Morgunblaðið - 05.06.1966, Blaðsíða 16
MORGU NBLAÐIÐ
Sunnudagur 5. júní 1966
10
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 105.00
1 lausasö'lu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jonsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti S. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
GROANDI LAND
UTAN ÚR HEIMI
| í
t forgrunni myndarinnar sést hin risavaxna bygging „Launch Complex 39“. Til saman-
burðar byggingunni, eru bifreiðamar á stæðunum umhverfis hana, eins og rykkorn.
„GEIMHÖFN" Á MERRIT EYJU
nkjamanna verður skotið npp
þar sem tunglflaugum Banda-
HIN öra þróun, setn átt hefur
sér stað á hinum ýmsu svið-
um tæknivísinda á síðari ár-
um, hefur komið einna helzt
fram á sviði geimrannsókna.
Hið bjöllulagaða Mercury-
hylki, sem var bústaður fyrstu
bandarísku geimfaranna, hef-
ur nú verið sett á safn sem
forngripur. Nýjustu geimskip-
in eru smíðuð með Iþað fyrir
augum, að flytja menn til
tunglsins. í smíðum eru einn-
ig geimskip, sem flytja eiga
menn til annarra hnatta.
í sambandi við hinar löngu
geimferðir, sem framundan
eru, eru Bandaríkjamenn að
setja upp tæknilegt furðu-
verk ,,Geimhöfn“ (Spaceport)
á eyjunni Merrit skammt
frá Kennedyhöfða. Nú þeg-
ar er því sem næst lok-
ið við smíði stærstu bygg-
ingarinnar, sem þarna verð-
ur. Kostnaðurinn við að
byggja Geimhöfnina mun
verða þúsund milljónir doll-
ara (43 þúsund milljarðar ísl.
kr.) og mun þetta vera kostn-
aðarsamasta framkvæmdaáætl
un sem gerð hefur verið á
plánetu okkar frá því sögur
hófust. Á eyjunni verða byggð
ir vegir, sem samtals verða
um 160 km. að lengd og járn
brautarteinar sem verða um
36 km. Um 10.000 manna
starfslið mun starfa við stöð-
ina þegar hún er fullgerð.
Verkefni þeirra verður: að
senda geimfara í langar ferð-
ir, upp á við.
Á næsta ári munu hefjast
tilraunir í sambandi við fyrstu
Apollo-tunglskotið, en áætlað
Satúrn eldflaugamar, sem
flytja eiga Apollo geimskipið
til tunglsins, verða settar
saman í þessari risabyggingu,
en síðar verða þær fluttar um
5 km vegalengd til skotpalls-
ins. Flutningurinn á eldflaug-
inni mjög vandasamt verk og
hafa farið fram mjög yfir-
gripsmiklar vísindarannsókn-
ir varðandi það, hvernig hann
*fÉÉÍSKf&'. , .v.... ‘Á-. r'síLV'f
„Skriódýrið" sem flytja mun Satúrn eldflaugina á skotpall-
inn.
er að það muni fara árið 1970.
í byggingu sem nefnist
„Launch Complex 30“ verður
geimfarið og eldflaugin, sem
það á að flytja byggð. Bygg-
ing þessi er því sem næst full
gerð og er hún 600 fet á lengd,
410 fet.á breidd Oig 418 fet á
hæð. Byggimgn er að rúm-
máli 150% stærri en Penta-
gon byggingin í Washington,
sem er stærsta skrifstofubygg
ing heims. Kælikerfi bygging-
ar þessarar er það stórt (10
þúsunid tonn) að það myndi
nægja fyrir smábæ með 3 þús.
húsum.
verði bezt framkvæmdur. Eld-
flaugin verður flutt í lóðréttri
stöðu, en hún mun vera
um 6 milljón kg að þyngd.
Eldflaugin verður flutt á
þar til gerðum vagni, sem
hefur tvær aðalvélar, sem
hvor um sig er 5.500 hestöfl.
Flutningurinn þessa 5 km
mun taka um þrjár ktukku-
stundir.
Geimhöfnin á Merrit eyju
verður án efa stórkostlegasti
minnisvarði fyrir tæknilega
framþróun og hinn einlæga
vilja mannsins að drottna yfir
umhverfi sínu.
í' ágætu útvarpserindi sem
Hákon Bjarnason, skóg-
ræktarstjóri flutti nýlega
skýrði hann frá því að á und-
anförnum 10 árum hefðu skóg
ræktarfélögin og Skógrækt
ríkisins gróðursett tré í
meira en 2000 hektara lands.
Þetta starf heldur áfram
jafnt og þétt. Ýms áföll hafa
víða komið fyrir, en náttúr-
an hefur með því valið úr
bæði einstaklinga og tegund-
ir, sem við vitum að við meg-
um byggja á.
Þegar okkur tekst að koma
upp samfelldum sígrænum
breiðum af barrviðum, og það
verður á næstu áratugum,
sagði skógræktarstjóri, þá
höfum við fengið þann gróð-
ur í landið, sem framar öllum
öðrum gróðri getur handsam-
að sólarorkuna og breytt
henni í varanleg verðmæti.
