Morgunblaðið - 05.06.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.06.1966, Blaðsíða 5
Sunnuctagur 5. júní 1966 MORCUNBLAÐIÐ 5 i ÚR ÖLLUM ÁTTUM SKEMMDARVERK voru unninn á uppeldiskerum í Laxalóni í Mosfellssveit sl. sunnudagskvöld, og þúsundir laxaseiða drepin, eins og skýrt hefur verið frá áður hér í blaðinu. Eigendur þess- ara seiða, sem drepin voru, er fyrirtækið Látravík h.f., en á Nokkur hinna dauðu seiða í einni þrónnL „Munum halda ótrauðir áfram ræktuninni" segir Jón Sveinssm? einn af forstöðumönnum Látravíkur hf. sem átti seiðin er drepin voru bak við það standa um 130 manns, allt áhugamenn um stangaveiðar og laxa- og sil- ungarækt, og Skúli Pálsson, sem býr að Laxalóni. Mun tjónið af skemmdarverkunum skipta nokkrum hundruðu þúsunda króna. Til þess að fá nánari fregnir af þessum skemmdarverkum sneri Mbl. sér til Jóns Sveins sonar, sem er einn af forstöðu mönnum Látravíkur h.f. og rabbaði við hann stutta stund um þessa uppeldisstöð. Hann kvað Látravík h.f. hafa verið stofnað á sl. hausti, og væri fyrirmyndin að fyrirtækinu fengin frá Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefði stíflað Lár- ósinn,skamt frá Grafamesi og fengið þar ferksvatnsuppi- stöðu, sem væri að flatarmáli 195—60 hektarar að stærð. Jón sagði ennfremur, að fyrst um sinn væri aðeins ætlunin að sleppa niðurgöngu seiðum þeim, sem ræktuð hefðu verið að Laxalóni, í lón ið og láta þau ganga þar til sjávar, og myndi þeim verða sleppt í dag, en þau verða flutt vestur með þyrlu. En síð an væri í ráði, þega'r fram liðu stundir, að hafa þarna eldis- stöðvar og jafnframt yrði leyfð stangaveiði í lóninu. Þetta væri nýjung hér á landi að fylgzt væri svo nákvæm- lega með uppeldi laxa- og sil- ungaseiða, en slíkt hefði gefið mjög góða raun erlendis. sem unnin voru á uppeldis- stöðinni sagði Jón, að þar hefðu farið forgörðum um 28 þúsund niðurgönguseiði, sem voru um 1 % árs gömul, og frá 8—17 sm að stærð. Væri sölu verð þessara seiða um 400 þúsund krónur, en hvað tím- ann, sem glataðist af þessu, snerti, væri tjónið óbætanlegt. Jón sagði ennfremur, að í vor hefði verið samtals milli 4—500 þúsund laxa og silunga seiði í stöðinni, og þar af um 100 þúsund af þessari stærð. Væri nú eftir um 60 þúsund seiði af þessari stærð, því að það hefði verið lán í óláni að einni viku áður en skemmd- arverkin voru unnin, hefði verið flutt vestur 12.200 seiði. — En þrátt yrir þetta tjón sem við í Látravík h.f. og Skúli Pálsson höfum orðið fyrir, höfum við ekki í hyggju að leggja árar í bát, heldur halda áfram ótrauðir, sagði Jón. Við ætlum að reyna að fá meira af hrognum í haust og vinna upp tjónið og tafirnar. Þetta er ennþá á byrjunar- stigi hjá okkur, en við erum vongóðir um árangurinn. Varðandi skemmdarverkin Loftmynd frá Lárósi I Grundarfirði, þar sem seiðunum sem eftir eru verður sleppt. f dag verða t.d. flutt þangað 3—4 þúsund seiði með þyrlu. Til sölu m. a. Verzlunarhúsnæði við Hverfisgötu. Einbýlishús í Kópavogi. Allar stærðir af íbúðum í smíðum. Höfum kaupanda að 4ra —5 herb. góðri íbúð. Mikil útborgun. FASTEIGNASALAN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 3« Símar 23987 og 20625. Bæjarstjórastaða Bæjarstjórn Vestmannaeyja auglýsir hér með lausa til umsóknar stöðu bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Umsóknir ásamt uppL um menntun og fyrri störf, svo og kaup- kröfur sendist bæjarráði fyrir 20. þ.m. Bæjarstjórn Vestmannaeyja. Síldarstúlkur Viljum ráða nokkrar góðar síldarstúlkur á söltunar stöðvarnar Borgir á Seyðisfirði og Raufarhöfn. Stúlkurnar eiga kost á að verða fluttar milli stað- anna, ef þær óska. Kauptrygging og ferðakostnaður greiddur. Hafið samband við okkur strax í síma 2-38-97 (kl. 5—8). Borgir hf. Jón Þ. Árnason, sími 3-27-99. S I N U S - talkerfi heimsþekkt fyrir gæði. Árs ábyrgð. Orugg þjónusta. Margra ára reynsla- hérlendis. Leitið tæknilegra upplýsinga hjá sérfræðingum okkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.