Morgunblaðið - 09.08.1966, Page 15

Morgunblaðið - 09.08.1966, Page 15
I»riðjudagur 9. ágúst 1966 MORGU N BLAÐIÐ 15 Seyðisfjörður - síld og mjdlk Eftir Árna G. Eylands i. M$5 lögum nr. 61 28. nóv. 1919 var hinn forni Seyðisfjarðar- hreppur klofinn, Seyðisfjarðar- Ikaupstaður var stofnaður. Undir Ihann hnigu jarðirnar Vestdalur og Fjörður með Fjarðarseli og Odda. Eftir varð. sem hreppur, tvískipt byggðin norðan og sunn- ■an fjarðar, samkvæmt jarðabók 1921 þrettán byggð býli. Sunnan fjarðar: Skálanes, Bæjarstæði, 'Austdalur. Þórarinsstaðir, Stóra- Sjávarborg, Litla-Sjávarborg, — Stefánshús, Hánefsstaðir og Sörlastaðir. Norðan fjarðar: Dvergsteinn, Selstaðir, Brimnes Og Brimberg. Raunverulega var J>ó ekki nema um 9 bændabýli að ræða, 6 sunnan fjarðar og 3 norðan fjarðar, því að Sjávar- borgirnar og Stefánshús virðast fremur hafa verið smáspildur úr jörðum en sjálfstæð býli, land- verð sáralítið — 3-4 hundruð — og bústofn sennilega í samræmi •við það. Brimberg hefir sennilega líka verið spilda úr Brimneslandi Iþótt landverð (þess væri raunar 11 hundruð. Hér var illa til stofnað, er Seyðisfjörður varð að kaupstað og 9 býla hreppur stóð eftir landslagslega tvískiptur, fámenn- tir og lítils megnugur. Til saman- burðar má nefna hversu miklu skynlegar var að verið, er ólafs- fjarðarkauptún var gert að kaup- Stað með lögum frá 1944 og kaupstaðurinn látinn ná yfir binn forna Ólafsfjarðarhrepp all- an *jg óskiptan. Var Iþó í ólafs- firði af meiru að má til skipta, ef í það hefði verið farið. í jarðamatinu 1921 eru talin 32 byggð býli og lendur í Ólafs- fjarðarhreppi, !þar af 25 býli með meira en 10 hundraða landverð. n. Það fór sem vænta mátti um binn fámenna klofna Seyðis- fjarðarhrepp, sem eftir var skil- inn í reiðuleysi, er Seyðisfjarðar- kaupstaður var stofnaður 1919. Hann var og varð lítils megnug- Ur til hmibóta, til þess að veita ibúum hreppsins þægindi og for- sjá. Býlin fáu voru vegalaus, dreifð og áttu jafnvel erfiða leið til kaupstaðarins. Framfarir í búskap við þessi skilyrði að von- um litlar og jafnvel engar, og loks kom að því að þau týndu tölunni. Slíkt var eigi að undra, bitt fremur að meta og frásagn- arvert, hve lengi var setið við erfiða kosti, svo sem vegaleysið. Það gekk líka á ýmsu með Beyðisfjarðarkaupstað, svo sem kunnugt er. Síldin hvarf og vel- megunin með henni, verzlunin við Fljótsdalshérað lagöist frá, atvinna varð rýr og fólki fœkk- aði fremur en hitt. Þó gerðust stórir hlutir á sviði lífsþæginda í kaupstaðnum, er raforkustöðin var byggð við Fjarðará 1911 og var því eitt af mestu gæðum kauptúnsins er það fékk kaup- staðarréttindin 1919. En raforkan komst ekki lengra en í kaupstað- inn, bændabýlin í nárgenninu, í hreppnum, sem var kaupstaðn- »m „óviðkomandi“, sáttu við Skarðan hlut rafmagnslaus og vegalaus. Jafnvel nokkurt iþétt- býli sem myndaðist um skeið á Þórarinsstaðaeyrum fékk ekki rafmagn frá Seyðisfirði. Nú er svo komið sem hér segir nm búskap í Seyðisfjarðarhreppi: Sunnan fjarðar er ein jörð byggð, Hánefsstaðir, þar eru 16 mjólk- urkýr. Norðan fjarðar er: Dverga steinn 17 kýr, Sunnuholt (byggt úr landi Dvergasteins) 13 kýr, og Selstaðir — tvíbýli, 5 kýr. Alls eru í hreppnum 5 búendur með 51 mjólkurkú. En ekki eru það