Morgunblaðið - 02.07.1966, Síða 15

Morgunblaðið - 02.07.1966, Síða 15
T>augardagur 2.^úlí 1966 MORGU NBLAÐIÐ 15 Próf. Ólafur Bjarnsson: Heilbrigt almenningsálit verðbdlguvandamálsins stuðlar að lausn SÚ lítilfjörlega gagnrýni, sem fram hefur komið í blöðum stjórnarandstöðunnar í tilefni af grein minni, er birtist hér 1 blaðinu fyrir rúmri viku gefur í rauninni ekki til- efni til andsvara. Mér er hins- vegar ljóst að svo margiþætt vandamál sem verðbólguvanda málið verður aldrei rsett til hlítar í einni blaðagrein, að mikilvægar hliðar þess verði ekki svo útundan að hætt sé við að það leiði til þess að dregnar verði einhliða og jafn vel rangar ályktanir á grund- velli þeirra skoðana, sem þar var fram haldið. Ályktanir í þessa átt, sem ég hef eink- um dregið af viðtölum við ein staka menn um efni greinar- innar, eru tilefni eftirfarandi hugleiðinga til viðbótar og upp fyllingar áðurnefndri grein minni. Svarað út í hött. í leiðaragrein í Tímanum þann 24. júní segir, að sú skoð- un, að launiþegasamtökin beri að einhverju leyti ábyrgð á verðbólgunni hljóti að vera röng, því að kaupmáttur launa hafi ekki vaxið á undanförn- um verðbólgutímum. í>etta er auðvitað alveg út í hött. í fyrsta lagi er það sem betur fer ekki rétt að engin aukning kaupmáttar launa hafi átt sér stað síðustu misseri. Þeir þing- menn Framsóknarflokksins, sem sseti eiga í Kjararannsókn- arnefnd myndu geta frætt blað sitt um iþau efni og treysti ég iþeim báðum til þess að halla í engu réttu máli í því efni. En jafnvel Iþótt rétt væri, myndi slíkt aðeins sönnun þess, að verðbólgan getur komizt á það stig, að hún hindri allar raun- hæfar kjarabætur, en slíkt segir auðvitað ekkert um það, hverjir beri ábyrgðina á verðbólgunni. Abyrgðin ljvílir á herðum margra. Það er auðvitað alger rang- túlkun á þeim skoðunum sem fram voru settar í fyrrnefndri igrein minni, svo sem Tíminn virðist halda fram, að ég telji ríkisvaldið áhrifalaust á verð- lagsþróunina og því án ábyrgð- ar á henni, en launþegasamtök- in réðu hins vegar öliu í þess- um efnum og beri alla ábyrgð. Ég tók einmitt þvert á móti fram, að ríkisvaldið réði yfir áhrifamiklum tækjum til iþess að hafa áhrif á verðbólgu- þróunina, þó að slík áhrif væru að vísu meira óbein en bein, og gerði ég grein fyrir því hver þessi tæki væru. Ég sagði auðvitað ekki heldur »ð launiþegasamtökin réðu öllu í verðlagsmálum og bæru því ella ábyrgð á þróun iþeirra, held ur aðeins hitt, að þau hefðu mikil áhrif á mikilvægasta þátt verðlagsins, eða kaupgjaldið, og gætu því ekki skorast und- an sínum hluta af ábyrgðinni. Sá er nefnilega meginmunur á einræði og lýðrœði, að þar sem einræði ríkir tekur hið opinbera allt vald í sínar hend- ur í efnahagsmálum 'sem öðru. Einstaklingar og hagsmunasam- tök fá þar engu ráðið ög bera því ekki ábyrgð á neinu. í lýð- ræðisiþjóðfélagi er borgurunum og hagsmunasamtökum þeirra hins vegar veitt víðtækt frelsi og ákvörðunarréttur, ekki sízt í efnahagismálum, en frelsi og ákvörðunarrétti fylgir auðvitað alltaf ábyrgð. Það eru að vísu til ákveðnir þættir efnahaasmáia bar sem öll völd eru raunverulega á höndum hins opinoera. Má þar nefna sem dæmi skatta og tolla málin. Þar ákveða stjórnarvöld- in hvað hverjum einstökum er gert að greiða eða hvað mikið skal greitt af verðmæti hverrar vöru, er borgararnir kaupa, og beita dómstólum og lögreglu til þess að knýja borgarana til hlýðni við slíkar ákvarðanir. En verðbólguvandamálin eru ekki hliðstæð þessu. í þeim efnum er hagsmunasamtökum og jafn- vel einstaklingum veittur víð- tækur ákvörðunarréttur sem