Morgunblaðið - 24.05.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.05.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLABIO T>riðjudagur 24. mai 1966 Notaðiakkerisfestinafyrirstag Rabbað við Ofeig Guðnason, stýrimann áttræðan í dag t DAG á áttræðisafmæli Ófeigur Guðnason, stýrimað- ur til heimilis að Brávalla- götu 14. Öfeigur hefur stund- að sjó í mörg ár og hefur frá ýmsu að segja í sambandi við ævintýri, sem hann á langri lífsleið hefur lent í. Við heimsóttum hann því á heim ili hans í gær og spurðum hann í fyrstu, hvar hann væri fæddur. Ófeigur sagöi: — Ég er fæddur á Hlemmi skeiði á Skeiðum og ólst þar upp hjá foreldrum mínum, Ingunni Ófeigsdóttur og Guðna Jónssyni, sem var bóndi þar, þar var ég þar til ég varð tvítugur. Þá fiutt ist ég til Reykjavíkur og hef búið hér síðan. — Hvenær fórst þú fyrst á sjó? — Það var árið 1905. Þá réðst ég á kútter hér í Reykja vík, sem hét Sæborg. -tai Lentirðu ekki í hrakn- ingum? — Jú, en það var svo sem ekki í frásögur færandi. Að vísu lenti ég á heimsstyrj- aldarárunum fyrri í sjóhrakn ingum, en >á var ég á skipi, sem skotið var niður af þýzk um kafbáti. Ég var stýri- maður á skipiniu og við vor- um að koma frá Buenos Air- es og fara til Cherbourg í Ofeigur Guðnason. Frakklandi með hveitifarm, yfir, 4000 lestir. Við björguð- umst í tvo báta. Var skip- stjórinn fyrirliði á öðrum, en ég á hinum. Bátur skipstjór- ans týndist og spurðist aldrei neitt til þeirra 13 manna sem á honum voru, en við sem vorum 14 velktumst í hafi í fimm sólarhringa og fórum á þeim tímá yfir 2500 sjó- mílur, yfir næstum allan Biscayaflóa. Þetta var mikil þrekraun og voru tveir látn- ir, þegar við loks náðum landi, en þetta er nú kannski ekki neitt meira, en sjómenn lenda í á langri sjómanns- ævi. — Það eru nú ekki allir sjómenn, sem betur fer, sem lenda í þrekraunum sem þess um, en kanntu ekki að segja okkur frá einhverju fleira? —Ja, það var hérna um árið, það er langt síðan, lík- lega um 1920, að hingað kom ensk skonnorta og voru á henni sjóliðsforingjar, sem höfðu keypt hana og ætiuðu að selja hana hér ásamt þeim varningi, sem í henni var. En þeir gátu ekkki selt skipið og áhöfnin, sem var fjórir menn gengu af skipinu. Skipstjóri var sá frægi maður Frank Worsley. Hann var Ný-Sjá- lendingur, en enskur þegn og sjóliðsforingi, sem lent hafði í ýmsu, m.a. er hann aðal- bjargvætturinn í bókinni „Harðfengi og hetjulund", sem géfin hefur verið út á íslenzku og er einhver mesta hrakningasaga, sem ég hef lesið — nú en það er önnur saga. Þeir ráða síðan á skipið einhverja menn, sem ekki voru af betra taginu og lesta það með saltfisk vestur á Bíldudal. Guðmundur Guð- mundsson skipamiðlari fékk mig síðan til þess að ráða mig á kipið og fór ég land- veg vestur til þess að taka við stýrimannsstörfum um borð. Þegar ég kom vestur voru nú allir mennirnir farn ir og var þá ekki um annað að ræða, en að ráða nýja menn og fengust til þess harð duglegir piltar frá ísafirði. Sigldum við síðan af stað suður á Breiðubugt og hreppt um svo illviðri 120 sjómílur út af Reykjanesi. Þá rifnuðu 4 af 6 seglum skipsins, þau voru nú ekki beysnari en svo. Veðrið lægði brátt og átti þá að halda til Reykja- víkur, en þá brast á vestan- rok og urðum við að halda undan vindi og höfðum ekki landkenningu fyrr en í Fær- eyjum. Þar var þá sveljanda stormur og þung alda og hald reipin tekin að slitna. Hefði mastrið farið hefði líka allt verið búið, því að ströndin var snarbratt hamrabelti. — En þetta hefur einhvern veginn blessazt? — O, já. Við fórum að bera saman ráð okkar og kom okkur saman um að taka akkerisfestina og fara með hana upp í reiðann og nota hana sem masturstag. Skip- stjórinn taldi þetta ekki unnt, en við fórum samt að reyna Við settum lykkju á keðjuna og leiddum hana undir skip- ið drógum upp í mastrið og hertum á svo að þetta dugði. Varð úr þessu hið traustasta mastursstag. Komum við síð- an til Grimsby eftir mikla hrakninga. Þegar ég síðan var af- skráður af skipjnu borgaði eigandinn okkur mánaðar- kaup, en það var meir en ég átti inni. Maðurinn, sem sá um afskráninguna færði mér síðan viðurkenningarskjal, þar sem á stóð, að ég væri bjargvættur skips og áhafn- ar.