Morgunblaðið - 05.06.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.06.1966, Blaðsíða 3
SunnuðagöT 5. J&ní 1966 Séra Jón Auðuns, áómpróf^ Andvökunætur FYHIBUTliNN sannleikur heíir oftar átt athvarf í hreysi en höll. I>að voru fiskimenn við Galíleu- vatnið, sem fyrstir veittu Jesú fylgd. Hessvegna er myndin 1 óvænt, sem guðspjall þessa eunnudags geymir: Einn af ráðherrum Gyðinga, Nikodemus, liggur svefnlaus á beði. Hví fær hann ekki sofið? Hverjar áhyggjur svipta ráð- herrann næturró og náðum? Frá ríkmannlegu kveldborði hafði hann gengið í svefnhús sitt til sængur. En nú er sál hans hungruð. Hann býr við metorð og völd. En þau svala ekki þeim þorsta, sem banna honum svefn. Hungrið sverfur að honum um •vefnlausa nótt. borstinn kvelur hann og veldur honum andvöku. „En gleymskunnar hnoss ei hlotið fær neitt hjarta, sem gleymsku þráir" (E. Ben.), í>að getur orðið þungbært hlutskipti að þrá gleymsku en mega ekki gleyma. En þó eru vissir hlutir, sem gæfa er að geta ekki gleymt, hversu fegin sem við vildum. Nikodemusi er bannað að gleyma. Honum fylgir mynd, sem leitar á hann fastar og fastar. Hann vill ekki muna, en getur ekki gleymt. >ar sem hann liggur andvaka og starir út í næturhúmið, sér hann mynd af ungum manni. Þessi mynd hefir fylgt honum um skeið. Hún verður áleitnust við hann í næt- MURGUNULAOIV urkyrrðinni. Þótt hann bæli sig og loki augum, sér hann mynd- ina skýrt. Hann dregur tjöldin þétt fyrir rekkjuna, en í myrkr- inu er myndin hjá honum, — mynd þessa ógleymanlega manns. Loks rís hann á fætur. Hann fer einn saman út'í myrkrið um miðja nótt og leitar á fund Jesú. Sagan greinir ekki, hvort Jesús vakir eða sefur, þegar Nikodemus ber að dyrum hans. En þeir eiga tal saman lengi nætur. Þekkir þú mynd þessa undur- vandamála, sem liðinn dagur entist þér ekki til að leysa? Er það kvíði fyrir komandi degi, sem hin kolbrýnda nótt er að kvelja þig með,? Er það þorsti eftir nautnum, sem þér tókst ekki að svala? Eru það von- brigði, sem þú varzt fyrir í starfi þinu? Eru það metnaðardraum- ar, sem gátu ekki rætzt? Eða er það guil, sem ekki kom? Hvað veldur þínum andvöku- nóttum? Vitjar hún þín aldrei í nætur- kyrrðinni myndin, sem varnaði ráðherranum, Nikodemusi, svefns? Það var þorstinn ****** sálar- samlega manns? Hefir hún nokk- frjði, sem vgtaaðiíWlbm svefns urntíma leitað svo fast á þig, að og Jjamr á fund Jesú. þú hafir ekki getað sofið? Hvað veldur andvökunóttunj, þinum? * Eru það myndir hins JjfSBa, sem þér er meinað að jjteýma, myndir sem minningijj feeymir en koma að næturlMÍ og vitja þín en eru harla ovelkomnir gestir? Eru það áöyggjur vegna N&ð þráum öll þann frið. Og ajjSTmshjartað er órólegt, meðan íað finnur hann ekki. Sér þú hvergi dæmi þess? Sérðu ekki rótleysi þinnar samtíðar, eirðarleysið, sem mitt í velgengni, sem fyrri kynslóðir þekktu ekki, þjáir nútimamann- inn? Sérðu ekki hina hamslausu sókn eftir nautnum, hungrið eftir meiri og meiri hraða, þetta marklausa fálm eftir lélegut hávaðaglamri í stað kyrrlátart og dýpri listar? Maðurinn leitar inn í hávað-* ann til að gleyma því, að hann. þráir kyrrðina“, — segir austur-* lenzkt spakmæli. Þetta