nerna býlin þrjú: Dverga- steinn og Sunnuholt sem leggja verulega stund á mjólkurfram- ’leiðslu, og höfðu á fóðrum síð- astliðinn vetur 46 mjólkurkýr, en búa auðvitað einnig við annað 'búfé. í Seyðisfjarðarkaupstað voru svo 2 mjólkurkýr til við- bótar. Þannig standa þá sakir um búskapinn umhverfis kaupstað- inn Seyðisfjörð. Þetta er eðli- leg afleiðing þess hversu að hefir verið búið. III. Nú blómgast Seyðisfjarðar- kaupstaður á ný. Síldin veldur. N ý j a r síldarverksmiðjur eru byggðar og nýjar söltunarstöðv- ar. Mikil atvinna, fleira fólk. 'Raunar var íbúatala kaupstaðar- ins 1. desemebr 1965 ekki nema 845 mannssálir, og hreppsins 44. Sennilega má nú gera ráð fyrir um 1000 manns að vetri til, en á sumrum fjölgar mjög fólkinu sem við síldina fæst. Lætur nærri að 20 munnar séu um hverja mjólkurkú þegar vetur gengur í garð, sumarfólkið hverfur á tbraut, vegir lokast og Seyðfirð- ingar verða að búa að sínu, eða réttara sagt að því sem bænd- urnir 5 í Seyðisfjarðarhreppi geta kaupstaðnum í té látið af mjólk. Ekki undarlegt þótt þar verði mikill mjólkurskortur þann tíma árs sem nyt kúa er minnst, og raunar veturinn allan. En hér koma Héraðsbúar :— mjólkurbú þeirra á Egilsstöðum — til hjálpar. En hvernig er nú fyrir kaupstaðarbúa á Seyðis- fjarðarkaupstað að treysta á þá 'hjálp, og láta allt reka á reiðan- um um búskap í Seyðisfjarðar- 'hreppi — umhverfis kaupstað- inn? Það er auðvitað allt í lagi með mjólk ofan af héraði þann tíma árs sem Fjarðarheiði er öllum 'bílum fær. Sjálfsagt að byggja þá á mjólk frá Egilsstöðum, til viðbótar mjólkinni heima fyrir. Á sama hátt er sjálfsagt að Hér- aðsbúar noti markaðinn á Seyðis- firði, þegar mjólkurflutningur þangað er fraimkvæmanlegur án óeðlilegs kostnaðar. — En svo 'kernur veturinn. Hvernig gengur mjólkurflutningur ofan af hér- aði niður á Seyðisfjörð þá? Um það mátti lesa í Degi 1. desember 1965 — svohljóðandi: „Seyðisfirði 30. nóv. — Við erum búnir að vera því nær mjólkurlausir í allt að viku tíma. Leiðir lokuðust og enginn snjó- bíll tiltækur. Tveir menn brutust Iþó á ýtu héðan og voru 13 klst. til Egilsstaða. Þá var " vitlaust veður á Fjarðarheiði. í bakaleið- inni fóru þeir í sælukofa til að hvíla sig og höfðu ýtuna í hæga- gangi á meðan. Er þeir komu út, var ýtan ekki lengur í gangi og hreyfillinn neitaði algerlega. 'Þrjú þúsund lítrar af mjólk voru á ýtusleðanum. Mennirnir máttu dvelja í kofanum á annan sólar- 'hring, en höfðu símasama'bnd og 'leið ekki illa. Lagði nú önnur jarðýta upp á Fjarðarheiði frá Seyðisfirði, en komst ekki á ákvörðunarstað. í gær fór Helgi vegaverkstjóri frá Egilsstöðum gangandi upp á Fjarðarheiði og yfir. Hann kom ýtunni í gang hjá þeim félögum í sælukofanum. Var nú haldið til Seyðisfjarðar. í það sinn komst ýtan og blessuð mjólkin langleiðina, en strandaði í Efri- Stöfum, en mennirnir komust í bæinn. í dag erum við vongóð- ir að heimta allt af heiðinni. Ég held þeir séu að koma“. Þetta er raunhæft dæmi um mjólkurflutning yfir Fjarðar- heiði að vetri til. Ánnað tilbrigði mjólkurflutninga frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar síðastliðinn vet- ur, var, að flytja mjólkina á bíl- um — í illri færð — um Fagradal til Reyðarfjarðar og þaðan með varðskipi til