Morgunblaðið - 05.06.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.06.1966, Blaðsíða 31
’Sunnudskfur 5. júní 1966 MORCUHBLADIB 31 Staiisemi Stangnveiðiklúhbs unglinga er að heijast Á MÁNUDAGINN kemur, 6. júní kl. 2-8 e.h. hefst innritun í Stangaveiðiklúbb unglinga á vegum Æskulýðsráðs Reykja- víkur, að Fríkirkjuvegi 11. Allir unglingar 12 ára og eldri eru velkomnir í klúbbinn. Ár- gjald er kr. 15,00. Á mánudagskvöld kl. 8,00 verð ur sýnd stangaveiðikvikmynd en tilgangur æskulýðsráðs er að veita unglingum fræðslu um með ferð veiðitækja, hirðingu þeirra og viðhald, en þá fræðslu og kastæfingar annast hinn kunni veiðimaður Halldór Erlendsson. Ennfremur að gefa unglingum kost á ódýrum veiðiferðum í vötrt í nágrenninu. Æskulýðsráð hefur heimild til eð gefa út leyfi til veiða í Elliða- vatni, þeim sem eru meðlimir í veiðiklúbb æskulýðsráðs. Nánari upplýsingar á skrifstofu Æskulýðsráðs kL 2-8 e.h. Sími. 15937. „Slóvensku óttmenningarnir“ I*ANN 8. júní næstkomandi er I væntanleg hingað til lands á vegum Péturs Péturssonar, átta | manna söngsveit frá Júgóslavíu: Slóvensku áttmenningarnir. Söngsveit þessi var stofnuð árið 1951 í Lubljana, höfuðborg Slóveníu. Þeir eru meðal beztu söngmanna í heimalandi sínu, og hafa fenigð þjálfun hjá færustu kennurum. Hafa þeir allir sungið með beztu kórum þar syðra og tveir þeirra tenórarnir Gasper Dermota og Janez Lipuscek starfa að staðaldri við óperuna í Ljubljana. Slóvensku áttmenningarnir hafa haldið tónleika um gjörvalla Júgóslavíu og víða erlendis, þ.á.m. í Bandaríkjunum, Eng- landi, Frakklandi, Vestur-Þýzka- landi Kína, Hollandi Belgíu, Tékkóslóvakíu, Noregi. Auk þess hafa áttmenningarn- ir sungið í útvarp víða um heim, m.a. í London, París, Róm Berlín, Peking, Genf, Tríest, Kaupmanna höfn og mörgum fleiri slöðum. Ennfremur hefur söngsveitin sungið inn á hljómplötur m.a hjá hinu heimsþekkta fyrirtæki Philips í Hollandi, Radiag í Sviss. Þá hafa þeir víða komið fram á tónlistarhátíðum, alþjóðlegu tón listarhátíðinni í Langollen í Wales, Evrópuvikunni í Passau, Vestur-Þýzkalandi og Dbrovnik- tónlistarhátíðinni í Júgóslavíu. Efnisskrá Slóvensku áttmenn- inganna eru mótettur og madrig- alar frá endurreisnar- og barokk tímanum, þjóðlög frá ýmsum löndum, negrasálmar, júgóslav- nesk þjóðlög og verk júgóslav- neskra höfunda. (Fréttatilkynning). — Kennaraþing Framhald af bls. 2 skólastjóri aðalerindi þingsins, sem fjallaði um endurskoðuri skólamála. Að loknu kaffihléi fóru fram umræður um þau mál. Skúli Þorsteinsson lagði fram til lögur samabndsstjórnar um launamál og Teitur Þorleifsson talaði um kjarasamninga og kjaradóm. Um kvöldið sátu full- trúar boð menntamálaráðherra. 1 upphafi setningarræðu sinnar minntist Skúli Þorsteinsson fé- lagsmanna, er látizt höfðu á ár- inu, þeirra Helga Hjörvar, sem var heiðursfélagi sambandsins og átti sæti í fyrstu stjórn þess, og Stefáns Jónssonar, rithöfundar, sem sat í mörg ár í stjórn. For- maður nefndi tvö aðalmál þings- ins, sem eru undirbúningur og rökstuðningur að kröfugerð fyrir síðasta kjaradóm, og breytingar á skrifstofuhúsnæði sambandsins og rekstri þess. Húsnæði sambandsins í Þing- holtsstræti 30 er nýstandsett og á liðnu kjörtimabili var ráðinn fastur starfsmaður að hálfu. 1 húsaky-nnum er verið að koma upp bókasafni. Þakkaði formaður einkum þremur aðilum veitta að stoð við það: fræðslumálastjóra, fræðslustjóra Reykjavíkur og forstöðumanni Ríkisútgáfu náms- bóka, en stofnanir þeirra lána safninu bækur ti-1 varðveizlu og afnota. Einnig þakkaði hann fallegt steina- og skeljasafn, sem dætur Árna Stefánssonar og Mörtu Jónsdóttur frá Stöðvar- firði hafa gefið sambandinu og hefur verið komið fyrir í hús- næði S.