Morgunblaðið - 09.08.1966, Síða 20

Morgunblaðið - 09.08.1966, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞrlðjuÆagur 9. ágúst 1966 Hugheilar þakkir til allra vina og var.damanna, sem auðsýndu mér vinsemd með gjöfum, blómum og skeyt- um á sjötugs afmæli mínu. — Lifið heil. Sigríður Einarsdóttír, Vesturgötu 109, AkranesL Maðurinn minn og faðir okkar, HALLDÓR DAGUR HALLDÓRSSON múrarameistari, Hólsvegi 17, lézt að heimili sínu 7. þ.m. Svava Ársælsdóttir, Dagfríður Halldórsdóttir, Benedikt Halldórsson. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS WELDING lézt í Borgarsjúkrahúsinu 8. þ.m. Börn, tengdabörn og barnabörn. Faðir okkar, EINAR ÞÓRÐARSON afgreiðslumaður, Stórholti 21, Reykjavík, lézt þann 7. ágúst sl. í hjúkrunardeild Hrafnistu. Fyrir hönd aðstandenda. Ólafur H. Einarsson, Þorsteinn Einarsson, Sigfríður Einarsdóttir, Ragnheiður Ester Einarsd, Guðríður Ingibjörg Einarsdótiir. Bróðir okkar, STEFÁN NORÐMANN S7EFÁNSSON andaðist fimmtudaginn 4. ágúst. — Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. ágúst kl. 1,30 e.h, Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna. Höskuldur Stefánsson. Útför mannsins míns og föður, BJÖRGVINS TH. ÞORLEIFSSONAR Eskihhð 23, verður gerð frá Fossvcgskirkju miðvikudaginn 10. þ.m. kl. 13,30. — Þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. — Blóm aíþökkuð. Kristín Þorsteinsdóttir, Eiríkur Björgvinsson. Útför sonar okkar, JÓNS GUÐNA INGÓLFSSONAR Álftamýri 6, Reykjavík fer íram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. þ.m. kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. Fyrir okkar hönd og annarra aðstandenda. Margrét Fjóla Guðmundsdóttir, Ingólfur Jónsson. Eiginmaður minn, HARALDUR FRÍMANNSSON trésmiður, Skipasundi 22, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. ágúst kl. 10,30 árdegis. athöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd vandamanna. Sturlína Þórarinsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför föður okkar, tengdaföður og afa, MARKÚSAR SVEINSSONAR frá Dísukoti. Börn, tengdabörn og barnabörn. Þakka auðsýnda samúð við andiát og útför bróður mins, HALLDÓRS HALLGRÍM SSONAR Jóhannes Hallgrímsson. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ástkærrar konu minnar, móður, tengdamóð- ur og ömmu, MAGNEU ÞÓRU EINARSDÓTTUR Einar Jónsson Leó. Erlingur S. Einarsson, Guðlaug Sigurðardóttir og dætur. Snyrtivör- ur frú Dorothy Grny Satura rakakrem Secreat of the sea Skin perfume Make-up film Hreinsunar krem Nærandi krem Púður Steinpúður Varalitur Dorothy Gruy New York, París, London, Reykjavík, Ingólfs Apótek SÆNGUR Endurnýjum gömlu sæng- umar, eigum dún- og fiður- held ver, gæsadúns- og dralon-sængur og kodda af ýmsum stærðum. Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstíg 3. Sími 18740. (örfá skref frá Laugavegi) SLÖKKVITÆKI margar gerðir fyrirliggjandi. Ólafur Gíslason & Co hf. Gunnhildur Ólafs- dóttir — Dáinn, horfinn, harmafregn. Hvílíkt orð mig dynur yfir. ÞESSAR ljó'ðlínur Jónasar Hall- grímssonar komu upp í huga minn þegar ég frétti andlát vin- konu minnar, Gunnhildar og mér fannst sem ský drægi fyrir sólu jafnvel þótt júlísólin skini hátt á himni þann dag. Þrátt fyr ir 'þá fullvissu að endalok þessa lífs eru aðeins á einn veg eigum við jafnan erfitt með að sætta okkur við þau málalok, þegar maðurinn með ljáinn hefur höggvið. Við stöndum agndofa gegn þeirri staðreynd, að vinirn- ir hverfa af jörðinni hver af öðr- um, án þess að mennirnir geti