er löghelgaður, eins og t.d. verkfallsrétturinn, þannig að stjórnarvöldum er að lögum skylt að virða slíkar ákvarð- anir. En auðvitað setur hið opinbera hagsmunasam'tökun- um og einstaklingum vissar leik reglur í þessu efni. sem ætlazt er til að virtar séu. Verðlagsmálin eru þannig að mínu áliti sambærileg við um- ferðarmálin og skipan þeirra. Vegfarendum eru vissulega sett ar ákveðnar reglur, sem þeir verða að hlíta, en innan þeirra takmarka, sem þannig eru sett, njóta þeir fulikomins frjáls- ræðis. Að umferðin geti farið fram með sem minnstum truflunum er auðvitað jöfnum höndum komið undir því að umferðar- reglurnar séu skynsamlegar og þeirri umfeðarmenningu, sem vegfarendurnir skapa með hegðun sinrú. Ef vegfarendurnir misnota almennt það frelsi, sem þeim er ætlað að njóta, þannig að hver einstaklingur hugsi að- eins um sjálfan sig án tillits til annarra, og skella ábyrgð- inni af öllu sem aflaga fer, þótt eigin misferli sé þar um að kenna, á umferðarlögregluna, þá verður annað hvort öng- þveiti í umferðinni eða tak- marka venður það frelsi sem vegfarendur annars gætu notið. Á sama hátt er hagstæð þró- un verðlagsmála jöfnum hönd- um komin undir því að stjórnar völd beiti skynsamlega þeim tækjum, sem iþau hafa yfir að ráða til þess að hafa áhrif á þessa þróun og hinu, að stétta- samtök og einstaklingar taki nokkurt tillit tií annarra þjóð- félagsþegna og hagsmunaheild- arinnar þegar þessir aðilar taka þær ákvarðanir í verðlags- og kaupgjaldsmálum, sem þeim er veitt vald til að taka. Ef nægi- lega ábyrgðartilfinningu skortir í þessu efni, þá skeður annað- hvort, hliðstætt því sem gerast hlýtur í umferðarmálum, ef vegfarendur skortir þroska til þess að heilbrigð umferðamenn ing geti skapazt, að öngþveiti verður í efnahagsmálum, eða stjórnarvöld neyðist til þess, svo að forða megi slíku öng- þveiti, að takmarka frelsi bæði einstaklinga og samtaka, með aliskonar höftum og bönnum, sem öllum eru hvimleið og eng- inn óskar eftir að búa við. Höf- um við íslendingar sem kunn- ugt er öðlast flestum öðrurn þjóðum lengri og bitrari reynslu af því. I nágrannalöndum okkar hef- ur einmitt tekizt að skapa svip- uð viðhorf almennings og hags- munasamtaka gagnvart efna- hagsmálum og þau, sem allir eru sammáta um að séu þau einu heilbrigðu í umferðarmál- um. Það er vissulega deilt um sitthvað í sambandi við þau, en allir sem einhverju ráða og eitthvert mark er tekið á, gera sér ljóst, að Ákveðnar stað- reyndir og lögmál verður að virða, ef ekki á að leiða til ófarnaðar fyrir alla. Þar er það t. d. orðið óþekkt fyrirbrigði að verkalýðsfélög láti það hafa nokkur áhrif á stefnu sína í kaupgjaldsmálunum hvort þau styðja eða eru á móti þeirri ríkisstjórn sem með völdin fer. Enginn allsherjarlykill að lausn vandamálanna Mönnum haéttir stundum til þess að blekkja sjálfa sig með því að leita einhverrar einfaldr- ar lausnar á flóknum og marg- þættum vandamálum, og er sú lausn gjarnan í þeirri mynd að allan vanda megi rekja til ein- hverrar einnar orsakar, þannig að sé henni útrýmt sé vandinn leystur. Á þetta ekki sízt við um verðlagsmálin. Sumir, eins og stjórnarandstæðingar hér á landi, telja stjórnarvöldin bera alla sök, þannig að þau hafi ein í hendi sinni að leysa vandann, ef þau ekki skorti vit og vilja. Aðrir leggja einhliða áherzlu á kaupgjaldsmálin o g þ r ó u n þeirra. Eins eru þeir til sem telja of hátt búvöruverð hina raunverulegu orsök verðbólg- unnar og loks má nefna þá, sem Ólafur Björnsson telja verðbólguna öðru fremur orsakast af of lágri álagningu kaupmanna. Öll þau