Morgunblaðið - 05.06.1966, Blaðsíða 4
41
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 5. júní 1906
Bí LALEICAN
FERÐ
Daggjald kr. 400.
Kr. 3,50 per km.
SfAff 34406
SENDUM
LITLA
bíloleigon
Ingólfsötræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Sími 14970
ðt*C
(V
RAUÐARÁRSTÍG 31
SÍMI 220 22
Volkswagen 1965 og ’66.
33924
BIFREIBALEICAK
VEGFERÐ
Grettisgötu 10.
Sími 14113.
IMAGINiUSAR
skipholti21 símar21190
eftir lokun srmi 40381
FJdLVIRKAR SKURÐGRdFUR
I
ÁVALT TIL REIÐU.
Sími: 40450
Hópferðabilar
allar stærðir
GirViR
Simi 37400 og 34307.
SKÚLI J. PÁLMASON
héraðsdómslögmaður
Sambandshúsinu, Sölvhólsg. 4.
Simar 12343 og 23338.
B O S C H
Flautur
6 volt, 12 volt, 24 volt.
Brœðurnir Ormsson
Lágmúla 9. — Simi 38820.
„í>að verða þrengsli í sunnu-
dagsblaðinu. Hafðu Velvak-
anda í stytzta lagi“, var sagt
við mig í gaer — og þessvegna
ætla ég að láta þessi þrjú bréf
nægja.
Bændahöllin
Ragnar Ásgeirsson skrif-
ar:
„Bændahöllin, hið talsvert
umdeilda hús bændasamtak-
anna í landinu, hefur nú verið
í notkun um nær tveggja ára
skeið og skrifstofur samtak-
anna verið þar við hin beztu
skiiyrði. Umhverfi hallarinnar
hefur verið lagfært, götur »g
bílastæði í góðu lagi og gras-
blettir í kring setja fallegan
svip á. Þó vantar enn eitt á
að þar sé allt í sómanum. Ekki
mun það vera sök húseigenda,
heldur borgaryfirvaldanna.
Það er hið grýtta moldarflag,
með viðeigandi flöskubrotu’n,
norðan við bændahöllina, á
milli hennar og benzínstöðvar
Skeljungs sem enn óprýðir um
hverfi hússins — og þar með
borgarhluta. Má það undur
heita að réttir aðilar, borgar-
yfirvöldin, skuli ekki enn hafa
veitt þessu eftirtekt og bætt
úr því, látið hreinsa grjótið
og glerbrotin burt, bætt gróð-
urmold á og látið síðan þekja
blettinn. í>á eru þar einnig
nokkrar gangstéttarhellur sem
risið hafa á rönd, rétt eins og
af undrun yfir seinlæti þeirra,
sem ber að lagfæra þetta.
Að og frá Bændahöllinni er
stöðugur straumur innlends og
erlends fólks og á þessu sumri
verður haldinn þar aðalfundur
norrænna bændasamtaka. Þar
mæta talsvert á annað hundr-
að fulltrúa og flestir þeirra
munu búa á Hótel Sögu. Færi
vel á að þessi óræktarblettur
umhverfisins þar yrði lagfærð
ur fyrir þann tíma er sá funá-
ur byrjar.
Er þeirri beiðni hér með skot
ið — allra auðmjúklegast — til
réttra aðila.
En úr því ég nú tok mér
penna í hönd til að benda á
þetta, get ég ekki stilU mig
um að nefna annað, sem mér
finnst vera til lítils sóma fyrir
höfuðborgina. Það í hjartastað
borgarinnar, svæðið milli Aust
urvallar og Aðalstrætis, sem
áður nefndust „Apótekara- og
Bæjarfógetagarðar“ og voru til
prýðis og fyrirmyndar á með-
an Reykjavik var lítill bær.
Þar er raunar um gamlan
kirkjugarð að ræða, þar sem
fjöldi fólks er jarðsett. Bæjar-
yfirvöldum og umráðamönnum
Apótekaragarðsins, Póst- og
símamálastjórninni? hefur nú
þótt bezt við eiga að gera hann
að bílaplani, þar sem bílastæð-
in eru afmörkuð með gömlum,
fúnum símastaurum sem alls
konar rusl safnast að, en á
vegg Landsímahússins hafa
unglingar krotað nöfn, stórum
stöfum og óviðgerður er sá
hluti veggjarins sem Apótekið
var rifið frá.
Bæjarfógetagarðurinn er illa
kominn vegna umhirðuleysis,
ég hef ekki orðið var við að
þar hafi verið unnið handnak
síðan í fyrrasumar til snyrting
ar. Þetta svæði, sem ég hef
gert hér að umræðuefni, sting-
ur mjög í stúf við Austurvöll,
sem nýtur góðrar umhirðu, og
því verður niðurlæging gömiu
garðanna enn meiri og átakan-
legri og gömlu húsin í baksýn
— að Landsímastöðinni með-
talinni minna helzt á bakhlið
húsa í fátækrahverfuih.
