Morgunblaðið - 05.06.1966, Síða 32

Morgunblaðið - 05.06.1966, Síða 32
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað % 125. tbl. — Sunnudagur 5. júní 1966 Langstærsta og íjölbreyttasta blað landsins AEmenrtur bændaf uml ur á Selfossi FJÓRIR bændur á Suðurlandi hafa boðað almennan bænda- fund með sunnlenzkum bændnm á Selfossi eftir helgina. Fundarboðendur eru Guðmund ur Eyjólfsson á Húsatóftum á Skeiðum, Lárus Ágúst Gíslason, hreppstjóri í Miðhúsum í Hvol- hreppi, Pétur Sigurðsson í Aust- urkoti í Hraungerðishreppi í Flóa, og Stefán Jasonarson í Vorsabæ á Skeiðum. Á fundinúm á að ræða verð- lagsmál landbúnaðarins, ekki sizt verð á smjöri og mjóik. Sauðburður gengur vel Geldingarholti, 4. júní. SAUÐBURÐI er nú að ijúka hér og hefur gengið allsæmi- lega. Vorið hefur verið bænd- um þungt vegna gróðurleysis og vorverk miklu seinni en venja er til. óvenju mikill kiaki er í jörðu og ekki er farið að dreifa útlendum áburði enn, þar sem tún eru enn ófær yfirferðar. Mikil gróska í fram- kvæmdum við gistihús Á SÍBIJSTTJ árum hefir orðið mikil framför i gistihúsmálum hér á landi og fjöldi gistirúma meira en tvöfaldast á hálfum áratug. Blaðið sneri sér til Lúð- víks Hjálmtýssonar framkvæmda stjóra Ferðamálaráðs og spurði hann um ástandið í þessum mál- um. í ársbyrjun 1950 voru 5 gisti- hús hér í Reykjavík þ.e. hús sem höfðu yfir að ráða gistiher- bergjum og rétt til gistihúsrekst- urs. Alis voru hér á 155 gisti- herbergi með J66 rúmum. Voru stúdentagarðarnar þá taldir með en þeir eru aðeins reknir sum- armánuðina. f þeim voru 90 her- bergi með 150 rúmum. í dag eru rekin 10 gistihús í Reykjavík og voru stúdentagarð- arnir þá einnig taldir með. Alls eru því 484 herbergi til gisting- ar í höfuðborginni með 849 rúm- um. Aukningin á herbergjum hefir því orðið á þessum tíma 115% og á gistirúmum 132%. Þarna munar að sjálfsögðu mest um stærsta hótel borgarinnar hið nýbyggða Hótel Loftleiðir með 108 herbergjum og 216 rúmum og svo Hótel Sögu með 90 herbergj- um og 150 rúmum. Úti um landsfoyggðina hefir einnig orðið stórkostJeg breyt- ing á gistirúmum með því að skólafoyggingar vorú teknar til „Bagstiarnan44 roteð síld til Boltingarvíkur Bolungavík, 4. júní. DAGSTJARNAN, síldarflutn- jngaskip Einars Guðfinnssonar o. fl., kom hingað í gærkveldi aneð fulifermi síldar að austan eða um 6.500 rnál. Byrjað var að losa skipið nú í morgun. Skipstjóri á Dagstjörnunni er nú Eiríkur Kristófersson, fyrrum ekipherra á vai'ðskipinu Óðni. — Hallur. hótelrekstrar um sumartímann. Til þeirra framkvæmda var var- ið um 9 milljónum króna fyrir atbeina rikisstjómarinnar. Við það fengust 750 rúm og að auki svefnpokarými fyrir 250 manns. Um sumartímann er þá alls í landinu 2681 gistirúm í landinu, þar í skólum og gistihúsum, sem aðeins eru rekin að sumariagi 1262 rúm. Ferðamannastraumur hefur far ið stórlega vaxandi á siðustu ár- um. Frá Iþví árið 1950 og til og með árinu 1965 hefur ferða- mönnum fjölgað um 558,9% að meðaltali á ári. Á einu ári eða milli áranna 1964 og ’65 fjölg- aði ferðamönnum jafn mikið og þeir voru samtals árið 1950. Þeir vom 4383 1950, árið 1955 9107, árið 1960 voru þeir 12806 og 1965' alls 28.879. Samfara þessu er svo því að gjaldeyrir var gefinn frjáls og farið að skila honum til bank- anna urðu stórkostlega auknar gjaldeyristekjur af ferðum út- lendin.ga hér. Árið 1959 voru gjaldeyristekjur alis 3.041.896,52 eða kr. 247,38 pr. ferðamann. — Árið 1965 em tekjurnar hins veg ar 82.107.703,95 eða 2,843,16 pr. ferðamann. Þegar gjaldeyririnn er gefinn frjáls verður stökkið á einu ári úr rúmum 3 millj. upp í 17 milljónir árið 1960. — G ja 1 deyristek ju rnar urðu 25 millj. 1961, 42 millj. 1962, 56 mi-Hj. 1963 og 81 millj. 