Í.B. Um hitt aðalmálið, kjaramálin, sagði formaður m.a. að síðasti kjaradómur hefði hvergi nærri fullnægt kröfum sambandsins urn bætt launakjör. Almennt hafi kennarar verið fluttir úr 15. launaflokki í 16., en á þeim launum taldi Skúli ekki hægt að framfleyta fjöl- skyldu nema með aukavinnu í sumarleyfi og á vetrum, sem komi niður á kennslunni. Bág- borin laun kennara viðhaldi kennaraskortinum, sem sé mjög mikill þrátt fyrir mikla aðsókn að kennaraskóla. S.L vetur voru 134 réttindalausir kennarar við barnaskólana, sem er 14,5% af settum og skipuðum kenhurum. Lagði hann áherzlu á að nauðsyn leg væri góð og hagnýt mennt- un fyrir kennslustarfið, en til þess þyrfti aðstæður í Kennara- skóla íslands að vera í samræmi við kröfur tímans. Það væri því nauðsynleg.t að æfinga og til- raunaskóli Kennaraskólans verði reistur án tafar. BRIDGESTONE BRIDGESTONE Eigendur jarðvinnslutækja BRIDGESTONE dekkin hafa reynzt bezt á vegum og vegleysum hérlendis. Útvegum frá Japan hjólbarða fyrir allar stærðir og gerðir jarðvinnslutækja. Leitið verðtilboða. Sigrún Þorsteinsdóttir snyrtisérfræðingur. Frægvr jasexleikari ffestur jaxxkiúbbs Lýkur í kvöld. Á fundinum síðdegis í gær var lagt fram álit nefnda og umræð- ur fóru fram. í dag hefjast fund- ir kl. 10 með áframhaldandi um Jazzklúbbur Reykjavíkur á von á enn einum erlendum gesti n.k. mánudag, og í þetta sinn er það bandariski tenórsaxafón- leikarinn Brooker Ervin. Hann befur leikið' inn á margar hljóm plötur, hefur m.a. leikið með ekki minni karli en sjálfum Charlie Mingus og fleirum heimsþekkt- nm jazzleikurum. Brooker Erv- i« kemur hingað frá Hollandi, og er á heimleið, en í fylgd með honum verður kona hans og tvö börn. Ervin mun aðeins leika þetta eina kvöld fyrir Jazzklúbb inn, en ef Ervinf jölskv Idunni líkar vel hér, getur komið til greina að þau dvelji hér fáeina daga. Um hvítasunnuna var hér á ferðinni danski jazztrommuleik- arinn Alex Riel, sem kosinn var þezti jazzleikari Dana 1965, svo e'ð segja má, að Jazzklúbburinn lóti skammt stórra högga á nailli. Alex Riel kom hingað frá Boston, þar sem hann hefur etundað tónlistarnám sl. 4 mán- uði, og var á leið til Danmerk- ur. Alex Riel þótti fróðlegt og ánægjulegt að koma hér við, sagði að íslenzku jazzleikararnir Sem léku með honum í Tjarnar- búð, hefðu komið sér skemmti- lega á óvart. Þeir voru Þórar- iun Ólaísson, Rúnar Georgsson og Sigurbjörn Ingþórsson, og er ekki ósennilegt að einhverjir þeirra leiki með Booker Ervin, þegar hann leikur i Tjamarbúð n.k. mánudag. ræðum um álit nefnda. Eftir matarhlé verða kosningar og þingslit. En síðdegis fara fulltrú- ar að Bessastöðum í boði forseta íslands. Sveitaglíma KR ier tram í kvöid FYRSTA sveitaglíma KR fer fram að Hálogalandi á sunnu- daginn kl. 20.00. Glímt verður á tveim glímu- pöllum, vegna fjölda glímna, en þær eru 150. Sveitaglíma KR er þannig háð: Ein glímusveit keppir við aðra þannig, að allir glíma við aila í hópi andstæðinganna, en eigi innbyrðis og ber sú glímusveit sigur úr býtum, sem fleiri vinn- inga hlýtur. Glímusveit er sigr- ar aðra hlýtur eitt stig. Glímu- sveit sú, er flest stig hlýtur sigr ar í mótinu. Ef tvær eða fleiri glímusveitir eru jafnar að stig- um, sigrar sú, er hærri vinn- ingatölu hefur. Ef eigi er hægt að skera úr um sigur skal keppa að nýju. Allir beztu glímumenn í Reykjavíkurfélögunum eru með- ai keppenda Ld. Sigtryggur Sig- urðsson KR er varð annar í fs- landsglímunni á eftir Ármanni Lárussyni einnig hefur Sigtrygg ur sigraði tvívegis í Skjalda- glímunni þ.e.a.s. 1965 og ‘66, Ingvi Guðmundsson, Víkverja, en hann varð þriðji í íslands- glímunni og annar í Skjaldaglím unni 1966, Hilmar Bjarnason KR er varð Skjaldarhafi 1963 og margfaldur Reykjavíkurmeist- ari 2. flokks, Guðmundur Jóns- son KR er varð annar í Skjalda- glímunni 1962 og 64, Guðmund- ur Halldórsson Ármanni er varð íslandsmeistari 3. flokks 1964 og ‘66, Gunnar Pétursson KR er tvívegis hefur orðið drengja- meistari. Sveitaforingjar verða: Sig- tryggur Sigurðsson KR a, Óskar Baldursson KR b, Ingvi Guð- murtdsson Víkverja og Þorvald- ur Þorsteinsson ÁrmannL Eiginmaður minn og fósturfaðir okkar SIGURFINNUR HALLVARÐSSON ntúrari, andaðist að Elliheimilinu Grund, að morgni 3. júnL Utförin verður ákveðin síðar. Ásth Jónsdóttir, Fjóla Borgfjörð, Sigurjón Valdimarsson. Jarðarför fósturbróður míns, * ARNGRÍMS BJARNASONAR, sem andaðist að heimili sínu Sogavegi 38, 1. júní s.l. fer fram fimmtudaginn 9. júní kl. 1,30 frá Foss- vogskirkju. Fyrir hönd varidamanna. Jóhann Jóhannsson. Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndú okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður okkar og tengdaföður INDRIÐA ÓLAFSSONAR fyrrv. brunavarðar, Reynimel 38. Ragna Matthíasdóttir, Ragnheiður Indriðadóttir, Birgir M. Indriðason, Baldvin Jóhaunesson, Fríða Hjálmarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.