Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1966næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIO Miðvikudagur 29. júní 1966 Bandaríkjamenn eru skuldbundnír til að vera í Viet-nam Eftir IXIatthías Johannessen Washington, 24. júní. „É G hef komið til íslands, það var í apríl 1944“, sagði senator Fulbright, þegar ég hitti hann í dag í skrifstofu hans í Nýju öldungadeildar- byggingunni við þinghúsið. „Ég borðaði morgunverð þar“, bætti hann við. „Þetta var í stríðinu og við vorum á leið til Evrópu, það var auðvitað snjór á Islandi“. Mig langaði a'ð spjalla við Fulbright um Víetnam, því hann er orðinn eins konar leiðtogi þeirra sem eru and- vígir stefnu stjórnarinnar þar. Hann tók þvi ekki illa, en var satt að segja heldur var um sig, veit auðvitað sem er, að stjórnarvöldunum þykir nóg um einurð hans og yfirlýsing- ar heima fyrir, þó ekki komi nýjar yfirlýsingar frá öðrum löndum. Ég sagði honum, að ég hefði hitt talsmann stjórn- arinnar í utanríkisráðuneyt- inu, Robert Schaetzel, og hefði hann skýrt nokkrum orðum stefnu stjórnarinnar. Það væri því ekki óeðlilegt að ég fengi einnig áð heyra hina hlið máls ins frá fyrstu hendi. Fulbright sagði, að sínar skoðanir hefðu birzt í ræðum og ritum, og til frekari glöggvunar lét hann mig hafa fjórar ræður, sem hann hefur haldið nýlega í Öldungadeildinni og í New York. Sagði hann að ég gæti vitnað í ræður þessar og flétt- að svo inn í þær ummæli hans, ef ég vildi. Þótti mér það auð- vitað harðir kostir að fara að glíma vi'ð gamlar ræður, en líklega eru þær ekki of vel þekktar heima á íslandi, svo 'að við sjáum til. — ★ — Þegar ég kom í hið nýja hús Öldungadeildarinnar var á ganginum fjöldi sjónvarps- tökumanna og mótti sjá, að þar var eitthvað á seyði. Að loknu samtalinu við Fulbright athugaði ég málið og kom þá í ljós, að inni í stórum sal hinum megin við ganginn fór fram yfirheyrsla yfir einum öldungadeildarþingmanninum, Dodd að nafni, og sat þar í forsæti formaður Siðgæðis- nefndar deildarinnar. Smá- dálkahöfundur einn hafði bor- ið fram ásakanir á hendur Dodd fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína, vini sínum í vil, í sambandi við viðskipti við Þýzkaland. Ekki nenni ég að segja frekar frá þrasi þessu, en fróðlegt er að vera við- staddur slíkar Öldungadeild- ar-yfirheyrslur. Helmingur- inn af störfum deildarinnar fer fram í slíkum nefndum og má segja að þar komi margt fram í dagsljósið. Stundum finnst manni bandarískt lýð- ræði ganga óhugnanlega nærri persónulegu lífi manna, einkum opinberra starfs- manna, en þeir sætta sig við alls konar aðhald og vita að störf þeirra, opinber sem per- sónuleg, geta ekki aðeins verið Iregin inn í blöðin, heldur nnnig og ekki síður inn í slík ir yfirheyrslur. Þannig veita öldungadeildarþingmenn hver öðrum sterkt aðhald — og betra er að fara gætilega. Margir hér telja að Dodd þessi sé „pólitískt dauður" vegna máls þessa. En ekkert skal ég um það segja og stendur satt að segja á sama, þó hann sé talinn einn harðasti andkomm únisti á þingi. En hér skortir ekki andkommúnista. — ★ — Þegar ég kom aftur fram á gang eftir yfirheyrslurnar beið ég stundarkorn til að sjá málsaðila ganga fram hjá sjón varpstækjunum, en á meðan kom Robert Kennedy út úr lyftunni og gengur inn í skrif- stofu sína í þungum þönkum. Hann virtist ekki hafa hinn minnsta áhuga á því sem fram fór, var niðurlútur og alvarlegur og bar skugga á drengjalegt andlitið. Bobby er miklu lægri maður vexti en ég hélt og hefur ekkert af glæsi- ekki snúa á sig. Nú síðast fór hann alla leið til Suður- Afríku — til a'ð vinna atkvæði heima í Bandaríkjunum. Hann leggur allt á sig fyrir það sem hann ætlar sér. Sem sagt: þetta bar fyrir augu í Nýju öldungadeildar- byggingunni í morgun. Hér gerast miklir atburðir, hér er samtíðarsagan mæld og veg- in. Og hér er hennj. raunar beint í þann farveg sem úr- slitum ræður um framtíð okk- ar. Einhvern veginn hefur mér stundum