Morgunblaðið - 05.06.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.06.1966, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐID j. Sunnudagur 5. júnl 1966 JFrá setningu kennaraþingsins. Þing sambands kennara sett 83 fulltrúar frá 10 kjörsvæðum þinga Stofnfundur fé- lags dhugantanna um fiskárækt FULLTRÚAÞING Sambands ís- lenzkra barnakennara var sett í fyrradag í Melaskólanum, að við- stöddum menntamálaráðherra, borgarstjóra, fræðslumálastjóra, ^Reykjavíkur, formanni freeðeiu- ráðs o.fl. 83 kjörnir fulltrúar frá 10 körsvæðum sitja þingið, en í sambandinu eru nú nær 800 manns. Er þetta 19. fulltrúaþing- ið, en þau eru að jafnaði baldin anað hvert ár, og uppeldismála- þing hitt árið í samvinnu við framhaldsskólakennara. Formaður S.Í.B. Skúli Þor- steinsson flutti þingsetningar- ræðu, en að henni lokini fluttu ávörp Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra, Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri Kristján Thorlacius, formaður B.S.R.B., Ólafur Einarsson, formaður L.S.F.K. og Njörður P. Njarð- vík, formaður F.H.K. Þá sátu full trúar hádegisverðarboð í boði borgarstjóra. Eftir hádegi fóru fram kosningar. Fyrsti forseti þingsins er Tryggvi Þorsteinsson barna frá Akureyri, 2. forseti Guðmund ur Magnússon úr Reykjavík og 3. forseti Björn Magnússon skóla stjóri á Eiðum. Ráðinn ritari þingsins er Ragnar Kristjánsson, kennari, en kosnir ritarar Björn Jónsson, skólastjóri í Yík, Hall- grímur Th. Björnsson frá Kefla- vík og vararitarar Jón Freyr Þórarinsson og Þórólfur Frið- geirsson. Þá flutti Kristján Gunnarsson, Framhald af bis. 31 OFT hefir verið kalt í þeim mánuði, sem nú er að líða eink- um fyrri hluta mánaðarins. Þó hefir aldrei gert veruleg norðan áhlaup, en næturfrost stundum allhörð. Suma daga hefir hitinn ekki komizt upp fyrir frostmark. Eins og að líkum lætur í svona tíðarfari hefir gróðri lítið farið íram, þar til nú síðustu dagana, að verulega hefir hlýnað í veðri. Um hvítasunnu komst hitinn í 16 stig. Má því segja að um- skiptin hafi verið nokkuð snögg og má sjá daglegan mun. Sum tún eru nú að verða græn og gróður í mellöndum talinn ágæt- ur. Sauðburði er að verða lokið og allt hefir verið látið bera í húsi. Farið er nú að sleppa lamb- fé á fjall og sumir eru farnir að setja niður kartöflur. Lítil sil- ungsveiði hefir verið í Mývatni í vor og er ísinn að fara af va.tn- inu. Stöðugt er unnið hér á vegum kíaiJiðjunnar. Síðustu daga hafa unnið þar fast að 30 manns, er sá mannskapur víða að kominn, sumir frá Reykjavrk, Akureyri og Húsavík og jafnvel tveir pilt- ar frá Englandi, auk nokkurra heimamanna hér. Nú hefir verið tekið í notkun hið nýja mötu- neytishús. Er það þegar orðið mjög vistlegt. Áður hefir öll matseld fyrirtækisins farið fram í Hótel Reynihlíð. Marga furðar að ekki skyldi byrjað að reisa íveruhús fyrir verkamenn á vinnustað, í stað þess að innrétta — Mikil gróska Framhald af bls. 32. ið að byggja nýtt hótel í Húsa- vík og Höfn í Hornafirði. Undir- búningur er hafinn á eftirtöld- um stöðum, ýmist byrjað á teikn ingum eða öðru því líku, í Vík í Mýrdal, á Dalvík, Hellu á Rangárvöllum, Hellissandi, Vest- manaeyjum, Seyðisfirði, í