Morgunblaðið - 05.06.1966, Side 28
28
MORGUNBLADIB
Sunnudagur 5. júní 1968
Mary Raymond:
STÚLKA
MEÐ
CRÍMU
Þurreygð og með velgju, starði
ég á myndina mína í speglinum,
þvoði svo kafrjótt andlitið og
setti á mig svolítinn varalit.
Ég kvekti mér í vindlingi og
reyndi að róa sjálfa mig og gekls
svo um gólfið púandi eins og
vitlaus maður.
Og ég var líka vitlaus. Ég
var alveg viss um það með
sjálfri mér, að ég væri að brjál-
ast, eins og fólk verður, þegar
það villist í eyðimörk eða skolar
upp á eyðieyju í úthafinu. Ég
var í einhverju völundarhúsi, í
þoku, lesandi bók á framandi
máli, sem ég skildi ekki nema
til hálfs.
Ég hataði Steve Gerard. Hann
hafði svipt mig öllum viljakrafti
og sjálfsvirðingu. Mér sárnaði að
þurfa að viðurkenna þetta, en
mig hafði langað, að hann héldi
áfram að kyssa mig. En ég heimt
aði meira af honum. Ég heimt-
aði ást og aðdáun. En ég vildi
jafnframt særa hann og fá hann
til að fyrirlíta sjálfan sig.
Ég drap í vindlingnum. Ég
ætlaði ekki að híma í fýlu í her-
berginu mínu eins og krakki. Nú
kæmi Yves Renier á hverri mín-
útu. Ég varð að taka mig sam-
an og haga mér eins og mann-
eskja með viti.
Ég fór úr herberginu mínu og
niður aftur. Enginn var í garð-
salnum. Jill var líklega að liðka
hestinn og Steve mundi enn
vera I bókastofunni. Líklega
yrði öruggast fyrir mig að bíða
í setustofunni fram að hádegis-
verði eða þangað til Yves Renier
kæmi. Ég greip eitthvert tímarit
á borðinu í forsalnum og gekk
inn 1 setustofuna. Franski glugg-
inn á gaflinum var enn opinn
og Piero hafði sett garðstóla og
borð upp, úti í garðinum.
Steve lá endilangur í einum
stólnum með glas í annarri
hendi og vindling í hinni. Ég
hafði ekki búizt við honum þarna
og stóð því stundarkorn kyrr í
vandræðum í dyrimum.
Hann leit við er hann heyrði
fótatakið mitt.
— Halló, sagði hann, og leit
framan í mig rólega en þó með
eftirtekt og svo mældi hann mig
með augunum, eitthvað svo
ósvífnislega og mat mig eins og
ðg væri eitthvert hross. — Jæja,
ertu búin að jafna þig aftur?
Ég gekk út í garðinn. — O,
verið þér ekki að standa upp,
sagði ég. Þá stóð hann raunveru
lega upp, letilega en liðlega og
gekk yfir að borðinu, þar sem
Piero hafði komið fyrir drykkj-
arvörum, ísskál og tilheyrandi.
— Viltu fá að drekka? sagði
hann. — Til þess að hressa þig
fyrir komu hins ágæta skip-
stjóra?
— Nei, þakka yður fyrir. Ég
dokaði við í dyrunum. Ég vissi
ekki hvort ég átti að hörfa burt
eða hleypa í mig kjarki og vera
kyrr. Það virtist tilgangslaust að
fara aftur að rífast, en það yrði
áreiðanlega, ef ég yrði kyrr. En
koma Pieros bjargaði mér úr
þessum vafa. Ég heyrði til hans
inni á gólfinu og sneri mér við.
Með Piero var ókunnugur mað
ur, sem ég vissi auðvitað sam-
stundis að mundi vera Yves
Renier.
Ég var þegar búin að draga
upp mynd af honum í huga mín
um, og mér hafði dottið í hug,
að kannski gæti þetta verið end-
urminning um hann — óljós og
óviss, en endurminning samt. En
hann var ekki nokkra vitund lík
ur því, sem ég hafði gert mér
hugmynd um, og ég fann ekki til
neins Skjálfta, sem gæti stafað
af endurminningu þegar ég leit
á hann. Og svo var hann heldur
ekki neinn dæmigerður Frakki
ef menn telja þá eiga að vera
smávaxna, dökka á brún og brá
og skarpleita. Hann var ljósleit-
ur eins og Norðurlandabúi, feit
laginn og hávaxinn. Hann var
mjög sólbrenndur og bláu aug-
un í honum sýndust enn blárri
í sólbrenndu andlitinu.
Ég 'stóð í dyrunum og sneri
beint í birtuna, og ég steig aft-
ur á bak inn í stofuna, til að
heilsa honum.
— Frú Gerard, sagði Piero,
með sínum þunga, ítalska fram-
burði. — Hér er hr. Yves Renier
skipstjóri kominn að finna yður.
