Morgunblaðið - 09.08.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.08.1966, Blaðsíða 19
Þriðjuc!agur 9. ágúst 1 ðffff MORCUNBLAÐIÐ 19 gekk eins og í sögu og brátt lá fiskurinn silfurgljáandi við fætur okkar. Þá fyrst rankaði ég við mér er ég sá bátinn sigla hrað byri niður ána. Ég hafði í æs ingnum gleymt að binda hann er ég stökk í land. f ofboðinu sem greip mig gætti ég þess ekki að hinn báturinn lá bund inn við bakkann örskammt frá, þess í stað hljóp ég út í ána á eftir bátnum og það stóð heirria að þegar ég náði í skutinn á bátnum, náði vatn ið mér í mitti. Ég stóð andar- tak úti í ánni og beið meðan ískalt vatnið fyllti veiðistíg- vél mín. Þá fyrst drattaðist ég í land, en félagar mínir velt- ust um af hlátri á bakkanum. Klukkan var nú orðin hálftíu og við Halldór ákváðum að reyna aítur á bátnum þennan hálftíma sem eftir var af veiðitímanum. Sú tilraun bar þó ekki ár- angur, og við snerum til lands klukkan tíu. Eftirmiðdags- veiði þeirra félaga var fimm laxar, Halldór með þrjá, 12, 10 og 6 pund og Kolbeinn með tvo 12 og 5 punda. Þegar við komum að Laxa- mýri vc-ru allir veiðifélagarnir þar fyrir og hafði enginn þeirra orðið var þann daginn. Ráðskonurnar kölluðu nú í mat og menn settust að borð- um og tóku til matar síns með góðri lyst. Að máltíðinni lok- Ólafur Þorsteinsson kastar flugu við Hólmavaðsstíflu. svipinn þegar hann leit til mín um leið og laxinn strikaði með fluguna út í miðja á. Við ureignir. var stutt en snörp, en brátt lá laxinn, sem vó 6 pund, á bakkanum. Ég dvaldi nú hjá þeim félögum þar til klukkan háiftíu en ekki urðu þeir varir við fleiri laxa. Einn honum og kostað hafði heilar fjórar krónur stykkið í henni Reykjavík. En þá, var sem straumur færi um mig allan, stöngin svignaði, það söng í hjólinu, hann var á. Ég hentist á fæt- ur og nötraði af æsingi frá hvirfli til ilja. Ég reyndi að gera eins og þeir reyndu höfðu sagt mér, og allt gekk vel til að byrja með. Laxinn þaut um hylinn, og steypti sér síðan niður flúðirnar. Ég fylgdi honum eftir á hlaupum og loks stanzaði hann. Ég beið rólegur átekt'a og hélt nú að ég hefði hann á valdi mínu. Hann lá kyrr smástund, en skyndi- lega lyfti hann sér upp úr vatninu, þáut yfir að hinum bakka árinnar, snarsneri við, veifaði til mín sporðinum og hvarf. Ég trúði ekki mínum eigin auguni, fyrr en ég sá að línan flaut slök með straumn um. Það var ekki um að vill- ast, ég var búinn að missa lax, sem ekki var undir 40 pund- um! Það var fölur og niður- brotinn maður, sem sat titr- andi við Hálfvitaholuna, þeg- ar Sæmundur kom aftur. — Hann leit á mig og sagði: j— „Jæja, svo þú misstir hann karlinn". Hann bætti við: „Nú ertu líka búinn að taka bakt eríu, sem þú losnar aldrei við“. Ég er ekki frá því að hann hafi haft rétt fyrir sér, því að ég var enn haldinn glímu- skjálfta, þegar ég kvaddi þessa ágælu menn eftir hádeg ið, og hélt til Reykjavíkur. — ihj. Séð upp Kisetukvísl. Hálfvitaholan er efzt í henni. Kolbeinn Jóhannsson. Einbeitnin leynir sér ekki. Inni sátu menn yfir kaffiboll um og létu brandarana fjúka fram að miðnætti er gengið var til náða. Okkur brá heldur f brún þegar við vöknuð- • Úti fyrir var hvöss norðaust- anátt og rigning svo að vart sá á milíi húsa. Það var hálf- gerður hrollur í mannskapn- um, en allir drifu sig þó á fætur, og fóru niður í borð- sal þar sem okkar beið ríku- legur mcrgunverður. Þeir Jón og Ólafur áttu nú að veiða við Hólmavaðsstíflu og ákvað ég að fylgjast með þeim aftur vegna þess að þetta er mjög gott veiðisvæði. Veiði hópurinn se?n var á undan okkur hafði sagt að ekkert þýddi að reyna með flugu í ánni, og þegar ég sá að þeir félagar fóru að hnýta flugu á girnið hugsaði ég með sjálf um mér að ekki yrði nú mik ið úr veiði hér. Ég sagði þetta við þá en þeir svöruðu að það væri nú venja að byrja á að kasta flugu. Jón var á undan niður að ánni og kastaði fyrsta kastið til þess að bleyta flug una og það skipti engum tog um, laxinn var á áður en flug an snerti vat.nsflötinn, og það væri synd að segja að hann hefði ekki verið drjúgur á bolti sást þó stökkva úti í miðri á en hann leit ekki við flugu, sem kastað var í átt til hans. Ég ákvað að fara aftur niður í Laxamýrarland því að þar var þó bezta veiðivon- in. Þar voru að veiðum þeir Sæmundur Stefánsson og Bergsteinn Sigurðsson. Voru þeir búnir að landa 2 er ég kom. en sögðust hafa orðið varir við talsverðan lax. Um ellefu ieytið bauð Sæmundur mér að vera með stöngina hans meðan hann skryppi og fengi sér kaffisopa. Ég tók boðinu feginshendi og fór beint upp í Hálfvitaholu og settist þar. í bálftíma sat ég og horfði á laxinn stökkva og bylta sér fyrir framan nefið á mér án þess að hann liti við maökinum, sem ég bauð amzmismm Stórifoss er gjöfull veiðistaður. Páil Þorgeirsson og Sveinn Helgason. VIÐLAX ADALDAL ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.