Morgunblaðið - 29.06.1966, Qupperneq 4
4
MORCUNBLADID
Miðvikudagur 29. júní 1966
B LALEIGAN
FERÐ
Daggjald kr. 400.
Kr. 3,50 per km.
SÍMI 34406
SENDUM
Volkswagen 1965 og '66.
LITLA
bílaleigon
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Sími 14970
RAUÐARÁRSTÍG 31
SÍMI 22022 »
BIFREipTÍCICAN
33924
MAGIMUSAR
skipholti21 símar21190
eftir lokun slmi 40381
Fjölvirkar skurðgröfur
J
m
I ÁVALT TIL REIÐU.
N Sími: 40450
Rauða myllan
Smurt brauð, heilar og hálfar
sneiðar.
Opið frá kl. 8—23,30.
Simi 13628
*TAL
B O SC H
ÞOKULUKTIR
BRÆÐURNIR ORMSSON
Lágmúla 9. — Simi 38820.
„Spánýr dómur .
Gerðarlegar konur
Götuskeggi skrifar:
„Ekki þarf að efa það, að
fleirum en mér muni hafa þótt
skemmtilegt að lesa hina fróð-
legu frásögn, sem Agnar Kl.
Jónsson ráðuneytisstjóri birti i
dálkum Velvakanda 2i2. júni,
eftir minningabók ágætrar
konu, Guðrúnar Borgfjörð, af
„Kattagloríu“ Jóns Ólafssonar.
En skemmtilegast væri ef ein-
hver gæti skilað þessum
spaugjlega brag heilum. Og
líklegt er að heill leynist hann
einhvers staðar, þó að nú megi
teljast víst, að ekki hafi hann
komist á prent er Jón orti.
Haustið 1909, eða á öndverð
um vetri, keypti Landsbóka-
safnið dálitla syrpu af nítjándu
aldar kveðskap, og hana hand-
lék ég áður en hún var seld.
Þar í var bragur þessi, annað
hvort heill eða nokkuð úr hon
um. Annað, sem ég man þar
eftir, var þessi vísa, sem marg-
ir kunna:
Að Finni safnast kvæðin klúr,
kroppa jafnir svínum
mannorðshrafnar augun úr
eðlisnafna sínum.
Þetta var dálítið kver 1 átt-
blöðungsbroti, að mig minnir,
rithöndin óæfð, eða unglings-
lega, en um innihaldið man ég
lítið.
Jón Ólafsson kvað ýmislegt
dáiítið kerskið á yngri árum
sínum, en oftast mun hafa ver-
ið eitthvað við þann kveðskap,
og aldrei var hann hnoð. Fátt
ætla ég að væri þar eins
skemmtilegt og bragurinn um
Egil (Sveinbjarnarson) Egils-
soní „Glasgow" og draugana
tvo, sem að honum sóttu, ann-
ar norskur en hinn enskur:
„Frá Björgyn ber ég kveðju
frá búinu samlagsins“.
„Og ég á að heilsa frá Ingils
til uppgjafa-faktorsins“.
Líklega var sá bragur prent-
aður og til þessa hafa ýmsir
kunnað hann utanbókar. Síð-
ast minnist ég frv. Steinunnar
H. Bjarnason þylja hann frá
upphafi til enda. Sennilega hef
ir Jón kveðið hann í fullkomn-
græskuleysi. Og alltaf held ég
að Jón Ólafsson hafi verið þess
albúinn að rétta fram höndina
til sátta við þá menn, er hann
hafði átt í útistöðum við, enda
var hann innst inni drengur og
manndómsmaður, þó að ósvíf-
inn væri hann í snerrum sín-
um. Gáfurnar voru með yfir-
burðum. I>að var dálítið erfitt
að láta sér ekki þykja vænt um
Jón Ólafsson og of illa hefir
minning hans verið geymd.