Ég rétti fram höndina og Yves
hneigði sig djúpt um leið og
hann greip hana. Og varir hans
snertu hana lauslega um leið,
og svo leit hann á mig. Hann
hafði breiðar, þykkar og næst-
um litlausar augnabrúnir, tók ég
eftir — sem minntu mest á svín,
en þó_ snoturt svín, varð ég að
játa. Ég fann einhverja óbeitar-
kennd fara um mig alla.
n--------------------------□
23
□--------------------------□
— Madame, enchanté, tautaði
Yves og sleppti hendinni.
— Þér verðið að afsaka ef ég
kem einkennilega fyrir, sagði ég,
og bar óðan á. — Ég man ekk-
ert — ekkert frá fortíðinni —
ekkert til yðar — ekkert frá
Frakklandi — og mér virðist
ekkert vera að batna þetta...
Renier horfði fast á mig, svip-
lausum augum en alvarlegum
og þau opnuðust ofurlítið meira
eins og af undrun eða hræðslu,
Blæfagur fannhvftur þvottur með
SUU9
Sjálfvirka þvottavélin yðar verður fyrst full-
komin, er þér notið Skip— því það er ólxkt
venjulegu þvottadufti.
Skip fyllir ekki vél yðar með froðu, sem
veldur yfirrennsli og vatnssulli, og minnkar
þvottáhæfni hennar, heldur verður skolurtin
auðveld og fullkomin.
Pvottahafni Skip er svo gagnger aÖ þér fáið
ekki fannhvítari þvott.
Notið Skip og sannfærist sjálf.
dojp -sérstakíega framleitt fyrir sjálfvirkar þvottavélar
svo að mest minnti á postulíns-
brúðu.
— Lænirinn segir, að ég kunni
að fá minnið aftur, þegar ég
komi til Frakklands, í kunnugt
umhverfi hélt ég áfram, tauga-
óstyrk.
— í kunnugt umhverfi? át
hann eftir mér.
— Ég get ekki einu sinni mun
að, hvort þér töluðuð ensku. Ég
hló og var ofurlítið vanstillt, —
og ég virðist hafa gleymt frönsk
unni að mestu. Komið þér út í
garðinn og hittið bróður hans
Toms.
Ég sneri mér og fór með hann
út í sólskinið.
Ég kynnti þá formlega og
þeir heilsuðust með handabandi.
Steve sneri aftur að borðinu
með glösunum á. Vilduð þér glas
af gini, eða eitthvað annað?
— Já, þakka fyrir, gin væri
ágætt, sagði Yves vingjarnlega.
— Þegar ég var í Róm........
— Þér gætuð líka fengið glas
af köldu hvítvíni sagði Steve
stuttaralega.
— Nei, þakka yður fyrir, held
ur gin.
Við sátum þögul og Steve
hellti í glösin og þá sagði Yves:
— Mér þykir fjrrir því, að þer
skuli ekki geta batnað neitt. Ég
var að vona, að þú værir orð-
in jafngóð aftur.
— Þegar hún kemur til Frakk
lands, heldur læknirinn, að....
sagði Steve.
— Já, ég var að segja honum
Yves það, greip ég fram í.
— Já, kunnugt umhverfi. Þú
mannst ekkert um slysið og
ekkert frá umliðinni ævi.........
Yves leit hvasst á mig.
— Ekkert, sagði ég. Steve var
nú að rétta mér glasið mitt og
ég starði beint á hann. — Ég
man alls ekki neitt. Hvorki þig
né Tom.
Steve horfði í augu mín, augna
'bliki lengur. Ég tók eftir ofur-
lítilli rispu, öðru megin á andlit-
inu á honum, þar sem nöglin á
mér hlaut að hafa rispað hann,
þegar ég gaf honum löðrunginn.
Hann sneri sér undan og hellti I
glasið handa Yves.
— Hvar er hann Tom bróðir
minn? spurði hann snögglega.
— Við höfurn verið hvor öðrum
framandi árum saman, en samt
datt mér í hug, að hann mundi
koma hingað sjálfur til að sækja
Júlíu.
Yves veifaði hendi, eins og I
afsökunarskyni. — Hann gat
ekki komið því við. Hann er i
Tangier. í viðskiptaerindum,
bætti hann við. Hann hikaði of-
urlítið áður en hann nefndi nafn
ið Tangier, eins og hann væri*
ekki alveg viss um, hvort hann
nefndi nafnið Tangier, eins og
hann væri ekki alveg viss um,
hvort hann ætti að segja akkur
það.
— Veit hann þá ekki, hversu
alvarlegt þetta slys hennar
Júlíu var? nauðaði Steve, —.
Hann hefur aldrei svarað neinu
bréfi frá mér.
— Jú, hann veit um þetta, svar
aði Yves góðlátlega. Og það hef-
ur fengið mjög á hann, en hann
er latur að skrifa bréf. Ég hef á
hendi allar bréfaskriftir hans.
IEDURJAKKAR
RÚSKINNSJAKKAR
fyrir dömur
fyrir telpur
Verð frá kr. 1690,00
VIDGERDIR
LEÐURVERKSTÆÐI
ÚLFARS ATLASONAR
Bröttugötu 3 B
Sími 24678.
Blaðburðarfólk
vantar í eftirtalin hverfi:
BUGÐULÆKUR