Morgunblaðið - 09.08.1966, Qupperneq 12
12
MORCU NBLAÐIÐ
frífljuíagur #. ágðst 1966
Miklar umræður um verðlagsmálin á aðalfundi
Stéttarsambands bænda
Skiptar skoðanir um giídi
sölustöðvunar á mfólk
Formanni héraðsnefndanna veittur 20
mín. rœðutími á fundinum
AÐALFUNDUR Stéttarsam-
bands bænda var settur í gær
morgun í Bændahöllinni. —
Fundarstjóri var kjörinn
Bjarni Halldórsson frá Upp-
sölum í Skagafirði en fundar
ritarar þeir Guðmundur Ingi
Kristjánsson og Einar Hall-
dórsson. Allmargir gestir
voru á fundinum, meðal
þeirra Ingólfur Jónsson ráð-
herra.
Gunnar Guðbjartsson, formað
ur sambandsins flutti ýtarlega
yfirlitsræðu um gang mála frá
síðasta aðalfundi. Kvaðst hann
þó ekki ræða mikið sjálf verð-
lagsmálin þar sem þau kæmu
greinilega fram í ýtarlegri
skýrslu Framleiðsluráðs, sem
fram var lögð á fundinum. Þá
gerði Kristján Karlsson grein
fyrir tillögum síðasta aðalfundar
og hverja meðferð þær höfðu
fengið.
Formaður Stéttarsambandsins
ræddi í upphafi máls síns gang
mála í sambandi við tilkomu
bráðabirgðalaga þeirra er land-
búnaðarráðherra gaf út um verð
lagninguna sl. haust og allan
undirbúning að setningu nýrra
framleiðsluráðslaga, sem stjórn
stéttarsahibandsins hafði af-
skipti af, eða fulltrúar hennar
í nefnd þeirri, er undirbjuggu
samningu lagafrumvarpsins. Var
greinargerð formanns um það
mál mjög ýtarleg. Að lokum
kvaðst hann hafa grun um að
hin nýju framleiðsluráðslög
stæðu ekki lengi og kvað til þess
liggja orsakir, er hann ræddi
ekki að sinni.
Formaður kvað meginhluta
starfstíinans sl. vetur hafa far-
ið í undirbúning lagasetningar-
innar , en þó hefði meira og
minna allan sl. vetur verið fjall-
að um vandamál er lágu íyrir
Framleiðsluráði og tíðræddast
hefir orðið um í sumar meðal
bænda vegna ákvörðunar Fram
leiðsluráðs um innvigtunargjald
o.fl. Eftir gerð söluáætlunar iand
búnaðarvara á yfirstandandi
verðlagsári kom í Ijós að vanta
myndi 70—80 milljónir króna að
verðlagsgrundvallarverð myndi
nást og auk þess myndu halda
áfram að hlaðast upp smjör-
•birgðir. Orsakir þess ástands
sagði formaður aðallega tvær,
aukningu innveginnar mjólkur i
mjólkurbú um 30 milljón kg. á
sl. 5 árum, en neyzluaukningu
aðeins 6 milljón lítra og í ann-
an stað stórhækkun framlsiðshi
kostnaðarverðs innan Iands. Síð
an rakti hann viðbrögð Fram-
leiðsluráðs við þessum vanda og
skýrði hið alvarlega ástand mál-
anna, sem leiddu til lokaákvörð
unar um innvigtunargjaldið o.fl.
Næst ræddi formaður nauðsyn
stjórnar á framleiðslunni og
sagði stjórn Stéttarsambandsins
hafa rætt oft við landbúnaðar-
ráðherra um það mál og hefði
hann sagzt fús til samstarfs um
leiðir til frambúðarlausnar á
vandanum og óskað eftir tillög-
um.
