Morgunblaðið - 24.05.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.05.1966, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAOIÐ Þriðjudagur 24. maí 1966 fttgyfflmWflftift Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 95.00 ____________í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vig Matthías .Tohannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalsfræti i5. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið,_____________ MEIRIHLUTI SJALF- STÆDISMANNA í BORGARSTJÖRN Cjálfstæðisflokkurinn hélt P öruggum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Það er sú staðreynd sem skiptir meginmáli nú þegar kosningaúrslitin eru kunn. Höfuðborgarbúar munu njóta áfram dugmikillar forystu samhents meirihluta Sjálf- stæðismanna, en verða ekki ofurseldir glundroða hrossa- kaupastefnu minnihlutaflokk anna. Ástæðu þess að Sjálfstæð- isflokkurinn í Reykjavík fékk ékki meira atkvæða- magn nú en raun ber vitni má að einhverju leyti rekja til þeirrar staðreyndar, að of mikillar bjartsýni gætti um fylgishorfur hans fyrir kosn- ingarnar. Hið mikla fylgi flokksins í borginni við und- anfarnar kosningar, ásamt dugmikilli forystu borgar- stjórnarmeirihlutans og Geirs Hallgrímssonar borgarstjóra höfðu skapað þá skoðun, að flokkurinn hlyti óhjákvæmi- lega að auka atkvæðamagn sitt við þessar borgarstjórnar- kosningar. Af hálfu andstæð- inganna var og lögð áherzla á þann áróður, að ekki kæmi ti'l greina að meirihluti Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík væri í minnstu hættu. Þetta sýnir að fullyrðing- „ ar um öruggar sigurhorfur fyrir kosningar eru jafnan óhyggilegar og raunar mjög hættulegar. Enda þótt Sjálf- stæðisflokkurinn í Reykjavík komi öflugur út úr þessum kosningum með meirihluta í borgarstjórn eru úrslit þeirra þó greinileg aðvörun til borg- *- arbúa. Til þess að tryggja farsæla og framkvæmdasama borgarstjórn verða borgar- arnir að halda vöku sinni. Það ólán má ekki henda hina ungu og þróttmiklu íslenzku höfuðborg að stjórn hennar lendi í höndum glundroðaliðs fyrir andvaraleysi og skort á ábyrgðartilfinningu. Andstæðingar Sjálfstæðis- , manna munu vafalaust reyna að gera sér mat úr því að Sjálfstæðisflokkurinn hlaut nú innan við 50% atkvæða í höfuðborginni, eða nánar til tekið 48,5%. En það hefur hent áður að Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa fengið svip- að atkvæðahlutfall í borgar- stjórnarkosningum, en þó haldið meirihluta sínum í borgarstjórn, og síðan haldið uppi athafnasamri og farsælli borgarmálaforystu. Mun svo enn reynast í þetta skiptið. Siálfstæðisflokkurinn nýtur öflugs fylgis og trausts Reyk- víkinga og mun ótrauður halda áfram því mikla upp- byggingarstarfi, sem staðið hefur yfir mörg undanfarin ár. Óhætt er að fullyrða að atkvæðamagn Sjálfstæðis- flokksins í þessum borgar- stjórnarkosningum í höfuð- borginni hefði orðið miklu meira ef borgarbúar hefðu gert sér ljósa þá áhættu, sem reyndist vera fyrir hendi. En kjarni málsins er að Reykja- vík nýtur áfram öruggrar forystu meirihlutastjórnar Sjálfstæðismanna, sem munu enn sem fyrr einbeita kröft- um sínum að því að skapa almenningi í bænum bætta aðstöðu í lífi sínu og starfi. ÁRÁSINNI VAR HRUNDIÐ Cjtjórnarandstæðingar lögðu P mikið kapp á það fyrir borgar- og sveitarstjórnar- kosningarnar að þær ættu fyrst og fremst að snúast um landsmálin og stefnu ríkis- stjórnarinnar. Fullyrtu þeir að ríkisstjórnin stæði mjög höllum fæti meðal þjóðarinn- ar og kröfðust þess meira að segja að stjórnin ryfi