Morgunblaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 26
26 MORGU N B LAÐIÐ Miðvikudagur 29. júní 1966 Landsliðið sigraði pressulið 4:2 í allgóðum leik Syndi ákveðin leik v/ð mörkin og jboð réð/ úrslitum LANDSLIÐ yngri manna sigraði í gærkvöldi lið valið af íþrótta- fréttamönnum með 4 mörkum gegn 2. Leikurinn var. hraður og skemmtilegur og allvel leikinn á báða bóga og hefði án efa orðið enn glæsilegri ef veður hefði verið betra, en kuldi var og strekk- ingsvindur. Landsliðið var vel að sigri komið, einkum vegna þess að sóknarmenn þess voru ákveðnari og skeinuhættari við mark mót- herjanna, en í samleik var pressuliðið öllu betra og sótti öllu meir (eða iengur) en landsliðið. En nokkuð skorti þó á að landsliðssvipur væri á leik landsliðsins eða leikurinn gæti talizt glæsilegur. landsliðið. Framan af átti lands- liðið aðeins eití. tækifæri er Ey- leifur stóð óvaldaður við víta- punkt en Einar maikv. pressu- liðsins varði vel. Á 20. mín. nær landsliðið for- ystunni, þó pressuliðið hafi sótt allt fram að þeim tíma. Guðm. Haraldsson skoraði með lausu skoti eftir upphlaup á miðju. — Þarna átti Einar markvörður rangt úthlaup sem oftar, opnaði markið að ástæðulausu Framhald á bls. 21 Höfðu augastað á Kolbeini og Agnari SIGUR ísl. piltanna í körfu- knattleik yfir hinu banda- ríska unglingaliði vakti verð skuldaða athygli. Sú athygli var ekki einungis af íslend- inga hálfu, sem fögnuðu yfir þessum einasta sigri íslenzkra íþróttamanna yfir erlendu úr valsliði um nokkurt skeið. — Bandarikjamennirnir fengu og annað og aukið álit á fslendingum. Þeir viðhöíðu þau orð eftir á að alltaf væri erfitt óg leitt að tapa leik, cn sú væri þó sárabótin að ís- lenzka iiðið hefði leikið mjög vel, haft góðan hraða, góða Mörkin Mörkin létu ekki á sér standa. Eftir 7 mín. tók pressuliðið for- ystuna með ágætu marki Björns Lárussonar. Var sótt upp vinstri kant og knötturinn barst fyrir mark landsliðsms og þar lék Björn Lárusson iaglega á vörn- ina og skoraði með eídsnöggu skoti af stuttu færi. Sex mínútum síðai jafnar Guð mundur Haraldsson v. úth. fyrir landsliðið. Hörður Markan hafði sótt upp h. kaní og gefið fyrir. Vörn pressuliðsins hrúgaðist í markið og óvaldaðir voru því sóknarmenn landsliðsins og not aði Guðmundar sér tækifærið laglega — enda auðvelt. Eftir 17 mínútna leik var dæmd vítespyrna á pressuliðið er Bjarni Fel. brá sóknarmanni. Harður dómur því e.t.v. gerðist atburðurinn utan teigs. En úr vítaspyrnunni skoraði Eyleifur örugglega. Rétt fyrir hlé er pressuliðinu dæmd vítaspyrna er Baldvin hafði verið ólöglega hindraður. Var þetta sömuleiðis harður dómur. En úr vítaspyrnunni skor aði Ellert af öiyggi. Langtímum saman í síðari hálf leik sótti jiressuliðið en skapaði sér þó ekki tiltakanlega hættu- leg færi. En í spili upp að víta- teig hafði liðið yfirburði yíir | vinstri: Varah (námsmaður), Boulter (skólastjóri), Cartec (lögregluþjónn) Grant (mæiingam.). knattmeðferð og hefði sýnt góðan aga. Fararstjórarnir bandarísku höfðu sérstakan áhuga á Kol- beini Pálssyni og Agnari Frið rikssyni. Spurðu þeir m.a. hvort þeir myndu hafa áhuga á framhaldsnámi á Rhode Is land og sögðu í gamni eða alvöru að þar væru margir góðir háskóiar. I hófi er íþróttaráð Reykja víkur hélt gestunum eftir keppnina, var KKÍ afhentur bandarískur fáni að gjöf og fylgdu honum vottorð um að hann hefði Wakt yfir Capitol (þinghúsinu) í Washington. Enska sveitin, sem á dögunum setti heimsmet í 4x880 yarda boðhlaupi 7:14,6 (7:17,4): Frá Bréf: illa farið með KR Hr. íþróttafréttaritari Mbl.: Sem gamall knattspyrnuunn- andi og KR-ingur, langar mig til að spyrja? Hvers eiga KR-ingar að gjalda hjá íþrót'rafréttaritur- um. Þið eruð alltaf sammála um að rífa allt niður, sem vel er gert hjá liðsmönnum KR. Eruð þið haldnir svo ólæknandi minni máttarkend, sem félagar 1 öðr- um félögum, að þið sjáið ekkert gott við þessa ungu áhugamenn- í KR-liðinu. Það sem þið kallið stórkostlega vörn hjá sumum félögum, kallið þið lélegt út- hald hjá Vesturbæjaraðlinum og svo framvegis. Þetta orð Vestur bæjaraðallinn virðist vera ein- hver grýla, sem þið utanbæjar- menn og austanbæingar