í>á drap Gunnar Guðbjartsson
á héraðsnefndirnar svonefndu og
störf þeirra og kvaðst hann
leggja áherzlu á að bændur
yrðu að halda kjarabaráttunni
innan rétts vettvangs og reka
hana á félagslegan hátt. Hann
kvað það ekki gott fyrir samtök
in, að þótt menn greindi á um
leiðir að takmarki því sem að
væri keppt, væru til hópar inn-
an stéttarinnar, sem í nafni stétt
arinnar útvörpuðu samþykktum,
sem fælu í sér beint eða óbeint
vantraust á forystu stéttarsam-
takanna, eins og gert hefði ver-
ið í vor og sumar. Ræddi hann
þessi mál nokkuð frekar og
kvað nauðsyn á endurskoðun
félagslaganna með tilliti til
reynslu, sem fengin er í starfi.
Að síðustu drap formaður á
hvað framundan væri í verðlags
málum og sagði í því sambandi
að útflutningshallinn yrði vænt
anlega tatsvert minni en áætlað
var í vetur og vor, vegna minni
mjólkurframleiðslu síðustu mán
uði. í júní hefði hún verið 5,6%
minni en í fyrra og í júlí 4,9%
minni. Gerði þetta að verkum að
minna mvndi var.ta á grundvall
arverðið. Smjörsalan hefði orðið
223 tonnum meiri það sem af er
árinu og framleiðsla smjörs 300
tonnum minni og birgðir ekki
vaxið nú um sumartímann. Þetta
væri beinn árangúr ákvörðunar
Framleiðsluráðs. Þetta gæfi von
um að smjörfjallið minnkaði.
Einnig mætti búast við minni
mjólk í haust vegna minni græn
fóðurræktunar og kæmi þá mjög
til álita að hækka útborgunar-
verð til bænda. Þá væri sauðfé
með langmesta móti á fjalli og
mætti gera ráð fyrir miklu meiri
slátrun í hnust en nokkru sinni
áður, líka yrði nautgripaslátrun
meiri. Hann taldi að flytja yrði
út allmikið nautgripakjöt fyrir
lágt verð. Ameríkumarkaður
væri lokaður fyrir kjötvörur
vegna úrskurðar heilbrigðisyfir-
valda þar, sem telja heilbrigðis-
skoðun í sláturhúsum hér ófull-
komna ásamt fleiri annmörkum.
Hann kvað lítið iiggja fyrir um
komandi vcrðl&gssamninga og
ekkert hægt að segja um þá á
þessu stigi. Verðþensla væri mik
il í landiuu og kaupgjald hefði
hækkað allt verflagsárið.
Að lokum sagði Gunnar Guð
bjartsson að verðbólgan væri I
geigvænleg og ekki óeðlilegt að
stjórnarvöldin reyndu að spyrna
þar við fótum, stjórn stéttar-
sambandsins myndi gera allt sem
í hennar valdí stæði til að halda
hlut stéttarinnar til jafns við aðr
ar stéttir.
Hann sagði enga ástæðu til
neinnar sérstakrar svartsýni fyr
ir bændastéttina, vegna þeirra
tímabundnu erfiðleika, sem nú
væri við að eiga. Hann kvað stétt
ina gegna þýðingarmiklu hlut-
verki, sem ekki væri hægt án
að vera.
Loks þakkaði hann samstarfs-
mönnum og óskaði samtökunum
og landbúnaðinum velfarnaðar
um alla framtíð og að fundur
þessi mætti vinna vel að heill
bændas téttarin n ar.
Þá talaði Kristján Karlsson um
tillögur síðasta fundar, en fund-
arhlé var gefið til kl. 2 e. h. en
þá talaði fyrst Sveinn Tryggva-
son framkvæmdastjóri Fram-
leiðsluráðs og benti á ýmislegt
í fari landbúnaðarskipunar ná-
grannalandanna, en taldi var-
hugavert að bera okkur of mikið
saman við þau vegna sérstöðu
okkar. Hann taldi ekki fært að
tryggja bændum launajafnrétti
við aðrar stéttir gegnum verð-
lagið eitt. 1 lok máls síns benti
hann á leiðir sem hægt væri að
fara til tryggingar launajafnrétt-
is stéttarinnar, en þær yrðu að
athugast vel, en sjálfsagt væru
ekki þeir stórerfiðleikar á fram-
kvæmdum a. m. k. sumra þeirra,
að þá mætti takast að yfirstíga.
