Morgunblaðið - 05.06.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.06.1966, Blaðsíða 12
12 MOR.GU NBLAÐIÐ Sunnudagur 5. júní 1966 * Þýzk hústjöld SVEFNTJALD og DAGTJALD; Falleg tjöld og vönduð. Auðveld í uppsetningu. Tvílit: gul og blá. Verðið aðeins kr: 5.850.— Verzlið þar sem hagkvæmast er. PÓSTSENDUM. Laugavegi 13 — Kjörgarði, Laugavegi 59. Til sölu Góð 2ja herb. íbúð við Kleppsveg. 3ja herb. íbúð við Búðargerði. Selst tilbúin undir tréverk. FASTEIGNASALAN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 30 Símar 23987 og 20625. Sjotug í dag: Kristín Benedikts- dótfir, Ijósmóðir FRÚ Kristín Benediktsdóttir, kona Hallgríms Jónssonar, fyrr- verandi hreppstjóra, að Saetúni í Grunnavíkurhreppi á í dag sjötugsafmæli. Hún er fædd og uppalin að Dynjanda í Jökul- fjörðum og bjó þar ásamt manni sinum til ársins 1953, er þau hjón fluttu búferlum út í Grunnavík. Frá Grunnavík fluttust þau síð- an árið 1962 til ísafjarðar og stendur heimili þeirra nú að Miðtúni 19 þar í bæ. Frú Kristín Benediktsdóttir var Ijósmóðir í Grunnavíkur- hreppi í rúm 40 ár og naut í því starfi vinsælda og virðingar. Heimili hennar og manns henn- ar á Dynjanda og Sætúni í Grunnavík voru myndarheimili. Þar ríkti jafnan gestrisni og hlý- hugur hjá þessu drengilega og góða fólki. Kristín og Hallgrímur eiga átta börn á lífi, sem öll eru þróttmikið og myndarlegt fólk. Tvö börn þeirra eru látin. Framkoma frú Kristínar mót- ast jafnan af hógværð en festu. Starfsdagur hennar hefur oft verið langur. Hún hefur unnið mikið og merkilegt lífsstarf. Vinir og kunningjar þessarar merku konu óska henni til ham- SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM Hafnarbíó: SKUGGAR ÞESS LH)NA (The Chalk Garden) Amerísk mynd. Framleiðandi Ross Hunter. Leikstjóri Ron- ald Neame. Byggð á leikriti eftir Enid Bagnold. Höfuðleik endur: Deborah Kerr, Hayley Mills og John Mills. Ung stúlka, Madrigal að nafni (Deborah Kerr), ber að dyrum á gömlu sveitasetri í Suður-tEng- landi í atvinnuleit. Virðuleg ekkjufrú hefur auglýst eftir fóstru fyrir dótturdóttur sína, sem hún hefur tekið að sér að ala upp, en er vægast sagt svo- lítið duttlungafull í hátterni sínu, og hafa víst ýmsar fóstrurn ar gefizt upp á henni, þegar hér er komið sögu. — Nema Madri- gal er ráðin fyrir 12 pund á viku til að annast telpuna. Raunar er þetta engin telpa lengur, 16 ára gömul, en óhemju skap sínum sameinar hún barns ingju með sjötugsafmælið urn leið og þeir þakka henni og heimili hennar allt gott og drengilegt á liðnum tíma. S. Bj. lega duttlúnga og þráa, og hyste iskt hugmyndaflug fulltíða konu. Hún segir hinni nýju fóstru sinni, að hún hafi góða æfingu og lag á að losna við hvimleiðar fóstrur. Öruggasta ráðið er að grafast fyrir leyndarmál þeirra og koma þeim á framfæri við sína góðu ömmu. Eru þær sjald- an settar á langan tíma þar eft- ir. Sumar fóstrurnar verða há- körlunum við ströndina að bráð að sögn Laurel litlu (svo nefnist unga daman, leikin af Hayley Mills). Myndin fjallar svo að miklum hluta um baráttu Laurel til að uppgötva „leyndarmál“ Madri- gal fóstru sinnar, og er sú bar- átta raunar gagnkvæm Madrigal reynir að uppgötva orsakir hegð unar telpunnar. Auk þeirra koma mest við sögu, amman að sjálfsögðu, sem er kona siða- vönd og vanaföst svo og heim- ilisþjónninn og móðir Laurel litlu, sem kemur tvisvar í heim- sókn. Amman er lítt hrifin af heimsóknum dóttur sinnar, því að milli þeirra stendur barátta- um yfirráðarétt yfir Laurel. Sú. gamla hafði tekið Laurel að sér er móðir hennar giftist öðru sinni, þá ekkja eftir föður Laur- el. Fannst henni hún þar með 'bregðast dótturinni. En nú þrá- ir móðirin heitt að fá barn sitt aftur, en amman vill ekki láta það laust. Með yfirgripsmikilli njósna- starfsemi tekst Laurel loks að uppgötva leyndarmál fóstru sinnar. Er þá ekki annað sýnna en þarvistardögum Madrigal sé senn lokið, með ibví að þetta er á margan hátt hinn óttalegasti leyndardómur. Þegar þar er kom ið hafa kviknað hlýjar tilfinn- ingar milli hennar og þjónsins i húsinu, og spinnast þær inn i lokaþátt myndarinnar. Þótt mynd þessi sé ekki efnis- mikil í venjulegri merkingu, þá er furðulegt, hve fast hún held- ur hugum áhorfenda allan tím- ann eða nokkuð á þriðju klukku stund. Góður leikur Hayley Mills í hlutverki telpunnar tel ég að valdi þar miklu um. Er það þó erfitt hlutverk, því að hegðun telpunnar virðist ekki eiga nein ar eðlilegar rætur í fortíðinni, þótt svo sé látið heita, að skort- ur á móðurhlýju hafi spillt skap ferli hennar. — í stað móður- hlýjunnar kemur sérvizkulegt dekur ömmunnar. Trúlegra er að vísu, að það hafi meir ýtt und ir afbrigðileg uppátæki telpunn- ar en móðurhlýjuskorturinn, þar sem dekur er þekkt að því að ala upp steigurlæti í börnum, en uppátæki og hugarheimur telp- unnar sýnist þó of „absurd“ til að helgast af þess konar dekri. Þá fer Madrigal einnig vel, með hlutverk fóstrunnar, og svipað má segja um aðra leik- endur, sem þarna koma fram. Raunar má segja, að gamli dóm- arinn og amman séu freinur „týpur“ en mótaðar þröngri persónusköpun og séu hlutverk þeirra tiltölulega létt. Boðskapur myndarinnar er ó- neitanlega jákvæður, þótt deila *egi tim, hversu vel hann er út- Framhald á bls. 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.