hafið gefið okkur, en hafið eitt hug- fast. Við sem eigum syni okkar í KR bæði Vestur- og Austur- bæingar, erum hreyknir af því, því að við vitum að hvergi er betri forusta né meira gert fyr- ir drengina en í KR. Prófessor kennir knatt- spyrnu í sumarleyfinu ÞAÐ ER fátítt ef ekki eins- dæmi að próiessor við háskóia skuli nota hluta af sumarleyfi sínu til að kenna öðrum knatt spyrnu. En bessi skemmtilega saga er að gerast nú þessar vikurnar norður við Mývatn. Þar er einn prófessora Há- skóla íslands, er nýtur lífs- ins með konu sinni og fjórum börnum á daginn, en fjögur kvöld í viku mætir hann á æfingum við Skútustaði þar sem stór hópur Mývetninga kemur saman til knattspyrnu- æfinga og kennir þeim knatt spyrnulistina. Og þessi próf- essor er engin aukvisi á sviði knattspyrnunr.ar. Einu sinni klæddist hann ísl. landsliðs- búning. Maðurinn heitir Bjarni Guðnason — og muna hann margir af knattspyrnu- og handknattleiksvöllunum. Mbl. átti stutt samtal við Bjarna í gær um þessa skemmtilegu ákvörðun hans að gerast knattspyrnuþjálf- ari. — Ég hef gott af hreyfing- unni og það var ekki sízt af þeim sökum sem ég tók til- boðinu um að þjálfa piltana hér. Ég lifi svo eins og blóm í eggi hér hjá þeim, fæ veiði- leyfi og nýt lífsins með kon- unni og börnunum fjórum. — Er mikið fjör í knatt- spyrnunni þarna? — Já, hér er hópur efni- legra stráka. Þeir taka þátt í Norðurlandsmótinu og hér skortir síður en svo áhugann. Það er margt ágætra ungra knattspyrnumanna hér. Drif fjöðrin í starfinu er Jón Sum arliðascn útibússtjóri kaup- félagsins við Reynihlíð. Hann er lífið og sálin í félagsskap strákanna. Og það er líf og fjör í starfinu. Þeir hafa að- gang að félagsheimilinu Skjól brekku og afla fjár með skemmtunum. Hér er líka grasvöllur. Hann er við Skútu staði og þar fara æfingarnar fram. Það er blómlegur brag ur á öllu staríinu. — Er vel æft? — Já, það er mikill áhugi. Við æfum íjórum sinnum í viku og aldrei kemur það fyr ir að ekki sé svo vel mætt að nóg sé í tvö lið. — Ekki var þjálfarastarfið auglýst laust í Háskóianum? spurðum við í gamni. — Nei, ég hljóp eiginlega í skarðið fyrir Hermann Her- mannsson fyrrverandi mark- vörð Vals, sem sagt hefur strákunum til. Og þegar ég fer héðan tekur við Gunnar Gunnarsson fyrrverandi lands liðsmaður í Val og núverandi skákmeistari íslands. Það má því segja að Mý- vetningar velji sér ekki þjalí- ara af lakara taginu. — A. St. Pregið í happ- drætli KKÍ Eftirtalin númer komu upp: 219 Volkswagenbifreið 242 Vinningur að verðmæti kr. 5.000,00. 324 Vinningu: að verðmæti kr. 5.000,00. Handhafar ofangreindra miða vinsamlegast hafj samband við Gunnar Petersen í síma 17414 eftir kl. 19:00 á kvöldin. Undir forustu Sigurðar Hall- dórssonar, sem af lífi og sál fylg- ist með drengjunum okkar frá því þeir eru 7—8 ára gamlir þar til þeir eru fulltíða menn. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtingu. Real Zaragoza vann bikar- keppni Spánar með því að sigra Atletico Bilbao á sunnu daginn með 2—0. 54 keppa um meist- aratitla í Reykjavík: MEISTARAMÓT Reykjavíkur 1966 í frjálsum iþróttum (aðal- hluti) fer fram á Laugardalsvell inum miðvikudaginn 29. og fimmtudaginn 30. júní og hefst kl. 8 bæði kvöidm. Mótið er stigakeppni milli Reykjavíkurfélaganna, jafnframt sem það er keppni um meistara- titla í hinum ýmsu greinum. — Lokið er keppni í fyrstu tveim- ur hlutum mótsins, þ.e. fimmtar þraut, tugþraut, 3000 m hindrun arhlaupi og 10000 m hlaupi, og standa stigin þannig að KR hefur hlotið 43 stig, en ÍR 9. í aðalhluta mótsins taka þátt 54 keppendur frá Reykjavíkurfé lögunum, 22 frá hvoiu félagi, KR og ÍR, en 10 frá Ármanni, en auk þessa fólks keppa, sem gestir í mótinu 2 Hafnfirðingar og 12 Kópavogsbúar, en i aðalhluta mótsins keppa bæði karlar og konur. í kvöld verður keppt í þessum greinum. 200 m hlaupi, 800 m hlaupi, 5000 m. hlaupi og 400 m grindahlaupi, hástökki, lang- stökki, kúluvarpi, spjótkasti og 4x100 m boðhlaupi. Óhætt er að fullyrða að allir beztu frjálsíþróttamenn höfuð- borgarinnar eru meðal þátttak- enda og má vænta skemmtiiegr ar keppni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.