Þorsteinn Sigurðsson formaður
Búnaðarfélags Íslands flutti á-
varp sem gestur fundarins svo
sem venja er til. Hann ræddi um
hina miklu byltingu í þjóðfélag-
inu og sennilega hefði bændum
í landinu aldrei liðið betur en nú.
Þá drap hann á hina almennu
kröfugerð í landinu og iþörfina
fyrir að spyrna við fótum gegn
þessari miklu kröfugerð. Síðan
drap hann á sölustöðvun, sem
hann taldi ekki færa nema í al-
gerri neyð og að sú neyð væri
ekki fyrir hendi í landinu í dag.
Spurði síðan hvert væri mark-
miðið með sölustöðvun, hvort það
ætti að vera til að knýja ríkis-
stjórnina til að'auka útflutnings-
uppbæturnar og hvort þetta væri
þá rétti tíminn til þess. Hann
kvaðst lýsa því yfir að hann væri
á móti því að knýja fram sölu-
stöðvun á mjólk t. d. gæti höfuð-
borgin lengi lifað án mjólkur og
því vafasamara um árangur en
vígreifir menn vildu vera láta.
Þorsteinn kvaðst aldrei hafa ver-
ið hræddur við hina svonefndu
offramleiðslu. Við höfum undan-
farið lifað góðæri og hann kvaðst
heldur vilja fá ofurlítið minna
fyrir sína vöru í góðæri en búa
við slæmt árferði. Loks kvað for-
maður Búnaðarfélags íslands
Selfossfundinn hafa verið merki
legan fyrir hve fjölmennur hann
var og samstilltur, en fyrir ann-
að hefði hann ekki verið merki-
legur.
Þessu næst ræddi Gunnar Guð
bjartsson um það hvort fundur-
inn vildi veita formanni héraðs-
nefndanna svonefndu, Stefáni
Valgeirssyni frá Auðbrekku,
heimild til að taka til máls á
fundinum og tala í 15-20 mín
með takmörkuðum svartíma.
Helgi Simonarson bar fram til-
lagu um að hann fengi algert
málfrelsi á fundinum. Sú tillaga
var felld með 19 atkvæðum gegn
17, en tillaga um að Stefán fengi.
að tala í 20 mínútur var sam-
þykkt samhljóða.
Þessu næst hófust miklar um-
ræður er stóðu langt fram á
kvöld. Meginþorri fundarmanna
kvað innvigtunargjaldið hafa
skapað bændum mikinn vanda,
sem leysa þyrfti, sumir töldu
rétt að afla heimildar til sölu-
stöðvunar, en aðrir mæltu gegn
því m.a. formaður sambandsins,
sem taldi það myndi spilla fyrir
NORRÆNA ungtemplaramót-
inu í Reykjavík er nú fyrir
nokkru lokið. Þessi hópur glað-
værs fólks setti einhvern hlýjan
sumarsvip á borgina meðan það
gekk hér um götur. Það er óneit
anlega annar blær, sem ungt
bindindisfólk setur yfir um-
hverfi sitt og gleðimót en óftast
er hjá öðrum, sem hafa áfengi
með í ferðum. íslenzkt æskufólk
gæti sannarlega tekið norrænu
gestina sér til fyrirmyndar um
háttvísi og heilnæma gleði.
En hinu má heldur ekki
gleyma, að mikinn undirbúning
þurfti að inna af höndum, svo
að mót þetta mætti vel takast.
Það var unga, islenzka bindindis
fólkið, sem vann að skipulagn-
ingu og framkvæmd að mestu
leyti og sýndi þar trúmennsky,
hugkvæmni og félagsþroska af
mikilli snilld. En þannig er allt-
af með íslenzka æsku, þegar hún
fær að njóta sín, og er gott að
mnnast ungmennamótsins á
Laugarvatni í fyrra. Og nú var
hér annað í borginni með sama
sniði, og má því segja, að sigur-
vænlega horfi í félagsmálum æsk
unnar, ef merkinu er hátt á lofti
haldið. Hin ýmsu héruð úti á
í samningagerð. Harðastir með-
mælendur sölustöðvunar voru
Helgi Símonarson Þverá í Svarf-
aðardal, Hermóður Guðmunds-
son Arnesi og Sveinn Jónsson á
Egilsstöðum. Aðrir vildu fara
varlega í þetta mál og var þar á
meðal Guðjón Hallgrímsson á
Marðarnúpi.