'k
Þessi ummæli eru vissulega
þess virði að þeim sé gaumur
gefinn. Skógræktin er eitt af
hinum stóru málum framtíð-
arinnar í þessu norðlæga
landi, sem svo hart hefur ver-
ið leikið af rányrkju og
skammsýni. í erindi sínu gat
skógræktarstjóri þess að þótt
erfitt væri að fullyrða um,
hve mikill hluti landsins hafi
verið gróinn í upphafi land-
náms bentu allar líkur til
þess að 40—45% af flatarmáli
þess hefði verið vaxið sam-
felldum gróðri. Það væri víst,
að þar sem birki gat þrifizt
hefði það breitt mjúkan og
hlýjan feld sinn yfir annan
gróður og varið bæði plönt-
ur og jarðveg fyrir vindum
og vatni.
Það er rétt sem skógrækt-
arstjóri sagði, að það er mjög
óhyggilegt að efna til metings
á milli skógræktar og land-
græðslu. Þetta eru tvær grein
ar á sama meiði, sem þurfa
að styðja hvor aðra. Stöðvun
uppblásturs og örfoks,
græðsla sandanna og ræktun
nýrra skóga verða að haldast
í hendur.
Allt þetta er eðlilegt að
menn hugleiði með hækkandi
sól og gróanda. Kjarni máls-
ins er, að þetta stóra og hrjóst
uga land hefur þrátt fyrir allt
mikla gróðrarmöguleika. —
Geysileg landflæmi bíða rækt
unar og nýir skógar munu
rísa og skapa skjól og fegurð.
Ræktun skjólbelta er eitt af
verkefnum framtíðarinnar í
Bæktunarmálum. Síðasta Al-
þingi sýndi skilning sinn á
því máli með því að sam-
þykkja frumvarp frá Oddi
Andréssyni, bónda á Hálsi og
nokkrum fleiri þingmönnum
um opinberan stuðning við
þær ræktunarframkvæmdir.
'k
Ræktun og fegrun íslands
er verkefni sem eng-
um íslendingi er óviðkom-
andi, hvort sem hann býr við
sjó eða í sveit. Menn getur
greint á um stefnu í landbún-
aðarmálum, en sú staðreynd
verður ekki sniðgengin að
landið -verður þeim mun
byggilegra sem það er. rækt-
aðra og frjósamara.
Um næstu aldamót munu
búa hér um fjögur hundruð
þúsundir manna og eftir 100
ár munu íbúar íslands skipta
milljónum. Það bæri þess
vegna vott mikillar skamm-
sýni ef þessi kynslóð léti stað-
ar numið um ræktun, land-
græðslu og skógrækt og teldi
að nú væri nóg að gert. Slíkt
væri fásinna sem engu tali
tæki.
íslendingar trúa á land sitt,
gæði þess og möguleika. Þess
vegna munu þeir halda áfram
hinu mikla ræktunarstarfi,
vörn og sókn gegn uppbláestri
og eyðingu, gróðursetningu
nýrra skóga, fegrun þess
lands, sem íslenzkri þjóð var
gefið í árdaga.
HARMLEIKUR
í KONGÓ
T Kongó hefur enn einn
harmleikur gerzt. Ríkis-
stjórn landsins hefur látið
taka af lífi fjóra fyrrverandi
ráðherra, sem hún segir að
hafi haft í undirbúningi upp-
reisn gegn sér.
Fregnir frá Kongó herma
að mikill óhugur sé þar í öll-
um almenningi. Allt frá því
að landið öðlaðist sjálfstæði
hafa staðið þar yfir stöðug
bræðravíg. Hver byltingin
hefur rekið aðra. Aftökur og
morð hafa verið daglegt
brauð.
Enda þótt fagna beri af-
námi nýlenduskipulagsins í
Afríku er það þó augljóst orð-
ið að margar hinna nýfrjálsu
þjóða hafa ekki verið þess
viðbúnar að fá fullt frelsi og
taka stjórn eigin mála að öllu
leyti í eigin hendur. I mörg-
um Afríkulöndum ríkir nú
harðstjórn og kúgun, upp-
lausn og öngþveiti. Er Kongó
eitt þeirra landa sem hafa
orðið harðast úti. Hengingar
hinna fjögra fyrrverandi ráð-
herra á aðaltorginu í Leopold-
ville eru enn eitt sorglegt
dæmi um vanþroska þessarar
nýfrjálsu þjóðar, og þó fyrst
og fremst forráðamanna
hennar. Enginn veit hvað við
tekur á morgun. E.t.v. á það
eftir að verða hlutskipti Mo-
buto hershöfðingja að gista
gálgann eins og þeir keppi-
nautar hans, sem hann nú
hrósar sigri yfir. Skamma
stund verður hönd höggi feg-
in.
Grásleppuveiðin
á Holmavík treg
HÓLMAVÍK, 4. júrví — Raekju
veiði er nú lokið, en grásleppu-
veiöac hafa gengið erfiðlega, vér
ið dræm auk j>ess em tíðin hef-
ur verið óstöðug. Hér hinum
megin við fjörðinn á Drangs-
nesinu hefur verið róið á ínu
og befur veiðzt vel en langt er
í fiskinn héðan, sjö tíma sigling
norður í Drangaskörð. Klaki er
óðum að hverfa úr jörðu og allt
að verða autt, nema í fjöllum,
Þó er enn hvítt norður í Djúpa-
vík. Sauðburður hefur gengið vel
og nýlega er búið að sleppa ein
lembingum.
Kristjá/