Morgunblaðið - 24.05.1966, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.05.1966, Blaðsíða 32
Helmingi útbreiddaia en nokkurt annað íslenzkt blað Langstærsta og fjölbreyttasta blað landsins Það vannst, er að var keppt — ittelrífriufi Sjalfstæðismanna í frwgarst|érii — UmmœBi Ceirs Haligrímssonar borgarstjóra í gœrkvöldi í FRÉTTAAUKA útvarpsins í gær ræddi Géir Hallgrims- son, borgarstjóri, úrrslit borg- arstjórnarkosninganna í Reykjavik og sagði: Úrsiit borgarstjórnarkosn- inganna í Reykjavík eru Sjálfstæðismönnum ánægju- efni að því leyti, að það vannst sem að var keppt og megin máli skiptir, áfram- haldandi meiribluti Sjálfstæð ismanna í borgarstjórn Reykjavikur. l»ví ber þó ekki að Ieyna, að úrslitin eru Sjálfstæðismönn- um vonbrigði að því leyti, að hlutfall fiokksins í greiddum atkvæðum minnkaði. Við Sjálfstæðismenn bent- um raunar á það fyrir kosn- ingar, að hætta gæti verið á, Geir Hallgrímsson að meirihlutinn í borgar- stjérn glataðist. En bersýni- lega hafa nógu margir kjós- endur verið svo bjartsýnir, að þeir hafa ekki talið það koma til greina og andstæð- ingunum tekizt að teija þeim trú um, að öllu væri óhætt, þótt þeir að þessu sinni kysu ekki Sjálfstæðismenn í borg- arstjórn. En hér hefur ekkert gerzt, sem ekki er unnt að bæta að nýju. Ég vil þakka öllum þeim fjölda, sem vann að kosninga undirbúningi Sjálfstæðis- manna og tók þátt í starfi á kjördegi fyrir ómetanleg stórf og öllum stuðningsmönnum fyrir liðveizlu. Sjálfstæðis- menn í borgarstjórn munu halda áfram uppbyggingar- stefnu sinni og heita á alla Reykvíkinga til samstarfs um hag höfuðborgarinnar. Áreksturinn hefur orðið rétt aftan við brúarhurðina stjórnborðs- megin á Admiral Burnett, ogskemmdir sjást allt á brúarþak. Sjá frétt á bls. 2. SHd veiðist 200 mílur austur i hafi í G Æ R átti Mbl. samtal við síldarleilarskipið Hafþór og spurði frétta af miðunum. — Var okkur tjáð að lítið væri að frétta í gær, einkum síðari fcluta dagsins. Gluggogægir handtekinn í Kópavogi f FVRRINÓTT tókst að hafa bendur í hári manns, sem nefndur hefir verið „glugga- gægir" meðal fólks í Kópa- vogi. Hann hefir sýnt sig í þvi að hræða fólk að næturþeli alH frá siðustu áramótum. Hafa ítrekaðar tilraunir ver- ið gerðar til að ná mannin- um eftir tilvisan fólks, sem hann hefir verið að hræða. Er pilturinn náðist, reynd- ist hér um að ræða aðeins 14 ára ungling, en hann hefir játað á sig að hafa verið vald ur að næturförum þessum. Þar sem eitthvað er um að vera hjá flotanum er hann austur í hafi um 200 mílur frá landi má segja austur af Glett- ingi nórðast og móti Gerpi sunnar, eða frá 66,15 að 65,30 n. br. Skipin færðu sig í gær heldur norðar og vestar vegna storms á austurhluta svæðisins. Veiðifréttir þær sem Hafþór gaf okkur upp voru, að fyrra sóiarhring höfðu 19 skip fengið 40080 tunnur en síðasta sólar- hring 18 skip alls 38900 tunnur. í gær höfðu hinsvegar aðeins tvö skip tilkynnt afla sinn, Óskar Halldórsson með 1800 tunnur og Sólrún 1600. Síldin er yfirleitt blönduð og fer að mestu í bræðslu, en eitt- hvað í frystingu. Síldartökuskipið „Sildin er nú fullfermt á miðunum og á leið til lands. Neskaupstað 23. maí. í nótt komu hingað tveir bátar, Barði með 2400 tunnur og Siglfirðing- ur með 2500 tunnur. Bjartur er