Morgunblaðið - 28.07.1966, Page 25
Fimmtuéfagur 28. júlí 1966
MOHGUNBLAÐIÐ
25
— Bóndi i Mýrdal
M Framhald af bls. 14
Ihjá sér fara. Hann hefur verið að
shoða höfðann og rannsaka berg-
lagaskipan í honum. Nú hefur á-
ihugi manna beinzt mjög að .þess-
ari klettaeyju, vegna hugsanlegr
ar hafnargerðar við hana, og
ifeveðst Einar einkum hafa verið
að athuga hana undanfarin ár.
Hefur hann myndað sér ákveðn-
ar kenningar um hvernig hún
varð til.
f — Þeim bar svo illa saman,
jarðfræðingunum, um það hvern
ig Dyrhólaey hefði orðið til, seg-
ir hann til skýringar. En ég hefi
ékveðna skoðun á því hvernig
þáð hefur borið að, eftir að hafa
rannsakað hana. Dyrhólaey hef-
ur orðið til á nákvæmlega sama
hátt og Surtsey, fyrir neðan-
ejávargos. Dyrhólaey hefur þó
myndast í tveimur gosum, líklega
með allnokkru millibili. f dag-
legu tali er eynni skipt í Háey,
sem er vesturhlutinn og að mestu
úr móbergi, og Lágey úr basalti.
Aðalsönnunargagnið um að eyjan
sé orðin til á fyrrgreindan hátt,
er að undirlag basaltsins er sýni
lega malarfjara. Þá bendir og
saltútfellingin í móberginu í Há-
eynni til þess, að hún sé mynd-
uð með neðansjávargosL Vestur-
hluti eyjarinnar er hlaðinn upp
I úr lausum gosefnum, en austur-
hluti hennar úr hraungrýti. Gos-
ið hefur byrjað eins og í Surts-
ey, á ne'ðansjávarsprungu með
stefnu norður-suður. Hefur gosið
ösku og vikri á þremur stöðum
að minnsta kosti. Efni eyjarinn-
ar hefur eingöngu orðið laus gos-
efni, möl og gjall, sem öldur
hafsins skoluðu seinna burtu,
nema grágrýtistöppunum, er
myndazt höfðu í gígunum. Á
þeim vann hafaldan ekki og
standa þeir enn sem þögul ör-
ugg vitni um fyrsta þátt sköp-
unarsögu Dyrhólaeyjar. Löngu
Seinna hófst aftur gos um 1600
m. vestar. Allt bendir til að þetta
síðara gos hafi verið miklu öfl-
ugra en hið fyrra. Ekki er unnt
að segja hve margir gígarnir
voru, sem í fyrstu gusu ösku og
vikri. En síðar tók sá nyrsti að
spúa hrauni, sem flæddi austur
af eynni og breiddi úr sér um
alisléttar og víðáttumiklar malar
tfjörur. Nú gerist það, að nyrzti
sýnilegi gígtappi fyrra gossins
verður hluti af hinni nýju eyju
við það, að hraunið nær að renna
að honum. Hraungígurinn virð-
ist ekki hafa verið lengi virkur,
en bergkvikan mjög punnfljót-
andi, og hefur breitt jafnt úr sér
©g fyllt sprungur. Þannig hefur
uppbygging Dyrhólaeyjar átt sér
stað.
} En sköpunarsaga eyjarinnar
var þó ekki ölþ er eldur óg aska
höfðu lokið starfi sínu. Enda er
sú Dyrhólaey, sem við sjáum
þarna, ólík hinni upprunalegu
eyju. Mörgum smálestum af jarð
efnum hefur hún orðið að fórna
og mikið brotnað af henni. Nú er
hraungígurinn aðeins skeifulaga
kvos inn í eyna að vestan, en
vesturbarmur hans horfinn í haf-
ið. Það voru ekki aðeins vindar
og sjór, sem unnu á goseynni,
því jökull hefur gengið þarna
yfir á síðasta jökulskeiði ísaldar,
og sorfið, skafið og rifið burt
hraunið. Því eru nú þarna jökul-
; rispaðar og vindsorfnar basalt-
klappir, þar sem allþykkur gróð-
urjarðvegur hylur ekki. Um aldur
eyjarinnar er það að segja, að
ég tel áð hún sé til orðin á hlý-
viðrisskeiði fyrir síðasta jökul-
skeið hinnar kvarteru ísaldar.
