Morgunblaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 29. JGnf 1966 MORGU NBLAÐID 15 eru listamennirnir að komast upp á lag með að tjá sig á hinni alþjóðlegu tungu nútíma listar“. Verðlaunaveiting dómneíni- ar til handa Julio Le Parc fyr- ir „málverk“ hans þykir bera Verðlaunahaíinn Le Parc með konu sinni. BIENNALE NÚ stendur yfir í Feneyjum þrítugasta og þriðja Bienn- ale-sýningin og geta áhorf- endur þar skoðað á einum og sama stað yfir 3000 lista- verk eftir nokkuð á þriðja hundrað (220) nútíma lista- menn frá 37 löndum. Verðlaun eru jafnan veitt á Biennale-sýningunum og eru bæði eftirsótt og um- deild. Þessu sinni fóru verðlaunaveitingar svo að verðlaun fyrir málverk Ihlaut Argentínumaðurinn Julio Le Parc, en verðlaun- unum fyrir höggmyndalist var skipt milli tveggja manna, franska myndhöggv- arans Etienne Martin og Danans Roberts Jacobsen, sem segir meira frá annars staðar hér á síðunni. 1 Biennale-sýningin, sem fram fer annað hvert ár eins og nafn ið bendir til, hefur alla tíð verið skotspónn ótal aðila, Dómnefndum sýningarinnar hefur einatt verið borið á brýn að þær gættu ekki hlutleysis sem skyldi, héldu fram hlut landa sinna á kostnað annarra, hlut el-dri listamanna á kostnað hinna yngri — eða öfugt, verð laun þau sem veitt hafa verið sögð ómerk og einskisvirði og gaman hent að öllu tilstandina fyrstu vikuna eftir að sýning- in er opnuð. Allt um það er Biennale- sýningin í Feneyjum stórkost- legasta alþjóðleg listsýning sem nú er að hafa í heiminum og þótt deila megi um verð- launaveitingar þar eins og ann ars staðar, hafa þær oft og ein att verið umbun fyrir braut- ryðjendastarf, viðurkenning til listamanna, sem sér hafa hasl- að völl á áður ónumdum svið- um. Auk þess er svo hitt. eins og bandaríski listaverkasal- inn Leo Castelli, sagði, að „ef ekki væri fyrir verðlaunaveit- ingarnar og allt baktjalda- makkið, slúðrið, fláttskapinn, illgirnina, öfundina og keppn- ina, hefði almenningur ekki hálft eins mikinn áhuga á sýn ingunni“. Ekki tóku allir und- ir þetta og m.a. sagði landi hans einn, Henry Geldzahler, sá er valdi verkin í banda- rísku sýningardeildina, að rétt ast væri að hætta öllum verð- launaveitingum, það væri yfrið nóg viðurkenning hverjum listamanni að vera boðið að sýna á Biennale-sýningunni. Rógtungur hermdu að vísu að þessi skoðun Geldzahlers væri til orðin fyrir þá sök að Banda ríkjamenn fengu engin verð- laun í ár, en það er önnur saga. Eins og áður sagði, sýna þarna nokkuð á þriðja hundr- að listamanna frá 37 þjóðlönd um og kennir þar að vonum margra grasa en þó bera lista- verkin um sumt nokkurn svip hvert af öðru og af samtíð sinni eða eins og einn gágn- rýnandinn komst að orði: „Nú þessu töluverðan vott og hrósa margir dómnefndinni, sem skipuð er eingöngu Evrópu- mönnum, fyrir víðsýni og dirfsku að leita svo langt á nær ókunn mið. Julio Le Parc er 37 ára gamall Argentinu- maður en hefur búið alllengi í París og var einn þeirra er stofnuðu „Groupe de Recher- che d‘Art Visuel" á sínum tíma. Sjálfur kallar hann verk sín „tilraunir' en ekki málverk og myndu margir taka undir það. Listaverk Le Parcs eru kine- tísk, þar fer allt af stað ef ýtt er á hnapp, þá kvikna ljós og endasendast frammi fyrir aug- um skoðanda, speglar snúast og boltar skoppa bak við öld- óttar plastrúður og annað eftir því. Haft er eftir einum sölu- manni nútíma listaverka að það sem hann hefði séð eftir Julio Le Parc minnti á ekkert meira en jólaskreytta stór- verzlun á Þorláksmessu. Aðrir gagnrýnendur og alvarlegar sinnaðir segja að Le Parc leiti í verkum sínum á vit nýrrar veraldar, þar eigi vísindi og listir með sér stefnumót