væntanlegur í kvöld með um 2200 tunnur. Um mánaðamót.in er talið að bræðsla hefjist í eldri Framhaid á bls. 31. Islenzkur sjómaður ferst í höfn í Irlandi UM fyrri helgi varð það slys úti í Cork á írlandi að skipverji af flutningaskipinu ísborgu fórst. Ekki er vitað með hverjum hætti slysið varð. Fyrra sunnudag fór skipverjinn, Guðjón Karlpson, til heimilis að Karíavogi 58 hér í borg, frá borði, en kom siðan ekki aftur til skips. Fannst lík hans á þriðjudaginn var í höfn- inni í Cork. Gúðjón Karlsson var rúmlega sektugur að aldri, vél látinn sjó- maður hér í borg. Hann átti upp- komin börn. Skógarvarðarhúsii á Vögl um brann til kaldra kola Akureyri, 23. maí. AÐFARARNÓTT sunnudags, 22. maí, brann til kaldra kola ibúð- arhús skógarvarðarins á Vöglum í Fnjóskadal. í búsinu, sem var timburhús, ein bæð á steyptum kjallara, bjó Isleifur Sumarliða- son skógarvörður ásamt konu sinni og 6 börnum. Tvö barnanna voru fjarver- andi, 15 ára dóttir þeirra hjóna varð fyrst eldsins vör. Klukkan 5 um nóttina vaknaði hún við að herbergið, er hún svaf i, ver orðið fullt af reyk. Komst hún með naumindum inn í herbergi foreldra sinna og vakti þau upp. Gat konan með hjálp dóttur sinnar, komið börnunum á nátt- fötunum einum út um glugga. Einnig gat hún bjargað nokkru af rúmfötum og fatnaði úx skáp í herbergjnu. ísleifur ætlaði að komast í síma til að gera aðvart á næstu bæi, en þá var herbergi það, er síminn var í, orðið svo fullt af reyk að ófært var þangað inn. Vakti hann þá vinnumann sinn, sem er danskur, og sendi hann að Skógum eftir hjálp. Fór hann á náttfötum einum í bil Ísleiís og bjargaðist ekki annað af fatnaði hans. ísleifur komst við jllan leik inn á skrifstofu sina og gat bjargað þaðan nokkru aí skjölum og öðrum verðmæt- um. Engu öðru var bjargað. Skjótt var brugðið við af naéstu bæjum, en engri hjálp var við komið og brann húsið til Framhald á bls. 3 Staða SJálfstæðisflokkéns í heild mjög $tei<k Ummœli Bjarna Benediktssonar, formanm Sjálfstœðistlokksins um kosningaúrslitin Mbl. sneri sér til Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra fomanns Sjálfstæðis- flokksins og leitaði álits bans á úrslitum borgar- og sveit- arstjórnarkosninganna. Komst bann þá að orði á þessa leið: Mestu máli skiptir, að meiri hiuti Sjálfstæðisflokksins i borgarstjórn hélzt. Bjartsýn- in um sigur hér var of mik- ill, þess vegna voru moin andvaralausir og ánetjuðust áróðri andstæðinganna. Því er ekki að neita, að miðað við máiefnaaðstöðu urðu úrslit in okkur vonbrigði og er það þó út af fyrir sig engim aýj- ung, að flokkurinn fái tæpan helming atkvæða hér við bæj arstjórnarkosningar. 1 stjórn máium er ekki ætíð meðbyr og þrátt fyrir nokkur áföll, svo sem menn verða ætíð að vera viðbúnir, þá er staða Sjálfstæðisflokksins í beild mjög sterk. Fljótleg athugun á úrslitum víðsvegar um land sýnir, að staðbundnar ástæð- ur hafa viða ráðið úrslitum. En ijóst er, að hrundið var árásinni, sem stjórnarandstæð ingar reyndu að snúa þess- um sveitarstjórnarkosningum upp L Bæði meðhaldsmenn og andstæðingar munu enn sanna, að Sjálfstæðisflokkur- inn er enn sem fyrr lang- sterkasta stjórnmálaaflið í landinu." Bjarni Benediktsson Hrundið var árás stjórnar andstæðinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.