nokkuð að gert. Aðeins fullviss- an um æðra og betra líf er eina 'huggunin. Eg minnist fyrstu kynna okk- ar Gunnhildar fyrir um það bil 15 árum í Vestmannaeyjum. Tók ust með okkur þau tryggðarfeond sem sjaldan bindast og aldrei verða rofin. Þegar ég lít til baka minnist ég ógleymanlegra sam- verustunda okkar, bæði í Vest- mannaeyjuim og hin síðari ár hér í Reykjavík. Hún minntist oft á það, að vinátta okkar væri ef tii vill nokkuð óvenjiuleg, þar sem svo mikill aldursmunur var á okkur, en hiún gerði sér eflaust ekki grein fyrir því að hiún var sjálf óvenjoileg kona. Kona, sem elskaði lífið í hverri mynd sem er, og hafði öðlazt þann sálar- þroska, sem þarf til a'ð geta sam- lagað sig jafnt ungurn sem göml- um. Ég held mér sé óhætt að fullyrða að Gunnhildur hafi fremur eignazit vini en óvini. Suimt fóik talar um, að minn- ingar góðs fólks skilji eftir sig yl í hugum þeirra sem eftir lifa, en mér finnst þær særa, vegna þess að ég veit að liðin tíð kem- ur aldrei aftur. Gunnihildur Ólafsdóttir var fædd í Reykjavik 24. marz 1907, en ólst upp að Brekku á Fljóts- dalshéraðL þar sem faðir henn- ar gengdi umfangsmiklu héraðs- læknisembætti. Hiún flutti ásamt foreldrum sánum til Vestmanna- eyja 18 ára gömul, er faðir henn- ar var skipaður héraðslæknir þar árið 1925. Foreldrar hennar voru Ólafur Lárusson, smáskammtalæknis Pálssonar, er bjó a'ð Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd, siðar í Reykja vík og kona hans, Sylvia Guð- mundsdóttir, útvegslbónda og kaupmanns á Stóru-Háeyri á Eyrarbakka, ísleifssonar. Ólafur andaðist 7. júní 1952 og flutti Gunnhildur nokkru siðar með móður sinni til Reykjavík- ur, þar sem þær bjuggu í nokk- ur ár eða þar til Sylvia andaðist 21. okt. 1957. Héraðslæknisheimilið í Vest- mannaeyjum var alla tíð eitt af mestu menningar og myndar- heimilum Eyjanna og er ég þess fullviss að húsráðendur hafi þar leqsíeinaK oq vJ plo + UK ^ CL .. S. Helgason hf. Súðarvogi 20. — Sími 36177. Minning lagzt á um eitt af skapa börnum sínum öllum sem bezta undir- stöðu fyrir lífið. Ég efast ekki um að þar hafi oft verið glatt á hjalla þegar systkinin voru öll ung og flest heima. Gunnhildur fór heldur ekki varhluta af þvi veganestL er hiún hlaut í foreldra húsum, enda dáði hiún foreldra sína mjög og kom það oft fram í viðræðum hennar. Gunnhildur flutti aftur til Vest mannaeyja efti-r lát móður sinn- ar, þar sem henni stóðu aetíð dyr opnar á heimili dóttur hennar, Eddu og manns hennar, Páls Steingrímssonar, kennara, sem þar búa ásamt börnum sínum tveim, Gunnhildi og SteingrímL Þær mæðgur voru óyenjulega samrýmdar og tel ég það mestu gæfu Gunnhildar 1 lífinu. Páll og Edda gerðu allt til þess að henni mætti líða sem bezt og var hún til skamms tárna búsett á heimili þeirra. Sárt er að sakna vinar í stað, enda það skarð sem nú er höggv ið í minn eigin vinahóp verður aldrei uppfyllt. Það er ekki ýkja langt síðan Gunnhildur tjáði mér að von væri á henni tii Reykjavikur og hugði ég gott til endurfundanna. í dag stöndum við yfir mold- um hennar og kveðjum í sáðasta sinn. Hún andaðist í Landssipitalan- um 31. júlí sl. eftir aðeins tveggja vikna legu þar. Ég þakka þér, Gunnhilduir mín, allar okkar ágætu samveru stundir og án efa eigum við eftir að hittast aftur þó á öðru sviði verði en við höfðum fyrirhugað, handan landamæra lífs og dauða. En ég veit að látinn lifir, Iþað er hiuggun hanmi gegn. Ásta Þórðardóttir. Bezt að auglýsa 1 Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.