Morgunblaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 29 Jún! 1966 MORGUNBLADIÐ 3 Sumarferð Varðar að Skógafossi HIN ÁRLEGA sumarferð Landsmálafélagsins Varð- ar verður farin nk. sunnu- dag, 3. júlí. Að þessu sinni er förinni heitið um hinar breiðu byggðir Árnessýslu og Rangárvallasýslu, austur að Skógafossi, Skóga- skóla og héraðssafninu í Skógum, þar sem Þórður Tómasson, safnvörður, lýs- ir staðnum. Svo sem kunnugt er, hafa skemmtiferðir Varðarfélags- ins notið mikilla vinsælda á undanförnum árum. Hafa ferðir þessar verið mjög eftir- sóttar og verið fjölmennustu ferðalög sumarsins. Varðarförin er orðin hjá íjölda fólki fastur liður á hverju sumri. Fólk á hinar ánægjulegustu endurminning- ar frá fyrri ferðum félagsins, svo sem með ferð um sögu- staði Njálu, vestur Árnessýslu, vestur í Hítardal, um Stokks- eyri og Eyrarbakka um Vill- ingaholt og Skáiholt og um Borgarfjörð, Gullfoss og Geysi og ferðin sl. sumar um Þjórs- árdalinn, en í ferðum þessum hafa þátttakendur verið frá 600 til 1000 manns. Það munu því margir hugsa gott til þessarar ferðar sem nú verður farin austur að Skógafossi og um Fljótshlíð- ina heim. Lagt verður af stað frá Reykjavík kl. 8 á sunnudag. Farið verður austur yfir Hellisheiði, að Selfossl, en það an liggur vegurinn austur að Þjórsátbrú framhjá Hellu um Rangárvelli yfir Hvolsvöll, en þar beygir vegurinn suður á bóginn yfir Þverá, og er þá komið í Landeyjar. Liggur svo leiðin yfir sanda að Mark- arfljótsbrú, hjá Seljalands- fossi, austur Eyjafjöll um Hrútafell, og er þá skammt að Skógafossi, héraðsskólanum og héraðssafninu í Skógum, en þar er margt merkilegt að sjá. Frá Skógum er svo hald- in sama leið til Reykjavíkur, þar til yfir Markarfljótsbrú kemur, en þá er ekið upp fyrir Dímon og þaðan til Fljótshlíðar, einhverrar feg- urstu og blómlegustu sveitar landsins, að Múlakoti, fram- hjá Hlíðarendakoti og Hliðar- enda lijá Sámsstöðum og Breiðabólsstað um Hvolsvöll, en síðan er haldið til Reykja- víkur. Árni Óla, ritstjóri, verður leiðsögumaður ' fararinnar, einnig verður læknir til taks í förinni, þá verður ferðalagið kvikmyndað. Þátttöku í ferðina nú ber að tilkynna í Sjálfstæðishúsið uppi, sími 17100, en þar eru farseðlar seldir til kl. 5 og til kl. 10 á fimmtudagskvöld, en fólk ætti ekki að draga það lengur að tryggja sér miða í ferðina. Varðarfélagið mun gera allt til þess aö ferðin megi verða hin ánægjulegasta. — Verði miða er stillt mjög í hóf, en verð þeirra er 340 krónur og þar innifalinn hádegisverð- ur og kvöldverður. Nokkur hluti bilanna og þátttakenda í Varðarferöinni sumarið 1965 Bryggjuker steypt á Skagaströnd ÞESSI mynd af Hallgríms- kirkju var tekin úr lofti fyrir skömmu. Hækkar nú turn hennar óðum og er nú farinn að sjást víða að úr borgar- landinu. Húsið aftan við kirkjuna er nýbygging Góð- templarareglunnar og efst sést Landsspítalinn. Neðst til vinstri er hin nýja álma Iðnskólans. ÞÝZKUR EMBÆTTISMAÐ- UR HJÁ NATO. París, 28. júní (AP) Vejfctur-þýzki hershöfðing- inn !.*ohann Adolf greifi von Kielmansegg tekur við yfir- stjórn hersveita Vesturveld- anna í Mið-Evrópu nú um mánaðamótin, að því er til- kynnt var í París í dag. Tek- ur hann við af franska hers- höfðingjanum Jean Crepin. SKAGASTRÖND, 28. júní. — Ákveðið hefur verið að byggja hér tvö ker, 12x12 m. á stærð, en þau eiga að fara til bryggju- gerðar að Hauganesi við Eyja- fjörð. Guðmundur Lárusson, byggingameistari hefur tekið verkið að sér, og er það hafið. Skapar þetta nokkra atvinnu á staðnum og verður unnið við þetta fram á haust. Nokkrir menn eru farnir aust- ur á síld. Og nýlega voru ráðnir 22 menn til að undirbúa sildar- verksmiðjuna. Vonumst við til að flutt verði síld hingað, ef eitt- hvað veiðist, svo verksmiðjan komist í gang. Þá er áformað að vinna við höfnina fyrir 500—800 þúsund krónur. Mesta vandamálið er þá að engin vinna er fyrir ungling- ana hér á Skagaströnd. Tveir bátar éru byrjaðir drag- nótaveiðar. Hefur afli heldur verið rýr, 1—2 tonn á dag. — Þórður. Fró HóraroíéL Beykjavíknr í TILEFNI af því, að Múrara- félag Reykjavíkur verður 50 ára 2. íebrúar á næsta ári, hefur félagið ákveðið að gefa út Múr- aratal og steinsmiða á íslandi. Að undanförnu hefur verið unn- ið af kappi að söfnun heimildar- gagna og hefur öllum þeim, sem félaginu er