Seyðisfjarðar, leikur einn að gera það samanborið við ýtuflutninginn yfir Fjarðarheiði, en lítil lausn er slíkt, reglubund- in mjólkurflutningur til Seyðis- fjaröarkaupstaðar getur vart átt sér stað um Fagradal og Reyðar- fjörð og þaðan með skipi. Og hvað kostar þetta? Það er hljótt um það — um kostnaðinn, hvað mjólkin kostar komin til Seyðisfjarðar. Því er þetta ekki upplýst alþjóð til fróðleiks? Og hver borgar brúsann? IV. Þarf þetta að vera svon? Á að halda þessari vitleysu áfram, að sjá kaupstaðarbúum á Seyðis- firði fyrir nauðsynlegri mjólk á ’þennan hátt að vetrinum? Það lítur svo út. Engin varnaðarorð, og því síð- ur ráðagerðir, hafa heyrzt gegn því að láta Seyðisfjarðarhrepp veslast upp og leggjast í eyði, að hálfu leyti og meira en það. Og það miðar í sömu átt víðar fyrir austan. í Morgunblaðinu 13. júlí má lesa, í frásögn um mjólkur- búið á Egilsstöðum: „ — var innlögð mjólk í marz í vetur 23 þúsund 1 á viku en í júní um 55 þúsund. Mest af þessu mjólkurmagni selst á Austur- landi, sem neyzlumjólk og mjólk- urvörur, enda er mjólkurfram- leiðslan á góðri leið með að leggjast niður á Fjörðum". Er þessi öfugþróun eðlileg og óumflýjanleg? Að þar sem mikil og góð atvinna skapast við sjó- inn í sjávarþorpum og kaupstöð- um, þar verði lándbúnaður í ná- grenninu að dragast saman svo að til vandræða horfi fyrir þétt- býlið — fólkið sem býr — það lendi í þurrabúð og mjólkurleysi. 111 reynsla sýnir, að það vill sækja í þessa átt, bændum veitir erfitt nábýlið við uppgripavinn- una. Á Austfjörðum eru það Norðfjörður (Neskaupstaður) og Seyðisfjörður, sem eru verst í sveit settir um mjólkuraðdrætti að vetrinum, sökum erfiðra fjall- vega. í Norðfirði var framið sama gerræðið eins og í Seyðis- firði, er Neskaupstaður var lög- festur sem kaupstaður 1928, hreppurinn og kaupstaðurinn var aðskilinn, sem aldrei hefði átt að vera, það réttlæti og framsýni sem réði, við lögfestingu Óilafs- fjarðar, sem kauptúns 1944, var ekki komið til sögunnar 1919 og 1928. En er nú ekki kominn tími til þess að leiðrétta mistökin frá þeim árum, og sameina Seyðis- fjarðarkaupstað og Seyðisfjarð- arhrepp, og Neskaupstað og Norðfjarðarhrepp? Því í ósköp- unum er það ekki gert? Slíkt væri þó spor í rétta átt, yrði til þess að fólkið á þessum slóðum, við bú og í kaupstað, yrði meira ein samstæð eining og meira samábyrg um framleiðsilumögu- leika og hætti til lands og sjávar. I Norðfirði, umhverfis Neskaup- stað er enn allmiklu að bjarga á þessu sviði, i Seyðisfjarðar- hreppi er það lítið, svo sem frá var sagt,þar þarf — ©g verður — aff grípa til sérstakra og myndar- legra affgerffa, til þess aff bjarga fólkinu frá mjólkurleysi á vetr- um, aff treysta á mjólkurflutn- inga yfir Fjarffarheiffi um há- vetur er uppgjöf og úrræffaleysi, hrein og ber heimska og sóun á fjármunum langt úr hófi fram. Það er undarlegt og alveg með ólíkindum að allir þeir aðilar sem koma til greina skuli hafa þagað og haldið að sér höndum, horft á eyðingu Seyðisfjarðar- hrepps án aðgerða, — og gera það enn. Ekkert heyrist um þessa hluti, nema frásagnir blaða um hrakninga með frosna mjólk á Fjarðarheiði. Hér má nefna til marga aðila: Yfirvöld kaupstað- arins Seyðisfjarðar, þingmenn kjördæmisins, Búnaðarsamband