Þannig launa þeir Bretarn- ir það, sem vel er gert. Erfið- ara hefði verið að fá slika viðurkenningu á íslandi, er ég hræddur um. — En þú ert ánægður, þeg- ar þú lítur yfir farinn veg á ævikvöldi þínu, kominn á þurrt land? — Já, ég er ánægður með hlutskipti mitt. Ég hef að vísu ekki safnað neinum auði um dagana. Þetta hefur verið svona baslkennt alla tíð, en maður fer nú ekki með neitt yfrum, sagði Ófeigur um leið og við kvöddum hann. Margrét Jónsdóftir írá Kirkjubœ—Minningarorð MARGRÉT Jónsdóttir fæddist « ísafirði 3. marz 1894. Foreldrar hennar vöru hjónin Jón Bjarnason trésmiður og Guð bjðrg Jónsdóttir. Ættir þeirra beggja voru vestfirzkar. Eignuðust Guðbjörg og Jón 8 dætur, og var Margrét þeirra elzt. Hinar 7 eru allar á lífi. Upp úr aldamótum fluttust Guðbjörg og Jón að Kirkjubæ í Skutulsfirði, og fæddust þar fjór ar yngstu dæturnar. Á Kirkjubæ bjuggu þau í_ 16 ár og fluttust þá aftur til ísa- fjarðar. Keyptu þau þá húseign- ina Sundstræti 23 (Rómaborg) og bjuggu þar til æviloka. Þar og á Kirkjubæ var ávallt mikill gestagangur. Heimilið var stórt, börnin mörg, en auk þeirra dvöldust * skyldir og vandalausir þar um lengri éða skemmri tíma. Frá blautu barnsbeini vandist Margrét því stóru heimili, en rausn og höfðingsskapur var henni, eins og foreldrum hennar, í blóð borinn. Á bernsku- og æskuárum Mar grétar var það ekki alsiða, að ungar stúlkur hlytu neina skóla- göngu, að heitið gæti. Svo var og um MargrétL Hún gekk í barnaskólann á ísafirði og bjó þá hjá prófastshjónunum séra Þorvaldi Jónssyni og Þórdísi Jensdóttur. Dvaldist hún hjá þeim barnaskólatíð sína og þar til hún fermdist. Eftir fermingu fór Margrét að vinna öll algeng J störf, var meðal a'nnars í kaupa- vinnu á sumrum og við fang- gæzlu í Naustum á vetrum og fleira þess háttar. Síðar fór hún til Þorsteins Guð mundssonar klæðskera og vann þar við heimilisstörf og hjálpaði húsmóður sinni við peysufata- saum. Á heimilum þessum mun Mar- grét hafa numið bæði matreiðslu og hannyrðir, en í þeim greinum varð hún nánast snllingur. Vand- virkni hennar og lagni var ein- ástök, og bera verk hennar því gleggst vitni. Þannig var líka að vera gest- ur hennar. Fannst mér Margrét alltaf vera flestum konum fremri að því er snerti búsýslu og hann- yrðir. Á ísafirði kynntist Margrét Guðmundi Þorláki Guðmunds- syni skipstjóra. Gengu þau í hjónaband 15. október 1921. Þau stofnuðu heimili sitt á ísafirði, en Guðmundur hafði keypt hús- eignina Sundstræti 23 á móti tegndaföður sínum. Þar bjuggu þau til ársins 1927, er þau fluttust til Reykjavíkur. Var það einkum vegna þess, að Guðmundr var þá, farinn að sækja sjóinn meira hér sunnan- lands en vestan. Hér syðra bjuggu þau alla sína búskapartíð a'ð Ránargötu 8a. — Þau eignuðust 5 börn, sem öll eru á lífi. Þau eru: Páll, verkstjóri við frystihúsið Isbjörninn, kvæntur Björgu Kristjánsdóttur, Elísabet, gift Guðmundi Hirti Bjarnasyni vél- stjóra, Reykjavík. — Hildur, gift Bjarnleifi Óskari Jóhannessyni bónda á Brekku í Biskupstung- um. — Margrét, búsett í Sviþjóð, gift Hans Malmberg ljósmyndara. — Guðrún, gift Baldri Berg- steinssyni múrarameistara, Rvík. — Barnabörn Margrétar eru 19, og tveim dögum eftir lát henn- ar fæddist stúlkubarn, fyrsta barnabarnabarn hennar. Guðmundur Þorlákur fórst á síldveiðum fyrir Norðurlandi 15. september 1944. Börnin voru þá að verða uppkomin, hið yngsta 12 ára. Margrét hélt heimili sínu sam- an og bjó méð börnum sínum, þar til þau stofnuðu