kunnugt um, að nú stunda þessa iðngrein, hvar sem er á landinu, verið send eyðu- blöð til útfyllingar, auk jþess sem nokkrir menn, víðsvegar á land- inu, hafa lofað aðstoð sinni við öflun uppiýsinga um þá, lífs eða lið.ia, sem einhverntíma hafa stundað þetta starf. — Að sjálf- sögðu er félaginu hvergi nærri kunnugt um alla, sem stundað hafa þessa iðngrein hérlendis frá upphafi og óskar því góðfúslega allra fáalegra persónulegra upp- lýsinga frá þeim, sem geta látið þær í té. Ennfremur skorar félagið á alla þá, er fengið hafa eyðublöð til útfyllingar, að senda þau á- samt mynd, sem allra* fyrst og í allra síðasta lagi fyrir 15. júlí. Það skal tekið fram að félagið ber allan kostnað af útgáfunni, sem verður á engan hátt tengd sögu þessa eina félags, heldur allra þeirra er á yfirstandandi eða umliðnum tímum hafa unn- ið að þessum þætti í byggingar- sögu landsins bæði í bæ og byggð. Hins vegar leggur félagið rika áherzlu á, að verkið verði sem allra nákvæmast, svo iangt sem það nær. Allar nánari upplýsingar gefur Sig. Guðmann Sigurðsson í síma 36890 eða í síma 15256 og skrif- stofa Múrarafélags Reykjavikur, Freyjugötu 27. sími 15263. Afmælisnefndin. STAKSl I i\AI! Land hinnar taum- lausu kröíu Dagblaðið Tíminn hefur birt grein eftir séra Arelíus Niels- son, sem vakið hefur töluerða athygli. Þar talar hann um Is- land — land hinnar taumlausu kröfu Þar segir m.a.: „Ekkí hefur ísland lengi ver- ið það alsnægtanna land, sem æskan hefur kynnzt hina síð- ustu áratugi. Það hefur verið alla tíma fagurt og fritt og átt sín auðævi, en öldum saman var fólkið snautt og þyrst við gnótt- ir lífsins linda, en nægjusarat, sparsamt, ánægt. Við sem eitt- hvað munum til baka, þótt ekki sé nema um 30 ár, munum eft- ir fólki og heimilum, já okkur sjálfum, sem ekki höfðum neitt af því, sem nú eru talin sjálf- sögðustu þægindi bæði í mat og drykk og öllum aðbúnaði, hús- næði, húsbúnaði og klæðaburði. .....Sjálfsagt hugsar unga kynslóðin og yfirleitt núlifandi fólk sjaldan eða aldrei um þessa geysilegu byltingar, sem eru sjálfsagt meiri en í flestum lönd um hefur orðið á jafnskömmum tíma, kannski algjört einsdæmi. Það ætti að hugsa um þetta og vera þakklátt, það væri háttvísi, en það skapaði ofurlítið meiri grundvöll fyrir framhald þeirra lífsgæða sem nú eru, ofurlítið meira af ábyrgðartilfinningu gagnvart heildinni og hamingju leitinni....... Munaðarleysingjum og aumingj um leið yíirleitt ekki vel, og ásæður þeirra lítt metnar frá mannúðarsjónarmiði, trúrækni, og bænrækni oft víðs fjarri framkvæmdum í veruleikanum. En eitt var betra Þetta fá- tæka fólk var yfirleitt ekki jafn öfundsjúkt og stjórnmálabarátta nútimans hefur gert rrpirga nú.“ Krafan — einkeimi okkar tíma Síðan segir séra Árelius Níels son: „Krafan og þar af leiðandi óá- nægjan og lifsleiði er því orðin einkenni okkar tima, þótt við ættum að syngja lofsöng full þakklætis og sigurhróss hvern einasta dag. í stað þess er vart opnað dagblað eða timarit, að ckki geti þar að líta nöldur og ónot, og svo miklar kröfur til enn meiri lifsþæginda, að ein- hvern tima hlýtur mælirinn að verða fullur og gróttakvöm gull æðisins að mala sjálfa sig í kaf. Stjórnmálamönnum er kennt um öngþveitið en það er algjör- Iega rangt. Fáum löndum hefur verið betur stjórnað, einkum hina síðustu áratugi, eins og sjá má á samanburði á því, sem hér hefur í fáum orðum verið lýst, við það sem nú er og allir þekkja. 1 Dýrtíðin, verðbólgan svonefnda kemur ekki fyrst og fremst fyrir óstjóm, gæti frem- ur verið fyrir undanlátssemi og festuleysi stjórnenda. Hún kem- ur fyrst og fremst af krófum hugsunalitilla e-ða eigingjarna kvenna og manna, kröfum sem farið er eftir því miður, stund- um af háttvísi við kvenfólk stundum af heimsku og skamm- sýni“. Dýrtíðin okkur sjólf- um að kenna Og í lok greinar sinnar segir séra Árelius Nielsson: „Dýrtiðin er ekki stjórnmála- mönnum að kenna, nema þá vegna undanlátssemi þeirra og misskilinni góðvild. Hún er okk ur sjálfum að kenna. Meðan við krefjumst af öðrum eins og óþekkir og heimtufrekir krakk- ar, en gleymum öllum aðstæð- um til uppfyllingar kröfunni, gleymum að gera fyrst og fremst kröfu til eigin ábyrgðar og skynsemi, þá hlýtur allt að enda i ófarnaði fvrr eða siðar“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.