Morgunblaðið - 24.05.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.05.1966, Blaðsíða 30
ov/ mumiywK" «s**it* Þriöjudagur 24. maí 1966 Ww^^P ÍÞROTTAFRCTTSR MHRGUMBIABSiMS. ¦ .¦-¦¦: ¦::¦.'¦ Hermann vann leikinn íyrir Val — Skoraði öll þrjú mörk Vals a móti tveimur morkum KR SKEMMTILEGASTI leiknrinn í Keykjavíkurmótinu til þessa fór fram á Melavellínum í gær- kvöidi. Þar áttust við KR ©g Valur, og var leikurinn mjög þýo'ing-armikill í mótinu, því að bæði liðin höfðu mikla mögu- leika til sigurs í þvi. KR var með þrjú stig íyrir leikinn, en gat orðið jafnt Þrótti, sem hefur 5 -stier, með þi að sigra Val, en hins ?egar ber þess að gæta að Þrótt- ur á einn leik eftir á móti Fram. Valur hafði hinsvegar mögu- letka á að fá 6 stig ef liðið ynni KR í þessum leik sem það og gerði, og orðið sigurvegari í mót ínu, þ.e. ef Þróttur tapaði fyrir Fram. Leikurinn f gær var eins og áður segir, mjög skemmtilegur og spennandi — þó sérstaklega síðari hluti hans. Fyrsti stund- arfjórðungur leiksins var heídur bragðdaufur, lítið um spennandi atvik, en mikð um tilgangslaus hlaup um allan völlinn sem virð ist vera einkenni vorknattspyrn unnar hér á landi. En á 15 míútu komst Eyleifur í vítateig Vals og átti skot á markið úr mjög erf- iðri aðstöðu. Var snúningur á knettinum, en þó virtist mánni sem Sigurður Hagsson markvörð ur Vals ætti að hafa í fullu té við hann, en hann missti hann heidur klaufalega inn. 1-0 fyrir KR. Va'lur sótti nú fast, og aðeins tyeimur mínútum síðar kemst MOLAR Santiago — Chile vann W'ales 2-0 í landsleik i knatt spyrnu á sunnudag. Chile leik ur í riðli með N-Kóreu, fta- líu og Sovét i lokakeppni heinismeistarakeppninnar í sumar. Brussel — Sovétríkin unnu Belgíu í knattspyrnulandsleik i sunnuðag 1-0. 30 þús. manns sáu leikinn og Jashin markv. Rússa vann hug og hjörtu áhorfenda. Vínarborg — Austurríki ?ann írland 1-0 í landsleik á sunnudag. Fyrri hálfleikur var markalaus. Inter Milan, varð Italíu- meistari í knattspyrnu með 50 stig. Bologna varð í 2. sæti með 46. Bæði liðin töp- uðu 1-3 á sunnudaginn fyrir Napoli og Vicenza. Enska liðið West Br. Albion lék við landslið Uruguay á sunnudag og skildu liðin jöfn 1-1. Uruguay er í lokakeppni heimsmeistarakeppninnar. Leikurinn var svo harður, að vísa varð tveim af velli, miðherja Uruguay og mark- verði WBA. Kínverski . hástökkvarinn Ni Chin-Chin stökk 3.26 m. á sunnudaginn að sögn kín- versku fréttastofunnar. Það er 2 cm. Iægra en en heims- met Brummels er. Hermann inn fyrir varnarvegg KR og var að búa sig undir að skjóta, er Bjarni Felixson kom aðvífandi, og tókst að hreinsa frá. Nú hertu Valsmenn enn sókn ina og litlu síðar var Ingrvar í dauðafæri, og átti skot á markið en hinn ungi markvörður KR, Guðmundur Pétursson, varði snilldarlega. Valsmenn sóttu mun meira næstu mínúturnar, en á 30, mínútu náðu KR-iiigar góðu uppWaupi, og langvarandi hætta skapaðist fyrir framan mark Vals, sem Hans tókst að afstýra að iokum. En tíu minút um síðar náðu KR-ingar aftur ágætu upphlaupi og lauk þvi