þing og efndi til nýrra kosninga. Þegar úrslit borgar- og sveitarstjórnarkosninganna hafa verið athuguð kemur í ljós að í 14 kaupstöðum lands ins hafa Sjálfstæðisflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn hlotið samtals 58,7% atkvæða. Er það innan við 2% lægri hlutfallstala kjósenda en stjórnarflokkarnir hlutu við borgar- og sveitarstjórnar- kosningarnar 1962. Af þessum tölum er það auðsætt að því fer víðs fjarri að hægt sé að túlka þessi kosningaúrslit sem ósigur fyrir ríkisstjórnina og flokka hennar. Þeir flokkar, sem að ríiksstjórninni standa njóta eftir sem áður öruggs meiri hluta meðal þess hluta kjós- enda, sem nú gekk að kjör- borðinu. Ríkisstjórnin stend- ur því jafn styrk og fyrir kosningarnar og stjórnarand- stæðingar hafa að þessu leyti orðið fyrir miklum vonbrigð- um. Vonbrigði Framsóknar- manna eru sérstaklega beizk þar sem þeir höfðu talið sér trú um að þeir myndu fá þrjá menn kjörna í borgar- stjórn í Reykjavík. í ummælum Bjarna Bene- diktssonar, formanns Sjálf- UTAN ÚR HEIMI 20 ára fangelsi fyrir mannrán ADFARANOTT laugardagsins 23. maí 1964 rændu þrír grímu klæddir menn frú Madeleine Dassault, eiginkonu eins auð- ugasta manns Frakklands, vopnasmiðsins Marcel Dass- ault, eftir að hafa slegið hann og bílstjóra hans niður. Eftir umfangsmikla leit t'annst frú Dassault, sem þá var 63 ára, á yfirgefnum bóndabæ skammt frá París tveimur dögum eftir ránið, ómeidd og ekki illa haldin. Nú er þessu mannr'ánsmáli loks lokið, og var kveðinn upp dómur yfir ræningjunum í síðustu viku. Hlaut for- sprakki þeirra, Jean-Jacques Casanova, 20 ára fangelsis- dóm, en það er mesta refsing, sem heimil er samkvæmt frönskum lögum. Aðstoðar- menn hans tveir hlutu sjö og fimm ára fangelsi. Forsaga þessa máls er sú að Dassault-hjónin voru á leið heim til sín þessa umræddu nótt í bifreið, sem bifreiða- stjóri þeirra, Louis Debouis, ók. Þegar komi'ð var að húsi þeirra hjóna, fór Debouis út og opnaði dyrnar. Marcel Dassault fór út úr bifreiðinni á undan konu sinni, en þegar frú Dassault gekk heim að húsinu, húsinu, réðust þrír grímuklæddir menn að henni, og voru þeir vopnaður skamm byssum. Marcel Dassault og Debouis komu frúnni þegar til aðstoðar, en ræningjarnir slógu þá niður með skamm- byssum sínum.. Misstu þeir báðir meðvitund og var frúin horfin er þeir röknuðu úr rot- inu. Jean-Jacques Casanova f fyrstu var talíð að OAS- leynihreyfingin í Alsír hafi staðið að ráninu, en Dassault var eindreginn stuðningsmað- ur de Gaulle forseta varðandi sjálfstæði Alsír. Skömmu eft- ir ránið fannst bifreiðin, sem ræningjarnir notuðu, og kom í ljós að þeir höfðu stolið henni. En eigandinn gat skýrt frá því hve langt bifrei'ðinni hafði verið ekið, og við þær upplýsingar miðaðist leitin að frú Dassault, sem var mjög umfangsmikil. Morguninn eftir ránið ritaði Casanova Marcel Dassault bréf og krafðist fjögurra milljóna franka lausnargjalds. Lauk hann bréfinu með orð- unum „Fjárhagslega yðar" og svo kom tilbúi'ð nafn. En áður en til kæmi að Dassault greiddi lausnargjaldið, fann lögreglan frúna. Við réttarhöldin yfir Casa- nova hélt hann því fram að hann einn hefði staðið að rán- inu, þótt vitað væri að menn- irnir hafi verið þrir. Hinir mennirnir tveir, sem dæmdir voru, hlutu heldur ekki dóma fyrir beina aðild að ráninu, heldur var annar dæmdur fyr ir a'ð gæta frú Dassault eftir ránið, hinn fyrir að lána Casa- nova búgarð sinn til að fela frúna í. Fyrir að taka einn á sig ábyrgðina. hlaut Casanova mikla samúð áhorfenda í rétt- arsalnum, og