Morgunblaðið - 08.07.1966, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.07.1966, Blaðsíða 20
MORCUNBLAÐIB Laxinn er kominn í Korpu. — Nokkur veiðileyfi óseld í verzluninni Veiðimaðurinn. Áburðarverksmiðjan Onnumst uppsetningar á sjónvarps loftnetum íyrir Reykjavíkur og Keflavíkur sjónvarpsstöðv- arnar. — Hafið samband við okkur strax og forð- ist annríkið, þegar íslenzka stöðin tekur til starfa. Öll vinna framkvæmd af fagmönnum. r + Georg Amundason & Co. Frakkastíg 9, Reykjavík — Sími 15485. Tapast hefur tweed dragtarjakki með skinnkraga. Finnsndi vinsamlegast hringi í síma 14475 eða skili á Lög- reglustöðina. — Fundarlaun. íbúð óskast til leigu Höfum verið beðnir að útvega til leigu 2—3 herb. nýlega íbúð. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar gefur Skipa- og íasíeignasalan Trésmíðavélar Seljum allar tegundir af trésmíðavélum frá um- boðum okkar í A-Þýzkalandi, V-Þýzkalandi, Frakk- landi, Hollandi og Noregi. Eigum fyrirliggjandi ýmsar vélar svo sehi: Sam- byggðar trésmíðavélar, hjólsagir, bandsagir, af- réttara, yfirfræsara, hefilbekki o. fL Höfum ávallt á lager mikið úrval af vélaverkfærum á trésmíðavélar svo sem margskonar fræsiverkfæri í ýmsum stálgæðum, hjólsagarblöð í HS og karbid, hefiltennur o. m. fl. HAUKUR BJÖRNSSON Pósthússtræti 13, Reykjavík Símar: 10509 — 24397. jff Framhald af bls. 17 Rúmenar eiga hægar með að 4ylgja slíkri óháðri stefnu en til dæmis Pólverjar, Ungverjar cxg A-Þjóðverjar, sem enn hafa rússneskan her og herstöðvar á sinu landsvæði. Enda notfærðu Riúmenar sér það, m.a. tll þess að minnka herskyldu úr 24 mánuðum í 16 mánuði, án þess svo mikið sem ráðfæra sig við Sovétstjórnina. Og í ræðu, sem Ceausescu hélt 7. maí si. lagði hann alla áherzlu á, að það samrýmdist ekki sjálfstæði þjóða og sjálfsákvörðunarrétti að hafa erlendar herstöðvar á sínu yfirráðasvæði hvar svo sem væri í heiminum. Hann sagði, að þeir tímar væru liðn- ir, að erlendar herstöðvar ættu rétt á sér. Og enda þótt hann hafi tekið fram, að sennilega væri Varsjárbandalagsins þörf meðan bandarískir hermenn væru í Evrópu, voru frétta- menn á einu máli um. að í ræðunni hefði kveðið við ann- an tón en venja væri i komm- únísku riki. Þessi sami tónn kemur fram í rúmenskum dag- blöðum þessa dagana og sýna að Rúmenar slaka hvergi á af- stöðu sinni. Það vakti atJhygli, að skömmu eftir 7. maí fór Leonid Brezhnev til Búkarest og töldu ýmsir, að hann færi gagngert til að ræða ummæli Ceausesc- Us. Siðar var upplýst, að ferð hans hefði staðið í sambandi við væntaniega heimsókn kín- verska forsætisráðherrans Chou En-lais, sem ráðgerð var mánuði fyrr en af henni varð — (Eins og frá hefur verið skýrt í Mbl. bar sú för Chou En-lais ekki þann árangur, er hann vænti, þar eð stjórn Rúm eníu neitaði að snúast gegn Rússum. Hefur stjórn Albaníu síðan haldið uppi harðri gagn- ryni á þá, „sem hafa á sér yfir- skjn hlutleysis og halda að þeir geti setzt á milli tveggja stóla", eins og Enver Hoxa, leiðtogi albanskra kommúnista, komst að orði.) — Hermdu sömu heimildir, að Ceausescu hefði viljað kveða upp úr með skoð- anir sinar opinberlega, áður en Brezhnev fengi tækifæri til að beita hann þvingunum á lok- uðum fundi. Var haft eftir ein- um stjórnarmanna Rúmena, að sá tími væri liðinn, er Moskva gat sent Andrei nokkurn Vis- hinsky til Búkarest til þess að tilkynna Mikael, konungL að héðan i frá yrði landi hans stjórnað af kommúnistum. Það var árið 1947 — og fréttamenn benda á, að það var fyrst árið 1956 í Póllandi, að Sovétmenn komust ekki upp með að senda slikan sendiboða. Þegar röðin kom að Ungverjalandi var bað ekki einu sinni reynt — held- ur skriðdrekar látnir tala máli Sovétstjórnarinnar. Raddir hafa heyrzt um, að ýmsir, innan rúmenska flokks- ins hafi hvatt til meiri var- kárni og óttist að Ceausescu spenni bogann of hátt, afleið- ingarnar verði ekki sendinefnd ir heldur skriðdrekar. En hæst settu ráðamenn flokksins telja þessar viðvaranir ástæðulaus- ar — þeir eru sannfærðir um, að þeir tímar séu liðnir, að Sovétstjórnin vogi sér slíkL Þjóðernisleg Valdabarátta? í siðustu viku bárust óvænt- ar fregnir frá öðru Austur- Evrópuríki. Vakti ekki litla at- hygli, þegar Josip Broz Tito, forseti Júgóslavíu, lýsti því í