Morgunblaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 28
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað 144. tbl. — Miðvikudagur 29. júní 1966 Langstærsta og íjölbreyttasta blað landsins Fleiri folkar GRUNUR leikur á að fieiri fálkaungar hafi í vor horfið úr hreiðrum í Mývatnssveit, en þeir tveir sem sagt var frá að saknað væri úr Vindbelg. í Hrossaborgum nálægt Jökulsá var hreiður með ungum, þrem að taiið er. Höfðu menn séð þá í vor í hrei'ðrinu, sem óað- gengilegt er að komast að, en seinna voru þeir horfnir, án þess að nokkur merki sæjust um að þeir hefðu farizt. Mbl. átti tal við Árna Waag, sem fer mikið um með fugla- skoðurum. Hafði hann séð fyrra hreiðrið, og haft spurn- ir af því síðara, sem oft er farið með fuglaáhugafólk að. Sagði hann að ungarnir í brei'ðrinu í Hrossaborgum hefðu verið orðnir nokkurra vikna, og iangt frá því að þeir hafi getað fiogið sjálfir. Árni segir að fálkar séu mjög eftirsóttir eriendis, þar sem það er sport að láta fáika veiða og gerðu aðalsmenn það í gamla daga. Er þetta auðmannasport, og fáikar því keyptir dýru verði. Hafði Árni gert sýslumanni á Húsavík aðvart um að grun- ur léki á að fálkaungum hefði verið stolið í Mývatnssveit. Enginn sérstakur pr grunaður- um hvarfið. Áður iiafa erlend- ir menn verið grunaðir um að vera valdir að ráni á fálkum og eru 2—3 nöfn á sh'kum hjá útlendingaeftirliti, ef þeir koma aftur til landsíns. Fra stofnfundi ISAL í gærmorgun. I fremri röð eru stjórn og endurskoðendur, talið frá vinstri:dr. W. Hammerli, Magnús Ást- marsson, Hjörtur Torfason, Gunnar J. Friðriksson, Halldór H. Jónsson, stjórnarformaður, Emanuel Meyer, dr. Paul Múller, Sig- urður Halldórsson og Eyjólfur K. Sigurjónsson. í aftari röð eru iengst til hægri: Einar B. Guðmundsson, hrl. og Svisslending- arnir J. Wohnlich, J. B. Bhinelander, C. M. Spofford og dr. M. Hintermann. Sjá frétt á bls. 8. Allur humarbát aflotinn út af Suðurlandi Veibisf vel, en ógæftir hamfa HUMARVEIÐARNAR eru wú beztar austur með Suðurland- inu. Hafa jafnvel Faxaflóabát- arnir farið austur, því tregt hef ur verið kringum Eldey, þar sem humarveiði er oft góð. Hef ur humarbátaflotinn haldið sig út af Igólfshöfða og haft mjög góða veiði, þegar veður hamlar ekki, en þrálát austanátt hefur verið að undanförnu Styzt hefur því verið á miðin Ingólfur Steinþór Ragnar Sigurður fré Eyjum, Höfn í Hornafirði og Þorlákshöfn, en þar hafa bæði Reykjavíkurbátar og Akranes- bátar stundum lagt afla sinn á land og ekið honum heim Hafa bátarnir komið með ailt upp í 1700 kg. til Þorlákshafnar eftir 3ja daga útivist. Fréttaritari blaðsins í Horna- firðj sagði, að humarbátarnir fimm frá Hornafirði hefðu góð- an afla og væri stöðug vinnna við humarinn í frystiíhúsinu. En ekki ráða heimamenn við að taka við afla af aðkomubátum. Koma bátarnir með 17-18 tunn- ur úr róðri, eftir 3-4 daga úti- vist. Og er það dýrmætur feng- ur, þar sem humarinn er svo vel borgaður. Er hlutur sjómanna því orðinn mjög góður síðan þeir hófu þeira um miðjan maí- mánuð Hafa Hornafjarðarbát- arnir sótt vestur undir Ingólís- höfða en þar sem mikið heíur verið veitt þar, virðist nú held- ur að ganga á aflann. Óttast ofmikla sókn Mlbl. fékk eftirfarandi fréttir Framhald á bls. 27. Sammnga- fundur í dag á Vestfjdrðtim ÍSAFIRÐI, 28. júní. — í dag 'héldu fulltrúar Állþýðu®amabnds Vestfjarða fund með fulltrúum verkalýðsfélaganna á Vestfjörð,- um. Er ’búist