Morgunblaðið - 24.05.1966, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.05.1966, Blaðsíða 25
?>riðjudagur 24. maí 1966 MORCUNBLAÐIÐ 25 Leikfélag Kópavogs: Óboðinn gesíur Höiundur: Sveinn Halldórsson. Leikstjór'r.Klemenz Jónsson. Leikmynd: Þorgrímur Einarsson LEIKFÉLAG Kópavogs frum- sýndi siðastliðinn mánudag gamanleikinn „Óboðinn gest" eftir heiðursfélaga sinn Svein Halldórsson í tilefni af nýaf- stöðnu 75 ára afmseli hans. Sveinn Halldórsson var um áratuga skeið skólastjóri í Bol- ungarvík og helzta driffjöður leikstarfsemi þar. Samdi hann leikrit þetta til flutnings fyrir Bodvíkiríga árið 1941. Síðastliðin 11 ár hefur Sveinn verið búsett- ur í Kópavogi, og var hann einn af stofnendum leikíélagsins þar fyrir tæpum 10 árum og hefur tekið þátt í flestum sýningum þess. Það er löng leið frá Bolungar- vik til Faxaflpa, og margar stór- breytingar hafa orðið á lifnaðar- háttum fólks á íslandi síðan ár- ið 1941, en sama ýsan hefur verið snædd í báðum byggðar- lögunum allan þennan tíma. Sjaldnar og sjaldnar ýsa og oftar mörflot með henni í Bol- þess að forðast óhagstæðan sam- anburð er því sjálfsagt að velja verkefni af léttasta tagi, svo ,sem sakamálaleikrit eða „situ- ationsfarsa", eins og „Óboðinn gest".. Það var því prýðilega til fund- ið hjá Leikfélagi Kópavogs að taka til sýningar þetta leikrit eftir Svein Halldórsson. Það er skrifað (eins og áður getur fyrir aldarfjórðungi) af ágætri kímni og umfram al'lt, af þekk- ingu á viðtökum þeirfa áhorf- enda, sem koma í leikhús stað- ráðnir í því að skemmta sér konunglega, án nokkurra hleypi- dóma eða gagnrýni af háum hesti. Sveinn hefur nægilega ríkt hugmyndaflug til að láta hvern misskilning reka annan í hraðri og fyndinni atburðarás, án þess að ofbjóða alveg hug- myndaílugi áhorfenda, og greiða síðan úr flækjunni á viðunandi hátt í lökin. Þá hefur hann kryddað leikritið nokkrum söngvum í góðum og gildum revíustíl. i M er skylt að minnast á þáð, að texti Sveins er óvenju blæ- brigðaríkur og oft mjög fynd- inn, ekki sízt vegna orðatiltækja persónanna, sem eru skrifuð, af kunnáttu á uppruna þeirra og stöðu. Einkum eru tilsrvöí Jóns, vinnumanns á Kleppi, eftirminnisleg. Starf leikstjórans, Klemenz Jónssonar, virðist hafa tekizt eins vel og efni standa til. Frum sýningin gekk algerlega snurðu- laust, öll tímasetning var í góðu lagi- og spenna hélzt ágæt, þar til greiðast fór úr misskilninga- flækju leiksins. Klemenz hefur einnig farizt það vefl. úr hendi að fella söngvana inn í attourða- rásina, en í lokasöngnum verða þó hréyfingar og stöður hópsins dálítið klaufalegar og minna helzt . á barnaleikinn „bimm- Theódór Halldórsson hlustar Gest Gíslason. ungarvík, — en sama ýsan á foáðum stöðum. Þótt Þjóðleik- hús hafi tekið til starfa og Iðnó sé nú rekið með hópi atvinnu- leikara, hefur leikstarfsemi víð- «st hvar utan Reykja<víkur ekki tekið neinni stökkbreytingu. Það var líka auðséð á viðtökum leik- húsgesta í Kópavogi, því bæjar- félagi sem næst er Reykjavík, að þrátt fyrir dálítil kynni af kalkúnum, og fillets mignons", fitendur ýsan enn fyrir sínu, og hvers vegna ekki, — það eru ekki alltaf jólin. Áhugamannale.ikflokkar í ná- grenni Reykjarvíkur eiga að því leyti erfiðara uppdráttar en hin- ir, sem fjarlægari' eru höfuð- staðnum, að nágrannarnir sjá öðru hverju sýningar þeirra, «em gert hafa leiklist að ævi- starfi sínu, gerast kröfuharðari ©g eru ekki eins þakklátir hverri tilbreytingu og þeir, sem búa á afskekktari stööujn. Til Sveinn Halldórsson birimm-birimm-^bamm". M eru bílhljóðin, sem notuð eru nokkrum sinnum á sýningunni, óþarflega óvönduð. Ætti að vera hægt að kippa því í lag ennþá. Skúrkinn Kvenna-Geira, strokumann af Kleppi, sem gert hefur sig heimakomlnn í sum- arbústað Ólafs Feilans, læknis, leikur Theodór Halldórsson. Sýnir Theodór nokkur tilþrif i leik sinum, en er stundum helzt