Um Egil veit ég því miður
lítið, en fyrir víst var hann
merkilegur maður. Mætti ein-
hver fróðleiksmaður gjarnan
skrifa um hann. Lúðvík Kristj
ánsson hlýtur að hafa kynnst
honum a^lmikið við sögurann-
sóknir sínar.
Yelvakanda bið ég færa ráðu
neytisstjóranum þökk fyrir
skrif hans.
— Götuskeggi.“
Sveitamaður skrifar:
„Hvorttveggja þótti gott, að
kona væri fögur og að hún
væri gerðarleg. En þá liggur
nærri að hún sé gerðarleg um
of þegar hún leggur niður mat
reiðslu og tekur í þess stað upp
matargerð. Þetta nýja orð, sem
er að komast í tízku og konur
jafnvel teknar að viðra það í
útvarpi, er óskemmtilegt og
okkar sveitamönnum þykir
sem það muni þarflaust með
öllu, gamla orðið gæti enn dug
að. Vilja nú ekki góðar kon-
ur athuga hvort ekki muni svo
vera?
Sveitamaður.“
ÍT Tjörnin
Bréf frá Siglufirði:
„Það mun ef til vill mörgum
þykja öndvert, að maður „ut-
an af landi“ eins og það er
orðað í Reykjavík færi að gera
tillögur um útlit og fegrun
Reykjavíkur. En hafa ber það
þó í huga að Reykjavík er höf-
uðborg landsins og málefni
hennar hvað því viðvíkur því
ekkert einkamál íbúanna. Ég
vil því biðja þig Velvakandi
góður að koma á framfæri eft
irfarandi tillögu: Ég legg til,
að Reykjavíkurborg, gjarnan
með tilstyrk ríkisins fái til þess
færustu listamenn að gera lík-
an af íslandi öllu í réttum hlut
föllum með jöklum, fjörðum
og flóum og réttum áttum í
tjarnarhólmanum í Reykjavík.
Tjarnarhólminn virðist mér
kjö.rinn til þessa, og mundi
blasa við augum frá ráðhúsinu
þegar það ris við tjarnarend-
ann. Ennfremur gæti þetta
orðið til yndis og ánægju Reyk
víkingum og öðrum landsmönn
um og mikil landkynning gagn
vart útlendingum.
Guðlaugur Jónsson.“
'Ar Fáninn
Austurbæingur skrifar:
„Nú langar mig að leita til
þín með eftirfarandi atriði um
íslenzka fánann. Hvað má hafa
íslenzka fánann lengi uppi?
Eru til refsiákvæði um misnotk
un hans? Nýlega, er ég var á
gangi á Arnarhólstúninu, veitti
ég því athygli, að flaggað var
í hálfa stöng á einu af stærsta
skrifstofu- og verzlunarhúsi
hér í borg, en kl. var 22.30 að
kveldi. Er þetta leyfilegt? Ég
gekk niður í Bankastræti og
spurði tvo lögregluþjóna hvort
þetta væri í samræmi við fána
lögin, en þeir vissu það ekki.
Nú um helgina var ég á
gangi eftir Fríkirkjuvegi, og sá
ég þá að flaggað var með ís-
lenzka fánanum á húsi númer
11 við Fríkirkjuveg. Klukkan
var 21.20. Ég gekk að lögreglu
þjónum, sem voru að setjast
inn í bíl eftir að hafa gengið
eftirlitsgöngu um garðinn við
það hús. Ég spurði þá hvort
þetta væri að lögum, en þeir
glottu bara og vísuðu mér til
skátanna.
Að lokum langar mig til að
vita hvort þeim verzlunum, sem
verzla með minjagripi og ann-
að þvílíkt sé heimilt að hafa
íslenzka fánann og aðra þjóð-
fána á smástöngum utan á hús
unum, langt fram á kvöld 'g
jafnvel alla nóttina. Ég væri
mjög þakklátur ef ég fengi um
þetta góð og skýr svör. Hvað
er það sem er dýrætara og feg-
urra en þjóðfáni okkar íslend-
inga? Þetta er helgasta tákn
þjóðar vorrar og þessu tákni
megum við ekki glata.