með skoti frá Eúiari ísfeld. Knötturinn lenti í varnarmanni Vals, ag inn i markiS. Nú varð staðan orðinn 2:0 KR í vil og ástandið ekki beisið hjá Valsmönnum. En á 48. mínútu má segja að Hermanns þáttur Gunnarsson í leiknum hefjist. Hann hafði látið fremur lítið að sér kveða fram að þessu, en nú sótti hann knöttinn upp að víta- teigs liðs síns, lék síðan íram með hann, og sendi hann yfir til vinstri til Bergsteins. Berg- steinn lék áfram með knöttinn upp vinstri væng vallarins, en Hermann fyigdi í humátt á eftir. Bergsteinn sendi síðan knöttinn aftur til Hermanns, sem var nokkuð fyrir framan vítateig KR-inga, og skaut hann við- stöðulaust að marki KR, og knötturinn lenti efst upp í mark horninu — óverjandi fyrir Guð- mund. Fleira bar ekki til tíðinda í þessum hálfleik, og lauk hon- um 2:1 KR í vil. Síðari háifleikur var áþekkur fyrri hálfleik að þvi leyti að hann var að mestu tíðindalaus fyrstu 15 mínúturnar. En á 20. mínútu útti Baldvin skot í þver- slá Vals úr hornspyrnu. Og að- eins tveimur mínútum síðar ná Valsmenn ágætu upphlaupi, og myndaðist mikil þvaga fyrir framan KR markið. Það lentu þeir í návígi Hermann og GuS- mundur, og hafði Hermann bet- ur, því að knötturinn lenti á lok- um í netinu. Stðan orðin 2:2. Nú. var skammt stórra högga á milli — KR-ingar höfðu ekki fyrr byrjað með knöttinn á vall- armiðju, en Valsmenn hirtu hann af þeím aftur. Reynir lék Framhald á bls. 31. Henry Cooper og Cassius Clay. Clay vann Cooper í 6. lotu CASSIUS Clay hélt heimsmeist- aratitli sínum í þungavigt. Hann sigraði brezka meistarann og áskorandann Henry Cooper á laugardagskvöldið. Var leikur- inn stöðvaður er 1 mín. og 38 sek. voru af 6. lotu. Hafði opnazt skurður á vinstri auga- brún Coopers og blóðrennslið var svo mikið að dómarinn átti ekki annars úrkosta en stöðva leikinn. Clay vakti mikla athygli nú Vormót ÍR í kvöldi FYRSTA frjálsíþróttamót sumarsins er í kvöld. Er það Vormót ÍR og fer það fram á Melavellinum. Keppendur á mótinu verða 30 til 35 talsins og meðal þeirra Valbjörn Þorláksson, sem keppir í mörgum grein- um, Erlendur Valdimarsson ÍR. Jón Þ. Ólafsson ÍR og í sleggjukasti má búast við skemmtilegri keppni milli Þórðar B. Sigurðssbnar og Jóns Magnússonar IR, en Jón hefur náð 52—53 m köstum að undanförnu á æfingum. sem fyrr fyrir frábæra fimi og snerpu. Cooper sótti í upp- hafi mjög en Clay vatt sér ætíð undan og Cooper kom fáum höfuðhöggum á Clay en nokkr- um skrokkhöggum. Þótti Cooper standa sig mjög vel og sýnilegt var að hann hóf í upphafi ör- væntingafulla sókn í því skyni að vinna fljótt — eða ella tæk- ist það ekki. Hann vann fyrstu 2 loturnar á stigum, sú þriðja var jöfn, 4. lotu vann Clay en Cooper hina fimmtu. í lok 5. lotu þjarmaði hann allfast að Clay — án þess þó að sú sókn hefði sýnileg áhrif. Clay þótti fara mjög hægt í sakirnar framan af. Hann hörf- aði látlaust undan Cooper, vatt sér ætíð undan höggum er mið- uðu á höfuðið en fékk skrokk- högg aliþung og sagði eftir á að höggin hefðu verið þyngri en þau litu út