Þá má geta þess, að sjávar-
staða hefur verið alveg eins og
nú þegar eyjan var að myndast,
hefur seinna lækkað mikið, en
er nú aftur komin í sömu stöðu.
tÉg hefi ekki fundiið neinar skelj-
ar í Dyrhólaey, bara brot úr seti,
og skýri það þannig, að gígarnir
hafi gosið svo stöðugt að þær
hafi lent í undirstöðunni. Þannig
hefur nú þessi eyja, sem vadð
éföst landi, myndast. Hún var
syðsti hhxti íslands allt frá is-
aldarlokum þangað til Katla
myndaði í gosinu lál8 tanga á
Hjörleifshöfðafjöru, sem teygir
sig lengra suður í sjóinn. Hann
er þó ekki úr varanlegu efnL
x — En hvernig lízt þér á hafnar
gerð við Dyrhólaey? Og hvoru
megin viltu láta gera hofnina?
— Það mundi valda gerbylt-
ingu um bætta afkomumögu-
leika sveitanna á Suðurlandb ef
góð höfn kæmi við Dyrhólaey.
Og tæknin er mikils megnug nú
orðið. Þó held ég, að Þjóðverj-
arnir -hefðu lent illa í þvb ef
þeir hefðu grafi'ð höfn inn að
vestan. Þá hefðu þeir lent f
gamla gígnum, komið í grágrýtis
klöpp. Það hlýtur að vera mikið
af þeim í sandinum. Ég tel miklu
meiri lrkur til að hægt verði að
grafa að austan. Enda minni sand
burður og fíngerðari þar.
— Var það ekki vestan megin,
sem sjórinn fór að grafa sig inn
í vetur?
— Jú, það er nokkuð sem
alltaf gerist öðru hverju í noi’ð-
austanátt. Og gerðist alltaf þeg-
ar þeir voru þarna með útræði.
Það yrði vissulega ómetanlegt að
fá höfn við Dyrhólaey. Sandburð
urinn yrði aldrei meiri en á Rifi.
Og svo eru komin tæki til að
losna við hann. x
Það hefði verið gaman að fræð-
ast meira af Einari í Skamma-
dalshól, og þiggja böð hans um
að koma heim til hans seinna
um kvöldið og skoða skeljasafn
ið hans. En okkur fannst nóg að
gert, að tefja hann frá rúning-
unni. Kindurnar kæra sig víst
kollóttan um jarðfræðikenning-
ar, fornskeljar og fugla. Þær
vilja bara losna við ullina og
finna aftur lömbin sín.
— E. Pá.
— Kynning á
Frarnh. af bls. 5
leggja sífellt meiri áherzlu á
alhliða kynningu út á við.
Slík kynning auki ekki aðeins
þekkingu og skilning um-
heimsins á högum, viðfangs-
efnum og vandamálum hinna
einstöka þjóða, heldur stuðli
hún einnig beint og óbeint að
viðskiptum, flutningum og
ferðalögum landa á milli. —
Við getum verið allánægðir
með árangur þriggja ára út-
gáfustarfs, sögðu ritstjórarn-
ir, því þörfin fyrir rit á borð
við Iceland Review er nú enn
ljósari en áður og við teljum,
að mikill árangur hafi náðzt
með útgáfunni. En við von-
um að þetta sé aðeins byrj-
unin. Þeir sögðu ennfremur
að ritið kæmi út í 9—10 þús-
und eintökum að jafnaði, það
væri borið út af póstþjónum
í meira en 100 löndum og bréf
frá lesendum berast úr öll-
um heimsálfum. Einnig kváðu
þeir það mikið ánægjuefni að
fylgjast með því hve auglýs-
ingagildi ritsins hefur vaxið
— og innlendir auglýsendur
hefðu stundum kvartað undan
því í gamíii, að sá ókostur
fylgdi auglýsingu í ritun, að
svo margar fyrirspurnir bær-
ust að það tæki tíma að svara
þeim. Og mörg dæmi kváðust
þeir vita um að auglýsing í
Iceland Review hafi skapað
ný viðskiptasambönd, sem síð
an hafa leitt til viðskipta sem
nema milljónum króna. Þó út
gáfan hafi gengið vel á þess-
um þriggja ára reynslutíma,
sögðu þeir Haraldur og Heim
ir að verðlagsþróunin hefði
hækkað útgáfukostnaðinn
svo mikið að undanförnu, að
horfurngr væru vægast sagt
slæmar. En óhægt er um vik
vegna þess að áskriftagjald er
lendis er erfitt að hækka stöð
ugt, þótt aukin útgjöld hér-
lendis krefiist þess. Verði því
að treysta á að hægt verði að
auka útgáfu blaðsins. Á ári
hverju koma út 4 hefti og var
það nýjasta 92 síður, svo árs-
ritið er væn bók, sem kostar
kr. 230,00.
