Morgunblaðið - 24.05.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.05.1966, Blaðsíða 5
I>rWJua*agur 24. maí 1966 MORGUNBLAÐIÐ NORÐURLANDAMOTIÐ bridge hófst að Hótel Sögu sl. sunnudag ©g setti Geir Hallgrímsson mótið. Að lok- inni setningu hófst 1. umferð keppninnar og lauk henni síðari hluta dags. Önnur um- ferð fór fram á sunnudags- Séð yfir mótssalinn í Ilótel Sögu. (Ljósm. Bj. Bj.) Islendingar eíga möguleika á 3. sæti — segir Roman Skoroupo, leioangurstjóri finnsku bridgesveitarinnar kvöld. Úrslit beggja umferð- anna eru birt á öðrum stað í blaðinu í dag. Eins og kunnugt er fer mót ið fram að tilhlutan Bridge- sambands íslands og er hið stærsta og umfangsmesta sinnar tegundar, sem háð hef ur verið hérlendis. Hefur Roman Skoroupo leiðangurs- stjóri finnsku sveitarinnar. Bridgesambandið undir stjórn Sigurjóns Guðmundssonar unnið að undirbúningi bess undanfarna mánuði. Keppnis- stjóri er Norðmaðurinn Per Elind, sem sérstaklega var ráðinn til þess starfa, en við- tal við hann birtist í blaðinu fyrir skömmu og lét hann há mjög vel af undirbúningi og framkvæmd mótsins. í sama streng tók leiðang- ursstjóri finnsku bridgesveit- arinnar Roman Skoroupo, sem fréttamaður' blaðsins hafði tal af í gærdag. Skorou po á einnig sæti í svonefndum Áfrýjunardómstól, en hann situr einn maður frá hverju Norðurlandanna. Er hann nokkurs konar Hæstiréttur um ágreiningsefni, sem upp kunna að koma í sambandi við mótið. Roman Skoroupo ræddi um framkvæmd mótsins, og sagði þá m.a.: — Mótið er með afbrigðum vel skipulagt, ef tillit er tek- ið .til þess hversu fáir eru i Bridgesambandinu hér miðað við hin Norðurlöndin. Aðbún aður okkar hér er einnig til fyrirmyndar og íslendingar eru ákaflega elskulegt fólk og gestrisið. -r — Ég þori engu að spá um úrslitin í þessu móti enn sem komið er, enda erfitt um vik þar sem það er rétt að hefj- ast. Ég hef þó góðar vonir um að Finnar verði efstir á mótinu að þessu sinni. því sveitir okkar eru skipaðar úr- valsliði, einkum karlaflokk- mam arnir. Og verðum við ekki efstir er ég þess fullviss að við lendum í öðru sæti. Sví- arnir, sem unnið hafa mörg undanfarin mót eru að vísu sterkir, en aðstaða þeirra nú er á margan hátt önnur en áður. Á sunnudaginn unnum við Dani í fyrstu umferð. en topuðum fyrir Noregi i ann- arri, sem var sannarlega óheppni, því við erum sterk- ari. — Ég tel, að ef fslending- arnir haldi vel á spilunum eigi þeir möguleika á að kom ast í þriðja sæti, og við það mega þeir vel una, ef miðað er við það, að yfirleitt hafa þeir verið í neðsta sæti á þess um mótum. Ég get ekki dæmt um getu íslenzku sveitanna að svo stöddu, en ég tel að þeir geti telft sínum beztu mönnum á móti hvaða sveit sem er í heiminum. Ég átti þess kost að mæta íslenzkri bridgesveit í Brighton árið 1950, og það var mjög góð sveit. Mér skilst þó, að þeir sem skipuðu íslenzku sveit- ina þá^taki ekki þátt í mót- inu núna. — Beztu menn finnsku sveitanna eru án efa bræð- urnir Keijo og Kalevi Sorro. Þeir eru ungir að árum og hæfileikaríkir. Bridgelíf stendur með blóma í Finn- landi, 2.500 manns eru skráð- ir í 65 bridgeklúibba um allt landið, þar af 10 i Helsinki, en að sjálfsögðu spila miklu fleiri bridge en þessi tala gef- ur til kynna. — Það er mér sérstök á- nægja að fá tækifæri til að vera hér með þeim*18 ágætu mönnum og konum, sem finnsku sveitirnar skipa, og vera viðstaddur þetta fjöl- menna og spennandi mót, sagði Finninn Roman Skoro- upo að lokum. Geir Hallgrímsson borgarstjó ri, setur bridgemótið. Aðalf undur H jartaverndar Rannsóknarstö&in byrjar i haust LAUGARDAGINN 30. apríl sl. var haldinn aðalfundur í Hjarta vernd samtökum hjarta- og æða verndarfélaga á fslandi. Á fund- inum