eirðarleysi, þessa flökt- andi leit að fánýtum stundar- nautnum, þessa síæstu sókn eft- ir einskisverðum hávaða og hraða, — þú sér þetta allt hjá öðrum, en er ekki eitthvað af þessu öllu til í eigin barmi þin- ■ ? þetta, sem veldur and- vökunóttum þínum? Verður þú aldrei andvaka af sömu ástæð-* um og Nikodemus? Slík andvökunótt er náðar- gjöf, því að hún knýr þig inn á leiðir, sem innsta þráin bendir mannshjartanu til. Hún bendir á veginn, sem liggur til sálarfrið- ar. Á þeim vegi bíður þín mynd? in, sem forðum varnaði Niko- demusi svefns. i — Loftleiöir Framhald af bls. 1. nemur á árinu 1966 skv. áætluðu magni 'kr. 16.427.976,00. Sé hinum ©pinberu gjöldum deilt niður á eamanlagt magn þotueldsneytis ©g flugbenzíns, fæst upphæð opin foerra gjalda á magneiningu, sem er sem hér segi-r: Eldsneytiskaup 1965, 68,32 aurar pr. Itr., eids- ixeytiskaup 1966, áætlað 67,77 aurar pr. ltr. Til samaniburðar þessum tölum eru tekin upp hér að neðan óendurkræf opinber gjöld, eins og þau eru á flugvöll- um í nágrannalöndunum: Dan- mörk, flugvallarskattur d.kr. 1,40 pr. 100 ltr., 8,82 aurar pr. Itr., Finnland engin, Þýzkaland, einka ’leyfisgjald 5,40 aurar pr. itr., Holland, flugvallarskatJtur 2,98 | aurar pr. ltr., Noregur, flugvallar | skattur 18,08 aurar pr. Itr., Sví- þjóð flugvallarskattur 16,53 aur- ar pr. ltr., Bretland, L/uxemfoourg, Belgía, engin. Rétt er að geta þess, að í Finnlandi, Hollandi, Bretlandi, Luxemfoourg og Belg- íu eru reiknaðir tollar og skatt- ar á flugvélaeldsrieyti til sölu í innanlandsflugi, en þessi gjöld eru að fullu undanþæg í sam- foandi við sölu til flugvéla í milli landaflugi. Ég gat um það, -að af foenzíni og olíum keyptum í Keflavík greiðir félagið kr. 15 —20 milljónir í tolla og opiriber gjöld, en auk þess er reiknaður toliur af allri flugfragt, sem foein línis háir vöruflutningum í lofti foingað til londs. Síkir flutning- ar hafa aukizt til jafnaðar á heimsmarkaðinum um 30—40 af hundraði síðustu árin. Frá árinu 1960 hefur heimildargrein staðið 1 fjárlögum um lækkun slíks tolls, en einhvern veginn hefur þetta vafizt fyrir þeim, sem um foafa átt að fjalla og heimildin foefur enn ekki kornið til fram- kvæmda. Okkur er tjáð að nú standi aðeins á húsnæði fyrir toll- geymshi vegna flugfluttrar vöru, en von sé til að slíkt húsnæði fáist foráðlega og komi heimildin þá til framkvæmda. óvíst er hins vegar um af hve miklum hluta flugfarmgjalds tollur verður reiknaður, enda verður engu um það spáð. Skipafélögin hafa stað- ið gegn slíkri lækkun en gert það af skammsýni, þar sem þau hefðu átt að geta dregið skyn- samlegar ályktanir af reynslu annarra þjóða, sem búið hafa við frjálsræði í þessu efni. Auk allra ofantalinna greiðslna foafa Loftleiðir greitt í útsvar og 6katta yfir 40 milljónir króna síðustu 2 árin, en veitt mörg hundruð manns vinnu, sem einn- ig hafa greitt sin gjöld. Sýnist fé- lagið þá ekki vera ómagi á þjóð- aifoúinu, enda ekki foakað þvi áfoyrgðir né aðrar fjárskuldbind ingar vegna fl-ugvélakaupa né rekstrarins". Þá ræddi hann um erfiðleika á fariþegaflutningi foæði innan- foæjar og milli Reykjavíkur og Keflavíkur, en flutninga