Morgunblaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 29. júní 1966 SAMNINGARNIR WV- 4-vv mkiz&tí V”J UTAN ÚR HEIMI Ansjðsu-ævintýrið viö Perú eftir Halidór Sigurðsson Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstj órnarf ulltr úi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 105.00 1 lausasöiu kr. VTerkalýðsfélögin á Suðvest- * urlandi og Norðurlandi hafa nú endanlega gengið frá kjarasamningum sínum til 1. október á grundvelli ramma- samnings þess, er gerður var hinn 23. júní sl. Hafa samn- .ingarnir verið staðfestir á fundum í flestum félaganna. Samningaviðræður eru þegar hafnar á Vestfjörðum, og bú- izt er við að samningaviðræð- ur við félög á Austurlandi hefjist fljótlega. Samningar þessir gera ráð fyrir 3%% grunnkaupshækk- un til verkafólks, og jafn- framt eru nokkrar tilfærslur á flokkum í einstökum starfs- hópum, t.d. hjá hafnarverka- mönnum, sem valda því að grunnkaupshækkun hjá þess- um hópum verður raunveru- lega nokkuð meiri. Þá er ráð fyrir því gert í þessum samn- ingum, að vinnuveitendur greiði sérstakt gjald til orlofs- sjóða verkalýðsfélaga, sem nemi að jafnaði krónum 4.28 'á mann á viku. Ennfremur hafa fulltrúár vinnuveitenda og verkamannafélagsins Dags brúnar undirritað yfirlýsingu þess efnis, að skipuð verði nefnd til þess að athuga breytingar á vinnutíma og ‘vinnutilhögun við Reykjavík- urhöfn. ^ Svo sem Ijóst er af þessu hefur verkafólk með þessum samningum fengið verulega kjarabót, sem í öllum ná- grannalöndum okkur mundi þykja mikil, þótt til lengri tíma væri en til 1. október. En mestu máli skiptir nú, að sú kjarabót, sem hinir lægst- launuðu hafa fengið með þess um samningum verði raun- veruleg og að aðrar og tekju- hærri stéttir fylgi ekki í kjöl- farið með kröfum um sömu launahækkun og verkafólk fær nú. í haust munu svo kjara- samningar allflestra verka- lýðsfélaga á landinu renna út. Nauðsynlegt er að sá tími, sem til stefnu er, verði nýttur til hins ýtrasta til þess að undirbúa þá samningagerð, sem í hönd fer. Að undan- förnu hefur mikið verið rætt um verðbólguvandamál- ið, orsakir þess og afleiðingar. Allir tala á þann veg, að þeir vilji stöðvun verðbólgunnar, en þótt ítrekaðar tilraunir hafi verið gerðar til þess, m.a. með hóflegri kjarasamning- um sl. tvö ár en áður, hefur reynzt harla erfitt að hamla á móti þeirri verðbólguþróun, sem hér hefur verið í tvo ára- tugi. En sigurinn á verðbólg- unni vinnst ekki í fyrstu til- raun, jafnvel ekki í annarri. Samt sem áður verður að halda áfram öflugum og skyn Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðaistræti S. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið'. samlegum aðgerðum til stöðv unar hennar. Kjarasamningarnir á hausti komandi hljóta mjög að mót- ast af viðleitni verkalýðsfé- laga, atvinnurekenda og stjórnarvalda til þess að tak- marka verðbólguþróunina. — Flestir virðast hafa verið sam mála um það, að hinir lægst- launuðu í þjóðfélaginu ættu rétt á nokkrum kjarabótum umfram aðra, þótt erfitt hafi reynzt að koma því á í raun. Nú hefur verkafólk fengið 3 V2 % kauphækkun, og ætti þá væntanlega að hafa skap- azt grundvöllur fyrir gagn- gerðum, sameiginlegum að- gerðum fyrrgreindra aðila til takmörkunar verðbólgunnar, þegar kjarasamningar verða gerðir í