes. Þetta er alllöng ganga en ekki erfið. Fyrst er haldið um tveggja stunda gang upp í sæluhús F.í. við austurrönd jökulsins. í>ar gjarna áð um stund og hitað kaffi. Þaðan er svo haldið nokkurn veginn beina leið norðan við Þrí- hyrninga og stefnt á hæstu Þúfuna. Þessi seinni áfangi tekur um tvær stundir og er jafn og aflíðandi halli alla leið. Þótt hér sé talað um tvo aðaláfanga á göngunni á Snæ fellsjökul, er ekki að öðru leyti haldið viðstöðulaust áfram, heldur er um margar stuttar hvíldir að ræða á leiðinni til þess að njóta út- sýnisins jafnóðum og það vikkar við aukna hæð. Það fá venjulega allir tækifæri til að Ijúka jökulgöngunni, ef þeir á annað borð hafa hug á því. Það er nokkur krókur að fara fyrst upp að sæluhús- inu, og væri hægt að taka stefnuna strax á hæstu Þúf- una og fara sunnan Þríhyrn- inga. Sú leið er miklu bratt- ari og erfiðari þótt styttri sé. Á þessum árstíma er yfir- leitt lítið eða ekkert um sprungur á þessari leið, en þegar kemur fram á sumar verður jökullinn glær og háll, og þá opnast víða sprungur, Og Stapagjárnar eru furðuleg náttúrusmíð. Þegar vindur er og brim skellur inn í hellana standa vatnsstrókarnir langt upp í loftið upp úr gjánum. Frá Stapa óvarkárum jökulförum. Nú er óvenjumikill snjór til fjalla, og er þá tilvalið að fara með skíði á jökulinn. Þeir, sem ekki hafa hug á jökulgöngu, geta fundið nóg Það er samt öllu líklegra, að þannig viðri á haustin og vet urna eh á vorin, svo að ekki eru miklar líkur til að sjá slík „gos" um hvítasunnuna. Þegar ekki viðrar til jökul- Lóndrangar var áður mikil útræði og sóttu menn þangað víðsvegar áð af landinu. Þá var mikið líf í tuskunum á þessum slóð- um, en á okkar mælikvarða hefir þetta sjálfsagt verið hálfgert hundalíf. Aflrauna- steinarnir Hálfdrættingur, Hálfsterkur og Fullsterkur bíða enn á sínum stað eftir því, að þeim sé lyft á stall. Amlóði liggur brotinn hjá, enda aMir amlóðar búnir að vera. Oft eru selir þarna á klöppunum svo tugum skipt- ir. Síðan höldum við nokkurn veginn beina leið upp að bílnum aftur og hdldum áfram um Hellissand að Rifi, en þar er áð um stund og gengið um nýja hafnarsvæð- ið. Mér finnst einna failegast að horfa til Jökulsins frá Rifi. Jökulþúfurnar eru mjög áberandi og nær eru myndar- legir klettatindar, Bárðar- kista, Hreggnasi, Skál og svo Búrfell næst okkur með Snöðufoss skammt vinstra megin. Næsti áfangi er stuttur eða til Ólafsvikur eftir hinum hrikalega nýja Ennisvegi. Ólafsvík er fallega staðsett austanundir Enni, með háa brekku að baki og Breiða- fjörðinn framundan. A slóðum Ferðaffélagsins sem gætu orðið hættulegar að skoða niðri við ströndina. Strandlengjan frá HeLlnum og innfyrir Arnarstapa er mjög skemmtileg, þar eru ótal drangar básar og bogar A Saatfellsjökli göngu er tímanum eytt við ströndina. Tjöldin eru tekin upp og haldið út fyrir jökul og inn nesið að norðanverðu. Fyrst komura við að Arnar- stapa og lítum á gjárnar og fleira. Þá er haldið út að Svalþúfu og Lóndröngum. Þar er gott að dvelja um stund og virða fyrir sér rituna og svartfuglinn í berginu. Þar er nóg að starfa og arg og garg, sem í öllum fugla- björgum, og er tilhuglífið í algleymingi. Næsti áfangastaðdr er skammt