atriði, sem nefnd hafa verið, skipta auð- vitað máli fyrir þróun verð- lagsins, meira eða minna eftir aðstæðum. En að einblína á eitthvert eitt þeirra er óraun- hæft. Það sem þarf til þess að raunhæfa lausn vandamálsins megi finna, er, að hinir ýmsu aðilar, sem mikilvægar ákvarð- anir taka í verðlags- og kaup- gjaldsmálum, geri sér ijóst, að enginn þessarra aðila getur komið sínu fram algjörlega upp á eindæmi, heldur verður að taka tillit til annarra aðila og leita samkomulags við þá, a. m. k. að vissu marki. Krefjast stjórnarandstæðingar einhverra róttækra aðgerða í peningamálum? Málflutningur stjórnarand- stæðinga hér á landi hefur enn sem kunnugt er byggzt á því að orsök verðbólgunnar væri sú, að ríkisstjórnin hafi látið undir höfuð leggjast að framkvæma einhverjar ráðstafanir, sem í hennar valdi standi, sem stöðva hefðu mátt verðbólguna. Ef þeir hinsvegar enx að því spurðir hver þessi úrræði séu, verður fátt um svör. Eftir að samningar tókust á dögunum milli atvinnurekenda og verka- lýðsfélaganna, er í málgögnum stjórnarandstöðunnar talað um „gálgafrest“, sem ríkisstjómin hafi fengið til þess að kippa þessum í lag. Eru það einhverj- ar ákveðnar ráðstafanir, sem hér eru hafðar í huga, eða er hér aðeins um marklaust fleip- ur að ræða, sem ekki er ætlazt til af hlutaðeigandi, að neinn tæki alvarlega? Eins og ég rakti í fyrri grein minni, eru það einkum þrenns- konar tæki, sem ríkisstjórnin getur beitt til iþess að hafa áhrif á verðlagið, beint eða óbeint, en þau eru verðlagseftirlitið, fjár- lögin og peningamálin. Hvað verðlagseftirlitið snentir þá má telja með ólíkindum að stjórn- arandstæðingar telji að strang- ari verðlagsákvæði séu leiðin til þess að leysa vanda fyrir- tækja eins og SÍS og KRON, sem munu a.m.k. að þeirra dómi vera vel rekin fyrirtæki. Eftir því sem næst verður kom- izt hefur líka stefna Framsókn- arflokksins verið sú að undan- förnu, að réttast væri að af- nema öll verðlagsákvæði. Hvað fjárlögin snertir, þá hafa þau sem kunnugt er þegar verið afgreidd fyrir yfirstand- andí ár, og mun varla til þess ætlazt af neinum, að ríkis- stjórnin fari að kollvarpa á- kvörðunum Alþingis í því efni. Þá eru aðeins eftir peninga- málin. Þar ræður ríkisstjórnin vissulega yfir öflugu hagstjórn- artæki, sem hægt er að beita með stuttum fyrirvara, og þó áhrif aðgerða í þeim efnum á verðlagið séu aðeins óbein, — þá er ótvírætt að verulegum árangri má ná í því efni er hér ræðir um, með viðeigandi ráð- stöfunum á því sviði. Ef egrt væri ráð fyrir því, að stjórnar- andstæðingar ræddu efnahags- mál í alvöru og vildu láta taka eitthvert mark á því sem þeir segja, væri erfitt að túlka þessa kröfu öðruvísi en þannig, að krafizt væri einhverra rót- tækra aðgerða í peningamálum, sem að dómi sérfróðra manna væru líklegar til þess að stöðva verðþensluna. Hvað sem því líður, hvort no'kkrar slíkar ráðstafanir eru til sem ein- hlítar megi teljast til þess að leysa vandann, væri slík krafa þó af málefnalegum toga spunnin. En ég býst ekki við, að hér sé um rétta skýringu að ræða á því. hvað fyrir stjórnar- andstöðunni vakir — því miður hygg ég, að stjórnarandstæð- ingar ætlist ekki einu sinni til þess sjálfir að á málflutning þeirra sé litið öðruvísi en sem rellu keipakrakka, sem ekki vita sjálfir hvað þeir vilja, við- horf sem alltof mikið gætir í okkar þjóðfélagi, jafnvel af hálfu manna, sem ábyrgð og völd hafa og krefjast má því af, að ræði vandamálin í alvöru. Er slíkum viðhorfum einkar vel lýst í ágætu útvarpserindi séra Árelíusar Nielssonar, er nýver- ið birtist í Tímanum. Er