Morgunblaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 17
Miðvíkudagur 29. Jflnl 1966 MORGUNBLAÐID 17 Þórhallur Árnason, fulltrúi Mifixiing Fæddur 20. 8. 1891. Dáinn 23. 6.1966. VIÐ vorum 10 ungir menn, sem hófum nám í læknadeild hins unga Háskóla íslands haustið 1914, og einn af þeim var Þór- hallur Árnason frá Grenivík. Hann verður borinn til grafar í dag, sá 20. af þeim 30, sem þá voru í deildinni. Þá eins og nú urðu allmikil vanhöld meðal þeirra, sem byrjuðu læknanám, og eftir að Þórhallur heitinn hafði verið okkur samferða í þrjú ár og nokkru betur, sneri hann sér frá læknisfræðinni og gerðist starfsmaður í banka. Mun hann aldrei hafa haft verulegan áhuga á læknanámi, þótt aðrar ástæður kunni og að hafa valdið nokkru um, að hann breytti ráði sínu. Eftir það lágu leiðir okkar sjaldan saman, en þau bönd reyndust allsterk, sem tengdu saman fámennan hóp stúdenta í hverri deild á þeim árum, og Þór- hallur var glaðvær og skemmti- legur félagi í okkar hópi. Því hugsar maður me'ð nokkrum söknuði til hvers þess, sem á undan verður fyrir ætternis- stapa, jafnvel þótt maður unni þeim hvíldar, sem síðasti spölur- inn hefur reynzt erfiður. Foreldrar Þórhalls voru Árm prestur Jóhannesson og kona hans Valgerður Karólína Guð- mundsdóttir, bæði ættuð úr Þing- eyjarsýslum. Sira Árni vígðist til Þönglabakka 1888 og þar fædd- ist Þórhallur 20. ágúst 1891, elzt- ur fimm systkina, en hann ólst upp í Grenivík, því að föður hans var veitt Höfða- og Grýtubakka- prestakall árið eftir. Hann gekk i Gagnfræðáskólann á Akureyri, er hann hafði aldur til, síðan í Menntaskólcinn í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1914. Á uámsárum sínum hér sýðra var hann lengst af til heimilis í Lauf- ási hjá nafna sínum Þórhalli biskupi. Eftir að hann hætti læknanámi, stundaði hann banka störf í nokkur ár í Útvegsbank- anum — eða íslandsbanka, eins og sú stofnun hét þá, — en 1925 gerðist hann fulltrúi hjá Sam- tryggingu íslenzkra botnvörp- unga og gegndi því starfi meðan beilsa og kraftar entust. Þórhallur kvæntist 12. júní 1920 Sigríði Stephensen, yngstu dóttur Magnúss landshöfðingja, en missti hana eftir 14 ára hjóna- band. Síðari konu sinni, Elínu Hafstein, dóttur Marínós sýslu- manns, kvæntist hann 31. júli 1935, en hún dó 28. október 1957 eftir mjög erfiðan sjúkdóm og varð manni sínum mjög harm- dauði. Bæði hjónböndin voru barnlaus, en hann og fyrri kona hans ættleiddu Elínu, sem gift er Reyni Jónassyni bankafulltrúa. Var mjög kært með honum og þessari kjördóttur hans. Þórhallur heitinn veiktist af hjartabilun um eða upp úr 1960 og mátti að mestu leyti heita rúmfastur síðustu fjögur árin. Steingerður systir hans stóð fyrir heimili hans frá því að kona hans missti heilsuna og anna'ðist hann af mikilli alúð í veikindum hans. Þórhallur var tæplega meðal- maður á hæð, ljós yfirlitum, létt- ur í skapi og nokkuð kæruleysis- legur á ytra borði framan af ævi, og skyldi enginn fella af því fullnaðardóm um það, er inni fyrir býr. Hygg ég, að hann hafi líka að jafnaði látið lítt á sér sjá æðru, þegar á ævina leið og róð urinn þyngdist. Nú hefur hann náð landi, einmitt á þeim tíma árs, er dagsbirta situr að völd- um allan sólarhringinn í fæðing- arsveit hans, sem nú er að vísu öll í eýði. En sú strönd er ekki auð né vinalaus, þar sem hann hefur nú brýnt báti sinum í naust, og óska honum góðrar heimkomu þeir gömlu samferða- menn hans, sem nú sjá á eftir honum. P. V. G. Kolka. um hurðir fyrir nýja leigjendur. Herbergin horfa opin og spyrj- rndi fram á ganginn, því að þeir, jem hér eyddu ævinni áratugu,m jaman, sumir síðan húsið var reist, eru