Morgunblaðið - 02.07.1966, Síða 17

Morgunblaðið - 02.07.1966, Síða 17
Laugardagtff í. júlí 1966 MORGU NBLAÐIÐ 17 Hfeiraldur Björnsson, skipherra Björguðum 10 af 17 -- OSERHLIFIÐ BLAÐIÐ átti í gærkvöldi samtal við Harald Björnsson skipherra á Ægi, en þá var skipið statt rúmlega 100 míi- ur út af Austurlandi. Við spurðum Haraid nokk- VIÐ NÁÐUM sambandi við Jón Jónsson skipherra á Þór í gærkvöldi þar sem skipið var statt austur af Langanesi. Við byrjuðum á því að spyrja hann um aldur og hvenær hann hefði byrjað hjá gæzl- unni. — Þórarinn Framhald af bls. 11 um með V-merki í forsiglu. Fórum við svo í friði. í>egar út á hafið kom fór að hvessa á NA og fór þá skipið að hrip leka. Var nú ekki um annað að ræða en hleypa i,nn til Vestmannhavn í Færeyjum og var skipið þar losað og síðan haldið til Þórshafnar og þar í slipp. Þá kom í ljós að skipið var kjölsprengt. Kjölboltarnir voru svo lausir að það mátti draga þá út með höndunúm. Héldum við svo til Vestmannhavn á ný og tókum um borð það af farminum, sem óskemmt var, en hitt var selt á uppboði. Við urðum að liggja utan við höfnina á annan sólar- hring vegna storms, en þá kom skyndilega bátur út til okkar og fyrir mig lagt að koma þegar í stað til sýslu- manns. Ég gerði það og þegar þangað var komið sat hjá honum Lloyds-maðurinn sem fjallað hafði um athugun á skipinu. Spyr ég hvert erindi þeir eigi við mig. Þeir segja urra spurninga og sagði hann okkur að hann hefði komið um borð í gamla Þór, eða Vestmannaeyja-Þór, árið 1924 og þar byrjað sína sjó- mennsku hjá gæzlunni. Haraldur er fæddur 3. júni 1903. Er við spurðum hann, hver væri minisstæðasti atburður- inn á sjómannsferli hans, sagði hann að það myndi vera björgun áhafnarinnar af tog- aranum Preston Northend um 1950, en hann strandaði og sökk á skerjunum suður af Reykjanesi. Haraldur var þá skipherra á Sæbjörgu og tókst þeim að bjarga 10 mönr.um af 17 manna áhöfn. Að síðustu bað Haraldur Mbl. fyrir beztu kveðjur til starfsfélaga og Landhelgis- gæzlunnar með hamingju- óskum og þakklæti fyrir ánægjulegt samstarf. Jón er fæddur árið 1909 og því yngstur „gemlinganna“, sem enn starfa hjá gæzlunni. Hann byrjaði árið 1922 á Vestmannaeyja-Þór sem hjálp arkokkur eða messadrengur. Var skipið þá leigt ríkinu til eftirlits á sildveiðum fyrir Norðurlandi. Minnisstæðasti atburður- inn, sem Jón vildi nefna við okkur í samtalinu, var þá er hann var skytta á Ægi og þeir eitu togarann War Gray seint í stríðinu, en þá hafði togarinn siglt á brott með Guðna Thorlacius stýrimann af Sæbjörgu. Ægir var þá sendur á eftir togaranum og náði honum austur í hafi eftir að hafa skotið að honum 30 skotum. Seinna vann Jón við björgun sama togara austur á Söndum og náðist hann þá á flot. Að síðustu kvaðst Jón vilja óska landi og þjóð til ham- ingju með 40 ára afmæli gæzlunnar. að fyrst verði ég að fá mér koníaks-staup áður en mér verði nokkuð sagt. Þegar ég hafði sporðrennt úr því til- kynntu þeir mér að búið væri að hertaka ísland. Áður var búið að hertaka Færeyjar af Bretum og voru þeir eigin- lega að samgleðjast mér að við hefðum lent í því sama. Það varð því raunin á að alls staðar þar sem við komum í þessari ferð var ýmist búið eða verið að hertaka löndin. Eftir þetta héldum við svo heim á leið og varð sú ferð ekkert söguleg. Síðar lenti Arctic í njósnamáli sem kunn ugt er, en þá var ég ekki með skipið. — Mig langar til að biðja þig, Þórarinn, að segja okkur frá einhverri sögulegri björg- un úr þínum langa sjómanns ferli á björgunar- og varð- skipum þjóðarinnar. — Ég man nú ekki nákvæm lega hvenær það var, en það var um jólaleytið. Sænska skipið Hanön strandaði hér út við Engey. Ég var þá með Ægi. Strax eftir að Hanön strandaði var mönnum b.iatg að í land og