Austurl., Stéttarsamband bænda, Framleiðsluráð landbúnaðarins, Búnaðarfélag Islands og ráðu- nauta þess, Búnaðarþing, og síð- ast en ekki sízt Land'búnaðar- ráðuneytið. Engum þessara aðila ætti að vera uppgjöf og afnám landbúnaðar í Fjörðum eystra óviðkomandi, á sama tíma sem atvinna í þorpunum þar við sjó- inn blómgast og færist í aukana, og þörfin fyrir mjólk og fleiri búvörur eykst stórum. Nefna má að Fjármálaráðuneytinu ætti ekki að vera óviðkomandi fjár- austurinn í sambandi við mjólk- urævintýrin á Fjarðarheiði. Hver borgar? — Er það ekki þjóðin — ríkissjóður — beint eða óbeint? En hvað er um að tala,.þetta eru auðvitað smámunir einir í svo mikilli mjólk, í samanburði við margt bruðl annað stærra, meira og fjárfrekara. V. Hvað er hægt að gera og hvað á að gera í þessum búnaðar- og mjólkurmálum, við Seyðisfjörð? Það er augljóst mál og einfalt, en nokkuð stærra í sniðum en aðgerðarleysið, sem nú ríkir. Það á aff stofna tvö nýbýli í Seyffisfjarffarhreppi — samein- uðum Seyðisfjarðarkaupstað — annað norðan fjarðar, hitt sunn- an fjarðar. Bséði býlin að stofni áætluð og skipulögð sem 60—100 (mjólkur)-kúa býli. Það er nægi- Árni G. Eylands. legt ræktunarland á þessum stöðum til þess. Sennilega um allt að 100 kúa land norðan fjarðar, miður aðgengilegt til yfirsýnar hvað er af allgóðu ræktunarlandi sunnan fjarðar, en það mun þó eigi vera svo lítið ef vel er að gáð. Mýrarnar norð- an fjarðar út frá Dvergasteini eru ef til vill eigi auðræktaðar með öllu, en það hafa verið ræktuð tún á þessum slóðum við takmarkaða getu og aðstæður. Nútíma tækni og þekking gerir slíka ræktun að leik hjá því sem áður var. En sem dæmi um sinnuleysið og trúleysið, má nefna, að þegar loks var gert akfært frá Dvergasteini út mýr- arnar, að Selstöðum og Brim- nesi var notuð jarðýta til að ýta upp vegi yfir mýrarnar. Hefði í þess stað verið notuð skurðgrafa við vegagerðina á þessum stað, hefðu þurrkast þarna að stofni tugir hektara, og sennilega væri töluvert af því landi nú orðið að allgóðu vall- lendi án frekari ræktunarað- gerða. Hvað um það, þarna er hægt að rækta mikið land, og þar ætti hið fyrsta nýbýli að rísa, hyggt aff öllu leyti í samræmi viff þá þekkingu sem nú er bezt völ á, t. d. tæknilega aff sænskri fyrinnynd, og miffaff viff fyllstu vélvæðingu utan húss og innan, og hvaff mest innanhúsa. Á því sviffi er nú völ mikillar tækni og þæginda viff störf, sem er að mestu ókunnugt og óreynt hér á landi, enn sem komiff er. Það er auðvelt að vinda bráð- an bug að slíkri framkvæmd, fjós og gripir þurfa ekki að bíða ræktunarinnar, ekkert neyðarráð að búa við aðkeypta töðu og grasmjölsköggla fyrstu árin, með an verið er að koma ræktuninni á fót. En þetta verður dýrt, kóstar mikið fé, munu menn segja, þetta verður dýr mjólkurframleiðsla. Vafalaust rétt, en verður það dýrara en vetrarmjólk flutt í stórhríðum yfir Fjarðarheiði? Og þetta væri búnaðarmenning og manndómur, mjólkurleyisið á Seyðisfirði og bröltið með mjólk yfir heiðina um hávetur er van- menning og ræfilsháttur. Og þaff eru til nógir peningar til þess aff stofna slíkt nýbýli. Fé því sem Nýbýlastjórn hefir til umráða væri að miklum hluta Framhald á bls. 21 Seyffisfjörffur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.