allir á bak og burt, — jg hinn niðandi kliður starfs og anna hljóðna'ður um sinn. Sumir hafa flutt í næstu hús, aðrir lengra. Þórhallur Árnason kemur hér ekki aftur, aldrei framar heyrast hans kankvísu, glaðhlakkalegu tilsvör og hárfínu athugasemdir hér í þessu húsi, þar sem hann hafði sóað auðlegð sinni: andríki, velvild og kímni til hvers sem hafa vildi í fulla þrjá áratugi. En við sem eftir sitjum um sinn, vonum að andi hans flytji inn með nýjum leigj endum og taki sér hér varanlega bólfestu í húsinu, öldum og ó- bornum til gæf.u. Okkur, sem bárum gæfu til að kynnast Þórhalli Árnasyni til nokkurrar hlítar, fannst því meir til um hann, sem við þekkt- um hann betur. Hann var manna hreinlyndastur og bar allt yfir- bragð þess að vera grein af sterk um stofni: þéttvaxinn og vörpu- legur á velli, klæddist manna bezt, skartmaður og höfðingi í framgöngu og samskiptum við fólk. Ennfremur var hann mikill samkvæmis- og gleðimaður, söng máður góður og fjölfróður um víðlendur hinna æðri bókmennta, las mikið og var manna minnug- astur á ailt, sem hann hafði lesið. Með ÞórKalli Árnasyni er geng- inn góður drengur og einstæður persónuleiki: mikill í gleði, sterkur í mótlæti og þjáningum. Hann var sterkbyggður og heilsuhraustur unz kraftar þrutu, eins og skorið væri á streng, fyr- ir fjórum árum. Eftir það var hann fársjúkur hvern dag og nótt þar til yfir lauk aðafarnótt 23. þ.m. Sterkt hjarta og mikill lífs vilji bar að lokum lægri hlut. SAMSTARFSMAÐUR og vinur okkar, Þórhallur Árnason, full trúi, er lézt 23. þ.m„ er kvaddur í dag. Um tæplega 40 ára skeið vann hann við margvísleg skrifstofu- störf í hinum fámenna hópi starfsmanna Samvinutryggingar íslenzkra botnvörpunga hér í bæ. í upphafi hvíldu aðalstörfin a tveimur mönnum, en frá árinu 1929 höfum við þrjú haldið hóp- inn, unz Þórhallur varð að hætta störfum sakir veikinda, sem bráðlega bönnuðu honum fóta- vist að fullu og öllu og leiddu til fráfalls hans, eftir mjög stranga sjúkdómslegu i fjögur ár. Var Þórhallur að heita má ósjálfbjarga allan þann tíma, en naút einstakrar umönnunar Stein gerðar systur sinnar, sem stund- aði hann dag og nótt á heimi.li þeirra í Þingholtsstræti. En þessar voru aðeins loka- raunir í lifi Þórhalls Árnason ar. Hann kvæntist Sigríði, dóttur Magnúsar Stephensen fyrrum landshöfðingja í júní 1920, en missti hana eftu aðeins 13 ára sambúð. Þá kvæntist hann öðru sinni, Elínu dóttur Marínós Haf- stein fyrrum sýslumanns, í júlí 1935, en missti hana einnig, eftir tiltölulega skanmar samvistii', eða í október 1957. Ekki varð honum barna auðið með eiginkonum sínum, en þau Sigríður tóku sér kjördóttur, sem er gift Reyni Junassym Sveinssonar læknis. Þórhallur Árnason ski’.ui eftir mjög hugþekkar endurminning- ar frá samverustundum okkar félaga- hans. Meðan hedsunnar naut við var honum eiginlegt bjart og glaðlegt. umhverfi og þrátt fyrir andstreymi í lífinu miðlaði hann öðrum margri gleðistundinni i daglegri um- gengni, því honum var öll sút fjarri skapi, jafnvel í þungum s j úkdómsru anum Hann var þeim kostum búinn að laða að sér vini og halda ríkri tryggð við þá. Á sjötugs- afmæli hans, fyrir tæpum fimm árum, kom það einkar skýrt í ljós hve fjölmeunan og vinveitt- an kunningjahóp hann átti. Það kveðja Þórhall Árnasun því margir í dag með söknuði og við gamlir staifsfélagar hans þökk- um honum innilega trygglyndi hans og vinsemd í langri við- kynningu. Ásgeii1 Þorsteinsson. EFRI hæðirnar í Austurstræti 12 standa auðar og yfirgefnar þessa dagana, nema hvað handverks- menn koma hér endrum og eins til starfa sinna, því að nú á að gera allt hreint og fint, og jafn- vel hefur komið til orða að skipta Þing framhalds- skóla kennara DAGANA 10.