Morgunblaðið - 24.05.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.05.1966, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. maí 1968 Mary Raymond: STÚLKA MEÐ GRÍMU að vísu Steve hafa stjórnina á sútunarverksmiðjunni, en svo lagði hann talsverða peninga til hliðar handa Tom. En hann má ekki snerta við höfuðstóln- um fyrr en hann er orðinn þrjá- tíu og fimm ára. Steve er einn fjárhaldsmannanna, og ég held, að • Tom ; hafi gramizt þetta ákvæði og kennt Steve um, en þ?ið er nú samt ekki honum að kéhna. Jáfnvel þótt hann vildi sleþpa eignunum lausum, þá verða meðráðamenn hans því aiidvígir. jég veit, að Steve hef- ur viljað hjálpa Tom, en Tom hefur ekfci viljað þiggja neitt, sérn hánn kallar „ölmusu". i- Tonver tuttugu og níu ára núna, sagði ég, og reiknaði út í huganum.* — Steve sagði mér það í gíerkvöldi......svo að háhn hefur þá ekki verið nema níjján ára þegar faðir hans dó. Q|það hefði nú verið hægt að fyfirgefa frianni á þeim aldri dá- lílinn villingshátt. fVilliftgshátturinn hjá Tom nú elcki þannig, að tiægt va|Ti að gerast rómantiskur út afshonum, sagði Jill. %- Nú, hvað gerði hann fyrir ser? í— Það-var ýmislegt af verra taginu, svo sem að stela vesk- inu frá félaga sínum í skólanum. Það var eins og hlakkaði í Jill við að segja mér þetta. Hún hélt áfram: — Og aka bíl á menn án þess að stanza og hugsa nánar um það, falsa ávísanir og láta reka sig út úr veitingastöðum, af því að hann hagaði sér þar eins og skepna. — Þér þurfið ekki að fara lengra, sagði ég. — Ég hef feng- ið nokkurn veginn myndina af honum. — En hún mamma hans var alltaf tilbúin að fyrirgefa hon- um, hélt Jill áfram. — En svo vildi Tom ekki einu sinni koma heim, þegar hún var að deyja. Kay fór til Frakklands til að reyna að fá hann til þess, en hann kom ekki samt. Og það kaldhæðnislega er, að frú Ger- ard arfleiddi hann að öllum sér- eignum sínum. Og þær voru hreint ekki litlar......og þann- ig fór að lokum, að Tom varð betur stæður en Steve. Mest af eignum Steve er bundið í Sorell og hann verður að þræla til þess að komast af. Gerir Tom nokkurn hlut í Frakklandi? — Það get ég ekki munað, sagði ég. — Hann getur vel verið orð- inn breyttur núna, sagði Jill, — og getur verið orðinn virðingar verður maður. Ég hugsaði með sjálfri mér: Hann er á skemmtiskipi og svar ar ekki bréfum eða skeytum um alvarlegt slys, sem konan hans verður fyrir. Því fleira, sem ég heyrði um manninn minn, því minna varð ég hrifin af honum. En það var ekki mitt að setja mig í dómarasæti. Ég hafði ekki hlustað á nema annan aðilann. — Ég hefði liklega ekki átt að segja yður þetta allt, sagði Jill, sem misskildi þögn mína, — en þér hljótið að hafa vitað það áður en slysið varð. Það er ekki nema sannleikurinn í málinu og það er lítið gagn í að vera að láta eins og það sé eitthvað allt öðruvísi, og kenna Steve um allt. — Ég er ekki að kenna hon- um neitt. — En Tom gerði það...... hér áður fyrr. Við vorum nú komnar til Haywood. Það var markaðsdag- ur og því allt á ferð og flugi Jill vildi fara í búðir Og auk n- -n 14 ?