dottið í hug að margt sé líkt með Bandaríkj- um samtímans og Rómaveldi hinu forna. En allur saman- burður verður að bíða betri tíma. Við skulum vona að saga Bandaríkjanna endi ekki með asti diplómat Bandaríkjanna, eins og allir vita, og kann skil á þróun heimsmálanna ekki síður en sumir aðrir“ •— og ég vissi að hann átti við Ful- bright og aðra af hans skóla. „Harriman segir eins og Rusk: „Þetta er tilraun Bandarikj- anna til að hjálpa ríkisstjórn sem kommúnísk öfl eru að reyna að sigra. Harriman benti á að hann hefði fylgzt me'ð og tekið þátt í öllum stór- átökum allareiðu frá Múnch- en, þegar lýðræðisþjóðunum mistókst að koma í veg fyrir árás einræðisafla. Enginn get- ur sagt með vissu að það sama sé að gerast eða geti gerzt í Víetnam nú og í Múnc- hen eða Abbisíniu áður, það er að vísu rétt. En þeir sem ábyrgðina hafa, verða að taka þann möguleika með í reikn- inginn. Það er miklu ábyrgð- arminni afstaða að mínum dómi að segja, að þetta geti ekki gerzt í Víetnam. Meðan enginn veit um það, eru slíkar Þau eru þung sporin, sem íbúar Dong Xoai þurfa að taka hér. Skæruliðar Víet Kong höfðu gert árás á þorp þeirra og gjöreyðilegt flest heimilin. Meira en helmingur 3000 íbúa, er þorpið byggðu, Iétu lífið eða særðust meira eða minna í árásinni. leik bróður síns. En menn þurfa ekki að vera háir í loft- inu til a'ð metorðagirndin sé í sæmilegu lagi. Bobby er áreið anlega mjög útsmoginn og séð ur pólitíkus, stundum er ekki laust við að hann sé of sniðug- ur. Hér í landi hefur verið heldur lítið að frétta, einna helzt hefur vakið athygli manna ganga svertingjanna í Missisippi, heimsókn Feisais konungs vakti litla athygli, þangað til hann fór að fjarg- viðrast út af ísraelsmönnum. En negravandamálið vekur augsýnilega kurr meðal Banda ríkjamanna og er mikið kosn- ingamál. Ekki dettur mér í hug sem útlendingi að dæma það, til þess brestur mig kunn ugleika og flestar forsendur. Málið er miklu yfirgripsmeira en við höldum og erffðara við- fangs, ekki sízt vegna þess hve negrarnir eru sjálfum sér sund urþykkir. íslendingur sem hef ur lengi búið í Kaliforníu sagði mér um daginn, að svert ingjarnir, sem þar væru fædd- ir og uppaldir væru miklu andsnúnari þeim svertingjum, sem þangað flyttust frá Suður ríkjunum en hvítir menn. — Kaliforníusvertingjarnir hefðu miklu betri menntun og litu hina fyrirlitningaraugum. Væri þetta að verða talsvert vandamál vestur þar. Hvað um það, kynþáttamálið er erf- itt viðfangs, en þó vilja allir pólitíkusar fá atkvseði negr- anna. Bobby Kennedy ekki siður en aðrir. Og hann lætur þeim ósköpum sem við þekkj- um frá Ítalíu. Kannski er það ofmikil bjartsýni. Heimsveldi líða undir lok, ný koma í stað- inn. Heimsveldi kommúnism- ans er þegar byrja’ð að hrynja. Reyndar var það aldrei byggt nema á sandi. Það mætti líkja því við yfirráð Persakonunga, eða einhverra svolefðis karla. Rómaveldi hefur sínar skuggahliðar, sumar óhugnan- legar. En björtu hliðarnar hafa fylgt mannkyninu fram á þennan dag. Fyrri hluti — ★ — Schaetzel, sem ég nefndi, er yfirmaður Evrópudeildar ut- anríkisráðuneytisins og kom með Dean Rusk, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, til ís- lands á sínum tíma. Hann er geðugur maður og þægilegur í samtali. Hann vissi margt um ísland. Við minntumst á sjónvarpsmálið meðal annars og hafði hann heyrt ávæning af því. Þó hafði hann ekki fengi'ð af því nákvæmar upp- lýsingar og hafði áhuga á að kynnast því sem gerzt hefði. Annars töluðum við einkum um NATO og Víetnam. Hann vitnaði í Harriman. „Ég talaði um daginn", sagði hann, „við Harriman, sem er einn virt- fullyrðingar meir en lítið hæpnar,,. Síðan benti hann á að Bandaríkjamenn væru skuldbundnir til að vera í Víet nam, og þeir stæðu yfirleitt við skuldbindingar sínar. Þá benti hann á að allir viðurkenndu að meira frelsi ríkti í S-Víetnam en N-Víet- nam, þó ekki sé hægt að segja að frjálsar kosningar hafi far- ið fram í