Morgunblaðið - 24.05.1966, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.05.1966, Blaðsíða 7
?>riðjuc!agur 24. maí 1966 mobgunblaðid 7 m ISLENZKUIVI ÞJÓÐSÖGUIU Málverk eftir Ásgrím Jónsson. EINU sinni var prestur mjög vandlætingasamur. Hann kenndi mönnum hart og sagði tilheyr- endum sinum hræsnislaust til syndanna. í sókninni bjó kona ein gömul. Hún kom sjaldan eem aldrei til kirkju, og átaldi prestur hana oft fyrir það og kvað hún mundi naumast fá inn- göngu í himnaríki, ef hún van- rækti svo mjög kirkjuna. Kerl- ing hirti ei um það. Leið svo nokkur tími. Einu sinni sýkist kerling. Lætur hún þá sækja prest og biður hann að þjón- usta sig, því hún segist vera mjög angruð orðinn yfir ill- gjörðum manna. Prestur bregður við skjótt og finnur sjúklinginn. Ætlar hann nú að fara að telja um fyrir kerlingu því að hann sá að hún var mjög angruð. Kerling segir, að hann skuli fyrst heyra, hvað sig angri mest. Prestur játti því og hlustar nú vandlega á sögu syndarans. Kerling segir þá: „Mig dreymdi fyrir skömmu,að ég þóttist koma til himnaríkis. Þar barði ég að dyrum, því mér var kalt, og. vildi komast í húsaskjólið, þar kom maður til dyra og hafði stóra lyklakippu í hendinni. Ég spurði hann að heiti: Hann sagð- ist heita Pétur. Kannaðist ég þá við manninn og bað hann að lofa mér inn, Pétur segir: „Nei, hér áttu ekki að vera“; „Æ, lof mér inn“, sagði ég, ,,mér er svo kalt; lof mér inn fyrir hurðina". „Nei, það er af og frá“, segir Pétur. Ég sá, að þar var ógnar stór skemma á hlaðinu, og bað Pétur að lofa mér þar inn. Það sagði hann ég skyldi fá og lauk nú upp skemmunni. Þá varð eg fegin og hljóp inn, en Pétur stóð í dyrunum. En þegar ég kom inn, sá ég þar ógnarlega stóra hlaða af pokum, stórum og smá- um. Þeir voru allir fullir af einhverju og bundið fyrir opin. Þar voru lika sjóvettlingar, og þeir voru líka fullir sumir, en ekki nema í þumlunum a sum- um. Ég spurði Pétur, hvað í þess- um pokum væri. Hann segir það sé syndir mannanna. „Má ég ekki fá að sjá pokann prestsins míns“, segi ég, „hann er víst ekki stór?“ „Nokkuð svona“, segir Pétur, „skoðaðu, hann er þarna“. — og um leið benti hann mér á ógn- arlegan stóran sekk. Þá gekk öldungis yfir mig, því það var langstærsti s-ekkurinn. „Hvaða ósköp“, segi ég, „en hvár er pok- inn minn þá; hann^ held ég sé ekkert smáræði. „Ég læt það vera“, segir Pétur, og bendir mér á einn sjóvettlinginn, sem ofur- lítið var í þumlinum. Nú gekk hreint yfir mig, og fór út. Skellti þá Pétur aftur skemmuhurðinni og hrökk ég upp við það. Þetta er nú það sem angrar mig“, segir kerling" og því lét ég sækja yður, að ég vildi segja yður frá þessu. „Presti fór nú ekki að finnast til og hafði sig á burt hið skjótasta. Húsnæði til leigu Skrifstofu- eða einhleyp- ingshúsnæði til leigu á Skólavörðustíg 3 A. Sími 14964. Hjón með 5 ára telpu óska eftir 1—2 herb. ibúð í lbí—2 mánuði. Algjör reglusemi. Uppl. í sima 244S5 eftir kl. 6 á kvöldin. Herbergi óskast fyrir einn karlmann. Uppl. í síma 22150. Kápur til sölu Díana Simi 18481. Miðtúni 78. F ramreiðslustúlka eða kona, helzt vön, óskast á veitingastað í nágrenni Reykjavíkur. Mætti hafa með sér barn. Uppl. í sima 12165. Peysuföt til sölu „Spejlflauel“ peysuföt til sölu. Tækifærisverð. Uppl. að Grenimel 12, III. hæð, eftir kl. 3. Sími 22937. Kona, miðaldra, óskar eftir vinnu nokkra tíma á dag, vön afgreiðslu, en létt- ur iðnaður kemur til gr, Tilboð sendist Mbl., merkt: „Stundvis — 9784“. 