Morgunblaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 21
MiðvítcuðafOT‘ i9. júní 1966
21
MORGUNBLAÐID
— Kennarar
Framhald af bls. 17
ræmi við þroskastig og getu
nemendanna, og þyrfti að fást
ráðin bót á því. Fræðslustjórn
leiti uppi og athugi hentugar
handbækur og geri á hverjum
tíma lágmarkskröfu um tækja-
og handibókakost skóla.
5. Gæta þarf þess, að hverj-
um starfsmanni skóla sé ekki
eetlað meira starf en svo, að
hann geti unnið það svo vel sem
þörf krefur.
6. Fræðslumálastjóm gangist
fyrir námskeiðum og fræðslu um
nýjungar í uppeldis -og fræðslu-
málum og sé það gert að hluta
úr starfi kennara að sækja slík
námskeið, enda sé ferða- og
dvalarkostnaður aðkomukennara,
sem þau sækja, greiddur úr rík-
issjóði. Þingið lýsir ánægju sinni
yfir nýskipan fræðslumála-stjórn
arinnar á skipun námsstjóra í
einstökum greinum og þeim nám
skeiðum, sem hún hefur staðið
fyrir, og væntir framhalds á
þeim.
7. Ef nemendur á fræðsluskóla
skyldualdri þurfa að skipta um
skóla, bendir reynsla nokkurra
skóla til þess, að heppilegast sé,
að sú skipting verði um 12—13
ára adur þ.e. í byrjun gelgju-
skeiðs. Benda má á það, að ná-
grannaþjóðir okkar telja sig hafa
góða reynslu af því að hafa
börn og unglinga í sama skóla
allt að gagnfræðaprófi eða leng-
ur. Gefur slíkt fyrirkomulag
aukna möguleika til að laga
námsskrá eftir getu og þörfum
nemendanna. Athugað skyldi,
hvort rétt sé að skipta nemendum
eftir námsgetu, eins og mest hef—
ur tíðkazt.
8. Tekin verði upp tvenns kon-
ar lokapróf í íslenzku og reikn-
ingi til unglingaprófs, A-próf og
B-próf.
9. Gagnfræðapróf verði sam-
ræmt. Tegundum gagnfræðaprófs
verði fjölgað og valgreinar tekn-
ar upp eftir því sem við verður
komið.
Menntunar- og réttindamál:
Takmark Landssambands fram
haldsskólakennara í menntunar-
og réttindamálum er að kenn-
arastéttin verði sem bezt mennt-
uð, og allir kennarar hafi full
réttindi til starfs síns samkvæmt
lögum. Takmarki þessu vill L.
S.F.K. ná með því að beita sér
fyrir eftirfarandi:
a) setningu nýrra laga um
menntun framhaldsskólakennara,
er kveði skýrt á um náms-
kröfur og réttindi, í stað hinna
ófrjálsu ákvæða, er nú gilda.
b) að auðvelda fólki leiðina
til B.A.-prófs eða hliðstæðrar
menntunar, m.a. með því að gera
því kleift að stunda námið með
starfi að einhverju leyti.
c) að sett verði á stofn nefnd,
er meti nám þeirra umsækjenda
um kennarastöður, sem ekki hafa
nægilegt nám samkvæmt lögum
til að öðlast starfsréttindi. Skal
nefndin bæði meta nám nýrra
kennara og viðbótarnám það, sem
þeir afla sér. Nefnd þessi skal
skera úr um það, hvort um
nægilegt nám til réttinda sé að
ræða og hvað á vanti.
Að ríkisvaldið stofni til nám-
skeiða, sumarskóla eða kennara
háskóla, fyrir framhaldsskóla-
kennara, einnig þá, sem um er
fjallað í c)-lið. Þingið leggur
áherzlu á, að komið verði á fót
framhaldsdeild við Kennara-
skóla íslands, Kennaraháskóla,
sem sinni þessum verkefnum.
e) að öll sérgreinakennsla sé
metin hliðstætt við aðra kennslu
til hæstu launa, og lög um
menntun sérgreinakennara verði
endurskoðuð.
f) að breytingar, er verða gerð
ar á reglum um nám og réttindi
kennara (sbr. a)-lið), verði ekki
látnar ná til þeirra kennara,
sem eru í föstum stöðum, þegar
breytingarnar taka gildi.
Globus hl. í nýjusm húsakynnum
Innflutningsfyrirtækið Clobus
h.f. flutti á laugardag í ný og
mjög nýtízkuleg húsakynni að
Lágmúla 5, en það hefur s.l. 4
ár verið tii húsa að Vatnsstíg 3,
Sá hluti byggingarinnar sem
þegar hefur verið reistur er að
flatarmáili 1078 fermetrar eða
4488 rúmmetrar. Byggingin er
hins vegar mun stærri sam-
kvæmt teikningu, en að því er
Árni Gestsson forstjóri Globus
tjáði fréttamönnum fyrir
skömmu, var ákveðið að byggja
ekki stærra, þar sem núverandi
húsnæði á að geta þjónað starf-
seminni um langt árabil.