Þetta er ræfilsskapur, sém
réttir aðilar eru skyldir að
bæta úr, fyrst og fremst vegna
okkar sjálfra, en einnig vegna
hins ört vaxandi ferðamanna-
straums hingað frá öðrum lönd
um, og allir leggja leið sína um
miðhluta borgarinnar.
Ragnar Ásgeirsson,
ráðunautur.“
'Ar Vill fá að kjósa
Seyðfirðingur skrifar:
„í dálki Velvakanda þann 18.
maí, átti ég litla fyrirspurn til
biskups og kirkjumálaráðherra
viðvíkjandi prestsembættinu
hér á Seyðisfirði. Skömmu síð-
ar (28. maí) finnur Velvakandi
götuauglýsingum sóknamefnd-
ar á eftirfarandi hátt: „Tilkynn
ing frá sóknarnefnd. Biskupinn
yfir fslandi hefir beðið sóknar-
nefnd að tilkynna að Heiinir
Steinsson hefir verið settur
prestur í Seyðisfjarðarpresta-
kalli frá 1. júní 1966. Sóknar-
nefnd." Af hverju var presta-
kallið ekki auglýst í vor eins
og önnur laus prestaköll?
Hvers eiga Seyðfirðingar aS
gjalda að fá ekki að velja sér
prest eins og aðrir? Hvað segir
prestastéttin um slíkar ráðstaf-
anir?
— SeySfirðingur.
tAt Fiskverðið
Lesandi skrifar:
„f tilefni Velvakandagreinar
í Morguniblaðinu nú fyrir
stuttu þar sem „L“ ræðir um
fiskverðið og þann mikla mun,
sem er á verðinu til útvegs-
manna og sjómanna og þvl
verði, sem neytendur verða a5
greiða, þá er þessi gífurlegi
verðmunur reiknaður út og
sýndur í %, til athugunar, fróð
Verð til Verð til Dreyf-
útv.- og neytenda arkostn-
sjóm. aður
Ýsa stór, A-fl. slægð m/haus pr. kg. pr. kg. %
5.18 12.00 130%
Ýsa stór, B-fl. slægð m/haus 4.47 12.00 160%
Ýsa smá, A-fl. slægð m/haus 4.40 12.00 180%
Ýsa smá, B-fl. slægð m/haus 3.80 12.00 210%
Ýsuflök 28.00 500%
Þorskur stór, A-ifl. slægður m/h 4.67 10.00 110%
Þorakur stór, B-fl. slægður m/h 4.03 10.00 140%
Þ-orskur smár A-fl slægður m/h 3.97 10.00 150%
Þorskur smár B-fl slægður m/h 3.43 10.00 190%
Þorskflök 24.00 500%
Steinibítur 3.74 16.00-20.00 330-430%
að við þá embættismenn, sem
teldu sig ekki þurfa að svara
fyrirspurnum í dálkum hans,
sem að kurteislega væri til
þeirra beint. Telur hann það
leiðan misskilning hjá þeitn.
Skylt er að geta þess, að herra
biskupinn hefir svarað með
leiks og lærdóms fyrir neyt-
endur:
Þegar verðið á ýsu- og þorsk
flökum er athugað, ætti neyt-
endum að verða ljóst, hver er
ástæðan fyrir því að óflökuð
ýsa og þorskur er að mestu
horfinn úr fiskbúðunum."
íbúðir til sölu
Mjög glæsileg 4ra herbergja hæð í Heimunum.
Hér er um sérstaklega vandaða íbúð að ræða.
Upplýsingar í símum 18105 og utan skrifstofutíma
í síma 36714.
FASTEIGNIR og FISKISKIP,
Hafnarstræti 22.
LEÐURJAKKAR
RÚSKINNSJAKKAl.
fyrir herra
fyrir drengi
Verð frá kr. 1690,00
VIÐGIRDIR
LEÐURVERKSTÆÐI
ÚLFARS ATLAS0NAR
Bröttugötu 3 B
Sími 24678,
Hjúkrunarkonur
Hjúkrunarkonur óskast að Borgarspítalanum í
HeilsUverndarstöðinni í Reykjavík, til afleysinga
í sumarfríum.
Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan í síma 22413.
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.
Bifreiáaeigendur á Austurlandi
Ljósastillingar á vegum Félags íslenzkra bifreiða-
eigenda verða framkvæmdar á Reyðarfirði laugar-
daginn 4. júní og sunnudaginn 5. júní, Egilsstöðum
mánudaginn 6. júní, Tunguhaga þriðjadaginn 7.
júní og Seyðisfirði miðvikudaginn 8. júní.
Einnig er ráðgert að fara til Breiðdalsvíkur ef
mögulegt reynist.
Félagsmenn í F.Í.B. fá 20% afslátt frá ljósastill-
irigagjaldi gegn framvísun félagsskírteinis. Þeir
sem ætla að láta stilla ljós bifreiða sinna eru beðnir
um að hafa samband við umboðsmenn félagsins
á viðkomandi stöðum.
Félag íslenzkra bifreiðaeigenda.