Stefán Valgeirsson talaði til-
skilinn ræðutíma sem honum var
samþykktur og tók í upphafi
fram að hann hefði ekki beðið
persónulega um orð fyrir sig á
fundinum heldur héraðsnefndin
í heild. Hefði honum sjálfum
verið næst skapi að taka alls
ekki til máls. Kvaðst hann hafa
hvað eftir annað orðið bæði
undrandi og hryggur yfir um-
mælum formanns í ræðu hans
um störf héraðsnefndanna. Síð-
an fylgdi hann eftir samþykkt
fundarins, sem haldinn var hér
á Sögu 19. og 20. júní s.l.
Stefán kvaðst hafa vænzt skilti
ings af hálfu Stéttarsambandsins,
en svo hefði ekki orðið. Hann
kvað rétt að minna á að aftur
yrðu kosmngar til Stéttarsam-
bandsþings og þá kynni öðru
vísi að fara en nú. Þá kvaðst
hann vonast til að þeir fulltrúar
sem sæti ættu á þessu þingi og
verið hefðu í samtökum héraðs-
nefndanna, bæru gæfu til sam-
stöðu við, aðra fundarmenn og
ekki yrðu yfingar og flokkadrætt
ir. Og loks að Stéttarsambandið
bæri gæfu til að taka mannlega
á þessum málum.
Margir aðrir fulltrúar tóku til
máls. Meðal þeirra var Sigur-
grímur Jónsson í Holti er flutti
tillögu um að fundinum skyldi
frestað, að loknum meginstörf-
um hans, fram í október þar til
sæist hvernig tækist um samn-
inga. Hann kvað ekki goðgá að
fara fram á stuðning ríkisvalds-
ins vegna þeirra framkvæmda
er Framleiðsluráð varð að gripa
til. í því samhandi kvaðst hann
vilja bencia á litle þörf fyrir
jarðabótastyrk á árinu, sem nota
mætti í staðinn til bótagreiðslu,
þá mætti fella niður framlagið til
Stofnlánadeildarinnar í eitt ár og
loks mætti kannski ekki nefna
að fella niður í eitt ár framlagið
til Bændahallarinnar.
Því miður vinnst ekki rúm til
að rekja n&kvæmar umræðurn-
ar ,en þær voru yfirleitt hógvær
ar.
Fundi verður fram haldið kL
14 í dag og þá koma fyrir tillög-
ur frá nefndum. sem munu starfa
fyrir hádegi í dag.
landi er nú þegar farin að efna
til opinberra samtaka um vín-
lausar skemmtisamkomur, en af
nema þá skrílslegu dansleiki, sem
um árabil hafa tíðkazt á sumum
fegurstu og jafnvel helgustu
stöðum landsins. Er það vel, ef
æskan sjálf og samtök unga fólks
ins geta þannig vakið þá, sem
ráða til átaka í félagslegri menn-
ingu.
Eitt var sérstætt og benti fram
til þess, sem koma skal í menn-
ingarviðleitni þjóðarinnar, en
það var þátttaka eða aðstoð ráð-
andi manna í þessu móti nor-
rænna ungtemplara. Þar töluðu
meðal annars tveir ráðherrar og
fluttu hvatningarorð til unga
fóiksins.
Norrænu gestirnir, sem hér
voru á mótinu, voru afar þakk-
látir fyrir þann velvilja og gest-
risni, sem þeir urðu aðnjótandi.
Á lokafundi þings samtaka Nor-
rænna ungtemplara var gerð sam
þykkt, þar sem látin er í ljós
þökk til allra þeirra, sem gerðu
þeim dvölina hér ánægjulega.
Sérstakar þakkir eru færðar
ráðamönnum ríkis og borgar og
Framhald á bls. 27
. .. ........ ..
Fulltrúar á aðalfundi Stéttarsambandsins í gær. — (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.)
Ungtemplaramótið