Vatns- dal á Barðaströnd, Patreksfirði og Bíldudal. Ennfremur er mik- ill áhugi allví'ða annars staðar og spurt um hvað hægt sé að gera til að hefja framkvæmdir. Þá hefir ferðamálasjóður mjög stutt að endurbótum og má þar nefna gististað á Sauðárkróki, ísafirði, Ólafsvík, Blönduósi, Borgarnesi, Búðum á Snæfells- nesi, Hvolsvelli á Rangárvöllum og víðar NOKKRIR áhugamenn um fisk- rækt hafa að undanförnu unnið að og undirbúið stofnun „félags áhugamanna um fiskraekt" og verður stofnfundur þess mánu- daginn 6. júní nk. kl. 8.30 e.m. að Hótel Sögu í svokölluðum Bláasal, inn af Súlnasalnum. Á undirbúningsfundi að stofn- un þessa félags, 7. marz sl. voru eftirtaldir menn kosnir í nefnd til þess að gera uppkast að lög- um fyrir féiagið og að öðru leyti að undirbúa stofnun þess: Jónas G. Rafnar, alþingismaður, Ingvar Gíslason, alþingismaður, Björn Jónsson alþingismaður, Stein- grímur Hermannsson, forstjóri Rannsóknarráðs rikisins, dr. Björn Jóhannesson, jarðvegs- efnafræðingur, Bragi Eiríksson, framkvæmdastjóri Samlags Skreiðarframleiðenda og Gísli Indriðason, framkvæmdastjóri hjá fiskraektarstöðinni Búðaós hf. Tilgangurinn með þessari fé- lagsstofnun er að vinna að aukn- um áhuga fyrir fiskrækt á sem breiðustum gr.undvelli, auka fræðslu í fiskræktarmálum, með- al annars með því, að gefa út gamla bæinn i Reynihlíð, sem er í þriggja kílómetra fjarlægð. Það fjarlægðarspuismál e r s í ð a n leyst með því að kaupa gamlan fólksflutningsvagn til að annast flutninga á verkamönnum. Sl. laugardagskvöld fengum við heimsókn ágætra söngvara. Var það Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði, en hann söng í Skjólbrekku það kvöld. Aðsókn hefði mátt vera betri, en undir- tektir áheyrenda vöru afbragðs góðar og varð kórinn að endur- taka mörg lög og syngja aukalög. Að söng loknum bauð Karlakór Mývatnssveitar Þröstum í kvöld- kaffi. Að söng loknum var skipzt á kveðjum og afhentu Hafnfirð- ingar Mývatnssveitungum vand- aða ljósmynd úr Hellisgerði. Mývatnssveit, 31. maí. Kristján. PoeSðrétting I viðtölum við veitingamenn utan af landi, sem birtist í Mbl. hinn 27. maí sl. kom það fram að gistihúsið Mánakaffi væri eina veitinga- og gistihúsið á ísafirði. Hér er um misskilning blaðamannsins að ræða, því að Hjálpræðisherinn rekur gisti- hús í bænum. Eru hlutaðeigend- ur beðnir afsökunar á þessu mishermi. árbók er innihaldi fróðleik og nýjungar á þessu sviði og í því sambandi komast í kynni : og hafa samstarf við erlendar sér- fræðistofnanir, sem fjalla uin þessi mál. Ennfremur að- hafa áhrif á löggjöf varðandi fiskrækt, og vinna að auknu öryggi og bættu skipulagi fyrir félagssam- tök og einstaklinga, sem lagt hafa eða vilja leggja fram fé og vinnu til eflingar fiskræktinni og þar með varðveizlu og aukn- ingu á yerðmætari, fiskategund- fyrir tilraunum með eldi á er- lendum fisktegundum, sem lík- legar eru til þess að geti aðlagað sig ísl. staðháttum. Um það verð- ur ekki deilt lengur að fiskrækt er stórmál framtíðarinnar víðs- vegar í heiminum, og það virð- ist jafnframt augljóst mál að að- stæður séu sérstaklega góðar til slikra hluta hér á landi. Það er því