þessa taldi hana aojöv knstnaAancams. Um þetta sagði hann að lokum: „Þótt virðingarverðar fram- '•Kíemdir hins opinefora komi LdWeiðum að engum notun» bili, hT^Perr að reka að því a festa myndist í flugmólunum þannig að hvert skref miði að ákveðnu marki, en allt verður ekki gert í einu. Byggingar nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli er aðkall- andi og toygging fullnægjandi varaflugvallar á Norðurlandi enn frekar — væntanlega í Aðal- dalshrauni, þar sem flugtoraut hefur þegar verið gerð fullnægj- andi fyrir innanlandsflugið. Hvort tveggja þetta eru viðráðan leg verkefni, en enginn óeka- draumur sem ekki getur ræzt, en valdið getur vonforigðum 'þeirra, sem þar hafa hagsmuna að gæta og fengið hafa slíka drauma á sinnið. En algjörir sérhagsmunir verða að víkja fyrir almannahag, og tryggja foer öllu öðru frekar öryggi í f-lugi með fullnægjandi skilyrðum á flugvöllum ©g í flugþjónustunni að öðm leyti“. Hann ræddi um kaup- og kjara samninga, sem hann kvað nú hafa tekizt farsællega. Þá ræddi hann um ýmsar framkvæmdir, sem gerðar hafa verið og aðrar, sem úrlausnar foíða, og þakkaði meðstjórnendum og starfsmönn- um öllum ánægjulegt samstarf. Fluttir rúmlega 140 þús. farþegar. Næst talaði framkvæmdastjóri félagsins, Alfreð Elíasson. Hann mælti m.a. á þessa leið: „Vetraráætlun Loftleiða árið 1965, gilti fyrst frá 1. janúar til 31. marz, en seinni hlutinn frá 1. nóvemefor til 31. désemebr. Sumaráætlunin var einnig tví- skipt frá 1. apríl til 16. maí ,eri síðan 17. maí til 31. október. — RR-400 flugvélarnar flugu 303 ferðir í áætlunarflugi fram og til baka Ísland-Evrópa og 377 ferðir Island-Bandaríkin. DC-6 vélarn- ar flugu 395 ferðir Ísland-Evrópa og 146 ferðir Ísland-Bandarikin fram og til foaka, en auk þessa voru farnar 8 RR-400 í leigu- flugi og 126 DC-6 ferðir. Þetta flug tók 17671 klst.. en þar að auki tók félagið á leigu erlend- ar flugvélar í 1076 klst. f fyrr- nefndum flugtíma er innifalið þjálfunarflxig, svokallað ferju- flug, reynsluflug o.fl. í óætlunar og leiguflugum var nýting vél- anna tæpir 9 tímar á sólarhring, en talsvert lægri ef með er reikn aður sá tími sem vélarnar voru frá vegna þjálfunar og annarra aðgerða. í áætlunar og aukaflugum voru fluttir 131,046 arðbœrir fariþegar eða 30,1% fleiri en árið 1964. í leiguflugum voru 10,005 farþegar eða samtals 141,051 farþegi sem er 37,7% fleiri en árið áður. Samtals voru flutt 343 tonn af fragt sem er 36,4% aukning frá árinu áður. Flutt voru 146,4 tonn srf pósti en það er 6,8% minna en árið 1964. Það virðast rwUrkrSU- sveifkw í pÓetflutll ingum ár frá ári. Til dæmis var aukning frá 1963, miðað við 1964, um 37,7%. Þess ber þó að gœta að tekjur af pósti jukust um 2,4 Rjónir á tíimabilinu. ®íognir voru 8.615.024 km. árið 1965, og nemur aukningin 13% frá árinu óður. Framboðnir sætakílómetrar vöru rúmir þúsund milljónir (1.073.383.613). Nýttir voru 811.798.830 eða 76,6%. Þetta má teljast góð nýting miðað við önn ur flugfélög. Þó skal játað að sætanýting Loftleiða hefur verið foetri áður. í sambandi við áætlunarflug félagsins, skal þess getið að flogið var til sömu foorga og undanfarin áor. þar