f heftinu, sem var að koma
út, er margvíslegt efni. Þar
er fróðleg og ýtarleg grein um
beizlaða og óbeizlaða orku í
íslenzkum fallvötnum o. fl. eft
ir Eirík Rriem og fylgdu marg
ar myndir. Steindór Steindórs
son skrifar yfiriitsgrein um
gróður á íslandi og er hún
skreytt fallegum blómamynd
um í svarthvítu og í litum. Þá
eru greinar um fsafjarðarkaup
stað á 100 ára afmælinu eftir
Birgi Finsson og Pétur Karls
son, greinar eru um Hótel
Loftleiðir, Færeyjaflug F. í.,
skrifstofu Loftleiða í Chicago,
veitingahúsið Naust o.fl. Þá
eru greinar um atvinnu- og
viðskiptamál, m.a. skrifar
Eggert Þorsteinsson, sjávarút-
vegsmálaráðherra, um íslenzk
an sjávarútveg, Amalía Lín-
dal um kísilgúrinn í Mývatni,
dr. Þórður Þorbjarnarson um
fiskimjöJ og Gísli Hermanns-
son um niðursuðuiðnaðinn. Og
ýmsir fleiri þættir eru í heft
inu.
Iceland Rcview hefur nú
sett upp skrifstofu í Tjarnar
götu lo og gefinn hefur verið
út kynoingarbæklingur með
ummælum ýmissa aðila, er-
lendra um ritið og gagnsemi
þess.
— Ufisamkomur
"v- Framh. af bls. 3.
Akuréýri, í Eyjafirði og Suður-
Þingeyjarsýslu. Hefst mótið á
laugardagskvöld og verður þá
dansað í Brúarlundi og á mið-
nætti á að skjóta upp flugeldum.
Daginn eftir verða tvaér útisam
komur og einnig verður þá dans-
að um kvöldið. Margir skemmti-
kraftar koma fram á útisamkom-
um þessum. Mótsgestum verður
■séð fyrir tjaldstæðum og lög-
reglu- og sjúkravörður verður í
Vaglaskógi meðan mótið fer
fram. Algjört skilyrði fyrir þátt-
töku í mótinu er að fólk hafi
ekki vín um hönd.
í Hallormstaðaskógi gengst
Ungmenna og íþróttasamband
Austurlands fyrir útihátíðarhöld
um. Hefjast þau á laugardag og
standa til mánudags. Ýmislegt
verður þarna til skemmtunar
m.a. varðeldur á laugardagskvöld
ið og hefur komið til tals að
hafa hann á fleka úti á fljótinu.
Á samkomunni verður algjört
vínbann og hart eftir því gengið
að því verði framfylgt.
Þá hafði Morgurrblaðið enn
fremur samband við nokkrar
ferðaskrifstofur og spurðist fyrir
um þátttöku í ferðum hjá þeim
um helgina.
Ferðafélag fslands efnir ekki
til sérstakra ferða í tilefni verzl
unarmannahelgarinnar. Hinsveg-
ar efnir félagið til þriggja daga-
ferða um helgina og verður á
laugardag farið til Krísuvíkur,
á sunnudag til Gullfoss og Geys.
is og á mánudag verður farin
hringferð um Þingvelli til Hvera
gerðis. Á mánudaginn hefst einn
ig 9 daga hringferð um landið á
vegum félagsins. Skrifstofa fé-
lagsins gaf okkur þær upplýsing
ar að allgóð þátttaka væri í flest
um þessum ferðum.