óbifanleg sannfær'ðing for- göngumanna um þessa félags- stofnun, að hún geti orðið mikils- verður aðili til framfara í fisk- ræktarmálum hér, fjöldasamtök, sem af fórnfýsi og þjóðhollustu setji sér það mark að verða ekki eftirbátur annarra þjóða á þessu sviði. — Lömb drepast Framhald af bls. 32 Pálssonar yfirdýralæknís og spurðist fyrir um hvort vart hefði orðið við þennan sjúk- dóm víðar og hvað gæti helzt valdið honum. Yfirdýralæknir sagði, að tals- vert hefði orðið vart við þetta víða um land, bæði hér á Suð- urlandi, um Borgarfjörð og all- víða á Norðurlandi. ann kvað í mörgum tilvikum hér um að ræða E-vítamínskort og hefði lömbum verið gefnar E-vítamíns sprautur, sem lækna ef þau fá þær í tíma. Hins vegar er hér oft um svo miklar skemmdir í vöðvum að ræða að of seint er að lækna þegar máttleysis er far ið að kenna. Vöðvar lambanna verða hvítir og bólgnir og ber mest á þessu hjá lömbum ungra kinda, em eru að taka út þroska samfara því að ala fóstrið. Ekki er gott að segja ákveðið um hvað veldur þessu, en sjúk- dómur þessi er víðar kunnur en hér á landi og eru áraskipti að honum, sem bendir til að þetta geti staðið í sambandi við tíðar- far og heyverkun. Guðmundur Gíslason læknir hefir ritað um þetta og nefnt innistöðuskjögur, en mest ber á þessu þar sem lambær þurfa að bera inni og kalla bændur þetta víða stíupest eða stíuskjögur. Þeg ar svo lömbin koma út frísk og spræk leika þau sér jafnan mik- ið, en falla svo máttlaus niður. Einnig hefir sjúkdómurinn ver- ið víða í þorpum og bæjum, þar sem aðstaða er léleg til að láta fé út um veturinn. Hins vegar hefir þetta ekki verið áberandi á fjárbúum í sveit fram til þessa. Hér er Ágústa Ágústsson á æfingu. Hún fer með aðalungl ingahlutverk í sjónleiknum Jól asveinninn“ eftir Cummings en Richard Klein leiklistarnemi leikur þarna á móti henni og er tákn dauðans. 14 ára íslenzk stúlka vinnur leikspr í USA FJÓRTÁN ára gömul ís- lenzk stúlka, Ágústa Ágústs- son, hefur getið sér frægðar fyrir leikhæfileika í Evan- stone í Bandaríkjunum, þar sem hún býr með foreldrum sínum frú Svönu og Magnúsi Ágústssyni lækni. Ágústa var valin til að fara með aðal- hlutverk í sjónleiknum „Jóla- sveinninn" E. E. Cummings. Sjónleikur þessi var settur á svið áisamt með öðrum ein- þáttungi „Skuldunautarnir“ eftir August Strindberg hjá nýstofnuðu leikhúsi er nefn- ist Ensemble Studio. Ágústa hefur áður leikið þetta hlutverk á sviði í Nich- ols School. Fékk hún góða dóma fyrir leik sinn þá og var valin í hlutverkið aft- ur nú hjá hinu nýstofnaða leikfélagi. Á sl. tveim árum hefur Ágústa farið með hlutverk í. þremur öðrum sjónleikjum, á sviði Nichols skólans og tvö hlutverk í sjónleikjum „Barna leikhússins" í Evanstone, jg fengið mjög góða dóina. '&kJ....’ í GÆR var aðgerðalítil og Noregi var rigning, en sól- hæg austlæg átt hér á landi. skin á Suður-Englandi fram Skýjahula var breytileg, eftir degi, og yfirleitt var sums staðar létt skýjað og léttskýjað í Frakklandi, r. víðast þurrt. Þýzkalandi og á Niðurlönd- Á Skotlandi og í Suður- um. ■■■/. Vor komiö í Mývatns- sveit meö 16 st. hita

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.