Morgunblaðið - 02.07.1966, Qupperneq 26
<|U
mvnuwiTBiiNViv
Laugardagur 2. Júli 1908
KR vann mótið með 326 stigum
gegn 221 hjá ÍR
Skemmtileg keppni cg þokka-
legur árangur
KR var lang stigahæst á Meist-
aramóti Rvíkur í frjálsum
íþróttum og hlýtur því titilinn
„bezta frjálsíþróttafélag í
Reykjavík 1966“ KR-ingur hlutu
samtals 326 stig, ÍR 221 og Ár-
mann 49 á mótinu sem lauk
í fyrrakvöld. Yfirleitt var
keppni skemmtileg á mótinu,
oft tvísýnn og þokkalegur ár-
angur náðist. þó hvergi væri um
toppárangur að ræða.
í mörgum greinum er þó
um betri árangur að ræða en
á síðasta móti og þvi fram-
förin greinileg. Sérstaklega
ber að geta Þorsteins Þor-
steinssonar KR scm sigraði
glæsilega í 400 og 800 ra
hlaupum á mjög góðum tima
miðað við aldur hans og
reynslu. Þar sem víða annars
staðar er um mikinn og góð-
an efnivið að ræða.
Á iokadegi mótsins sigraði
Halldóra Helgadóttir í 3 ,
greinum 100 m hlaupi, lang-
stökki og 80 m grindahlaupi
og var auk þess í sigursveit
KR í boðhlaupi kvenna. Vel
að verið.
Úrslit síðasta daginn
100 m hlaup:
Ragnar Guðmundsson Á 11.1
Ólafur Guðmundsson KR 11.2 í
'Valbjörn Þorláksson KR 11.3
400 m hlaup:
Þorsteinn Þorsteinsson KR 50.3
Þórarinn Ragnarsson ÍR 52.3
Þórarinn Arnórsson ÍR 52.6
1500 m hlaup:
Halldór Guðbjörnsson KR 4:04.5
Þórður Guðmundsson UBK 4:13.2
Kristl. Guðbjömsson KR 4:20.0
110 m grindahlaupr
Valbjörn Þorláksson KR 15.5
Sigurður Lárusson Á 15.5
Þorvaldur Benodiktsson KR 16.1
Stangarstökk:
Valbjörn Þorláksson KR 4.02
Páll Eiríksson KR 3.80
Magnús Jakobsson UMB 32.0
Þrístökk:
Jón Þ. Ólofsson ÍR 13.72
Úlfar Teitsson KR 13.33
Þormóður Svavarsson ÍR 13.20
Kringlukast:
Þorsteinn Alfreðsson UMB 45.84
Erlendur Valdemarsson ÍR 44.87
Jón Þ. Ólafsson ÍR 43.28
Sleggjukast:
Jón Magnússon ÍR 49.90
Þórður Sigurðssun KR 46.45
Þorsteinn Löve IR 45.50
4x400 m boðhlaup:
KR a-sveit 1.29.0
Ármann 3:37.0
ÍR 3:37.4
200 m hlaup:
Halldóra Helgadóttir KR
29.6
Akureyringar
unnu Val 2:1
En 3 landsliðsmenn voru ekki með
Akureyri, 1. júlí.
Á fimmtudagskvöidið fór fram
á Akureyri hinn árlegi knatt-
spyrnukappleikur til minningar
um Jakob Jakobsson. Að þessu
sinni léku Akureyringar við
Knattspyrnufélagið Val Rvik.
Mikill fjöldi áhorfenda var að
leiknum, sem var prúðmannlega
leikinn. Akureyringar gerðu
fyrsta mark leiksins Steingrím-
ur Björnsson skoraði úr þvögu,
eftir hornspyrnu í iok fyrri hálf-
leiks. Ingvar Elíasson jafnaði
fyrir Val á 25. mínútu síðari
hálfleiks með fallegu skoti af
25—30 metra færi. Á 35. mínútu
var dæmd aukaspyrna á Val.
Kári Árnason fékk boltann og
skoraði af örstuttu færi 2:1 fyrir
Akureyri.