—12. júní s.l. var haldið í Vogaskóla 11. þing Lands sambands framhaldsskólakenn- ara. Þingið sátu um 90 fulltrúar víðsvegar af á landinu. Voru þar rædd ýms hagsmuna- og áhuga- mál framhaldsskólakennara og kjörin stjórn til næstu tveggja ára. Formaður var kosinn Ólafur S. Ólafsson, Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar. Aðrir í stjórn eru: Þorsteinn Eiríksson, Voga- skóla. Guðmundur Árnason, Kópa- vogi. Snorri Jónsson, Hafnarfirði. Marteinn Sívertsen, Gagnfræða skóla verknáms. Bryndís Steinþórsdóttir, mat- reiðslukennari Magnús Jónsson, skólastjóri Jakobína Guðmundsdóttir, Hús mæðraskóla Reykjavíkur og Óli Vestmann Einarsson, Iðnskólan- um í Reykjavík. í varastjórn eru: Þorsteinn Jónsson, Sólveig Búadóttir, Har- aldur Steinþórsson Haraldur Magnússon, Andrés Davíðsson, Björn Bjarman og Hinrik Bjarna son. Endurskoðendur eru: Haraldur Ágústsson og Már Ársælsson og til vara Sigurður Úlfarsson. Á þinginu voru gerðar margar samþykktir og verður nokkurra þeira getið hér á eftir. Launamál: Varðandi launamál var sam- þykkt að vinna að því í sam- starfi við önnur kennarasamtök, að laun kennara hækki verulega. Þingið taldi, að leggja bæri menntun til grundvallar við á- kvörðun launa í framtíðinni, eft- ir að sett hefðu verið ný lög um menntun kennara og réttindi til starfs. Allir framhaldsskólakenn- arar, sem settir voru eða skipað- ir fyrir 1. júlí 1963, en eru í lægsta launaflokki verði hækk- aðir á yfirstandandi kjaradóms- tímabili, og einnig verði unnt fyrir þá kennara, sem fastráðnir eru síðan að komast í efri launa- flokk framhaldsskólakennara. Þá samþykkti þingið kröfur um styttingu kennsluskyldu og ýmis fleiri atriði varðandi launa- kjör. Samningsréttur: 11. þing L.S.F.K. lítur svo á, að sá takmarkaði samningsrétt- ur, sem opinberir starfsmenn fengu með lögum frá 1962, hafi alls ekki reynzt sú réttarbót, sem vonað var í fyrstu. Því telur þingið nú fyllilega tímabært að opinberir starfsmenn krefjist fulls og óskoraðs samnings- og verkfallsréttar og beiti eftir föng um mætti samtaka sinna til að ná honum fram. Skólamát: 11. þing L.S.F.K. ályktar, að menntun æskufólks í nútiðar- þjóðfélagi sé ein arðbærasta fjár festingin og brýnust nauðsyn þjóðar á leið til bættra lífskjara og fegurra mannlífs. Starf skólans hlýtur því að teljast mikilvægt, þar sem menntun æskufólks fer í vax- andi mæli fram innan veggja hans. Til þess að skólinn sé fær um að inna sitt hlutverk af höndum, verður að gæta þess vel, að ytri sem innri aðbúnaður skól- ans sé ávallt í fullu samræmi við kröfur og þarfir þjóðfélagsins varðandi uppeldis- og menntun- arstörf skólans. Verður hér bent á nokkur at- riði, sem ætla má, að gerðu skól- ann færari til að ná þeim til- gangi sínum að mennta og göfga æskuna, og er Landssamband framhaldsskólakennara reiðubú- ið að veita allt það lið, sem því er auðið, til úrbóta. 1. Gerð verði nákvæm at- hugun á því, hvers þjóðfélagið þarfnast af skólans hálfu í fræðslu- og uppeldisstörfum. 2. Félagsmál barna- og ung- linga verði meira tengd skólun- um en nú er, svo að auðveldara verði að tryggja það, að enginn verði félagslega afskiptur og eng um unglingi ofþyngt með óhóf- legu félagsstarfi. Nauðsynlegt er, að félagsstörf séu metin til jafns við aðra kennslu. 3. Hraðað verði meir en nú er byggingu skólahúsnæðis og þess gætt, að skólahús fullnægi kröf- um nútímans til kennsluhúsnæð- is. Þess verði gætt, að forn hreppamörk verði ekki lengur til að hindra það, að æska lands- ins fái mannsæmandi húsnæði til námsins. 