sem félagið hefur ekki talið tímabært að framlengja eða breyta flugleið- um. Það hefur mikinn kostnað í för með sér sem þarf að at- fouga mjög vel áður en slí'k á- kvörðun er tekin. í árslok 1965 voru starfsmenn félagsins við flugrekstur 778 (ekki byggingarmenn). Skiptust þeir þannig á stöðvar félagsins: Reykjavík 344 — Keflavík 185 — New York og Chicago 145 — Hamborg og Frankfurt 24 — Kaupmannahöfn 13 — Luxem- borg 43 — London 10 — Glasigow 6 — París 8 — Samtals 778. Félagið skilaði bönkunum á árinu gjaldeyri sem nemur 237 milljónum króna, auk þess sem !það greiddi af gjaldeyristekjum 86 milljónir króna sem afborg- anir af flugvélum og varahlut- um. Ég vil geta um nokkur atriði sem framkvæmd voru á s.l. ári. Ber þá fyrst að nefna kaupa á RR-400 flugvélunum tveim til viðbótar þeim tveim sem félagið hafði fest kiaup á áður. Þá var ákveðið að lenigja allar fjórar vélarnar svo að farþegaaukning- in nemur 29 í hverri véL Þrátt fyrir að þessar vélar hafa verið mjög hagkvæmar í rekstri, var stækkunin nauðsynleg til að vega á móti þeim gífurlega kostn aði hér á landi sem átt hefur sér stað. Aðstaða Loftleiða í samkeppn- inni við önnur flugfélög er mjög ójöfn. Fargjöld okkar eru að jafnaði 20% lægri, en flest út- gjöld imun hærri og má þar nefna að Loftleiðir þarf að greiða toll af flestum tækjum hérlendis. Tollar og s'kattar af foenzíni og olíum éru hér miklu hærri en í öðrum löndum. Telst okkur til að mismunurinn hér og í New York sé um 78%, 18 milljónir 1966. Þá eru vinnulaun íslenzkra flugliða og annarra starfsmanna eins há og hærri en erlendis gerist. Hluthöfum er kunnugt um hótetbyggingu félagsins hér í Reykjavík, sem er nauðsynleg til að auka farþegaflutninga til landsins. Endanlegur kostnaður er ekki fyrir hendi þar sem ver- ið er að leggja síðustu hönd á foygginguna þó að hótelið hafi verið tekið í notkun fyrir rúm- um mánuði síðan. Árið 1964, dvöldu hér 2042 svonefndir „SOP“-farþegar á veg um félagsins en 1965 voru þeir 4658 og nemur sú aukning 128%. Þessir farþegar gistu allir Hótel Sögu en þar var herbergjarými mjög takmarkað. Fyrsta mánuð- inn sem Hótel Loftleiðir var op- ið, þ.e. maí, gistu 1029 „SOP“- farþegar en þeir voru 31.2% af öllum gestum hótelsins. Þetta bendir ákveðið tíl að stefna félagsins í þessum málum hefir verið rétt. 1 Frankfurt og Luxemfoorg var tekið á leigu aukið skrifstofu- húsnæði, vegna stóraukins rekst urs á foáðum þessum stöðum. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs hefur félagið flutt 29.716 far- þega, eða 10.2% fleiri en í fyrra. Hinsvegar hefir farþegum í leiguflugum fækkað, en samtals hefir farþegaaukning orðið 5.9% á þessu tímabili. Vöru- og póstflutningar hafa einnig aukizt og vona ég að af- koma ársins sem nú er að líða verði ekki verri en undanfar- inna ára. Ég vil svo að endingu þakka starfsmönnum þeirra framlag til félagsins en eindreg- ið vara við að spenna toogann of hátt í kaup- og kjarakröfum því takmörk eru fyrir þeim kostn- aðarhækkunum sem hægt er að bæta á félagið og ef til verk- falla kemur, vil ég ekki spá úm hverjar afleiðingar þau kunna að hafa.