voru gerð hróp að dómaranum, er hann las upp dóminn. En Casanova á langan glæpaferil að baki, og var meðal annars sakaður um morð á lögregluþjóni skömmu á'ður en frú Dassault var rænt. Hefur enginn úrskurður feng- izt enn í því máli. stæðisflokksins um kosninga- úrslitin sem birt er hér í blað- inu í dag, kemst hann m.a. að orði á þessa leið: „í stjórnmálum er ekki ætíð meðbyr og þrátt fyrir nokkur áföll, svo sem menn verða ætíð að vera viðbúnir, þá er staða Sjálfstæðisflokks- ins í heild mjög sterk. Fljót- leg athugun á úrslitum víðs- vegar um land sýnfr að staðbundnar ástæður hafa víða ráðið úrslitum. En Ijóst er að hrundið var árásinni, sem stjórnarandstæðingar reyndu að snúa þessum sveitarstjórnarkosningum upp í. Bæði meðhaldsmenn og andstæðingar munu enn sanna að Sjálfstæðisflokkur- inn enn sem fyrr er lang- sterkasta stjórnmálaaflið í landinu." Ástæða ertil þess að Sjálf- stæðismenn um land allt festi sér þessi ummæli formanns flokksins í minni. Þau eiga að verða Sjálfstæðismönn- um hvatning til þess að treysta samtök sín, auka ár- vekni sína og hefja öfluga sókn til sigurs góðum mál- stað og eflingar þjóðarhag næst þegar ísíenzkir kjós- endur ganga að kjörborðinu. Slysavarnafélagið gefurúffpésc. — reiðhjólafiraiitir, dráffarvélar og glitmerki SLYSAVARNAFELAG Islands hefur látið útbúa greinargóða og vandaða pésa til upplýsinga og hvatningar vegna slysavarna á landi. Er einn leiðbeiningar um æfingu í reiðhjólaakstri með þjálfunarþrautum, annar um öryggi á dráttarvélum og sá þriðji um glitmerki. Þegar er byrjað að senda út á land bæklinginn með reiðhjóla þrautunum. Þar er fólk hvatt til að hjálpa börnunum við að koma á viðkomandi æfingum á leikvöllum eða öðrum svæðum, malbikuðum, malbornum eða harðvelli. Er bórnunum ætlað að þjálfa sigþar og venjast reið- hjólinu og umferðarreglunum og um fram allt að fá öryggi í að halda jafnvægi, stöðva og taka af stað. Er bæklingurinn í litum og mjög greinargóður, enda fjóldi teiknaðra mynda. Slys á dráttarvélum hér á landi eru alltíð, byrjar bækling- urinn um dráttarvélar. Honum fylgir reglugerð um gerð og búnað dráttarvéla. Og í honum eru leiðbeiningar varðandi það sem helzt er áfátt um með- ferð þeirra og akstur. Er byrjað að Láta bækling þennan liggja frammi í dráttarvélabúðum og verður hann sendur í kaupfélög og verzlanir úti á landi o. s. frv. Glitmerkjabókin er fylgirit árbókar SVFf og er ætlað að hvetja fótfc til aS nota glitmerki, þegar þsið er á ferS í myrkri. Er þar m.a. skýringarmynd, sem sýnir hve maður með glitmerki sést miklu lengra frá bfl í myrkri. Þessi bók er sem hinar mjög greinargóð, með litum og strikmyndum. Framhald af bls. 17 fjalli. Sumir ganga kannski á fjallið og njóta útsýnis yfir Breiðafjarðareyjar og ínci eftir Hvammsfirði, en aðrir láta sér nægja að leita að fallegum steinum neðar i fjallinu. En í þetta sinn getur dvölin í Drápuhlíðarfjalii þó ekki orðið eins löng og æski- legt hefði verið því að enn er löng leið til Reykjavíkur. Við gætum haldið heim yfir Kerlingarskarð og áfram suður Mýrar, en við gætum einnig farið áfram inn Skóga- strönd og yfir Bröttu'brekku, því að nú er Skógastrandar- vegurinn orðinn ágætur. Þetta mundi einnig auka á fjölbreytni ferðarinnar. Hér hefir verið stiklað á stóru enda af mikl'U að taka. Það er ekki nóg að fara eina Snæfellsnesferð. Það verSur að fara þangað affcur og aftur, og þá fyrst fara metm að njóta þess, sem þar er aS sjáu Einar Þ. Cttiðjoiuiseii.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.