4. Bæta þarf aðstöðu nemenda til sjálfstæðrar námsvinnu með því að búa skólana hentugum kennslutækjum, aðgengilegum handbókum og kennslubókum svo fjölbreyttum, að þær séu við hæfi allra nemenda og í samræmi við þarfir æskufólks hvers tíma Ótvræð framför hefur orðið á frágangi og myndskreytingu kennslubóka Ríkisútgáfunnar, Hins vegar er ábótavant gerð og samningu ýmissa námsbóka og þær engan veginn í sam- Framhald á bls. 21 í þessari löngu og þjáningar- fullu sjúkdómslegu naut hana frábærrar umönnunar sinna nán- ustu ættmenna, og þá sérstak- lega Steingerðar systur sinnar, sem vakti með honum og hjúkr- aði honum unz lei'ðir skildu. Við, sem fengum að verða þér samferða svo lengi, þökkum þér hlýju og góðvild og biðjum þér allt velfarnaðar á vegum fram- tíðarinnar. S. B. — Sjónvarp Framhald af bls. 5 aðalstöðvar sjónvarpsins að Laugavegi verða settar í sam- band við sendistöðina á Vatns enda á þann hátt, að litlum millisendi verður komið fyrir á þaki sjónvarpsbyggingarinn ar við Laugaveg. Sendir hann efnið til aðalsendisins á Vatns endahæð. Dagskrárdeildir. En víkjum nú að dagskrár- deildum sjónvarpsins, sem ekki gegnir veigaminna hlut- verki í komandi sjónvarpi, en tæknideildin. Það eru þær deildir, sem bera ábyrgð á þvi sem birtist í sjónvarpinu af skemmti- og menningar- efni, og frétta- og fræðslu- efni. Stúdíóið verður eins og áður segir, tilbúið í ágúst- mánuði n.k., og er áætlað að reynsluupptökur gati hafizt þá strax. „Sjónvarpið hefur að undan förnu“, sagði Andrés Indriða- son hjá lista- og skemmtideild, „unnið að því að setja saman dagskrá fyrir nokkrar fyrstu vikurnar og er unnið að því að panta þá erlenda þætti sem ákveðið hefur verið að taka til sýninga í byrjun. Jafnskjótt og við höfu.m feng- ið þessa þætti í hús og hand- rit með þeim, verður hafizt handa um þýðingar. Starfs- menn sjónvarpsins hafa farið út á land til þess að safná efni, og í því skyni hefur m.a. verið staldrað við í Vest- mannaeyjum og á Siglufirði. Starfsmenn frétta- og fræðsludeildar hafa heldur ekki setið auðum höndum að undanförnu. Nokkuð hefur verið gert af því að safna fréttamyndum, ,,en þó hefur aðaláherzla verið lögð á að koma upp safni mynda, sem grípa má til, þegar ekki er tilefni til sérstakrar frétta- myndatöku eða þegar sam- göngur hamla því að myndir geti borizt til sjónvarpsins í tæka tíð“, sagði Magnús Bjarn freðsson, einn af starfsmönn- um þeirrar deildar. „Við mun um, þegar sjónvarpið hefur tekið til starfa, fá fréttamynd ir og ljósmyndir af helztu at- burðum daglega erlendis frá“, bætti hann við. Til þess að taka á móti sím- sendu myndunum mun frétta- stofa sjónvarpsins koma til með að hafa tæki til þess að taka beint á móti þessum myndum. Fjarritarar hafa Verið pantaðir og mun sjón- varpið njóta þjónustu frá sömu fréttastofum og útvarpið hefur, þ.e. NTB og AP. Hér á undan hefur verið stiklað á því helzta, sem er að gerast innan veggja sjón- varpsins þessa dagana, í von um að m-enn verði nokkru fróðari um þá vinnu, sem þarf til þess að ein sjónvarpsstöð geti tekið til starfa. Blaða- maður Morgunblaðsins sann- færðist um það, er hann heim sótti íslenzka sjónvarpið, að allir starfsmenn þess leggjast á eitt um að gera það sem bezt úr garði, þegar það tekur til starfa. Hann sannfærðist ennfremur um það, að ekki þyrfti að örvænta um það að svo stöddu, að íslenzka sjón- varpið gæti ekki fullnægt skemmti- og fróðleiksfýsn ís- lendinga — það má jú alltaf búast við byrjunarörðugleik- um, en eru þeir ekki fyrir hendi. hvort sem ,það er sjón- varp að hefja starfsemi sína, eða bóndi að byrja búskap?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.