. í nýju byggingunni er sér-
stakur sýningarsalur, þar sem
ráðgert er að stilla út og sýna
ýmis ný landbúnaðartæki, sem
á markaðinn koma, en Globus
hefur um langt árabil verið einn
helzti brautryðjandinn á sviði
innflutnings á nýjum landbún-
aðarvélum. Auk sýningarsalarins
er í byggingunni stórt húsnæði
fyrir varahlutalager og vélalag-
er, og á annarri hæð byggingar-
innar eru skrifstofur fyrirtækis-
ins.
Lóð sú, sem nýbyggingin er
reist á, er mjög stór eða um
42000 fermetrar og verður því
þar í framtíðinni mjög gott at-
hafnasvæði ,enda sagði Árni, að
ekki væri vanþörf á því, vegna
þess að landbúnaðartækin, sem
Globus h.f. flytur inn eru mikil
um sig, og þarfnast mikils svæð-
is. Ennfremur er gert ráð fyrir
að reisa síðar á lóðinni vélaverk
stæði. Byggingin og innréttingar
eru teiknaðar í teiknistofu Gunn-
ars Hanssonar og Magnúsar
Guðmundssonar.
Fyrirtækið Glo'bus h.f. verður
20 ára í janúarmánuði næsta ár.
Aðalhvatamaður að stofnun fyrir
tækisins mun hafa verið Einar
Egilsson, stórkaupmaður, en að-
aluppistaða fyrirtækisins var
Gilleitteumboðið. Nokkrum ár-
um síðar flutti Einar búferlum,
og tók þá héildverzlunin Hekla
við starfsemi fyrirtækisins. Var
það rekið í sambandi við starf-
semi Heklu þar til 1956, að Árni
Gestsson keypti hlutabréf fyrir-
tækisins, og hætti jafnframt
starfi hjá Heklu, þar sem hann
hafði verið um 18 ára skeið.
Hefur fyrirtækið aukið mjög
starfsemi sína á undanförnum
árum, því að auk þess sem að
sjá um innflutning og dreifingu
á vörum frá Gilette-verksmiðj-
unum, hefur það einnig flutt
inn mikið af allskyns landbún-
aðartækjum, dráttarvélum og
skurðgröfum. í dag er fyrirtæk-
ið rekið í tveimur deildum, ann-
ars vegar er véladeild og hins
vegar heildsöludeild. Hefur véla-
deildin umboð fyrir mörg heinx*
þekkt fyrirtæki, svo sem: Davtd
Brown Tractors, sem framleið-
ir dráttarvélar, JCB Ltd., sem
framleiðir hjóla- og beltaskurð-
gröfur, H. Visser í Hollandi, sem
framleiðir múgavélar og kast-
dreifara, o.fl. Heildsöludeildin
hefur einnig umboð fyrir ýma
þekkt fyrirtæki, svo sem Gillette
rakblöð og rakvélar, Yardley
snyrtivörur, Toni hárliðunar-
vökva og MacLeans tannkrem o.
fl.
Árni kvaðst vona, að í þeitn
nýju húsakynnum, sem Globus
hefur nú flutt í, væri hægt að
hagræða störfum fyrirtækisins
á mun skipulegri hátt en áður
var unnt, auk þess sem allir
möguleikar myndu nú vera á
því að gefa viðskiptavinum
betri þjónustu.
— /jb róttir
De Gaulle í Stalingrad
Heldur heim á fösiudag
Volgograd, 28 júní (AP-NTB)
CHARLES de Gaulle, Frakk-
landsforseti kom í dag til Volgo
grad frá Kiev, og er þetta sið-
asti áfangi forsetans. á 10 þús-
und kílómetra ferð'alagi hans
um Sovétríkin. Var Alexei Kosy
gin forsætisráðherra Sovétríkj-
anna, í fylgd með de Gaulle
þennan síðasta áfanga, og halda
þeir til Moskvu annað kvöld.
Heim tU Frakklands fer svo de
Gaulle á föstudag.
Á ferðum sínum hefur de
Gaulle marg ítrekað nauðsyn á
meiri samvinnu milli Sovétríkj-
anna og Frakklands, ög hafa um
mæli hans fallið í góðan jarð-
veg. Pravda, málgagn kommún-
istaflokksins, segir i dag að
heimsókn franska forsetans hafi
borið góðan ávöxt Enginn hafi
búizt við — né geri það nú —
að fundin yrði • lausn allra
vandamála. „Við vitum“, segir
blaðið, „að þótt við lítum sum
vandamálin svipuðum " augum,
höfum við ólíkar skoðanir á öðr
um En það, sem mestu máli
skiptir er, að fyrir hendi er
gagnkvæm ósk um að útskýra
skoðanir beggja aðila.“
— „Margir vestrænir stjóm-
málaleiðtogar fjölyrða um að
bæta sambandið milli Austurs
og Vestúrs,“ heldur blaðið
éfram, „og viðurkenna að á því
sé þörf En því miður láta þeir
sér nægja að tala. De Gaulle
forseti lætur framkvæmdir
fylgja orðum sínum.“
De Gaulle hefur áður heim-
sótt Volgograd. Var þaó árið
1944, en þá hét borgin Stalin-
grad, og lá í rúst eftir 'stór-
orustur sem þar höfðu geisað,
og urðu upphafið að endanleg-
um ósigri Þjóðverja á austur-
vígstöðvunum. En nafni borgar-
innar var breytt árið 1961 þeg-
ar verið var að reyna að afmá
nafn Stalíns af landakortinu.