fyrir að vera. í upphafi 6. lotu var Clay sem annar maður. Hann hóf þegar sókn og skurðurinn opnaðist á augabrún Coopers. Blóðið huldi andlit hans og dómarinn varð senn að stöðva elikinn. Þetta er þriðji leikurinn sem Cooper tapar vegna blóðrennsl- is frá skurði á v. augabrún. Clay sagði eftir á að Cooper væri sóknharður, höggharður og góð- ur hnefaleikari. Leitt væri hversu auðveldlega opnuðust sár á augabrún hans en ef svo hefði ekki verið hefði án efa orðið um góðan leika að ræða — en þá myndi Cooper hafa legið á rothöggi í 9. eða 10. lotu. Og Clay hélt áfram: „Mér leið illa að sjá þenn- an blóðstraum. Hann hafðl staðið sig mjög vel. Ég met hann mikils sem góðan hnefe leikamenn". Uppi voru raddir nm það á leikvanginum og í ýmsum brezkum blöðum að Clay hefði ekki opnað skurðinn með hnefahöggi heldur me3 því að „skalla" Cooper. Kvik mynd sem tekin var af leikn- um og sýnir hún og sannar að það var hægri handar högg sem opnaði skurðinn á augabrún Coopers. Cooper fær mikið hrós fyrir frammistöðu sína. f bandarískum blöðum er sagt að hann þurfi ekki að vera niðurlútur. Hann sýndi bæði i 2. og 3. lotu högg sem Framhald á bls. 31 Islenzku K5in í 2 efstu sætunum ISLENZKA landsliðið í hand- knattleik sem verið heíur í Bandaríkjunum kom heim á mánuð'- :morgun. Á Iaugardag tóku liðsmenn þátt í hraðkeppni í Livingstone New Jersey. Voru fararstjórarnir teknir með í leik inn og mynduð tvö lið, lið hinna yngri og lið „öldunganna". ís- lenzku liðin skipuðu tvö efstu sætin i hraðkeppninni og fóru „öldungarnir" með sigur af hólmi. • ísl. unglingaliðið vann úrvals lið New Jersey 17:11. ísl. „öld- ungarnir" unnu úrvalslið New York 19:12. Úrvalslíð New Jer- sey vann lið NeZ York 26:6 og í úrslitaleik unnu ísl. „öldungarn ir" ísl. unglingaliðið 15:12 Fram vann 11-0 Fram og Víkingur mættust í Reykjavíkurmótiinu á sunnu- dagskvöldið og lyktaði viður- eigninni með stórsigri Fram, sem skoraði 11 mörk gegn engu. Má með sanni segja að úrslit leikja í þessu Reykjavíkurmóti séu æði misjöfn. Þrír næstu leik ir á undan voru án marka en svo opnaðist flóðgáttinn heldur betur er Framarar tóku sig til á kosningadaginn. Lið Víkings er jafn óútreiknan legt og markatölur leikjanna Víkingar kræktu sér í stig gegn KR, en komu nú engum vörn- um við gegn Fram. Áttu fram- herjar Fram afar auðvelt með að komast í gegnum vægast sagt lélega vörn Víkings og mörkin koniu eins og á færibandi. í hálfleik stóð 6-0 og í síðari hálfleik bættu Framarar 5 mörk um við. Farm hafði í þessum leik al- gera yfirburði eins og úrslitin gefa til kynna. En liðið verðu, ekki dæmt eftir þessum leik, til þess var mótstaðan of lítil. Akureyring- ar töpuðu 4-0 ÚRVALSLIÐ knattspyrnumanna frá Akureyri er nú í keppnis- ferð í Noregi. Léku Akureyr- ingar við 3. deildarliðið Herd f Álasundi í gærkveldi (mánu- dagskvöld) og unnu Norð- mennirnir með 4:0. í hálfleik var staðan 1—0. Akureyringar leika einnig við 2. deildar liðið Aurskog áður eo þeir halda heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.