sín eigin heimili. En lengst af bjó Páll sonur hennar með fjölskyldu sinni í húsi móður sinnar. Hjónaband þeirra Guðmundar Þorláks og Margrétar var óvenju farsælt og gott. Báru þau hjón gagnkvæma virðingu og traust hvort til annars. Var Margrét manni sínum styrk stoð og bjó honum og börnum þeirra heimili, þar sem unum var að dveljast. Á heimili Margrétar komu fleiri en börn og barnabörn. Systur hennar og fjölskyldur þeirra leituðu oft til hennar. Ættingjar og vinir að vestan áttu þar öruggt húsaskjól. Unglingar, sem stunduðu nám, bjuggu þar þann tíma, sem þeir þurftu á að halda. Heimili Mar- grétar stóð vinum hennar og ætt ingjum opið. Þrátt fyrir mikinn gestagang ríkti þar þó alltaf frfður, enda var Margrét þannig skapi farin, að allmikið þurfti til að koma henni úr jafnvægi. Hún var stoð og stytta barna sinna og systra alla tíð, meðan heílsa entist. Síð- astliðið ár var hún að mestu leyti sjúklingur. Kom þá bezt í ljós æðruleysi hennar og andlegt jafnvægi, en því hélt hún til hinztu stundar. Þann tíma, sem Margrét var ekki á sjúkrahúsum bjó hún hjá Guðrúnu yngstu dóttur sinni. Sýndi hún móður sinni frábæra alúð og umhyggju í hinum erfiðu veikindum hennar. Börnin öll hlúðu að móður sinni, og öll hugsun þeirra sner- ist um að létta henni byrðina, þar til hún lézt hinn 12. maí síðastliðinn. Hún lét aldrei að sér kveða annars staðar en á heimili sínu, en þar ríkti hún sem hinn sanni höfðingi. Frá því er Margrét fluttist búferlum ásamt manni sínum og þremur elztu börnum til Reykja- víkur var bæði nábýli og einlæg vinátta milli heimilis hennar og foreldra minna. Þegar þurfti, var óhætt að leita til Margrétar. Vildi ég því nú, er Margrét er öll, þakka henni samveruna, ein- læga vináttu, frændrækni og tryggð. Minningin um Margréti geym- ist, en gleymist ekki. Adda Geirsdóttir. Vortónleikar Karla- kórs Keflavíkur ÞAÐ fer að verða vafasamt að tala um karlakór —¦ því kven- fólkið er þar a'ð taka völdin og er það sízt til verri vegar hvern- ig sem á allt er litið. Samkór, eða blandaður kór er nokkuð nær sanni, samtals 50 raddir á sviðinu þegar bezt lætur — kon- ur og karlar. — Þórir Baldurs- son, hinn ungi stjórnandi (einn úr Savanna-tríóinu) hefur greini lega gert sitt verk vel, þó farið sé framhjá kraftmiklum átökum, sem kórarnir hefðu vel þolað, og meiri áhérzla lögð á ljó'ð- rænuna, sem sízt er vandaminni í meðförum en þrótturinn. Þórir er smekkvís stjórnandi og hefur varið mörgum kvöldum, fram á nætur, við æfingar og kórfélag- arnir ekki verið sínkir á sinn tíma, vinnandi menn úr öllum stéttum og önnum hlaðnar hús- mæður og heimasætur, sem verja frístundum sínum og öðr- um stundum svo vel sem raun er á. Einsöngvarar kórsins eru með afbrigðum góðir og falla vel inn í hin ljóðræna ramma kórsins, og hefðu gjarnan mátt hafa fleiri verkefni. Þa'ð var ánægjulegt að sjá og reyra Sigurð Demetz Fransson i einsöngshlutverkinu í Umberto Bindi í útsetningu Þór- is söngstjóra. Þá var hressandi að heyra nýtt lag eftir Bjarna Gíslason, „ísland er land þitt". Að sjálfsögðu er eðlilegt að tónn minni á tón í íslenzkum ættjarð- arlögum. Að öllu samanlögðu er þessi samsöngur kórsins gleðilegur við burður hér í fásinninu, og ef svo heldur fram, sem nú horfir, þá á Karlakór Keflavíkur og sam- kórinn eftir að kveðja sér hljóðs á stærra sviði en hér er fyrir hendi og valda því fullkomlega því þar er fyrir hendi áhugi mikill og efniviður góður. Kórinn ætlar nú um hvíta- sunnuna að bregða sér í söngför vestur á FirtSi — sannarlega eru Vestfirðirnir og þeirra fólk alls góðs maklegir — og ekki er mér grunlaust um að vestfirzkur kjarni sé í kórnum, þó frá Kefla- vík sé hann kominn. — hs j — ATHUGIB Þegar miðað er við útbreiðslu, er langtum ódýrara að auglysa i Morgunblaðinu en öðrutn blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.