- ? þess varð hún að máta kjól, sem hún átti í smíðum, fyrir eitt- hvert sérstakt boð, og ég vildi kaupa mér skó, áður en ég færi í hárgreiðsluna, svo að við kom- um okkur saman um að hittast aftur á bílasrtæðinu eftir tvo klukkutíma. Hárgreiðslustofan var ein þessara stofnana, sem maður verður hissa á að fyrirhitta í smáborgum, öll skreytt með bambustjöldum og öðrum ný- tízku-útbúnaði. Forstöðukonan, sem var ung og með afskaplega nýtizkulega hárgreiðslu, hafði sýnilega lært í London og ætl- að sér síðan að ganga alveg fram af viðskiptavinunum heima fyr- ir. Hún greiddi mér sjálf og varð alveg hissa á útganginum á hár- inu á mér,1 en hún var uppfull af hugmyndum um það, hvernig úr þessu yrði bætt og stakk upp á fölskum lokk og heilu parruki, og öllu þar & milli. Þegar ég hafði verið vandlega þvegin, með allri varkárni þó, vegna meiðslisins, tókst henni að koma hárinu á mér í sæmi- legt lag, þannig að örið sást ekki. Loksins sagði hún að smá- „stykki". þ.e ofurlítill lokkur, festur á einskonar greiðu. væri það auðveldasta til að bæta úr ágöllunum. Og þessi falski lokk ur huldi örið gjörsamlega. SMJORID KOSTAR ADEINS i _" I ¦ ¦¦-. í -S- ¦ v *: -og smjörsalan sf. VARIETE \392y ©PIB CÐPENHUIl COSPER — Nafn mitt er Beppo — ég kem fram sem sirkusfifl. Hún gerði samt sitt bezta til að fá mig til að kaupa hárkollu, en verðið á henni fældi mig samt frá þeim kaupum, og það því fremur sem ég sá, að lokk- urinn gæti gert fullt gagn. Eins og margar konur, hef ég alltaf haft dálitla löngun í annan hára lit en ég átti sjálf, og ég horfði löngunaraugum á glæsilega rauða hárkollu, sem Miohele sýndi mér. — Lofið mér að setja hana upp að gamni, sagði ég og svo horfði ég hrifin á mynd mína f speglinum. Ekkert breytir mann inum eins mikið og breyttur háralitur. hugsaði ég og gat fyrir gefið músgráu stúlkunum, sem láta gera sig lióshærðar — Rautt hár fer yður vel, sagði Miohele alvarlega. — Enda þótt þér séuð dökkhærð, er hör- undið Ijóst. Og þetta hefur góð áhrif á augnalitinn, finnst yður ekki? — Jú, það er dásamlegt, sagði ég, — en ég ætla nú samt að halda mér við það gamla. Ég var mjög ánægð með útlit- ið á sjálfri mér þegar hárgreiðsl- unni var lokið. Ég leit miklu betur út en ég hafði gert vikum saman. Ég tók upp veksið mitt til að borga reikninginn, en þegar ég dró seðlana upp úr bakhólfinu, tók ég eftir rennilás, sem ég hafði ekki áður séð, og er ég opnaði hann kom í ljós nýtt bak- hólf, sem sennilega var ætl- að stórum seðlum. Engir pening ar voru þar samt, heldur saman- brotið blátt blað Ég fletti þvi í sundur meðan ég beið eftir að fá til baka við afgreiðsluborðið. Þetta voru þá tvö eða þrjú blöð af örþunnnum skrifpappír — eða með öðrum orðum bréf, á frönsku, dagsett fyrir þremur mánuðum. Skriftin var grönn og oddhvöss, og ekkert nafn undir. „Elskan mín", byrjaði það. En ég hafði engan tima til að lesa það núna, svo ég tróð þvi aftur í veskið, hirti peningana og lét síðan hjálpa mér úr greiðslu- sloppnum og í jakkann minn. Ég fór svo úr hárgreiðslustof- unni og í skóbúð, sem Jill hafði bent mér á Ég keypti þrenna skó, til þess að geta fleygt skón um, sem ég hafði haft með mér, sem voru svo óþægilegir og