við að þessir aðilar hafi fund með vinhuveitendum á morgun. — Högni. Hámarkshraöi á Kefla- Héraðsmót Sjálfstæöisflokksins hefjast um næstu helgi Verða þá að Borg í Grímsnesi og Kirkjubíejarklaustri UM næstu helgi hefjast héraðs- mót Sjállstæðisflokksins á þessu sumri og verða þá haldin tvö mót sem hér segir: Borg í Grímsnesi, Árnessýslu, laugardaginn 2. júlí kl. 21. Ræðumenn verða Ingólfur Jóns- son, ráðherra, Steinþór Gestsson bóndi og Óli Þ. Guðbjartsson, kennari. Kirkjubæjarklaustri, V-Skafta- feiissýslu, sunnudaginn 3. júlí kl. 21. Ræðumenn verða Ingólf- ur Jónsson, ráðherra, Ragnar Jónsson, skrifstofustjóri, og Sig- urður Nikulásson, fulltrúi. víkurvegi 80 km á klst. í Lögbirtingablaðinu auglýsir dóms- og kirkjumálaráðuneyt- ið að á tímabilinu 1. maí til 30. sept. gildi þær reglur um hámarkshraða ökutækja á Reykjanesbraut frá vegamót- urn K ri.suvíku rvega r að mót- um við Hafnarveg, að há- markshraðinn sé 80 km. á klukkustund. Það á við ökutæki önnur en bifreiðir. sem draga tengi- eða festivagna. Hámarkshraði þeirra má ekki vera meiri en 60 km. á klst. Tók þetta gildi um s.l. helgi. ★ Þá er auglýstur hámarks- hraði á Suðurlandsvegi frá ristarthliði vestan við Seifoss að vegamótum Gaulverjabæj- arvegar og skal hann vera 45 km. á klst. Hámarkshraði á Eyrarbakkavegi frá vegamót- um Suðurlandsvegar að vega- mótum við ræktunarveg suinn an við Selfoss verði einrúg 45 km. á klst. Færabátar fiska vel í Faxaflóa TVÖ færeyzk síldveiðiskip hafa í Faxaflóa, meiri en oft áður á þessum tíma. . Að undanförnu hefur verið mjög góð veiði hjá handfærabátum. Reykjavíkur- bátarnir hafa fiskað mjög vel. T. d. landaði Sjóli í gær 23 tonn- um og Andvari 17 tonnum. Einnig hafa færabátar á Akra- nesi fiskað vel, t.d. einn á annað hundrað tonn á 3 vikum. Mbl. spjallaði um þetta við þá á hafnarviktinni í Reykjavík. Sögðu þeir bátana halda sig vestur við Jökul núna og liti ágætlega út þar. Nokkrir bátar stunda handfæraveiðar frá Reykjavik og þeim heldur að fjölga. Snurvoðabátarnir hafa líka ágætan reiting. Hafa þeir beztu komizt upp í 12—14 tonn eftir tvær nætur úti og koma inn með áigætan fisk þorsk o-g kola. Hljómsveit Magnúar Ingimars- sonar skemmtir á héraðsmótun- um með því að leika vinsæl lög. Hljómsveitina skipa Magnús Ingimarsson, Alfreð Alfreðsson, Birgir Karlsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson. Söngvarar með hljómsveitinni eru Anna Vil- hjálms og Vilhjálmur Vilhjálms- son. Þá munu leikararnir Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson flytja gamanþætti. Ennfremur verða spurningaþættir, sem fram fara með þátttöku gesta á hér- aðsmótunum. Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur, þar sem hljómsveit Magnúsar Ingi- marssonar leikur fyrir dansi og söngvarar hljómsveitarinnar koma fram. Togari bryggju í Hafnarfirði, 28. júní: — í GÆRKVÖLDI sigldi togarinn Surprise á bryggjuna í Hafnar- firðí. Fór hann með stefnið inn í nýju bryggjuna og braut hana talsvert. Þetta gerðist um 8 leytið, er togarinn ætlaði að leggjast að uppfyllingunni. Fór hann í sigldi á Hafnarfiröi bryggjuna í krökmim við fyll- inguna. Var Surprise að koma úr slipp í Reykjavík, þar sem hann hafði verið málaður. Sá nær ekkert á togaranum eftir áreksturinn. Á þessum stað höfðu staurar i bryggjunni brotnað áður, er bát ur lenti þar í fyrra, og var því minna viðnám þar. — G. E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.