su’ðurhlutanum. „En margir flóttamenn hafa komið að norðan, ég hef ekki heyrt um einn einasta, sem hefur farið norður“. Ég benti á að nauðsynlegt væri að efna til frjálsra kosn- inga í landinu og gera á því könnun, hvort fólkið í S-Víet- nam vill raunverulega að það sé varið og hvort kommúnist- ar eigi ekki meiri ítök í því en sumir vilja vera láta. Hann sagði að stefnt væri að því, eins og kunnugt væri. En miklum erfiðleikum væri bundið að láta fara fram frjálsar kosningar í landinu, m.a. vegna þess alð 30 þúsund opinberir starfsmenn víðs veg ar um S-Víetnam hefðu verið drepnir, eða öllu heldur myrt- ir, af Víet Kong. Schaetzel, sem mér var tjáð að yrði innan tíðar skipaður sendiherra Bandaríkjanna hjá EEC í Brússel, sagði að Banda ríkjastjórn gerði sér ljóst, að margir vinir Bandaríkjanna er lendis teldu stefnu hennar i Víetnam hæpna og jafnvel ganga ofbeldi næst, en hún gæti ekki gert annað en sam- vizkan segði til um. Skyldan kallaði í S-Víetnam, og þá dygði ekki að renna af hólmi, þó einbeittni ætti ekki upp á pallborði'ð hjá sumum háskóla mönnum í Bandaríkjunum og ýmsum aðilum erlendis. „Auð- vitað hefur Víetnam-málið skaðað okkur“, sagði hann. „En það er ekkert á móti því sefti það mundi skaða okkur ef við hlypumst á brott. Þá mundum við sitja uppi með skömmina eina, og enginn mundi taka skuldbindingar okkar alvarlega". Síðan lagði hann áherzlu á að Víetnam hefði enga póli- tiska eða efnahagslega þý*ð- ingu fyrir Bandaríkin. Fyrstu árin eftir styrjöldina lögðu Bandaríkjamenn 18 milljarða dollara í öll herútgjöld á ári, en nú eyddu þeir árlega jafn- hárri upphæð í Víetnam-stríð- ið eitt. „En við gerum þetta“, bætti hann við, „vegna þess við álítum að óskaplega mikið sé í húfi — líf frjálsra þjóða um allan heim“. — ★ — Síðan töluðum við lítillega um NATO. Schaetzel sagði, að kommúnistar reyndu stundum að láta sem Varsjárbandalagið hafi verið stofnáð vegna NATO, en auðvitað sé stað- reyndum snúið við með þessu, því Atlantshafsbandalagið hafi verið stofnað vegna stefnu Stalíns. Ég spurði hann, hvort ísland sem lítið land, væri eins mikilvægt í vörnum Atlants- hafsríkjanna og áður. Hann svaraði með því að snúa spurn ingunni við: „Ef ég ætti að gæta hagsmuna lítils lands eins og íslands, mundi ég telja aðild áð Atlantshafsbandalag- inu mikilvægari nú en áður, ekki sízt vegna þeirrar miklu menningarsamskipta sem nú eiga sér stað milli NATO- landanna. Þau lönd sem eiga aðUd að Atlantshafsbandalag- inu taka þátt í merkilegri þró- un og það er sama hve landið er lítið — það hefur jafnan rétt og stórveldi. Smáríkin geta látið í ljós skoðanir sínar,. þau geta mótað stefnuna að einhverju leyti — og ráðherr- ar allra landanna eru jafnrétt- háir á fundum. Beck, utan- ríkisráðherra Luxemburg, sem er álíka fjölmennt ríki og ís- land hefur komið með marg- víslegan vísdóm og alltaf er hlustað á hann. Hann hefur mikil áhrif. Og ekki höfum við oiðið varir við að Hækkerup væri orðs vant á fundum“. Að lokum sagði Schaetzel að Bandaríkjamenn skildu vel að Evrópuríkin bæru kvíðboga fyrir að dragast inn í styrjöld vegna Víetnam. „En annað hvort taka menn á sig ábyrgð og skuldbindingar — eða ekki. Hver er sá að hann vilji taka á sig þá ábyrgð að fullyrða, að Víetnam geti ekki orðið að Múnchen?“ spurði hann. „Það væri slæmt fordæmi að bregð- ast því hlutverki að verja frjálsar þjóðir. Auðvitað vilj- um við semja frið — en við hverja? Kínverjar vilja ekki semja — og Rússar hafa ekki aðstöðu eða bolmagn til að hafa áhrif á þá“. Og að lokum tók Schaetzel undir þá skoðun að Víetnam- stríðið beindist af Kínverja hálfu áð nokkru leyti einnig gegn Rússum: þeir vUja sýna vanmátt Rússa og gera Sovét- ríkin sem minnst í augum ann arra kommúnistaríkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 144. tölublað (29.06.1966)
https://timarit.is/issue/113185

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

144. tölublað (29.06.1966)

Aðgerðir: