Morgunblaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 1
28 sföur ©jCigMiipIa 53. árgangur. 144. tbl. — Miðvikudagur 29. júní 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Herinn tekur vðldin í Argentínu forseti rekinn úr embœtti, þingið leyst npp og stnrlsemi stjórnmálaflekko bðnnuð Buenos Aires, 28. júní (AP-NTB) TIERINN í Argentínu hefur tekið öll völd í iandinu og vikið Arturo Illia úr forsetaembætti. Þriggja manna ráð, skipað yfirmönnum landhers, flughers og flota, fer með stjórnar- taumana, en jafnframt hefur verið tiíkynnt að Juan Carlos Ongania, hershöfðingi, muni taka við forsetaembættinu þeg- ar aðstæður ieyfa. Talið er að Illia muni leita hælis í Uruguay, en hann dveiur nú hjá bróður sínum í úthverfi höfuðborgarinnar. Herforingjastjórnin hefur leyst upp þingið og bannað um sinn starfsemi allra stjórnmálaflokka. Einnig hafa her- foringjarnir vikið öllum hæstaréttardómurum úr embættum. Hefur herstjórnin lengi haft í hótunum við Ulia, sem þeir telja að hafi ekki sýnt áhangendum Perons, fyrrum forseta, og kommúnistum næga hörku. Einnig hafa herforingjarnir verið andvígir efnahagsstefnu Illia. Bandaríkjastjórn hefur slitið stjórnmálasambandi við Argentínu, og sendiherrar Argentínu í Washington, Moskvu og hjá samtökum Ameríkuríkja (OAS) hafa sagt af sér. Búizt hefur verið við aðgerð- urn hersins um langt skei'ð, því í rúman mánuð hafa herforingj- arnir hvað eftir annað hótað að eteypa Illia af stóli. En Illia hef- ■ur aldrei viljað fallast á kröfur ihersins um að sýna Peronistum og kommúnistum meiri hörku. Telja talsmenn herstjórnarinnar að það hafi verið framkomu for- setans að kenna að Peronistar unnu mikið mikið á í nýafstöðn- um sveita- og bæjastjórnarkosn- ingum í landinu. Forstöðumaður byltingarinnar að þessu sinni var Pascual A. Pistarini hershöfðingi, og hóf hann aðgerðir strax ó mánudags- kvöld. Vék hann þá Carlos A. Caro, hershöfðingja, úr embætti á þeim grundvelli að hann hefði Arturo Illia átt leynilegar viðræður við full- trúa Peronista. I>á gaf hann út yfirlýsingu þess efnis að hann viðurkenndi ekki lengur rétt Ed- uardo Castro Sanchez til að gegna embætti hermálaráðherra. Varð það til þess að Sanchez sagði af sér. Þegar lefð á kvöldið tók herinn til sinna ráða. Hersveitir voru sendar inn í borgir og bæi, og tóku flugvelli, útvarps- og sjón- varpsstöðvar og aðrar opinberar byggingar og stofnanir í sínar hendur. Illia gefst upp Skömmu eftir miðnætti krafð- ist Illia þess að Pistarini yrði vik ið úr embætti yfirmanns hersins. En kröfur forsetans voru að engu hafðar, og lýstu herforingj- arnir því yfir að Illia væri valda- laus. Létu þeir hermenn um- kringja Casa Rosada, sem er for- setabústaðurinn í höfuðborginni, en fulltrúar herforingjanna gengu inn í bústaðinn til að ræða við Illia. í fyrstu neitaði Iilia algjörlega að veóða við kröfum herforingjanna um að hann segði af sér, en skömmu fyrir sólarupp rás tilkynnti herstjórnin að hún hefði náð öllum völdum í iand- inu. Og nokkru seinna ók Illia burt frá forsetabústaðnum í fyigd með fjöiskyldu sinni. í fyrstu var ekkert vitað um afdrif Illia, en auðséð var að hann hafði ekki verið handtekinn. — Seinna kom í ljós að hann hafði haldið til bústaðar bróður sins í úthverfi höfúðborgarinnar, og til kynnti herstjórnin jafnframt að hann væri frjáls allra ferða. En talið er víst að Iilia muni halda úr landi. Ótryggt embætti Arturo Illia, sem er iæknir að mennt, er tíundi forseti Argen- tínu, sem hrakinn er frá völdum á síðustu 23 árum. Átta forsetum steypti herinn, og enginn þeirra sat allt sex ára tímabilið, sem til Lofflelðaftincfltir i Héfn 25. áfftjst í FRÉTT frá norsku frétta- stofunni NTB í gær er það haft eftir Otlóarbladinu