Morgunblaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADIÐ Miðvikudagur 29. júní 1966 FÁLKAFLUG EFTIR DAPHNE DU MAURIER — Fyrir 30 krónur syng ég fyrir þig, pabbi minn, en fyrir 60 krónur læt ég þig í friði. bréf og skeyti. Hvort ég myndi ferðína fyrir tveimur árum? Hvenær ég ætlaði vestur? Þau hugsuðu svo oft til mín. Þau höfðu kallað yngsta soninn Armino. Ég skammaðist mín fyr- ir alla vináttuna 1 þessum skeyt- um, Ég svaraði þeim sem sé aldrei. — Ég verð því miður að fara, frú Bloom. Klukkan er orðin hálf átta. — Yðar orð eru lög. hr. Fabþio. i>ér eruð húsbóndinn hérna, Þjóðirnar tvær blönduðust samaíi í forsalnum, stönzuðu sem snöggvast meðan kunningj ar voru að heilsast og konurn- ar mátu hver annarrar kjóla. Svo streymdi þessi nautgripa- hópúr minrt inn í borðsalinn og ég á e'ftir eins og nautahirðir. Faghaðaróp heyrðust, þegar fólk ið sá: þjóðfánana. Sem snöggvast óttaðist ég mest að hópurinn færi að kyrja þjóðsöngva sína — slikt hafði komið fyrir áður — én mér tókst að vekja at- hygli yfiþjónsins á mér, áður en ættjárðarástin gysi upp með fulium krafti. Svo gekk ég að mintt eigin borði úti í horni. Einn ■ einmanalegur trosverji, karl- kyns, miðaSdra og voteygur, sett ist ýið hornið á öðru borðinu, ; þaðah sem hann gat séð til mín. Ég hafði þegar áttað mig á hon- um, og þekkti tegundina. Farar- stjórinn mundi ekki gefa honum neitt undir fótinn, en við kynn- um að komast í vandræði með hann í Napólí. Meðan ég var að borða, gerði ég upp reikningana fyrir dag- inn. í>að var föst venja hjá mér. Ég lokaði eyrunum fyrir skvaldr inu og diskaglamrinu. Ef reikn- ingarnir eru ekki færðir jafn- harðan, verða þeir alltaf vit- lausir, og þá er fjandinn laus í aðalskrifstofunni. En mér var ekkert illa við bókhaldið. Ég gat beinlínis hvílt mig á því. Og svo, þegar tölurnar voru komnar inn, minnisbókin komin í vasann og diskurinn farinn af borðinu, gat ég hallað mér aft- ur, lokið úr vínglasinu og reykt mér einn vindling. Þetta var sá rétti uppgjörstími fyrir mig — ekki á tölum til að senda til Genúa á hverjum degi, heldur uppgjör við sjálfan mig um fyrir ætlanir mínar. Hversu lengi gat þetta haldið áfram? Hvers vegna var ég að þessu? Hvað var það, sem rak mig eins og hálfvitlaus- an vagnsstjóra áfram á þessari tilgangslausu braut? — Jú, við fáum það borgað, sagði Beppo. — Við höfum vel upp úr þessu. Beppo átti konu og þrjú börn i Genúa. Milano — Firenze — Róm — Napólí — þetta var i hans augum eitt og það sama. I Atvinna var atvinna. Þriggja daga frí heima hjá sér, milli ferða og þá í rúmið. Hann var ánægður. Það var enginn púki innan í honum til að rugla fyr- ir honum eða leggja fyrir hann spurningar. Skvaldrið, þar sem trosið hafði hæst, varð nú að öskri. Litla hjörðin mín var búin að ná sér í fullan gang. Saddir og rólegir urðu þeir lausmálir, af hverju sem þeir nú kunnu að hafa haft í glösunum og fullir eftirvæntingar eftir því, sem gerast mundi á næturferðinni — og hvað gat svo sem beðið þeirra nema rúmið hjá mökum sínum, eftir að hafa horft á byggingar, sem voru þeim gjör- samlega framandi og utangarna, platlýstar þeim til ánægju, skoð aðar sem snöggvast gegn um glugga, sem voru með móðu af andgufu þeirra, og í leiguvagni. Þetta voru ekki lengur einstakl- □----------------□ 2 □----------------□ ingar. Þeir voru orðnir að ein- hverri kippu. Þeir voru að sleppa frá öllu, sem batt þá — en hvert? Þjónninn laut yfir mig. — Vagninn er tilbúinn. Klukkuna vantaði tíu mínútur í níu. Það var nægur tími til að ná í yfir- hafnir og höfuðföt, púðra sig og víkja sér afsíðis. Það var ekki fyrr en ég taldi höfuðin inn í vagninn, klukkan eina mínútu yfir níu, að út komu fjörutíu og átta. Tvo vantaði. Ég ráðgaðist við ekilinn — sem var Rómverji, því að Beppo átti frí og gat ráð- ið sér sjálfur, þegar svona stóð á. — Það voru tvær dömur á undan hinum, sagði hann. Þær gengu saman niður eftir göt- unni. Ég leit um öxl í áttina að Via Veneto. Hotel Splendido stendur sem svarar einu horni frá stræt- inu, í tiltölulegri ró og þögn, en frá gangstéttinni má sjá björtu Ijósin og glæsilegu búðarglugg- ana, og horfði á umferðina streyma áleiðis til Porta