“ Veltuaukning 32.8% Þá tók til móls varaformaður félagsstjórnarinnar, Sigurður Helgason. Hann las niðurstöður reikninga ársins 1965. Heildar- velta félagsins varð rúmar 781 milljónir króna og sagði hann: „Veltuaukning á síðasta ári hefur numið rúmlega 32.8% eða úr 588 milljónuim króna í 781 milljón króna. Veltan eykst stöðugt ár frá ári, og má gera ráð fyrir allt að 20% aukningu á yfirstandandi ári. Er þá ekki langt ófarið í billjón króna veltu með svipuðu áframhaldi. Reksturshagnaður varð 1.602. 252 krónur, og er það allmiklu minni upphæð en s.l. ár. Munar þar mestu, að afskriftir á flug- vélum og öðrum eignum félagsins hafa aukizt úr kr. 84.400.000 í kr. 121.124.000 krónur. Vaxta- byrgði hefur einnig aukizt all- verulega, eða úr kr. 8.018.000 í kr. 26.724.000. og er hér svo að segja eingöngu um vexti tU Canadair að ræða vegna lána þess félags í sambandi við kaup- in á RR-400 flugvélum félags- íns“. ! - Niðurstöðutölur á efnahagsreikr* ingi eru kr. 942 milljónir. Vara-i sjóður er rúmar 31 milljónir og« höfuðstólsreikningur um 5]j milljón. Sigurður sagði: „Stjórn félagsins hefur ákveð-i ið að selja í haust a.m.k. tvær, af DC-6B flugvélum Loftleiða, ásamt varahlutum. Fari svo sem. stjórnin vonast til, að RR-400 fá| leyfi til að fljúga til Norður-i landa, verða allar DC-6B ílug-i vélar félagsins seldar. Er von-i azt til, að söluverð allra vélannai verði á milli 50—60 milljónú; króna. Eins og áður var getið hafa afi skriftir á RR-400 flugvélum ©g varahlutum aukizt verulega á s.l. árL Til fróðleiks um afskrift- ir af flugvélum félagsins má geta þess, að á þeim sjö árum sem félagið hefur átt DG-6B flugvélamar, hafa heildaraf- skriftir af þeim flugvélum ©g varahlutum numið alls kr. 134.336.000.—. Til samanburðar er það, aS afskriftir af RR-400 flugvélura v og varahlutum þau tæp tvö ár, sem þær flugvélar hafa veriS reknar, nema þegar alls kr. 168.293.000.—. Eins og fundarmönnum er kunnugt á félagið nú fjórar RR- 4000 flugvéíar, og eru heildar- skuldbindingar vegna kaupa á þeim flugvélum nú um kr. 787 milljónir. Það má því vel ganga áfram, ef félagið á að verða fært um að standa við skuldbindingar sínar gagnvart erlendum lánar- drottnum“. Að lokinni samþykkt reikn- inga var stjórnin endurkjörin, en hana skipa: Kristján Guðlaugs- son, Alfreð Elíasson, Éinar Árnason, Kristinri Olsen og Sig-- urður Helgason. Varastjórn og endurskoðend- ur eru hinir sömu og áður. Samþykkt var tillaga um út- gáfu jöfnunarhlutabréfa, og er sennilegt að hlutaféð verði auk- ið á þann hátt úr 4 milljónum í 12 milljónir króna. Þá var sam þykkt að greiða hluthöfuim 15% arð. Þá var samþykkt að fela stjórninni að kanna hugsanlegar leiðir til að starfslið félagsins verði í ríkara mæli virkari þátt- tákendur í rekstri félagsins, með því að tengja starfsliðið bein- um hagsmunum félagsins á einn eða annan hátt. Margir tóku til máls og var** stjórninni að lokum þökkuð far- sæl og örugg forysta í málefn- um félagsins. Sumarferð Varðar SUMARFERD Landsmálafélags- ins Varðar verður farin sunnu- daginn 3. júlí n.k. Að þessu sinni verður farin Eyjafjallaferð. Nánar auglýst síðar. Ferðanefndia.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.