De Gaulle var ákaft hylltur við
komuna til borgarinnar að
þessu sinni, og lögðu þeir Kosy-
gin blómsveiga að minnisvarða
um þá, sem féllu í bardögun-
um úm Stalingrad.
Artnað kvöld hefur de Gaulle
móttöku fyrir leiðtoga Sóvétríkj
anna í sendiráði Frakka' j
Moskvu.
Pillur lézt
af voðaskoti
UNGUR piltur, Magnús Harðar
son frá Sólveigarstöðum í Bisk-
upstungum, varð fyrir voða-
skoti á sunnudagsmorgun. Var
hann með öðrum pilti á gangi
niður að Hvítá við Laugarás,
og gekk á eflir honum. Mun
hann hafa fengið skot í höfuðið
úr eigin byssú og lézt samstund-
Framhald af bls. 26
Og á 37. mín. batt Magnús
Torfason frá Keflavík endahnút
á sigur landsliðsins með ágætu
skoti utan við vítateigshorn. —
Laglega gert.
Tækifæri.
Pressuliðið átti stangarskot
(Björn Lárusson) og ýmis önn-
ur tækifæri sem ónýttust áður
en lokaskotið reið af. Áttu þar
ýmsir mistök, ekki sízt Baldvin,
en öðrum mistókst einnig á ör-
lagastund.
Það spaugilega atvik gerðist
að Hörður Markan átti svo fast
skot í hliðarnet að netið hélt
ekki og lá knötturinn í markinu.
Var í fyrstu dæmt mark, en því
síðan breytt enda augljóst hvað
skeð hafði.
Liðin.
Landsliðið átti all góðan leik
og hvergi var veikur hlekkur.
En víða má þó betur til takast ef
vænta á góðs árangurs. Éyleifur
er langt frá sínu bezta og óþekkj
anlegur enn frá fyrra ári. Beitt
asta vopnið var hraðinn. Var
öll framlínan vel með og að baki
standa góðir stuðningsmenn þar
sem framverðirnir eru með
Magnús Torfason sem bezta
mann. Leikur hans er mjög
skemmtilegur, ævinlega reynt
að byggja upp og iðinn er hana
sem maur. Anton Bjarnason er
hinn trausti miðvörður sem þó
skortir snerpuna. Hann hefur
háboltana yfirleitt, yfirvegar vel
en gótt væri honum að bæta við
kostina snöggum viðbragðs-
spretti. Bakverðirnir og mark-
vörður komu vel frá leiknum.
Pressuliðið náði er á leið ágæt-
um leik. Framan af var samstill
ingin ekki nógu góð en lagaðist
er á leið. Kantarnir voru þó
„sveltir“ einkum sá vinstri. Var
reyndar leikur framlínuTinar
sundurlaus og tilviljanakesnndur,
en þar bar Björn Lárusson nokk
uð af.
Framvarðarlínan var sterkasti
hluti liðsins, en bezti einstakling
ur þess var markvörðurinn unigi
frá Akranesi Einar Guðleifsson,
sem varði af mikilli prýði, en.
hefur stóran galla þar sem út-
hlaupin eru, því mörg þeirra
eru alröng og gera ekki annað
en opna rnarkið fyrir andstæð-
ingunum. Þetta kostaði eitt mark
í þessum leik, en gat kostað
fleiri.
Dómari var Hannes Sigurðs-
son og dæmdi vel.
— A. SL
JAMES BOND
James Bond
BY IAN FLEMIN6
DRAWINS BY JOHN McLUSKY
Eftii IAN FLEMING
Kerim þurfti ekki að skjóta nema einu
sinni.
JUMBO
Hann gekk rólegur frá byssunni og
nætursjónaukanum.
— Það gengur á ýmsu, vinur minn, og
-K—
■*■
stundum er okkur nauðugur einn kostur
að verða mönnum að bana.
Teiknari: J. M O R A
Jumbó og skipstjórinn eru sofnaðir og
hrotur þeirra heyrast langar leiðir. Vesal-
ings Spori stendur á verði fyrir utan tjald-
ið og fylgist áhyggjufutlur með tunglkom-
unni handan klcttanna.
Það angar allt af friði . . . e.t.v. er ótti
hans ástæðulaus. Það væri gott að leggj-
ast nú fyrir undir nóttina. Hann stendur
upp og leggur af stað í áttina til tjalds-
ins ...
. . . en allt í einu ber dálítið hroðalegt
við augum: Stein-mammúturinn er horf-
inn. Þar sem hann áður var er nú ekkert.