Pinci- ana. Og þar bíða kvenfólksins meiri freistingar en í Colosseum, sem við ætluðum að fara að skoða. — Nei, sagði ekillinn, — þær fóru í þessa átt. Og svo benti hann til vinstri. En þá komu þ^pr streymandi fyrir hornið í sama bili. Jú, ég hefði mátt eiga von á því. Þetta voru tvær uppgjafa-kennslukonur frá Suð ur-London, sífinnandi að öllu, sem þær vildu endurbæta og kippa í lag. Það voru þessar tvær, sem höfðu beðið mig að stanza á leiðinni til Siena, af því að þær héldu því fram, að þar væri maður að misþryma uxunum sínum. Það voru þessar tvær, sem höfðu fundið stroku- kött í Firenze og tafið okkur um dýrmætan hálftíma, til að koma honum heim til sín. Móðir ein í Perugia, sem var eitthvað að siða bamið sitt, hafði sjálf ver- ið siðuð af þessum tveimur. Og nú komu þær til mín, stór- hneykslaðar. — Hr. Fabbio! Hér verður einhver eitthvað að gera. Það er vesalings gömul kona, sem er veik, samanhnipruð í kirkju- dyrum hérna handan við horn- ið., Ég tók á öllu, sem ég átti til, til að stilla mig. Kirkjurnar í Róm eru griðastaður öllum betl- urum, ræflum og fyllibyttum, sem kæra sig um að liggja á tröppunum þangað til lögreglan hirðir þá, eða rekur þá burt. — Hugsið ekki um það, mín- ar dömur. Þetta er daglegt brauð. Lögreglan sér um hana. Flýtið ykkur nú. Vagninn bíður. — Já, en þetta er hreinasta hneyksli.....í Englandi........ Ég tók fast í handlegginn á báðum og ýtti þeim inn í vagn- inn. Þið eruð bara ekki í Eng- landi, mínar dömur, heWur í Róm. í borg nauta keisaranna, fá kettir, börn og aldraðir það sem það á skilið. Konan má prísa sig sæla, að ljónin skuli ekki léngur vera fóðruð á rusli. Kennslukonurnar voru enn þá frá sér af hneykslun, þegar vagninn ók fram hjá kirkjunni, þar sem gamla konan lá á tröpp unum. — Þarna, hr. Fabbio.......... Þarna! Ég vildi vera almennilegur og gaf eklinum olnbogaskot. Hann tók því vel og hægði á sér, til þess að ég sæi betur. Þeir far- þegar, sem sátu hægra megin í vagninum, gátu líka séð. f götu ljósinu sást móta fyrir henni. Ég hef átt þær stundir í lífi mínu, þegar eitthvað hnippir í minnið og maður ve'rður var þeirrar tilfinningar að maður hafi séð þetta áður. Einhvern tíma og einhversstaðar, en guð mátti vita hvenær, hafði ég séð þessa stellingu áður, víðu pils- in út um allt, aripana krosslagða og höfuðið í hálfu kafi í sjölum. En ekki í Róm. Þessi sýn var annarsstaðar frá, en í þoku ár- anna, sem liðin voru síðan. Og þegar við héldum áfram inn í ferðamanna-flóðlýsinguna, tók einhver ástfanginn piltur í aftur sætinu upp munnhörpuna sina og tók að leika lag, sem okkur Beppo var orðið heldur betur hversdagslegt, en tiltölulega nýtt istrunum og trosinu: „Ar- rivederci Roma", Það var komið fram yfir mið nætti þegar við ókum aftur upp að Hotel Splendido. Þessi fimm tíu manna hópur minn geispaði og teygði úr sér — vonandi á- nægður — og valt út úr bílnum, einn og einn í einu og inn um hverfudyrnar á hótelinu. Nú var hópurinn orðinn álíka líkur manneskjum og vélahlutir, sem framleiddar eru á færibandi. Ég var alveg að drepast og langaði framar öllu að komast í rúmið. En fyrst voru fyrir- skipanir fyrir morgunaginn, skilaboð, þakklæti og góða nótt f rá öllum, og þá loksins var þessu lokið. Ég gat gleymt mér í sjö klukkutíma. Fararstjórinn gat sofnað. Ég andvarpaði og kveikti mér í vindlingi. Þetta var bezta stund dagsins. En þá kom stik- andi fram undan súlu, þar sem hann hlaut að hafa falið sig, ein- manalegi, miðaldra trosverjinn. Hann vaggaði í mjöðmunum, eins og þeir gera allir þegar þeir ganga, og líkjast þá hinum svörtu bræðrum sínum óafvit- * andi. — Hvernig væri að fá einn lít inn inni hjá mér? sagði hann. — Því miður, sagði ég. — Það er bannað í reglunum. Snyrtísérfræðingurmn Hfademoiselle Garbolino r ' ewncu'He/ París, veitir yður leiðbeiningar um rétt val á snvrtivörum yður að kostnaðarlausu, í verzlun vorri í dag og á morgun. Snyrtivörubúðin Laugavegi 76 — Sími 12275. ISABELLA SOKKAR 30 DENIER SLÉTT LYKKJA eru nú aftur komnir í verzlanii í nýjasta tízkulit. Mjúkir Fallegir Margföld ending SmásöluverÖ kr. 42.oo mmmmmmmmm^mi^i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.