það að mínum dómi hollur lestur hverjum þeim er vill hugsa af alvöru um vandamál hins ís- lenzka þjóðfélags í dag, en það er nú því miður meira en sagt verður um flest, sem í seinni tíð hefur sézt í því góða blaði. Heilbrigt almenningsálit er nauðsynlegt Það hefur einmitt einkennt þróunina í efnahagsmálum síð- an núverandi stjórnarsamstarf hófst, að almenningur nýtur ólí'kt meira frjálsræðis í þeim efnum en áður var. Þetta frjáls- ræði kemur fram í því, að nú geta menn hvort sem þar eiga í hlut atvinnurekenndur eða launþegar sjálfir ráðstafað afla- fé sínu eins og þeir óska, en þurfa ekki í smáu og stóru að leita þar forsjár hinna ýmsu op- inberu nefnda. Almenningui lítur vissulega á hið au.kna frelsi, svo sem ferðafrelsið, aí hver telur sig á því hafa efni getur ráðizt í bílakaup án leyf- is frá nokkrum, hið stóraukna vöruúrval og s. frv., sem mikil- væg réttindi, sem hann mef engu móti vill missa af og hygi ég það ekki eiga síður við kjós- endur stjórnarandstöðuflokk- ana en aðra. En auknum rétt- indum fylgja aukin áhrif og aukin ábyrgð. Allir verða að gera sér það ljóst. Stjórnarand- stæðingar reyna að læða því inn hjá fólki, að þessi réttindi hafi verið áunnin í eitt skipti fyrir öll, og hvað sem gerist, muni engum detta í hug að skerða þau. Þeir tala að vísu i öðru orðinu um það að við- reisnin sé hrunin, en þó á þessi mikilvægi þáttur að standa svo traustum fótum, að honum verði ekki haggað. Við því ber mjög að vara að leggja trúnað á slíkt. Það er einmitt ein af þeim meginhættum, sem verð- bólguþróunin hefir í för með sér, að hún stofnar í mikla hættu hinu áunna frelsi í efnahagsmálum almennings til handa. Hið sama á við um þessi réttindi eins og önnur borgaraleg réttindi, að þau verða ávallt í hættu, nema hinn óbreytti borgari sé við því búinn að taka sjálfur virkan þátt í því að verja þau og bægja frá aðsteðjandi hættum. Það er ómetanlegt atriði í baráttunni gegn verðbólgunni og þeim hættum sem af henni leiða, að hinn óbreytti borgari finni hjá sér hvöt til þess, vegna hagsmuna bæði sjálfs síns og annarra, að veita þeim öflum í þjóðfélaginu sem gegn henni vilja vinna, virkan stuðn- ing. Það verður bezt gert með því að mynda sér á því skoðun byggða á málefnalegum grund- veili, hvað gera þurfi og hvers beri að krefjast af hinum ýmsu aðilum þjóðfélagsins, sem ráð- in hafa í þessum efnum, og vinna síðan fyrir þá skoðun í stéttarsamtökum og á hverjum þeim öðrum vettvangi, þar sem sá, er hlut á að máli, getur haft áhrif. Það má ekki heimta í þeim efnum allt af einhverjum einum aðila, hvort heldur er ríkisstjórn launþegasamtök eða vinnuveitendasamtök, heldur af hverjum aðeins það sem sann- gjarnt er að krefjast með tiiliti til getu og valdssviðs hvers og eins. Ef takast mætti þannig að virkja almenningsálitið í þágu góðs málefnis, þarf í rauninni engu að kvíða, því vandamálið er þó, þrátt fyrir allt, engan veginn óleysanlegt. Gott færafiski i Siglufirði SI'GLUFIRÐI, 30. júní. Dágóður afli hefur verið hjá trillubátum að undanförnu. Eru það mikil viðbrigði miðað við mörg undanfarin ár, þegar afli hefur verið lítill sem enginn. 10—15 trillur munu nú vera stöðugt á þessu færafiskiríi, en margir hlaupa í þetta annað veifið. Tveir bátar, Hringur og Tjald- ur, 60—70 tonna, eru rétt að byrja ufsaveiðar. Bv. Hafliði er gerður út á tog- veiðar. Frá áramótum hefur hann eingöngu landað hér, en ekki siglt með afla. Hefur það verið atvinnulifinu hér mikil lyftistöng. Stærri bátar héðan eru á síld- veiðum eystra. — Stefán.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.