Morgunblaðið - 09.08.1966, Side 3
ÞriSjuflagwr 9. ágúst 1966
MORGU N BLADIÐ
3
Nærri 1700 ára rómverskur
koparpeningur
finnst við Hvítárholt
Fannst I mo'dsrblandinni
fyllingu í rústum frá 10. öld
Á LAUGAKDAG fannst
að Hvítárholti í Hruna-
mannahreppi við uppgröft
í rústum frá 10. öld róm-
verskur koparpeningur frá
árinu 275 eftir Krist. Þór
Magnússon, safnvörður
hefur stjórnað þar upp-
greftri undanfarin fjögur
ár, en fyrir nokkrum árum
fannst þar mjög skýr vík-
ingabyggð.
Fundur hins rómverska
koparpenings er mjög
óvæntur. Peningurinn
fannst er verið var að
grafa upp skála og var
hann í moldarblendinni
fyllingu og leit út eins og
spansgrænuskífa, fyrst er
hann fannst.
Þegar peningurinn var
hreinsaður, en þvermál hans
er 21—23 mm, kom í Ijós
vangamynd af Marcusi Clau-
diusi Tacitusi (200—276), en
hann var keisari í Rómaríki
á árunum 275—276 í aðeins
siax mánuði. Hinum megin
á peningnum er mynd af veru
í kvenlíki, sem tákna á for-
siónina og 'heldur hún á veld-
issprota og gnægtahorni. Á
þeirri hlið er áletrunin:
Providenta Tac., sem þýðir
forsjón Tacitusar og torkenni
legt gildisletur myntarinnar:
CCI, en síðasti stafurinn sést
ekki.
Á þeirri hlið, sem vanga-
mynd keisarans er, stendur:
IMP. C. MC. TACITUS AUG-
USTUS í boga umhverfis
vangamyndina. Þýðir sú áletr
un: IMP. er skammstöfun
fyrir keisari, C fyrir Cesar,
MC. fyrir Marcus Claudius, en
siðasta nafnið, Augustus er
tignarheiti.
Marcus Claudius Tacitus tók
við völdum af Aurelianusi,
sem var myrtur árið 275. Taci
tus var 75 ára gamall, er hann
varð keisari og var til þess
valinn af Öldungaráðinu, en
hann var af gamalli öldunga-
ráðsætt og taldi sig sjálfan
kominn af Tacitusi sagnritara.
Hann tók nauðugur við völd-
um, en var álitinn góður keis-
ari og notaði auð sinn til al-
menningsheilla. Hann háði
styrjöld við Gota í Litlu-Asíu
og vann hana, en var skömmu
síðar myrtur a.f sínum eigin
hermönnum. Þá tók við ríkj-
um . hálítoróðir hans Marcus
Annius Flávius, en valdatima
bil hans var einnig mjög
stútt.
Hið markverðasta við fund-
þessa rómverska penings er að
hér er um að ræða kopar-
mynt. Koparmynt var á 10.
öld mjög sjaldgæf sem gjald-
miðill hér á landi, en hins
vegar voru silfurpeningar
mun algengari. Stafar þetta
að sjálfsögðu af því að silfur
er dýrari málmur en kopar,
auk þess sem þessir peningar
voru einungis gjaldgengir á
valdatímabili viðkomandi keis
ara, Mun fundur iþeirra mjög
sjaldgæfur utan hins forna
Rómarríkis og vakna því marg
ar spuringar við fund hans
SLYSA
TRYGGINGAR
tg--.---.-aw.
SJOUATRYGGT
IRUELTRYGGT
SIM111700
SJOIMilílHiM MOS K
Hlið hins 1691 árs gamla róm-
verska koparpenings, sem
greinilegri er. Letrið er nokk-
uð grcinilegt, en vangamynd
keisarans er ógreinilegri, en
þó má sjá móta fyrir útlínum
andlitsins. Hinum megin er
peningurinn mjög snjáður.
hér á landi og þriggja ann-
arra rómverskra koparpen-
inga sem fundizt hafa hér áð-
ur. Ekki er enn vitað, hvar
þessi nýfundni peni.ngur er
sleginn.
Koparpeningarnir þrír, sem
áður hafa fundizt hér á landi
fundust allir á Austfjörðum.
Sá fyrsti sem fannst fann Jón
Sigfússon bóndi á Bragðavöll-
um í Hamarsfirði árið 1905.