Lönd og leiðir og Guðmundur
Jónsson efna til ferða í Þórs-
mörk og fara þangað tvær ferð-
ir »g verða um 150 manns með
hvorri. Gist verður í tjöldum.
Þá efnir Lönd og leiðir tii ferð-
ar um Landmannaleið og eru
skráðir þátttakendur í þeirri
ferð 25.
Litli ferðaklúbburinn mun
gangast fyrir ferð í Þórsmörk og
verður yngra fólki en 16 ára ekki
leyfð þátttaka í þeirri ferð. Einn
ig setur klúbburinn, sem alltaf
áður þátttakendum það skilyrði
að þeir hafi ekki vín um hönd.
Ferðaskrifstofa Úlfars Jakob-
sens efnir til ferða í Þórsmörk
og munu þær verða fjölmennar.
Hefur Úlfar fengv hljómsveit-
ina Tempó til að skemmta far-
þegum sínum og sagði hann í
gær, að þá dansleiki yrði að
takmarka eingöngu við það fólk
er með honum færi. Þá sagði
hann ennfremur að reynt yrði
að hafa einhver skemmtiatriði
og söng til að halda fólkinu
saman. ,
— Leitin
Framhald af bls. 32.
ist um Sigurð í gærkveldi ákvað
leitarstjórinn að hætta leitinni,
þar sem búið væri að gjör-
kanna allt svæðið, sem til greina
kom, eins og mögulegt værL en
þarna er víða mikið kjarr, sem
gerir leitármönnum erfiðara fyr-
ir.
— Ólafsvakan
Framh. af bls. 1 ' 1
setja svip á hátíðahöldin í ár,
þar sem þaðan koma bæði hand-
bolta- og knattspyrnulið. Auk
þess koma hópar á veguna ís-
lenzkra stúdenta og æskulýða-
samtaka og fleiri ferðamenn.
Norska útvarpið hefur sent
útvarps- og sjónvarpsstarfsfólk
til að fylgjast með hátíðinnL og
danska og hollenzka sjónvarpið
hafa sent hingað menn til að
fylgjast með.
Hátíðahöldin hefjast með
keppni í þjóðarilþróttinni — kapp
róðri — og taka 40 áhafnir þátt
í róðrinum víða að úr eyjunum.
Á föstudag verður skrúðganga
frá þinghúsinu til kirkju, (þar
sem guðsþjónusta verður haldin.
Seinna um daginn verður svo
þingsetning.
Hátíðahöldin standa yfir svo
til dag og nótt, og dansað verður
á götum í Torshavn.
JAMES BOND
->f-
—
->f-
Eftii IAN FLEMING
Ég er búinn að komast að hver and-
stæðingur okkar er. Hann ferðast á banda-
rísku vegabréfi og við verðum að hafa
gát á hlutunum í kvöld. „Vel gert, Nash“.
Lestinn hristist og Nash veltir óvart
um glasi Taniu. — Fyrirgefðu, þetta var
klaufalegt af mér.
— Eigum við ekki að skála fyrir ró-
legri nóttu
harðna.
áður
leikurinn
J Ú M B <5 -
-K-
Teiknari: J. MORA
Gamli maðurinn segir, að hann og
*ett hans hafi lært að umgangast hinar
ævagömlu ófreskjur, en allir aðrir hafi
yfirgefið þetta hérað af því að veiðidýrin
séu farin til friðsamari dala. Ég hef
ekkert nema maisinn til að draga fram
lifið, segir hann að lokum.
— Við ætlum ekkl að gera þér neitt
til miska, við viljum aðeins fá að búa
í einum liellanna í nokkra daga. — Gjörið
þið svo vel, en ég tek enga ábyrgð á,
ef eitthvað kemur fyrir, segir öldr.ngur-
inn.
Þeir kveðja daufir í bragði. Það er
ekki beinlínis uppörvandi að þurfa að
láta fyrirberast um nóttina i rökum og
dimmum helli með ævagamlar ófreskjur
allt í kring.
I