2ja til 3ja herb. íbúð . óskast nú þegar fyrir einn af starfsmönnum okkar. Uppl. á skrifstofunni. — Hansa hf. Sími 35252. Skrifstofuhúsnæði Til leigu nú þegar rúmlega 200 ferm. skrifstofuhús- næði við Laugaveg 178. — Uppl. í síma 36620. Ungur maður óskast til afgreiðslustarfa. HERRADEILD Kópavogsbúar Ungur maður óskast til starfa í vöruaf- greiðslunni. IHálning hf SOFN l Ásgrimssafn, Bergstaða- ( 7 stræti 74 er opið sunnudaga, í |J þriðjudaga og fimmtudaga, / I frá kl. 1:30—4. J 1 Listasafn íslands er opið 1 4 þriðjudaga, fimmtudaga, laug- { , ardaga og sunnudaga kl. 1.30 | Listasafn F.inars Jónssonar í í er opið á sunnudögum og ? ! miðvikudögum frá kL 1:30 J j til 4. t I Þjóðminjasafnið er opið eft- ( j talda daga þriðjudaga, fimmtu ! daga, laugardaga og sunnu- 7 ! daga kl. 1:30—4. \ I Minjasafn Reykjavíkurborg i \ ar, Skúlatúni 2, opið daglega l frá kl. 2—4 e.h. nema mánu / i 4uga- ) I Borgarbókasafn Reykjavík- \ ur: Aðalsafnið Þingholtsstræti I 29 A, sími 12308. Útlánadeild opin frá kl. 14—22 alla virka 1 daga, nema laugardaga kl. i 13—16. Lesstofan opin kl. 9— j 22 alla virka daga, nema laug ardaga, kl. 9—16. Útibúið Hólmgarði 34 opið 1 alla virka daga, nema laugar- i daga, kl. 17—19, mánudaga er , opið fyrir fullorðna til kl. 21. Útibúið Hofsvallagötu 16 opið alla virka daga, nema i laugardaga, kl. 17—19. Útibúið Sólheimum 27, simi 36814, fullorðinsdeild opin | mánudaga. miðvikudaga og - föstudaga kl. 16—21, þriðju- j daga og fimmtudaga, kl. 16— 19. Barnadeiid opin alla virka daga, nema laugardaga kl. 16—19. FRETTIR Fermingarbörn séra Ólafs Skúlasonar 1966 (vor og haust). Farið verður í ferðalagið á fimmtudagsmorgun kl. 9 frá Réttarholtsskólanum. Séra Ólaf- ur Skúlason. Garðakirkja: Aitarisganga kl. 8:30 í kvöld. Garðar Þorsteins- son. Fíladelfía Reykjavík Almennur biblíulestur í kvöld kl. 8:30. NÁMSKEIÐ fyrir unglinga, er lokið hafa barnaprófi, verða haldin í júní og ágústmánuði í Laugarnesskóla, Melaskóla og Réttarholsskóla. Hvert nám- skeið stendur í 4 vikur. Kennt verður 4—5 stundir á dag, fimm daga vikunnar. þekking o.fl. Sund verður á hverjUm morgni kl. 8—9. Námskeiðsgjald verkur kr. 1000.00 á þátttakanda. Nánari upplýsinga og innritun á fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, dagana 23.—27. maí n.k. kl. 2—4. Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur Málverkasýning Elínar K. Thor arensen í Hafnarstræti 1 er opin daglega frá kl. 2—10. Systrafélag Keflavíkurkirkju Fundur verður haldinn í Æskulýðsheimilinu þriðjudaginn 24. maí kl. 8:30. Stjórnin. VÍSUKORIM Ég hef verið einn á ferð, orðinn þreyttur fremur. En einn i nótt ég ekki verð, ;nnd verður matargerð, fram LONDON Stúlka óskast strax á gott heimili í London. Upplýsingar í síma 20793. Nýkomið Ódýrar blússur á telpur. Verzlunin Simla Bændahöllinni. — Sími 15985. Jarðýta til sölu International B.T.D.-8, frá 1963. — Lítið slitin. — Upplýsingar í síma 14964. Smurbrauðskona óskast frá 1. júní nk. — Góður vinnutími. Upplýsingar í síma 37737. Hiúlakaffi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.