hófst svo björg- unarstarf okkar á Ægi. Það var dælt úr skipinu og það þétt og loks tókst okkur að ná því á flot og fórum með það inn í sund. En þá gerði ofsaveður hér það sama og varð til þess að Hæringur slitnaði frá bryggju hér í Rey kj avíkurhöf n. Hanön var 2600 tonna skip og var því erfitt fyrir okkur að ráða við það liggjándi með þennan dreka á síðunni og vélar hans í ólagi. Við settum því út allar okkar keðjur og einnig lögðum við út akkeri frá Hanön. Hafnsögumennirn ir sögðu okkur um kvöldið að bæði skipin myndu verða komin upp á land í Gufunesi næsta morgun. Veðrið ham- aðist alla nóttina og við gerð um ekki annað en binda í sí- fellu, því jafnharðan slitnaði. Gekk svo alla nóttina. Aðeins einn vír milli skipanna hélt svo að ekki varð að bmda hann á ný. Keðjurnar héldu hins vegar allar og því vor- um við á sama stað um morg unin, þegar veðrinu tók að slota. Þetta var ein okkar versta nótt við björgun. Hanön var gamalt skip og lítils virði svo björgunarlaun in urðu.lítil. Ég frétti að skip stjórinn hefði nær fengið sjokk er hann frétti að skipið væri komið á flot, hann bjó þá á Hótel Borg og hafði ekki reiknað með að skipið næðist út. — En hvað myndi vera minnisstæðasta togaratakan? — Ætli það hafi ekki verið er við tókum Milwood, en sú saga er nú svo ný að ekki þarf að rekja hana. — Nú hafið þið lent í mörg um svaðilförum á þinni löngu sjómannsævi. Hefur þú ekki misst menn út á skipstjórnar ferli þínum, eða þeir farizt af slysförum? — Ég hef aldrei misst neinn* af- áhöfninni, en eitt sinn vorum við að flytja far- þega á Sæbjörgu ofan úr Borg arnesi. Margt var farþega með og vildu sumir vera úti þótt veður væri slæmt, enda vel búnir. Þá tók skipið ve'tu og við það tók út einn farþeg ann. Var hann mjög dúðaður og flaut því á sjónum. Tók hann þegar að synda ákaft á eftir skipinu og náðum við honum eftir fjórðung stundar. Var hann þá meðvitundarlaus og kom ekki til meðvitunöar aftur þrátt fyrir ítrekaðar lífgunartilraunir. Síðar kom í ljós að hjartað hafði bilað af ofreynslu. — En hver eru hæstu björg unarlaun, sem þú hefur hlot- ið? — Það var fyrir norska síld arflutningaskipið, sem við tókum hér mannlaust fyrir sunnan land og komum til hafnar. Ég mun hafa fengið 18 þús. kr. fyrir það verk. — Hefirðu nokkurn tíma lent á þurrt með skip þitt? — Nei, sem betur fer. Ég hef heldið mig við vætuna. — Og að lokum. Hver finnst þér mesta byltingin, sem orðið hefur í siglinga- tækninni á þeim 45 árum, sem þú hefur verið á varð- skipum og björgunarskipum? — Ég hygg að bergmáls- dýptarmælirinn hafi breytt mestu. Það var hægt að sigla með honum nákvæmlega eftir dýpinu. Svo er náttúrlega ekki um að tala þegar rat- sjáin kom til viðbótar. — Er nokkuð sérstakt, sem þú vilt segja í tilefni þessara tímamóta? — Ég óska Landhelgisgæzl unni alls hins bezta í fram- tíðinni og vona að hún megi vaxa og dafna og um fram allt að hún fái fleiri og betri skip, því landhelgislinan okk ar er löng. — vig. Framhald af bls. 10 — Eitt er skip og annað áhafn- ir, segir Pétur. — Okkur hefði aldrei gengið eins vel og raun ber vitni, ef við hefðum ekki alltaf haft góðum áhöfnum á að Jóhaiui F. Jónsson, skipherra skipa, sem allar hafa haft mikla og farsæla reynslu í starfi sínu. Það skiptir engu máli hve tæk- in eru góð ef þeir, sem eiga að stjórna þeim, kunna það ekki. Það er oft talað um ör skipti á áhöfnum á skipunum og auð- vitað er það svo með yngstu menninna hjá okkur. En kjarni starfsfólks Landhelgisgæzlunn- ar hefir alltaf verið trúr sinni stofnun, eins og sjá má af því að enn í dag eru fimm af þeim, sem voru á fyrstu skipunum að störf- um hjá gæzlunni. Þetta er geysi- legt atriði x störfum gæzlunnar, sökum þess að það er svo margt, sem byggist á hefð og