Valsliðið náði aldrei almenni-
lega saman í þessum leik. Fram-
línan var bitlítil og náði sjaldan
að skapa hættu við Akureyrar-
markið. Vörnin átti heldur ekki
sériega góðan dag, að undan-
skildum markverðinum, Sigurði
Dagssyni, sem var bezti maður
liðsins. Hermann Gunnarsson og
Bergsveinn Alfonsson léku ekki
með iiðinu að þessu sinni, vegna
æfinga undir landsleik og
breytti það liðinu eflaust til hins
verra. Magnús Jónatansson lék
ekki með Akureyringum af sömu
orsökum.
Akureyringarnir voru mun líf-
legri og var samleikur þeirra oft
með ágætum. Mikið var um æs-
andi augnablik við Valsmarkið.
Akureyringar voru nú mun
ákveðnari en oft áður, er upp að
markinu kom og minna um him-
inháar sendingar út í bláinn.
Þeirra beztur var Kári Árnason.
Dómari var Sveinn Kristjánsson.
— Stefán.
Guðný Eiríksdóttir KR 30.6
Aðalbjörg Jakobsdóttir KR 30.7
Langstökk:
Halldóra Helgadóttir KR 4.59
Regína Hoskuldsdóttir KR 4.49
Maria Hauksdótuir ÍR 4.38
Spjótkast:
Arndís Björnsdóttir UBK 29.10
Birna Ágústsdóttir UBK 26.00
Elísabet Brandt IR 25.25
4x100 m boðhlaup kvenna
KR 57.2
ÍR 60.2
80 m grindahlaup:
Halldóra Helgadcttir KR 14.5
Elín Daníelsdóítir ÍR 16.6
María Hauksdóitir IR 16.7
Þjóðverjar
heimsmeistarar í
útihandknattleik
Heimsmeistarakeppni í útihand-
knattleik karla lauk í Vínarborg
í gærkvöld (föstudag). Vestur-
Þjóðverjar urðu heimsmeistarar
en síðan fylgdu A-Þjóðverjar og
Austurríkismenn.
Úrslitaleikirnir sem röðinni
réðu fóru þannig, að V-Þjóðverj
ar unnu Sviss 18—12 (11—5), A-
Þýzkaland vann Holland 23—9
(12—5), og Austurríki vann Pól
land 19—15 (7—6).
" v' v/tye //«>/• í'v/VAW / ' ’ryAV’•
Þessi börn voru meðal þeirra er kepptu í boðhlaupum á Laug-
ardalsvellinum 17. júní Þau hafa tekið þátt í íþrótta- og leik-
námskeiðum á vegum ÍBR og voru á KR- og Þróttarsvæöum.
Þessi börn skoruðu fram úr á sínum svæðum. 1 gær fengu
börnin tækifæri til að reyna sig á móti á Melaveilinum og
var þar fjölmenn keppni og skemmtileg.
— Ljósm. Kristján Jóhannsson.
Colf á Akureyri:
I
Höröur Steinbergsson vann
,Gunnarsbikarinn‘ í harðri keppni
ÖNNUR mesta golfkeppni hvers
árs á Akurryri, keppnin um
Gunnarsbikarinn, fór fram í
fyrri viku og lauk um sl. helgi.
Kepnin varð einhver jafnasta og
tvísýnasta golfkeppni, sem fram
hefur farið á Akureyri, en ungur
golfleikari Hörður Steinbergsson
tryggði sér sigur á síðasta
hringnum eða öllu heldur með
góðum leik á siðustu holunum.
Keppnin var 72 holur og stóð í
4 daga.
Heildarúrsilt keppninnar urðu
þessi:
Hörður Steinbergsson 279 högg
Ing. Þormóðsson 282 —
Sævar Gunnarsson
Hafliði Guðmundsson 282 —
Jóhann Þorkelsson 291 —
20 sænskir frjálsíþrótta-
menn og konur koma ti[ XR
A SUNNUDAGINN 3. júlí eru
hingað væntanleg-ir 20 frjáls-
íþróttamenn og 2 stúlkur, ásamt
4 fararstjórum, frá Idrottsringen
í Göteborg, Svíþjóð. Hópur pessi
kemur hingað á vegum frjáls-
íþróttadeildar KR, en frjáls-
íþróttamenn KR nutu gestrisni
Idrottsringen á keppnisferðalagi
í Sviþjóð sumarið 1964.
Svíarnir dvelja hér í vikutíma,
skoða borgina og nágrennið og
heiztu ferðamannastaði á Suður
landinu, auk þess sem þeir taka
hér þátt í frjálsíþróttamóti, sem
KR stendur fyrir fimmtudaginn
7. júlí n.k.