haust. AUKNAR LOFTÁR ÁSIR í VIETNAM Oandar-íkjamenn hafa nú ** aukið mjög hernaðarað- gerðir sínar í Víetnam, og sér- staklega hafa loftárásir á Norður-Víetnam verið aukn- ar. Sl. sunnudag voru gerðar sprengjuárásir á olíubirgða- stöðvar í Norður-Víetnam, sem ollu gífurlegu tjóni. Eins og öllum er kunnugt hafa Bandaríkjamenn gert ítrekaðar tilraunir til þess að koma á samningaviðræðum um vopnahlé í Víetnam, en allar tilraunir þeirra í þá átt hafa reynzt árangurslausar. Kommúnistastjórnin í Norð- ur-Víetnam hefur neitað öll- um tilmælum, bæði Banda- ríkjamanna og annarra um samningaviðræður. Ýmislegt bendir nú til þess, þar á meðal loftárásirn- ar á olíubirgðastöðvarnar síð- astliðinn sunnudag, að stefna Bandaríkjamanna í Víetnam sé að harðna, og að þeir séu nú staðráðnari í því en áður að berjast þar til sigur hefur verið unninn á skæruliða- sveitum kommúnista í Suður- Víetnam eða kommúnistar neyddir til samningavið- ræðna. Styrjöldin í Víetnam er fyr ir löngu komin á það stig, að þar er um að ræða baráttu um það, hvort kommúnistar í krafti ofbeldisverka eiga ó- hindraðir að flæða yfir ríki Suðaustur-Asíu eða ekki. Um þetta stendur styrjöldin, og þótt æskilegt væri að friður kæmist á í þessu stríðsþreytta landi, ættu þó allir andstæð- ingar kommúnista að vera á einu máli um það, að stöðva verði framsókn þeírra í Suð- austur-Asíu með öllum tiitæk um ráðum. Perú í júní ÞAÐ er mikið um að vera í strandhéruðum Perú um þess- ar mundir. í mörgum hafnar- bæjum hafa verkamenn farið í hungurverkföll. Ástæðan er sú að í Perú, hjá mestu fisk- veiðiþjóð heimsins, hefur ver- ið fyrirskipað þriggja mánaða fiskveiðibann frá 1. júní. Nær hannið yfir veiðar á ansjós- um, sem er smáfiskur, svipað- ur síld. Bannið þýðir að 18 þúsund fiskimenn og 16 þúsund verka menn í fiskimjölsverksmiðjun um verða atvinnulausir til 1. september — og að vera at- vinnulaus í Suður-Ameríku þýðir það að vera tekjulaus, því þar eru engar atvinnu- leysistryggingar eða opinberir framfærslustyrkir. Þetta fiskveiðibann rikis- stjórnarinnar í Perú kemur þó ekki of snemma. Á tíu árum hefur Perú orðið þýðingar- mesta fiskveiðiþjóð heimsins. Árið 1955 var svo til engin fiskveiði á þessum sló'ðum. En svo komust menn að því að í rauninni mætti nýta hinar ó- trúlega miklu ansjósu-torfur, sem koma upp að ströndinni með svölum hafstraumi, er nefnist Humbolt-straumurinn. Þá hófst fiskveiðiæfintýri, sem á ekki sinn líka. Á árinu 1964 veiddust nærri tíu mill- jónir tonna af ansjósum — meira fiskmagn en hjá nokk- urri annarri fiskveiðiþjóð. — Byggðar voru 180 fiskimjöls- verksmiðjur, og afraksturinn nam um 6.500 milljónum króna í erlendum gjaldeyri. Gífurlegar fjárhæðir grædd ust á fiskveiðunum, og fjár- HÓPUR sænskra kennara og kennaranema dvaldist á íslandi daagna 15. júní til 28. júní til að kynnast landi og þjóð. Þá fór hópurinn einnig í eins dags ferð til Grænlands. Hjónin Anne Charlotte og Lars festingu í mörgum fiskimjöls- verksmiðjum var unnt að af- skrifa á aðeins tveimur árum. En þegar árið 1964 tók að bera á ofveiði. Hinir þekktu gúanófuglar urðu fyrstir til a'ð finna fyrir ofveiðinni. Á síð- asta ári drápust um 14 millj. þessara stóru sjófugla, sem alltaf hafa lifað á ansjósu- torfunum, úr hungri. Og marg ir þeirra söfnuðust