Árið 1923 fann Englendingur
annan pening úti fyrir Hval-
dal í S-Múlasýslu og 1933
fann Jón á Bragðavöllum hinn
þriðja og er sá elztur þeirra
allra sleginn í Cyzieus í Litlu-
Asíu á valdatíma Aurelían-
usar 270—275 eftir Krist og
er hann því nokkrum árum
éldri en hin nýfundna mynt.
Peningarnir sem fundust ár-
in 1905 og 1923 eru báðir
slegnir í Róm.
Sú spurning, sem einna
helzt sækir á við fund þessara
mynta er, hvað vildu viking-
arnir með svo einskisnýta
my.nt sem þessa hér úti á ís-
landi? Dr. Kristján Eldjárn,
þjóðminjavörðúr hefur varpað
fram þeirri tilgátu, að verið
gaeti að rómverskir menn hafi
lent í hafvillu hér við land
lön.gu fyrir íslands byggð,
vikingarnir síðan fundið Iþess-
ar ieifar þeirra og borðið þær
til bústaða sinna. Þá mó það
einnig vera að þeir hafi
slæðzt í silfursjóðum hingað
til lands og geymzt hér sem
einhvers konar minjagripir,
Ekkert er að svo komnu máli
u.nnt að segja með vissu.
Rústirnar í Hvítárholti fund
ust árið 1983 fyrir tilviljun.
Guðmundur Jónsson á Kóps-
vatni var staddur á staðnum
og veitti hann athygli að uppi
á holtinu, sem bærinn dreg-
ur nafn sitt af voru sumar
Þór Magnússon, safnvörður
við kassann, þar sem hinir
fornu koparpeningar eru sýnd
ir í Þjóðminjasafninu.
(Ljósm. Mbl. Ól.K.M.).
þúfur stærri en aðrar. Fékk
hann sér því skóflu og rak í
eina þúfuna og var þá holt
undir. Hafði hann komið nið-
ur á eldstæði í fornum skála
og gerði Þjóðminjasafninu
þegar viðvart.
Merkustu fornminjar, sem
fundizt hafa í Hvítárholti eru
tveir skálar og var sá fyrri,
sem fannst allmjög skemmd-
ur, en sá síðari, er peningur-
inn fannst í, er minni og ein-
faldari. Þá hafa einnig verið
grafin upp fjós og hlaða og
fjögur jarðhús og er lag hús-
anna einkennandi fyrir 10.
öld.
í rústunum hafa fundizt
pottbrot úr klébergi, en pottar
úr slíkum steini, sem er linur
og unnt að tálga, tíðkuðust í
Noregi á 10. öld, taflmaður,
snældusnúðar, gul glerperla
og stór svört perla.
TJm byggð í Hvítarárhoiti
eru engar heimildir fyrr en
um 1700, en mjög líklegt er að
byggð hafi verið þar mjög
stutt eftir landnámstíð. Um
iandnámsibýli í nágrenni við
Hvítárholt er vitað um Hrepp-
hóla og Berghyl, sem enn eru
í toyggð, en þriðja landnáms-
jörðin Másstaðir er týnd. Þór
Magnússon kom eitt sinn með
þá tilgátu, að Hvítárholt gæti
verið Másstaðir hinir fornu,
en sú tillaga hefur hlotið
gagnrýni sumra, þótt ekkert
verði að sjálfsögðu fullyrt um
það.
Þór Magnússon safnvörður
tjáði blaðinu síðdegis á laug-
ardag, skömm.u eftir að frétta-
ritari Mbl. Sigurður Sig-
mundsson í Hvítárholti hafði
símað myntfundinn, að upp-
gröfturinn væri langt kom-
inn. Ætlunin hefði verið að
ljúka honum sl. sumar, en það
hefði ekki tekizt og nú myndi
verkinu Ijúka á næstunni. Þór
sagði að sér til aðstoðar við
uppgröftinn hefðu að jaf.naði
verið tveir menn og nú er
peningurinn fannst hafi verið
þar fyrir austan bandarísk-
ur fornleifafræðing.ur og
myntsérfræðingur. Christop-
her Hale, og hafi han.n talið
peninginn ófalsaðann, enda
fannst peningurinn í greini-
legri víkingabyggð. Þess má
geta að á miðöldum var nok-k-
uð falsað af slíkum peningum.
