Morgunblaðið - 28.07.1966, Page 3

Morgunblaðið - 28.07.1966, Page 3
Fimmtuðagnr júlí 1966 MORGUNBLAOIÐ o I* EINS og frá hefur verið skýrt í blaðinu lauk sl. laugardag framkvaemdum við malbikun Hafnarfjarðarvegar, þeim er hófust 15. júlí sl. Eru nú mikil viðbrigði að aka veginn sem var áður mjög ósléttur og holóttur, en er nú sléttur, „sem hefluð f jöl“, eins og einn bifreiðastjóri er við hittum í gær komst að orði. Upphaflega var gert ráð fyrir að verkið tæki 6 daga og tvo fyrstu dagana leit út fyrir að sú áætlun myndi standast. En þá hófu veður- guðirnir afskipti af .nálinu „Eins og hefluð fjöl“ — segfa bifreiðastjórar um ný- lagfærðan Hafnarfjarðarveg og feyktu öllum áætlunum út í veður og vind í þeirra orða fyllstu merkingu. Var það því um nokkurra daga skeið, að þeir sem fara þurftu milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur í einkabílum urðu að taka á sig stóran krók (fara „hina leiðina" eins og gárungarnir köliuðu það) upp Vífilstaða-, Vatnsenda og Breiðholtsveg, eða gagnstætt. Var vegur þessi, sem engan veginn er gerður fyrir mikla umferð, snemma slæmur yfirferðar, sérstaklega brekkan við Vífil- staðavatn, sem var þvotta- bretti líkust. Bifreiðastjórar tóku þó þessum krossi með ró, horfandi fram á bjartari tíma og greiðari veg þegar malbik- un lyki. í gær fórum við Mbl. menn suður á nýmalbikaða kaflann, í þeim tilgangi að stoppa þar bifreiðir og leita álits hjá bif* reiðastjórum um hversu þeim 'þætti að aka á nýja malbik- inu. Við lögðum bifreið okkar á hentugum stað og byrjuðum að gefa aðkomandi bifreiða- stjórum merki um að stanza. En á íslandi, sem annarsstað- ar, er tíminn dýrmætur og fáir máttu vera að því að draga úr ferðinni. Sá fyrsti sem tók tillit til bendinga okkar var R-merkt- ur, rauður Volkswagen. Varð ökumanni þeirrar bifreiðar fyrst fyrir að spyrja um hvort bilað væri hjá okkur. Þegar við spurðum hann svo um veginn sagði hann að vissu- lega væri gott á honum að aka, og þessar aðgerðir vega- gerðar( rikisins væru langtum skynsamlegri heldur en þær holufyllingar sem áður hefðu tíðkazt ár eftir ár. Hinsvegar taldi þessi ökumaður að fram- kvæmdir við endurbæturnar hefðu ekki gengið nógu vel og furðulegt hefði verið að vinna ekki á vöktum á meðan veðrið leyfði. Næsti ökumaður sem stanz- aði tók einnig í sama streng og sagði ennfremur að ekki hefði verið nægilega vel aug- lýst hvenær vegurinn var op- inn og hvenær lokaður. „Ég fór þannig tvær ferðir suður í Kópavog í trausti þess að nann væri opinn, en varð að leggja niður rófuna og snúa við. — Annars er vegurinn eins og hefluð fjöl og verkið ágætlega unnið, að mínu áliti. Munurinn finnst bezt þegar maður kemur á ólagfærða veginn“. Nú kom stór vörubifreið sem héit á eftir sér langri bif- reiðalest og gekk tiltölulega vel að fá þær bifreiðir sem á eftir vörubifreiðinni voru til þess að stanza. Við tókum þrjá ökumenn tali og luku þeir samróma lofsorði á þess- ar framkvæmdir og sögðu „allt annað lif að aka á veg- inum núna“. „Komdu þökk til vegagerðarinnar á framfæri fyrir mig“, sagði einn þeirra, „og jafnframt því, að nauð- synlegt sé að setja einhvern lágmarkshraða á leiðinni Reykjavík-Hafnarfjörður, því að slysahættan við þennan eilífa framúrakstur bifreiða sem a'ka á 20—30 km hraða, er mikil. Víða útisamkomur um helgina — IVSikil þáfttaka í ferSum fer^faskrifstofanna SEM venja er um verzlunar- mannahelgar verða haldnar úti- samkomur á nokkrum stöðum úti á landi. Munu þær samkomur í ár veröa á sömu stöðum og í fyrra þ.e. í Bjarkarlundi, Vagla- skógi og á Iiallormstað. Auk þess verður nú hestamannamót á Skógarhólum við Þingvöll og búizt við miklu fjölmenni þar. Þá mun og verða mikill straum- ur ferðamanna í Þórsmörk. í