und arlega stórir. Síðan . gekk ég þangað sem bíllinn beið. Jill var enn ekki komin en bíllinn var ólæstur, svo að ég komst inn í hann og bjóst nú til að lesa bréfið. Það brakaði í pappírnum þeg- ar ég opnaði það og veikur ilm- ur barst að vitum mínum. Það var sami iimurinn, sem hafði komið upp úr töskunni minni og var svo velgjulegur. — „Elskan mín", las ég aftur og svo þýddi ég setningarnar, hægt og hægt: „Ég er kannski að verða vitlaus, en ég verð að skrifa þér, elsku Júlía. Ég er einn þessara manna, sem verð að setja fram tilfinningar mín- ar á pappírnum — kannski til þess að gefa þeim meiri áherzlu, eða veruleika. Ég hitti þig um hádegið — og þá ætla ég að segja þér, hve ég elska þig —• hversvegna ætti ég ekki að segja þér það........? Án þess að lesa lengra, sneri eg við blaðinu til að sjá undir- skriftina, sem ég vissi reyndar fyrirfram, hver var. Ég hafði þekkt rithöndina. Og þarna und- ir var sama skrautlega „Yves", sem ég hafði séð á bréfinu til Steve. Svo að þetta var þá bréf frá Yves Renier, til mín, Júlíu Ger- ard, konu húsbónda hans. Eg var nú ekki sterk í frönskunni — hafði sýnilega misst alla leikni í því tungumáli, en nægileg kunnátta hafði samt orðið eftir í rugluðum heila mínum, til þess að skilja það, sem eftir var af bréfinu. Því að ástarbréf eru alltaf fremur skiljanleg. Eftir brotunum á því að dæma, hlaut ég að hafa lesið það aftur og aftur. Og það var engin furða þó að það væri svona vandlega falið í veskinu mínu. Þetta var dæmigert ástarbréf frá ástmanni til hjákonu sinnar, þar sem ást þeirra var lýst út í æsar, og lýsti hrifningu hans á henni og kunnleika á líkama hennar. Ég skammaðist mín, þegar ég hafði lesið það, ekki einasta vegna þess, hve nærgöngult það var, heldur og vegna þess, að þetta var allt í meinum. Þá mundi ég eftir hrifningu minni af Steve. Hverskonar kvenmað- ur var ég eiginlega? Manninum mínum ótrú, og haldandi við þjón hans, beint fyrir framan nefið á honum? Hvers vegna hafði ég strokið til Englands? Var það til þess að sleppa frá Tom eða Yves? Það hætti að vera sérlega und arlegt þó að ég hefði ekki heyrt neitt frá Tom. Jill Stansfield kom nú með fangið fullt af bögglum. Ég fór út úr bílnum til þess að hjálpa henni með þá. Ég gerði það eins og ósjálfrátt, með höfuðið fullt af allskonar hugsunum og titr- ing í öllum taugum. Ég heyrði naumast öll lofsyrðin, sem hún lét falla um útlitið mitt. Eða kannski voru það engin lofsyrði. Hafði ég þá litið svo hræðilega út áður? Við komum bögglunum fyrir og stigumaftur upp í bilinn. Annar bill beið eftir að kom- ast á stæðið okkar. Konan, sem ók þeim bíl, starði á mig snögigv ast og sneri sér svo við og starði aftur, þegar Jill ók út af stæð- inu. Hún brosti og veifaði hendi og kallaði eitthvað til okkar. Ég sneri mér við og starði á hana skilningslaus. — Er þessi koma að kalla til yðar? spurði ég Jill. Jill leit á hana um öxl. — Aldrei séð hana á ævi minni, sagði hún. Það eruð þér, sem hún er að veifa til. — Ekki þekki ég hana. — Viljið þér stanza? Við vorum komnar með hálf- an bílinn út af stæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.