Aften posten að haldinn verði fund ur í Kaupmannahöfn hinn 25. ágúst nk. uin flugferðir Loft- leiða um Norðurlönd. Kemur þar m.a. til umræðu ósk Loít leiða um að fá að fljúga nýju Rolls Royce vélunum milli Norðurlanda og Bandaríkj- anna, en til þess hefur ekki fengizt heimild enn sem kom- ið er. Fund þennan sækja fulltrúar utanrikisráðuneyta og flugmálastjórna landanna. var ætlazt í forsetakosningunum. Sex þessara forseta voru úr hern- um. Þessar forsetabyltingar hófust 1943, þegar herinn steypti Ramon S. Castillo af stóli. Á eftir honum fóru þrír hershöfðingjar með for setaembættið, en áttu þar ekki langa setu. Fyrstur kom Arturo j’ramh&ld á bls. 21 Kommúnistar vinna aö efnahags- hrum i Bretlandi — segir Wilson forsætisráð- lierra í þingræðti um farmannaveriifallið, sem staðið fliefur á sjöundu vilcu London, 28. júní (AP) HAROLD Wilson forsætis- ráðherra sakaði í dag brezka kommúnistaflokkinn um und irróður í þeim tilgangi að spilla áhrifum af umbóta- stefnu stjórnarinnar í efna- hagsmálum, og leiða brezku þjóðina í gjaldþrot. — Sagði Wiison að frá því verkfall far- manna hófst í Bretlandi fyrir sex vikum hafi kommúnistar aðeins haft eitt takmark: Að brjóta niður stefnu stjórnar- innar varðandi verðlag og kaupgjald. Forsætisráðherrann bætti sið- an við: Aðalíorsprakkinn í þess- ai'i baráttu er skipulagsstjóri kommúnistaflokksins \í iðnaðar- málum, Bert Ramelson. Wilson viðhafði þessi ummæli í ræðu, sem hann flutti í Neðri málstofu brezka þingsins í dag. Kvaðst hann hafa „þungar á- byggjur" vegna skaðlegra áhrifa farmannaverkfallsins á efnahag landsins, en þau áhrif færu dag- vaxandi. Wilson lýsti því einnig yfir í síðustu viku að kommúnistar ynnu markvisst að því að draga sjómannaverkfallið á langinn. — Var þá skora'ð á forsætisráðherr- ann að gefa frekari skýringar máli sínu til sönnunar. í því til- efnj flutti hann þingræðu sina í dag, og nefndi hann í því sam- bandi nöfn ýmissa ieiðtoga komm únista. Gerði hann þetta þrátt fyrir áskoranir frá leiðtogum verkalýðsfélaga um að bíða á- tekta. Forsætisráðherrann sagði að tveimur eldheitum kommúnist- um, Jack Coward og Roger Woods, hafi tekizt að tryggja sér formennsku í verkfallsnefndum farmanna í London og Liverpool, Framhald á bls. 27. Buenos Aires, 28. júní — AP: — Skriðdreki frá argentíska herK um á verði við forsetabústaðinn í Buenos Aires skömmu áður en Illia forseti gekk að kröfu m herstjórnarinnar um að hann segði af sér. Sovétleiitogar samherjar amerískra auðvaldssinna — Chou En-lai segir leibfogana svik- ara gagnvart aíþjáðahreyfingu kommúnista Belgrad, 28 jUní (NTB) CHOU En-lai, forsætisráðherra Kína, hélt í dag heimleiðis til Peking frá Albaníu. Fyrir brott- förina flutti hann ræðu á sam- kom-u í Tirana, og réðist þar harðlega á leiðtoga Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna Sagði hann að tilraunir Bandarikja- manna tll að koma á friði í Viet nam væru lals frá upphafi til enda. Vietnam-vandamálið væri einnig þýðingarmikiil liður í óþveirralegri stjórnmálasam- vinnu bandarískrar heimsvalda- stefnu og endurskoðunarstefnu Krúsjeffs. Ohou sagði að leiðtogar Sovét rikjanna væru fjandmenn Marx Leninismans svikarar gagnvart alþjóðaihreyfingu kommúr.ista og málstað byltingarinnar og samherjar bandarískra auðvalds sinna. Hann hélt því fram að nú *" verandi leiðtogar Sovétríkjanna hefðu gengið feti framar en Krús jeff í kiofningsstefnu sinni, í uppgjöfinni gagnvart heims- vaJdastefnunni, endurreisn auð- valdsstefnunnar og stórvelda- þjóðargorgeir. Hann taldi að leiðtogarnir í Kreml hefðu þegar orðið fyrir andstöðu frá fjöldanum, og væru í rauninni fjandmenn a-Iiþýðunnar. Framhald á bls. 27 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.