Húsafeiisskógi yerður bind- indismannamót og hefst það á laugardag kl. 9 með því að Ás- geir Pétursson sýslumaður flytur ávarp. Síðan verða kveiktir varð eldar og jafnframt dansað til kl. 2 eftir miðnætti. Á sunnudag verður guðsþjónusta og prétikar séra Björn Jónsson í Keflavik e- kl. 16 og kl. 19 verða s. skemmtiatriði og meðal þeirra krafta er þar koma fram má nefna Ómar Ragnarsson og Rondó tríó. Þá mun einnig Ólaf- ur Þ. Kristjánsson stórtemplar flytja ávarp og Guðmundur Böð- varsson skáld lesa upp ljóð. Eins og áður segir er það Góðtemplara reglan sem fyrir hátíð þessari gengst og mun skipuleggja ferð- ir til og frá mótsstað og sjá gest- um fyrir tjaldstæði. Barðstrendingafélagið gengst fyrir hátíðahöldum í Bjarkar- lundi og verða þar dansleikir á iaugardags og sunnudgskvöld. Á sunnudag verður þar einnig útisamkoma og mun þá séra Grímur Grimsson flytja ávarp og Ómar Ragnarsson skemmta. Fyrir dansi mun Mónó kvartett lei!:*. 05 verður dansað á yfir- m útipaiii er Barðstrend gið á. V aglaskógi verður haldið .amdismót og gangast fyrir þvi nokkur æskulýðsfélög á Framhald á bls 25 8TAKSTEII\IAR Lygi þar ... Morgunblaðið hefur orðið þess mjög greinilega vart, hve mikla athygli grein Freysteins Þor- bergssonar, skákmeistara, sem birtist í Mbl. sl. sunnudag, hefur vakið. Þess gat varla verið langt að bíða, að leigupennar Sovét- rikjanna á íslandi hæfust handa, einkum ef þeir ættu ógreidda námsskuld austur í Kreml. Þó kom svo út þriðjudagsblað af málgagni Sovétríkjanna á ís- landi, að ekki var minnzt á um- getna grein. En í gær er tekið við að „svara“ greininni á sannan kommúnistahátt. Engir tilburðir eru hafðir í frami til að svara efnisatriðum greinarinnar, held- ur er ráðizt með rógi, níði og dylgjum að greinarhöfundi. Gam all landsprófsdrengur, sem fékk að stunda „nám“ í Moskvu um tíma, er látinn kvitta fyrir uppi- haldið austur í Moskvu með því að rita slappa rammagrein í „Þjóðviljanum". Hann getur ekki rökrætt um nokkurt atriði í grein Freysteins, heldur eru órökstuddar dylgjur og mis- heppnaðar fyndnitilraunir látnar duga. Slíkur eymingajskapur er að vísu þekktur á síðum Moskvu- málgagnsins, en sjálfs sín vegna hefði piltur þessi átt að íara varlega út í skítkast. Rógur hér ... Sem dæmi um rithátt þes,,. aukamagnúsar „Þjóðviljans" má nefna setningar eins og „Frey- steinn, sem af greininni má ætla, að sé fremur einföld sál“ og „Við skulum vona, að næst þegar draumar hans rætast og honum tekst að koma saman greinar- stúf“. Hvernig væri að leita til sálfræðings? Skammkell Á einum stað reynir leigupenni kommúnistablaðsins að hnekkja frásögn Freysteins; þ. e. frásögn hans af drykkjuskap í Sovét- ríkjunum. Svo neyðarlega vill þó til, að einmitt þetta atriði, sem ekki hefur mátt viðurkenna hingað til, er nú opinberlega ját- að í Sovétríkjunum sama dag og piltunginn skrifar kvittunina fyrir „náms“gjaldið, með því að sérstakt ráðuneyti er stofnað til þess að fást við unglingafyllirí. Það er ekki að ástæðulausu, að Austri tautaði fyrir munni sér í gær: „Hvikið þér nú allir nema Skammkell“. Eí íarið væri að for- aæmi Magnúsanna i Annars er enginn vandi að skrifa róg í stíl aðalmagnúsar og aukamagnúsar „Þjóðviljans“. Ónafngreindur maður brenglaðist á sálarlífinu snemma í barn- æsku; gerðist biblíufastur í fleiri en einum skilningi. Þessi maður dvaldist í Danmörku á styrjald- arárunum. Þjóðverjar höfðu þá her i Danaveldi. Þeir höfðu að- stoðarmenn á launum. íslenzkur rithöfundur var myrtur í striðs- lok. Ónafngreindur maður slapp undan Bretum og til íslands. Freysteinn segir frá þvi, hvern- ig lygin er tekin í þjónustu kommúnista austur frá. Hér er það rógurinn, sem gildir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.