í þessum sænska hópi er að-
eins einn keppandi, sem á betri
árangur en íslenzkt met. Er það
kúluvarparinn Stig-Lennart
Eriksson, sem varpað hefur kúl
unni 17,14 m. En í hópnum eru
margir hlauparar, og eiga þeir
beztu þeirra tíma, sem eru á
borð við árangur beztu hlaupara
okkar nú, svo að búast má við
skemmtilegri keppni í hlaupun-
um.
Aðalgrein mótsins verður 800
m. hlaupiö, en þar máí nefna Svi-
ana Tom Person (1:55), Tommy
Hanson (1:56), Lennart Norberg
(2:00), Per Olsson (1:58) og Rune
Allansson (2:00). Á móti þeim
hlaupa Þorsteinn Þorsteinsson
og Halldór Guðbjörnsson KR,
sem fengu tímana 1:56,5 og
1:56,7 á Reykjavíkurmeistaramót
inu, Þórarinn Ragnarsson, KR
(1:59,6 á sama móti), Agnar
Levý KR (2:00,2), Þórarinn Arn
órsson, ÍR (2:00,6) að ógleymd-
um læknanemanum Gísia H.
Friðgeirssyni, A, sem hljóp á
2:00,2 mín. í sínu fyrsta 800 m.
hlaupi og jafnframt sinni fyrstu
keppni á Reykjavíkurmeistara-
mótinu nú í vikunni. Sr þav ó-
tvírætt um mikið hlaaparaefni
að ræða, sem vænta má af hinna
óvæntustu afreka.
Aðrir, sem sérstaklega má
nefna, úr sænska liðinu, eru: 400
m. hlaupararnir Lars Phi.'ip
(50,8), Holger Kállqvist (51,0),
langstökkvarinn Stig Fássberg
(6,89), hástökkvarinn Kjell
Berntsson (1,86) og þrístökkvar-
inn Lennart Larsson (13,50).
A mótinu verður keppt í þess
um greinum:
Karlar: 100 m., 400 m., 800 m.,
1500 m og 30000 m. hlaup, —
4x400 m. boðhlaup, langstökk,
hástökk, stangarstökk, kúiuvarp,
kringlukast.
Konur: 100 m. hiaup, lang-
stökk. •
Sveinar: 300 m. hlaup.
Þátttökutilkynningar þurfa að
berast Einari Frímannssyni c/o
Samvinnutryggingar, sími 38500,
heimasími: 18416, í síðasta lagi
á mánudag, 4. júlí n.k.
Tvísýn keppni.
Tuttugu manns hófu keppni
en 4 heltust úr lestinni er á
leið vegna óhappa, Eftir fyrsta
daginn hafði Sævar forystuna
með 68 högg en Ingólfur var
með 68 og Jón Guðmundsson
70.
Eftir 36 holur höfðu þeir
skipt um forystu Ingólfur og
Sævar. Ingólfur var með 136
högg en Sævar 139 og nú bland-
aði Hörður Steinbergsson sér í
leikinn og var einnig með 139
högg.
Eftir 54 holur hélt Ingólfur
enn forystu 210 högg, Hörður
var með 211 en Sævar og hinn
gamalkunni Jóhann Þorkelsson
voru jafnir með 215. Jóhann
hafði leikið mjög vel þennan
dag og sýndi sig liklegan til
að blanda sér í lokastríðið .
Góður endasprettur.
í lokaátökunum iék Hörður
sérlega vel, einkum síðari 9 hol-
urnar og þá sérstaklega tvær
síðustu holurnar. Fram að þeim
mátti ekki á milli sjá hver sigra
myndi, svo jöfn var keppnin.
Hörður hefur leikið golf í 3
ár, verið 1. flokks meistari 2 sl.
ár en er nú tvímæialaust í
fremstu röð. Akureyringar ætla
þó að Sævar Gunnarsson verði
eins góður eða betri er liða fer
á sumarið. Hann er ungur golf-
leikari en hefur æft mjög vel
enda aðstaða hans góð, þar sem
hann er vallarvörður á golfvell-
inum.
Sigurvegarinn hiaut „Gunn-
arsbikarinn* en hann var gefinn
til minningar um Gunnar Hall-
grímsson.
Framhald á bls. 27.