venju og krefst því mikillar almennrar skynsemi ekki síður en bók- lærðar þekkingar. Verkefnin eru svo mörg og misjöfn og hafa verið, að ógern- ingur er að gefa möpnum ströng fyrirmæli um hvernig leysa skuli hvert og eitt. Náin samvinna allra aðila, jafnt þeirra sem hátt eru settir, sem hinna, sem lægra standa, er því brýn nauðsyn. Til marks um það hve marg- visleg störf gæzlunnar eru skal þetta nefnt: Eiríkur Kristófersson, skipherra Unnin eru öll björgunarstörf á sjó, svo sem að draga biluð skip, hreinsa úr skrúfum skipa, eða hjálpa þeim við viðgerð á bilaðri vél, allskonar aðstoð í sambandi við slys og flutninga á sjúkum, björgun úr strandi á mönnum eða verðmætum og á allt þetta jafnt við, hvort sem um er að ræða innlend skip eða erlend. Þá vinnur gæzlan að út- rýmingu á tundurduflum og hverskonar sprengjum eða öðr- um ókennilegum fyrirbærum og hefir í sinni þjónustu sérmennt- aða menn á þessu sviði. Þá hafa varðskipin frá upphafi tekið virkan þátt í öllum sjómæling- um, fiskirannsóknum á vegum Atvinnudeildarinnar, svo og öðr- um hafrannsóknum, síldarleit og jafnvel eftirliti með eldflauga- skotum. Einnig aðstoða þau vita- verði og vitaþjónustuna sem heild, og loks eru unnin ýmis- konar þjónustustörf fyrir af- skekkta landshluta, sem eiga viS sérstaka erfiðleika að búa vegna strjálbýlis, erfiðra sam- gangna eða náttúruhamfara. I því sambandi er ótalinn sá fjöldi ferða með fólk, vistir og útbún- að, allt sem nöfnum tjáir að nefna, skemmtikrafta innanhér- aðs, skólafólk og opinbera starfs- menn. Ótrúlegustu verkefni geta skyndilega skotið upp kollinum og þau eru öll þess virði að þau séu leyst fljótt og vel af hendL Ég hef aldrei orðið þess var að" fólk, sem, byggir strendur þessa lands, hafi beðið um neitt af hálfu Landhelgisgæzlunnar, sem ekki var nauðsyn, eða æskilegt til að gera því lífið á afskekkt- um stöðum bærilegra. Allt hefir samstarfið við þetta fólk verið með ágætum. — En hvað er um framtíðar- áætlanir að segja? — Reynslan hefir sýnt okkur, að full þörf er fyrir Landhelgis- gæzlu og þörfin hefir síður en svo minkað, einfaldlega vegna þess að í dag getur fólk ekki beðið lengi eftir hjálp eða að- stoð, í hverju sem hún er fólg- in, auk þess, sem það getur ekki beðið, að gerðar séu fijótvirkar Friðrik Ólafsson, skipherra ráðstafanir til að koma í veg fyrir ólöglegar athafnir veiði- skipa í landhelgi. En til þess að svo megi verða, þarf, auk vel æfðra áhafna, góð og traust skip og flugvélar, eða önnur tæki, sem aðstæður krefjast. Vil ég þar sérstaklega benda á notkun þyrlu til slíkrar starf- semi, bæði á sjó og landi. Notkun þeirra er æ meira að ryðja sér til rúms erlendis og ég er ekki í minnsta vafa um, að sú muni einnig verða þróunin hér. Með tilliti til nútiðar og fram- tíðar vil ég leggja áherzlu á menntun, því mennt er máttur. Við höfum í allmörg.ár mennt- að okkar stýrimenn á sérstök- um námskeiðum í Stýrimanna- skólanum. Og ætlunin er auð- vitað að halda ekki aðeins þess- um ágætu námskeiðum áfram, heldur líka og þjálfa áhafnir varðskipanna við notkun ýmissra nýja og gamalla tækja og að- ferða eins og hægt er. í gæzl- unni í dag eru ekki nema 120 menn, þegar allt er talið, og er því mikil nauðsyn að nýta sem bezt nýja tækm og að valinn maður sé i hverju rúmi; — Og hvað viltu svo segja að lokum, Pétur? — Þegar ég lít til baka, vil ég þakka öllum mínum sam- starfsmönnum fyrir ágæta sam- vinnu, þann tíma sem ég hef haft stjórn þessara mála á hendi. Án þeirra ósérhlífna framlags væri starfsemin ekki sú, sem hún er í dag. Ég vildi óska að hið góða samstarf mætti vera aðalsmerki Landhelgisgæzlunnar í framtíð- inni. Jón Jóusson, skipherra: Skutum 30 skotum á War Grey

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.