STAKSTEIMAR
„Dómararnir"
fyrirfram ákveðnir
Bandariska blaðið „New York
Herald Tribune" birti fyrir
nokkru forystugrein um „stríðs-
glæpadómstól“ Kussels lávarðar,
og segir þar:
„Réttur er settur af svonefnd-
um „alþjóölegum stríðsglæpa-
dómstól", sem mundi vafalaust
vegna vel á Broadway, en verð-
ur að teljast einkennilegt fyrir-
brigði að öðru leyti. Fyrir hon-
um stendur Bertrand Russel, en
þátttakendur eru Jean Paul
Sartre og Simone de Beauvoir og
nokkrir aðrir, allt frá fyrrver-
andi forseta Mexícó til höfundar
Marat Sade. Hinir ákærðu eru
forseti Bandarikjanna, utanríkis-
ráðherra hans og varnarmálaráð
herra. Rétturinn er sjálfskipað-
ur, hann var skipaður að frum-
kvæði manna, sem þegar hafa
fordæmt stefnu og starfsaðferðir
Bandaríkjanna í Víetnam, en
talsmaður Russels lávarðar hef-
ur sagt að rétturinn mundi bjóða
velkominn sérhvern þann tals-
mann sem verja vildi Banda-
ríkin. „Við viljum ekki verða
sakaðir um ósanngirni", sagði
þessi talsmaður.“
Allir nema Kafka
„Styrjaldir eru hörmulegar, og
eftir að þær einkenndust ekki
lengur af hestum, gunnfánum og
fallegum einkennisbuningum, er
hægt að líta þær í réttu ljósi.
Þeim er ætlað að valda dauða
og eyðileggingu .... Draga verð-
ur í efa, að „réttur“ þessi geti
komið fram með nokkrar sann-
anir í sambandi við þessa deilu,
sem veki sérstaka athvgli. En
það sem hann getur gert og það
sem hann ætlar augljóslega að
gera er að ganga út frá þeirri
forsendu, að Bandaríkin séu þeir
einu sem sökina eiga, sýna ein-
ungis fram á afleiðingar af at-
höfnum Bandaríkjamanna og
fella „dóm“ sem forustumenn
þessarar athafnar hafa þegar
ákveðið. Þetta verður væntan-
lega mikil leiksýning, eina mark
verða persónan, sem þar verður
ekki er Kafka, en andi hans svíf-
ur sjálfsagt yfir vötnum.“
Sérréttindamenn
í síðasta hefti Samvinnunnar
stendur þessi klausa:
„Á ýmsum stöðum erlendis er
þessum hlutum þannig farið, svo
dæmi sé tekið, að þegar ný
byggðahverfi borga og bæja eru
skipulögð er frá stjórnarvald-
anna hálfu komið til samvinnu-
félaganna og þau spurð að því
hvers þau óski í sambandi við
hið nýja hverfi, hvort þau óski
þar eftir lóð undir verzlunarhús
næði eða aðra aðstöðu, hve mikið
lóðarrými þau geri ráð fyrir að
þurfa vegna langrar framtíðar
og á hvern hátt verði séð fyrir
aðstöðu þeim til handa, sem henti
eðlilegum og frjálsum vexti
þeirra í samræmi við vilja og
þarfir borgaranna. Síðan er í
hinu nýja skipulagi tekið tillit til
eðlilegra og skynsamlegra óska
og þarfa félaganna. Þetta er gert
út frá því sjónarmiði. að þau séu
til gagns og nytsemdar fyrir fólk
ið, auk þess, sem fyllsta rétt-
lætis er gætt gagnvart ólíkum
skoðunum og lífsviðhorfum.
Þetta er hið rétta og eðlilega
viðhorf".
Þá hafa menn það. Samkv. orð
um málgagns S.Í.S. ber að miða
skipulag borga og bæja við þarf-
ir samvinnuhreyfingarinnar. Það
1 er „eðlilegt“ og „réttlátt“ að
mati S.f.S. Væntanlega ætlast
I SÍS-herrarnir þá til þess að full-
trúar Framsóknarflokksins í
sveitastjórnum starfi í samræmi
við þessi „viðhorf".
Hætt er við að almenning-
ur telji þetta ekki „eðlilegt“ og
„réttmætt“, og að skipulag bæja
og borga beri að miða við hags-
muni og þítrfir borgaranna í
heild en ekki þröngrar sérhags-
munaklíku