1964. Me'ð tilkomu Ferðamálasjóðs færist mikið líf í hótelbyggingar víðs vegar um landið. Nú er ver- Framb. á bls. 2 Vætutíð í Húnavatrossýslu Staðarbakka Miðfirði 4. júní — Nú er kominn það mikill gróður hér að fé er að sleppa af túnum. Sauðburður hefur gengið ágætlega. Fé var gefið fram að hvítasunnu, Verið hefur mjög biautt og tún svo blaut að ekki er unnt að bera á. Hins veg- ar em vegir sæmilega góðir. Mikið hefur hlánað upp á síð- kastið, en frost er enn í jörðu og kaki í túnum. — Benedikt. Landbönaöarafuröir hækka í veröi VEGNA visitöluhækkunar 1. júní, sem fól í sér hækkun á kaupgjaldsliö vísitölunnar, hef- ur orðiö veröhækkun á landbún- aðarvörum. Mjólkurlítri í lausu máli kost- ar nú 7,30 kr., í flösku 7,55 kr. og í pappahyrnu 8,05 kr. Rjómi í lausu máli kostar 87,25 kr. hver lítri og 87,60 kr. í flösku. Smjör hækkar ekki. Skyrkilógrammið kostar nú 21,50 kr. 45% mjólkurostur kostar nú 128,80 kr. hvert kílógramm, en ef keypt er heilt stykki kostar hann 107,60 kr. 30% mjólkur- ostur kostar 93,15 kr. hvert kílógramm, en keypt í heilu stykki 80,00 kr. Kilógrammið af mysuosti kostar 51,75 kr. Verðið á dilkaketi er þannig, að kílógrammið af súpuketi kost ar 69,20 kr., hrygg 82,90, læri 105.20 og rifjum (kótelettum) 93.20 kr. Innmatur hækkar ekki. Færeyskur piltur drukknar í höfninni BANASLYS varð í Reykjavík- urhöfn um kl. 2 aðfaranótt Iaug- ardags, er sextán ára piltur frá Hvalbö í Suöurey í Færeyjum, Tummas Jespersen, drukknaöi. Tómas heitinn var á leið um borð í bv. Neptúnus, er hann féll fram af bryggjubrún og niður á milli skips og bryggju. Talið er, að hann hafi slegizt utan í í fallinu, og sökk hann þegar. Færeyingur, sem var f fylgd með Tómasi, klifraði út á bryggjubjálka og hugðist láta sig síga í sjóinn, til þess að bjarga félaga sínum, en hann datt fram af. Varðmaður um borð í togaranum kom á vett- vang, en ekkert sást til Tómas- ar. Náði kafari líki hans upp síðar um nóttina. Lömb drepast úr stíuskjögri Bæ, Höfðaströnd, 4. júní — Hér hefur verið mikill gróandi und- anfarna daga og eru bændur nú í óða önn að bera útlendan áburð á tún. Kalt er þó, ef bJæs af norðan og sums staðar eru skaflar enn á túnum. Sauburð- ur hefur gengið sæmilega en þó hefur borið á því, að lömb hafi drepizt af einhvers konar mátt- leysi, viku til háifs mánaðar gömul. Klaki er ekki farinn úr jörðu og eru menn rétt að byrja að undirbúa kartöflugarða. Eitthvað er þó farið að setja niður fram í Skagafirði. Alveg er dautt f SJÓ og grásleppubátarnir eru hættir vegna afialeysis. Kaupfé- lagið átti að fá 500 tunnur af hrognum, en fékk ekki nema um 200. — Björn Vegna ofangreindar fréttar sneri Mbi. sér til Páls Agnars Framh. á bls. 2 Humarvertíð að byrja HUMARVERTÍÐIN er nú ný- hafin hér í Reykjavík eöa um þaö bil aö hefjast. Bátarnir eru enn ekki allir byrjaöir, en á fimmtudag sl. lönduðu fjórir bát ar hér í Reykjavík. Var reytings afli hjá þeim eða frá 300 kg,- 1200 ég. af slitnum humar. Bát- a-rnir fóru aftur út í fyrrakvöld, og landa væntanlega aftur á morgun. Frystihúsin hafa því enn sem komið er ekki tekið á móti mikl um humar til vinnslu. ísbjörn- inn hefur t.d. aðeins tekið á móti humar frá einum bát, sem lagt hefur upp í Þorlákshófn. Hefur hann verið með 600 og 800 kg. Lítið hefur borizt af humar til frystihús SÍS á Kirkju sandi ennþá, en þar munu leggja upp sex bátar í sumar. Eru þeir nú að búa sig undir að fara af stað. Aðeins einn bátur hefúr lagt upp í frystihúsi Júpiters og Marz að Kirkjusandi, en afiinn verið tregur. Enn er óákveðið hve margir bátar,munu Jeggja upp hjá Sæns-íslenzka frysti- húsinu, enda verkun á humar vart hafin þar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.