til óbeizlaður og minnir óþægi- lega mikið á Skrifta-Hans. Ger- ir það hlutverk hans ýktara en efni standa til, þegar hann þyk- ist vera Feilan læknir. M tekst sam'leikur hans við Gest Gísla- son vel. Gestur leikur Jón leit- armann frá Kleppi og skilar hlutverki sínu betur en aðrir leikendur. Tilsvör Jóns virðast Gesti afar eðlileg og tailandi hans og málfar eru bráðskemmti leg og auka mjög á áhrif text- ans. Guðrún HuHa Guðmunds- dóttir leikur Ástu, tilvonandi vinnukonu hjá læknishjónunum. Sviðshreyfingar hennar eru eðlilegar og söngurinn laus við viðvaningsbrag. Sigurður Jó- hannesson leikur Þórð bílstjóra, kærasta Ástu. Hlutverk hans er Auður Jónsdóttir og Júlíus Kolbeins í hlutverkum sinuiu. lítið og kemst hann frá því. Hann tekur svo sannarlega eng- um vettlingatökum á Ástu, heldur eins og sannur íslenzkur bílstjóri. Eru viðskipti þeirra skötuhjúa laus við allan vand- ræðalegan tepruskap. Júlíus Kolbeins leikur Ólaf Feilan, lækni, einna óþægileg- asta hlutverkið frá höfundarins hálfu. Hann á góða spretti, en fer talsvert halloka í orðræðum við konu sína, sem leikin er af Auði Jónsdóttur, þar sem skipt- ingar Auðar eru miklu öruggari, svo og fas hennar. M er eftir að telja leitarfé- laga Jóns frá Kleppi, þá höfund- inn, Svein Halldórsson og Björn Magnússon. Sveinn hefur óvenjulega skemmtilegt andlit fyrir leiksvið og kann að beita því. Er auðséð, að þetta ásamt meðfæddri kímnigáfu hlýtur að hafa komið honum að góðu haldi á hálfrar aldar leikferli. Björn skilar hlutverki sínu sæmilega, en þó með talsverð- um viðvaningsbrag. Að tjaldabaki er Kjartan Sigurjónsson, sem leikur undir söngvana á píanó. Var það mjög vel af hendi leyst, ekki sízt, þeg- ar þess er gætt, að sumir söngv- aranna voru dálitið brokkgeng- ir og blupu út undan sér, svo að erfitt var að fylgja þeim eftir. Guðrún Hulda Guðmundsdóttir og Auður Jónsdóttir stóðu sig annars ágætlega við sönginn, en kvef háði auðheyranlega Theó- dóri Halldórssyni og raddmæði Sigurði Jóhannssyni. v Leikmynd gerði Þorgrímur Einarsson og var verk hans vel af hendi leyst. Eins og áður er getið voru undirtektir frumsýningargesta frábærlega góðar. Dynjandi lófaklapp kvað við, ekki aðeins í leikslok, heldur einnig öðru hverju alla sýninguna. Eftir sýninguna gekik Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri í Kópa- vogi, upp á sviðið, ávarpaði Svein Halldórsson og flutti þakkir Leikfélags Kópavogs og Kópavogsbúa allra fyrir fram- lag Sveins til leiklistar i bænum. Bárust honúm margir, glæsilegir blómvendir. Að lokum flutti Sveinn stutt þakkarávarp. Örnólfur Árnason. J I , Qlafsvík vann Akrones í skák Ólafsvík, 9. maí. BÆJABKEPPNI í skák ÍM fram á milli Akurnesinga og Ólafsvíkinga hinn 5. maí s.l., og er þetta í 3. sinn, sem þessir að- ilar reyna á milli sín. í fyrr- nefnd tvö skipti hefur Akranea borið sigur úr býtum, en nú sigraði Ólafsvík Akurnesinga með 6,5 gegn 4,5. Hraðskákkeppni fór fram á eftir milli fyrrnefndra aðila, og sigruðu Akurnesingar með 50 vinningum gegn 40. Ennfremur fór fram keppni milli Barna- skóla ólafsvíkur í skák og sigr- uðu Akurnesingar með 4,5 gegn 1,5. — Hinrik. ALLTMEÐ JUMBO w.-^. *~M T r-nari: J. M O R A Ferðafélagarnir komu nú að vaði yfir á. Leiðsögumaðurinn Bodo var nú með einhverjar vífilengjur um það, hvort það væri þorandi að fara þarna yfir, því að áin hafði vaxið um regntímann. En Júmbó greip fram í fyrir honum: — Komumst við yfir eða komumst við ekki yfir? — Jú-ú við komumst yfir, en það verður einn að teyma uxann á undan, og það er alls ekki auðvelt .....Bodo hélt nú að það gæti beðið svolítið. Júmbó bauðst strax til þess að ganga á undan, en Spori hélt aftur af honum. — Láttu mig um það, sagði hann, ég er hærri vexti en þú. Maður veit aldrei, nema að vatnið hafi stigið meira en við hóldum....„

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.