— Austurbæingur."
Fyrir nokkru gengust skátar
fyrir fræðslustarfsemi um
notkun og meðferð þjóðfán-
ans. Mig minnir að þeir hafi
látið, prenta uppljbingar til
notkunnar við fræðslustarf-
semina og langar mig til þess
að biðja þá, sem hlut áttu að
máli, að senda Velvakanda eitt
eintak. Það er greinilega þörf
á að halda fræðslunni áfram.
Afbrot og refsingar
Lesandi skrifar:
„Það hefur lengi verið skoð-
un margra hér á landi, að ekki
beri að refsa ungu fólki fyrir
afbrot og illa hegðun á al-
mannafæri, — nema þá mjög
vægilega. Sérstaklega er var-
azt að láta almenning vita um
nöfn þessara viliinga. Sama
máli gegnir um nafnaleyndina,
þó grófir glæpamenn eigi í
hlut.
Hin tíðu afbrot stafa án efa
að allmiklu leyti af því að
glannafenginn unglingalýður
veit að þeim verður ekki refs-
að. Og ef svo illa fer að þeir
verða dæmdir, þá er vísast að
náðun forði þeim frá fangels
isvist. Auk þess er réttvísin i
húsnæðishraki. Hefir lítið
meira húsrými fyrir fanga, en
var fyrir 40 árum.
Því er ekki til að dreifa, að
ekki sé auðvelt að koma upp
ágætum fangageymslum í nám
unda við Reykjavík. Þessi stað
ur er Viðey. Eyjan mun vera
í einkaeign, en í raun og veru
í eyði. Að sjálfsögðu má taka
eyna eignarnámi, ef núverandi
eigendur vilja ekki selja hana.
— Svo gæti þá Engey komið
til greina til viðbótar, ef þurfa
þykir.
XXX.“ j
'jÁ' Endurtekið
Bréf, sem Velvakandi
birti 25. júní brenglaðist dá-
lítið og hefur bréfritari farið
þess á leit að eftirfarandi kafli
verði endurtekinn. Hann fjall-
aði þar um skógrækt og beindi
orðum sínum til annars bréf-
ritara, sem skrifað hafði um
sama efni:
Þegar ég las greinarkorn
þitt í pistlum Velvakanda sL
þriðjudag, kom mér í hug, að
vert væri að vekja á bví frek-
ara athygli, svo og höfundi
greinarinnar. Svo einstæð er
greinin og hugmyndaflug þitt
róttækt, að það ber þig langt
fram úr öfgafyllustu andstæðing
um skógræktar á íslandi, er til
þessa hafa um það mát skrifað
og skrafað.
í upphafi greinarinnar flyt-
ur þú m.a. þessi velvöidu orð:
......Mér sárnar það, ef
illa er gengið um mitt fagra
land.“ Þetta hljómar einhvem
veginn þann veg, að skilja
mætti, að þú teldir þig eir.a
eiganda okkar kæra fóstur-
lands. Ef jafnt væri skipt
kæmi ríflega hálfur ferkm. i
hlut hvers íbúa landsins. Gott
mundi að deila kosti við þig.
Þú kysir auðvitað brunasand i
þinn hlut, — „nektina." En ég
ætla, að fæst okkar hinna vilj-
um handsala þér umráðaréttl
á landinu okkar. Ef þú fengir
þann rétt óskoraðan mundir
þú fletta af landinu hverri
spjör, því að þínum dómi, er i
nektinni fólgin fegurð og
töframáttur landsins.....
BAHCO SILENT
viftan
hentar alls
stadar þar
sem krafizt
er gp
og hlj
loftræsjt
GOTT
- vel
Prar
Öcfrar
ingar.
LOFT
ídan
- hreinlaeti
HEIMAog á
VINNUSTAÐ.
Audveld uppsetn-
ing: iódré ít, lárétt,
i hornogírúdu H
FONIX®
SUÐURGÖTU10