fyrir utan Purkhóla. Þar skulum við yfirgefa bít- inn um stund og ganga nið- ur að ströndinni hjá Einars- lóni, sem er einn af mörgum eyðibæjum á utanverðu nes- inu. Húsin eru að miklu leyti faliin, en þó má gera sér í hugarlund hvernig allt var umhorfs. Við göngum svo með bergbrúninni út á Djúpa- lónssand og í Dritví'k. Þarna Eftir að hafa litazt um I Ólafsvík höldum við áfram fyrir Búlandshöfða og inn í Grundarfjörð. Einu sinni þótti Búlandshöfði ægileg leið, en nú er þar ágætur og öruggur vegur. Fjallahringur inn í Grundarfirði er ákaf- lega hrikalegur og fallegur. Helgrindur eru mest áber- andi og gaman væri að gefa sér tíma til að ganga þar upp. Ut úr þeim skagar Myrar- hyrna til norðurs, brött og hrikaleg. Eitt sér og mið- punktur Grundarfjarðar er Kirkjufell, sem telja verður til fallegustu fjal'la landsins. Þar er ekki árennilegt upp- göngu en er þó mögulegt. Hvert hamrabeltið er upp af öðru og allbrattir, misjafn- lega breiðir grasgeirar á milli. Ekki verður gengið beint upp af hjalla á hjalla, heldur þarf að færa sig fram og aftur eftir stöllunum. En aldrei skyldi þar vera maður Myndir Páll Jónsson. fyrir ofan mann, því að nóg er af lausum smásteinum til að velta af stað og gæti auð- veldlega hlotizt slys af. Einu sinni áttum við tjöld á bökk- um Kirkjufellsár og lögðum 20 saman til uppgöngu á Kirkjufell, en urðum frá að hverfa við efsta stallinn. Þoku dreif yfir en þetta varð samt ágæl fjallganga, svo langt sem hún náði. Það væri æskilegt að eiga langa dvöl í Grundarfirði, því að margt er þar að sjá, en við skulum samt halda áfram sem leið liggur fyrir Kol- grafarfjörð og hafa næstu viðstöðu við brúna yfir Mjósund í Hraunsfirði, þar sem Berserkjahraun hefir á sínum tíma þvínær lokað firð inum. Oftast er fossandi straumur undir brúnni, út eða inn eftir sjávarföllum. Héðan er orðið stutt í tjald stað, en hann veljum við gjarna við gamla veginn með suðurrönd Berserkjahrauns. Þar eru skjólsælir gras- hvammar undir hárri hraun- brúninni, og verður varla á betra tjaldstað kosið. Þetta hefir verið alllöng dagleið og er ekki víst, að við höfum getað sinnt öllum stöðum á leiðinni sem skyldi, og kannski orðið að sleppa ein- hverju eða fara fljótt yfir sögu. Á mánudagsmorgun er um nokkrar stuttar göngu- leiðir að velja frá tjaldstað. Við gætum til dæmis gengið á einhverjar kúlurnar í Ber- serkjahrauni. Einnig gætum við gengið inn að Selválla- vatni og skoðað fossinn innan við vatnið. Bezt er þó að leggja í göngu á Horn, sem er þarna skammt suður- undan. Norðan í Horni er hár drangur og sérkennilegir sandsteinsklettar, sem gaman er að skoða. Sjá'lft Hornið er bratt en ekki erfitt þrátt fyrir það. Útsýni þaðan er ágætt út yfir Breiðafjörð og eyjarn ar. Einnig yfir Hraunsfjörð, Berserkjahraun og Selvalla- vatn. Suðurundan höfum við svo Hraunsfjarðarvatn og Baulárvallavatn með Trölla- tinda og Elliðatinda að baki. Þá sér einnig suður yfir Faxa flóa til Skarðsheiðar og víð- ar. Þótt Horn sé ekki nema 406 metra yfir sjó er útsým þaðan ótrúlega gott. Upp úr hádegi höldum við svo af stað heim á leið, en fyrst lítum við þó á marg- lita grjóttð í Drápuhlíðai Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.