inn til höfuðborgarinnar Lima í fæðuleit. Nú éru aðeins um 3 milljónir fugla eftir. Það þýðir að hinn þýðingarmikli gúanó-áburðar-iðnaður í Perú er að líða undir lok. Ansjósuveiðarnar eru orðn- ar þa’ð þýðingarmiklar, að eig- endur stóru fiskimjölsverk- smiðjanna hafa lengi getað staðið gegn sérhverjum til- raunum til takmarkaðrar verndar fiskstofnsins. Á síð- asta ári dró verulega úr veið- unura, og til síðustu mánaða- móta nam heildarveiðin að- eins 7,5 milljónum tonna. Það var því orðið tímabært að koma á fiskveiðibanni. Sagt er hér í Lima að ef eigendur fiskimjölsverksmiðjanna hefðu fengfð að ráða, hefði ansjós- unni verið gjöreytt á örfáum árum. Spurningin um verndun ansjósunnar varðar fleiri lönd en Perú. Er það þá fyrst Chile, en þar veiddust á síð- asta ári 422 þúsund tonn af ansjósu, og á þessu ári munu veiðast þaðan 640 þúsund tonn, að því er mér var sagt hjá fiskimálstofnun landsins í höfuðborginni Santiago. Einnig — og það sem mestu máli skiptir — er hér um að Ruben Fahlström, sem skipu- lögðu íslandsferðina litu inn á ritstjórn Morgunblaðsins nokkru áður en hópurinn hélt aftur heim til Svíþjóðar. Þau sögðu, að tilgangurinn með ferðinni væri sá að gefa ræða náttúruauðæfi svo um- fangsmikil, að ansjósan er sameiginleg matvælanáma mannkynsins. Þörfin fyrir eggjahvítuefni, unnu úr dýra- ríkinu, verður stöðugt brýnni, eftir því sem íbúum jarðar fjölgar. Eyðing ansjósunnar j væri glæpur gagnvart kyn- slóðum framtíðarinnar. Enn sem komi'ð er fer ansjósan eingöngu til kjúklinga- og svínaeldis, en nýjar efna- j vinnsluaðferðir munu brátt gera fiskinn hæfan til mann- ! . eldis. ! Þetta sjónarmið skilja og styðja starfsmenn Instituto de Mar í Callao (þar sem starf íslenzka haffræðingsins Her- manns Einarssonar hefur bor- ið mikinn árangur) — en með brautryðjendastarfi sínu hef- ur stofnun þessari tekizt að sannfæra fiskiðnaðinn um nauðsyn árlegs fiskveiðibanns í nokkra mánuði. j í Chile — þar sem fjöldi sér fræðinga frá Matvæla- og land búnaðarstofnun SÞ starfar á svipuðum grundvelli og Insti- tudo del Mar í Perú — hefur hinsvegar enn ekki verið kom ið' á fiskvei’ðibanni. En búizt er við að það verði brátt inn- leitt þar með lögum. „Ef þeir í Perú geta komið á banni“, sagði Chile-búi, sem málinu er kunnugur, „nú, þá getum vi'ð hinir ekki verið þekktir fyrir annað en gera það sama“. kennurunum og kennaranemun- um tækifæri til að kynnast ís- landi, en það væri mjög mikil- vægt fyrir þá vegna starfs síns. Hópurinn hefði safnað hér blómum og jurtum, tekið jarð- fræðisýnishorn og yfirleitt safn- að sem flestu um íslenzka nátt- úru. Þá hefði verið tekið mikið af myndum og meira að segja viðtöl við menn á segulbönd. Væri ætlunin að koma upp sýn- ingu í Stokkhólmi til að kynna ísland og yrði þar notað það efni, sem hópurinn hefði safnað. Kennararnir bjuggu í Kennara skólanum og dr. Broddi Jóhannes son, skólastjóri hans, skipulagðí fyrirlestra fyrir þá um ísland, áður en farið var út á land. Magnús Gíslason, námsstjóri, flutti fyrirlestur um sögu og menningu þjóðarinnar. Guðmund Framhald á bls. 18 Fahlströmshjónin til vinstri á myndinni og Erling Frick, kennaranemi, tii hægri. Ætla að efna til sýn- ingar um Island í Stokkhólmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.