ræðu, er hann hélt á mið- stjórnarfundi kommúnista- flokksins þar, að innan hans hefði verið háð valdabarátta með aðferðum, sem minntu einna helzt á Stalíntímann. — Sagði hann síðan, að einn helzti samstarfsmað.ur sinn í meira en þrjátíu ár — og per- Tito sónulegur vinur — Aleksander Rankovic, varaforseti hefði lát- ið af störfum fyrir stjórnina og flokkinn, svo og yfirmaður leyniþjónustunnar og innan- ríkisráðherra landsins, Svetis- lav Stefanovic. Sakaði hann þá báða um að hafa misnotað leyniþjónustuna í eigin þágu og krafðist þess, að gagngerar breytingar yrðu gerðar á stjórn landsins, miðstjóminni og flokknum öllum, til þess að fólkið fengi aftur trú á flokkn fólkið fengi aftar trú á flokk- inn, eins og hann komst að orði. Jafnframt sagði hann, að yrði dregið úr valdi leyniþjón- ustunnar. Satt að segja hefðu menn frekar átt von á því að heyra, að Tito sjálfum hefði verið steypt úr forsetastólnum, því að raddir hafa verið uppi um það öðru hverju að undan- förnu, að hann sé farinn að heilsu og smám saman að missa tökin á flokknum. Var Rankovic varaforseti tal- inn einna líklegastur eftir- maður hans í forsetastóln- um. Atburður þessi hefur á hinn bóginn sýnt, að Tito hefur enn öll tögl og hagldir og vílar ekki fyrir sér nú. fremur en áður, að fella vini sína og nánustu samstarfs- menn, þegar hann telur sér hætt. Er skemmst að minnast Milovan Djilas, höfundar bók- arinnar „Hin nýja stétt“ sem setið hefur í fangelsi frá þvi árið 1962 fyrir gagnrýni sina Veðskuldabréf Til sölu ríkistryggð veðskuldabréf, (BSSR) að upphæð krónur 100,000,00. Liðin eru tvö ár frá útgáfudegi. Tilboð merkt: „Afföll — 4008“, sendist til afgr. Morgunblaðsins fyrir 15. þ.m. Hafnarfjörður Viljum ráða vörubifreiðastjóra nú þegar. j!; Upplýsingar á skrifstofunni. Timburverzl. Dvergur á flokkinn og gtjórnina. Djilas var eitt sinn utanríkisráðherra Júgóslavíu og síðar varafor- seti. Hann var náinn vinur Titos og líklegur arftaki hans — og jafnframt einn fremsti hugtakafræðingur flokksins framan af valdatímabili hans. Rankorvic, sem nú fellur úr valdastóli er 56 ára að aldri. Hann hefur starfað með Tito í þrjá áratugi, var meðal helztu leiðtoga andspyrnu- hreyfingarinnar í styrjöldinni, stjórnaði aðalstöðvum henn- ar og njósnastarfaemi. EtTtir styrjöldina varð hann innan- ríkisráðherra og yfirmaður leyniþjónustunnar — og þó Stefanovic hafi gegnt em- bætti innanríkisráðherra sl. 12 árin var Rankovic raunveru- lega ábyrgur fyrir innanríkis- málunum. Þegar í odda skarst milli þeirra Stalíns og Titos á sínum tíma átti Ranko- vic stærstan þátt í því að sovézka einræðisherranum tókst ekki að grafa undan áhrifum Titos í júgóslavneska kommúnistaflokknum. Nú eru þessir menn sem sagt ákærðir fyrir að misbeita vaidi sínu, fyrir að hafa notað leyni- þjónustuna til að beita borg- ara landsins þvingunum og vinna vald yfir þeim, kommún- istaflokknum og þjóðfélaginu öllu. Er sagt, að leyni- þjónustan hafi látið koma fyrir hlustunartækjum í íbúð- um og skrifstofum margra em- bættismanna og flokksforingja og hlerað símtöl þeirra. Ekki er vitað, hvort Tito sjálf- ur var einnig þannig leikin. Stefanovic viðurkenndi þessar hleranir og sagði þær mjög al- varlegt mál, en neitaði með öllu að bera ábyrgð á þeim. Rankovic neitaði einnig af- dráttarlaust að hafa staðið fyr- Rankovic ir hlerunum en kvaðst ekkl geta afneitað allri ábyrgð á því að innan flokksins væri hópur manna andvígur stjórn- inni. Sú skoðun hefur komið fram, að orsök valdastreitu þessarar sé andstaða gegn þeirri stefnu Titos að auka frjálsræði í efnahagsmálum þjóðarinnar. Athyglisvert við ásakanir Titos á hendur þessum mönn- um er, að hann lagði áherzlu á að þarna hefði verið um þjóð ernislega valdabaráttu að ræða. Bæði Rankovic og Stef- anovic væru Serbar og hefði vakað fyrir þeim að auka áhrií Serba i þjóðlífinu. Serbar éru fjölmennasta þjóðarbrot lands- ins af fimm — þar næst koma Króatar (Tito er Króati), Slov enar, Svartfjallamenn og Makedóníumenn. Þessi yfírlýs- ing um þjóðernisbaráttu bend- ir til þess, að þrátt fyrir tutt- ugu árá kommúniska stjórn sé þjóðernistilf inning enn íyrix hendi i Júgóslavíu —- og hún ef til vill eigí syo smávægileg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.