en maðurinn sjálfur og allt hon- um bundið eða við hann mið- að sé víðs fjarri. En þótt raun- veruleikinn eins og við þekkj- um hann sé fjarri er hið frá- leita í verkum Le Parcs stað- reynd engu að síður, áþreifan- leg og umhugsunarvirði. Af öðrum er athygli vöktu á Biennale-sýningunni nú má t.d. nefna Bandaríkjamanninn Roy Lichtenstein sem margir Etienne Martin, annar verðlaui: ahafanna í höggmyndalist fyrir framan eitt verka sinna. Með honum á myndinni er eiginkona hans. töldu sigurstranglegan . þótt ekki yrði sú raunin á að hann hlyti verðlaun þar að þessu sinni, brezka myndhöggvarann Anthony Caro, sem numið hef- ur hjá Henry Moore, og Þjóð- verjann unga, Horst Antes. Þá var þarna líka verk eftir Jesus Rafael Soto frá Venezuela og tók heilt herbergi og hét „Great Panoramic Vibrant Wall“ og Reinhoud hinn belg- íski sýnir þarna „brauðkarla“ sína, skorkvikindislegar manna myndir hnoðaðar úr brauði og síðan steyptar í silfur. í brasi- líska sýningarsalnum er út- Framhald á bls. 16 „Nei, ég er enginn Thorvaldsen — bara strákur úr NýhÖfn, sem fékk að gægjasf inn i Paradis' Róbert stóri og Esbjerg-myndin. Það er mál manna að hún hafi hvergi notið sín betur en einmitt á sýningunni í Fencyjum nú. Þó munaði mjóu að listaverkið kæmist þangað sem því var ætlað að standa að þvi er fregnir að sunnan herma. ítölsku flutningamennirnir sem roguðust með hana að dyrum sýning- arsalarins mældu með augunum dyrnar og myndina miklu og sögðu: „Nei, þetta er ekki hægt“. Þá'' skárust í leikinn Róbert sjálfur og formaður dönsku sýningarnefndarinnar og beittu stríðni og dönskum bjór — og inn komst 'hiyndín. DANSKI myndhöggvarinn Robert Jacobsen hlaut að þessu sinni verðlaunin fyrir höggmyndalist á „Biennale“ sýningunni í Feneyjum, sem sagt er frá annars staðar hér á síðunni. Ekki fékk hann þó að sitja einn að verðlaununum heldur var þeim skipt með honum og franska myndhöggvaranum Etienne Martin. Framan af var það álitamál, hversu færi um verðlaunaveit- inguna og áttu báðir ákafa for- mælendur í Feneyjum. „Þetta er verra en Tour de France“ (hjólreiðakeppnin fræga í Frakklandi), sagði Robert Jac- obsen og andvarpaði og varð ó- sjálfrátt á að nota franska sam- líkingu enda búsettur þar í landi um tveggja áratuga skeið. Danir eru að vonum harð- ánægðir með þennan landa sinn sem fyllir heilan sal á Biennale-sýningunni og hrósa dönsku sýningarnefndinni fyrir stefnufestu og smekkvísi í vali listaverka undanfarin ár. Þykir þeim það vel af sér vikið að Róbert þeirra, sem oft er kall- aður Róbert stóri, skuli hafa staðfð sig svona vel þótt ekki hafi hann átt þann bakhjall er átti Etienne Martin þar sem var landi hans í dómnefndinni.. Sjálfir hafa þeir að vísu gert misjafnlega til hans og t.d. hef- ur danska ríkið ekki falið hon- um neitt verkefni fyrr en nú fyrir skömmu að hann var til fenginn að skreyta Polyteknik- erbyen á Lundtofte-sléttunni. Aftur á móti fól sá frægi Dam gárd í Esbjerg honum að gera þar listaverk og að því gekk Róbert stóri með eldlegum á- huga og segir sjálfur að verð- launin nú þakki hann framar öðru Esbjerg-myndinni sinni. f „Berlingske Tidende" birt- ist fyrir nokkrum dögum skemmtilegt viðtal við Robert Jacobsen og hér á eftir verða endursagðir kaflar úr því, til nokkurrar kynningar á „Róbert stóra“. — Það er að minum dómi betra að vera lélegastur í hópi góðra listamanna en að vera ótal fúskurum fremri. Og menn mega ekki vera of vissir í sinni sök, ekki of öruggir í list sinni. Ég Framhald á bls. 16. Þessi höggmyud Róberts stóra var ííka send til Feneyja. Stuölar - strik - strengir i F eneyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.