voru mættir 30 fulltrúar frá hinum ýmsu svæðafélögum en í samtökunum eru nú 21 svæðafélag með um 2500 félög- um. Formaður samtakanna próf. Sigurður Samúelsson setti fund- inn og bauð fulltrúa velkomna. Fundarstjóri var skipaður Ósk- ar Jónsson, framkvæmdastióri, Hafnarfirði og fundarritari Helgi Þorláksson, skólastjóri Reykja- vík. Formaður flutti skýrslu stjórnarinnar, skýrði hann m.a. frá því að fjáröflunarnefnd sam takanna hafi safnað um 6 millj. króna í framlögum og loforðum um framlög, en það gerði sam- tökunum kleyft að festa kaup á tveim efstu hæðum háhýsisins Lágmúli 9, en þar er fyrirhug- að að reka rannsóknarstöð sam- takanna. Vonir standa nú til að stöðin geti tekið til starfa á hausti komanda. Ólafur Ólafs- son, læknir, mun sjá um dag- legan rekstur rannsóknarstöðv- arinnar, en hann hefir í vetur sótt námskeið við Heilbrigðis- stofnun Lundúnarháskóla á veg um Hjartaverndar. Á síðastliðnu hausti var Jó- hann H. Nielsson hd'L, ráðinn framkvæmdastjóri samtakanna en samtökin opnuðu síðan skrif- stofu að Austurstræti 17 6. hæð. Annast hún allan daglegan rekst ur samtakanna. í iok skýrslu sinnar þakkaði formaður þeim einstaklingum, stofnunum og fé- lögum sem lagt hafa fram fé til samtakanna, en það munu vera einsdæmi að svo mikið fé safn- ist á svo skömmum tíma til heil- brigðismála. íslenzka þjóðin stendur öll í þakkarskuld við þessa aðila sagði formaður. A. fundinum lágu frammi éndur- skoðaðir reikningar samtakanna og voru þeir samþykktir í einu hljóði. Úr stjórn áttu að ganga eftir hlutkesti: Ólafur Sigurðs- son, yfirlæknir, Þórarinn Þórar- insson, alþingism., Öskar Jóns- son, frkvstj. Hafnarfirði, Bene- dikt Gröndal, aiþingjsm. og Sig- tryggur Klemensson, ráðun.stj. Voru þeir allir endurkjörnir í fundarlok skýrði formaður fyr irkomulag " rannsóknarstöðvar samtakanna að Lágmúla 9, en þar á að hefja á hausti kom- anda kerfisbundnar rannsóknir fyrst á 49 ára gömlum karlmönn um en síðan á 40—60 ára körlum og 50—60 ára konum. Allt fyrir komulag stöðvarinnar er mjög haganlegt og húsakynni öll hin glæsilegustu. (Frá Hjartavernd) IMei takk KÍNVERSKA Alþýðulýðveld- ið hefur hafnað boði sovézku æskulýðshreyfingarinnar um að senda nefnd til 15. þings hreyfingarinnar í Moskvu. t svari Kínverja segir, að leið- togar sovézku æskulýðshreyf- ingarinnar vinni að því að kapitalisminn verði aftur tek- inn upp í Sovétrikjunum. „Þeir hafa með miklum krafti og ákafa útbreitt hinn hnign- andi borgaralega kapítalisma virus til þess að koma til móts við „friðsamlega þróun" amerísku heimsvaldastefn- unnar og þjóna sérréttindum ákveðinna stétta í Sovétríkj- unum", segir í afþökkunar- boðskap Kínverja. Greinar um Island i út- breiddum ferðablöðum ÞAÐ er ekki orðið fátítt að sjá myndskreyttar greinar um ís- land í þeim blöðum, sem rita fyrir ferðamenn. Er þar oft góð- ar greinar um land og þjóð og fallegar myndir. T.d. tók grein um fsland stærsta hlutann af hinu vikulega aukablaði Travel Trade Gazette sem út köm 15. apríl, en það er mjög útbreitt blað í Bretlandi. Á forsíðu eru litmyndir frá íslandi, og bæði lit myndir og svarthvítar myndir fylgja grein. sem Sylvie Nickols skrifar. En hún hefur tvívegis ferðast um fsland á vegum Flug- félags íslands og með fyrir- greiðslu ferðaskrifstofa. Hún segir frá ferðalagi um Norður- land og Austuriand, ferð með Esju kringum land og eina grein sína nefnir hún „Að leysa sumar hótelvandann", Einnig birtist grein um Flugfélagið. Þá höfum við rekizt á grein um ísland í „Vikunni i Ástra- líu og Nýja-Sjálandi" frá 23. apríl. Það er myndskreytt mjög vinsamlega ferðagrein um „Sögu- eyjuna" eftir Mats Wifoe Lund. MORGUNBLAOIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.