Morgunblaðið - 09.08.1966, Qupperneq 27
Þriðjudagur 9. Sgfist 1966
MORCU NBLAÐIÐ
27
Aukakeppni þurfti til að
útkljá 72 holu keppni
Skemmtileg golfkeppni hjá Golfkl. Ness
MEISTARAKEPPNI Golfklúbbs
Ness lauk á sunnudag og varð
keppni í öllum flokkum
skemmtileg og hin harðasta
fram til hins síðasta. í meistara
flokki urðu þeir jafnir eftir 72
holur Jóhann Eyjólfsson og Pét-
ur Björnsson en í aukakeppni á
73. holu sigraði Jóhann.
í 1. flokki varð keppnin einn-
Jg álíka hörð milli Tómasar
Árnasónar og Ragnars Jónsson-
ar. Vann Ragnar upp gott for-
skot Tómasar en mistókst illa á
síðustu holu og vann Tómas með
1 höggi.
í 2. flokki sigraði Páll Ásg.
Tryggvason með yfirburðum og
náði betri árangri en nokkur í
1. flokki.
í kvennaflokki sigraði Sigríð-
ur Magnúsdóttir eftir harða
keppni og jafna.
Sóstaka athygli vakti keppni
gestanna atvinnumannsins og
kennarans F. Riley og Suður-
nesjameistarans Þorbjörns Kjær
bo. Léku þeir saman og hélt
Kjærbo í við meistarann lengi
vel en svo fór að 5 högg skildu
þá að — og hafði Kjærbo mun
betri árangur en Jóhan og Pét-
ur er börðust um meistaratign
í klúbbnum.
ÚRSLIT:
M.fl.
Jóhann Eyjólfson 312 högg
Pétur Björnsson 312 —
Ólafur Bjarki 329 —
Helgi Eiríksson 337 —
Fred Riley lék 72 holur í 299
höggum en Þorbjörn Kjærbo í
304.
1. fl.
Tómas Árnason 337 högg
Ragnar Jónsson 338 —
Þorvarður Árnason 341 —
2. fl.
Páll Ásg. Tryggvason 335 högg
.Júlíus Sólnes 360 —
Vilhj. Árnason 388 —
Kvennafl.
Sigríður Magnúsdóttir 219 högg
Hanna Holton 221 —
Guðríður Guðmundsd. 243 —
í karlaflokki var keppnin 72
holur en 36 í kvennaflokki.
Jóhann Eyjólfsson.
Akureyringar höfðu tæki-
færi til sigurs en leik lauk 1-1
Akureyringar og Keflvíkingar
deildu stigum
LEIKUR Keflvíkinga og Akur-
eyringa fór fram í blíðskapar-
veðri að viðstö.ddum 2000 áhorf
endum á Njarðvíkurvellinum á
eunnudaginn.
Eftir gangi leiksins hefði sig-
ur Akureyringa með eins til
tveggja marka mun verið sann-
gjarn.
Fyrstu 8 minútur leiksins var
nokkuð' stöðug sókn Keflvíkinga
að marki ÍBA, en flest skot
EÓknarmanna voru laus og
hættulítil fyrir Samúel mark-
Vörð Akureyringa.
Um miðjan hálfleikinn meidd-
ist miðvörður Akureyringa og
kom Jón Stefánsson þá inná og
lék í sinni gömlu stöðu.
Á 19. mín hljóp Kári af sér
vörh Keflavíkur og gaf síðan
knöttinn til Valsteins, sem stóð
óvaldaður á vítaspyrnupunkti,
en tókst að skjóta framhjá.
Tíu mín síðar fékk Sævar
gott tækifæri eftir skemmtilegt
upphlaup Akureyringa, en skot-
ið var máttlaust og Kjartan
Varði
Skömmu síðar var Steingrím-
ur frír fyrir opnu marki, en
skaut beint á markvörðinn.
Á 31. mín. skoraði Sævar fyrir
Akureyri. Fékk hann knöttinn
vinstra megin við endamörk,
lék léttilega fyrir markið og
skoraði framhjá Kjartani.
Keflvíkingar fengu gott tæki-
færi til að jafna á 37. mín, er
Jón Ólafur fékk góða fyrirgjöf
frá Jóni Jóhannssyni, er hann
stóð óvaldaður inni á markteig,
en skotið fór framhjá.
Skömmu fyrir lok hálfleiksins
misnotaði Kári tvö góð tækifæri
svo að fleiri urðu mörkin ekki
í hálfleiknum.
Keflvíkingar voru meira í
sókn í upphafi síðari hálfleiks,
en þeir voru ekki á skotskónum
þennan dag og laus skot þeirra
höfnuðu ýmist í öruggum hönd-
um Samúels eða fóru framhjá.
Á 11. mín. á Steingrímur
skallabolta sem smýgur yfir
þverslá og mínútu síðar eiga
Keflvíkingar tvær hornspyrnur,
sem nýtast ekki.
Á 15. mín. fengu Keflvíkingar
óbeina aukaspyrnu á miðjum
vítateig. Norðanmenn röðuðu
sér í markið, en Magnús Torfa-
son sem tók aukaspyrnuna, gaf
knöttinn til Jóns Jóhannssonar,
sem lyfti knettinum yfir varnar-
vegginn og efst í blá-hornið.
Fallegt mark hjá Jóni.
Við markið færðist nokkurt
fjör í Keflvíkinga, en skot
þeirra voru öll örugglega varin
af Samúel.
Skömmu fyrir leikslok fékk
Karl Hermannsson slæmt spark
og var borinn út af leikvellinum.
Leiknum lauk með jafntefli
1-1, en sanngjörn úrslit eftir
gangi leiksins hefðu verið 4-2
fyrir Akureyri.
í liði Akureyringa voru lang-
beztir þeir Magnús Jónatansson
og Kári, en hjá Keflvíkingum
var það Magnús Torfason, sem
var sívinnandi og reyndi að
bygja upp sóknina. Sigurður Al-
bertsson var sterkur í vörninni
og Karl Hermannsson átti einnig
nokkuð góðan leik.
Dómari var Grétar Norðfjörð.
— IFG.
Bítlarnir óvinsælir
Birmingham, Alabama,
7. ágúst (AP—NTB).
ENN hafa „The Beatles",
brezka bítlahljómsveitin
heimskunna, fengið að gjalda
ummælanna, sem einn úr
hljómsveitinni viðhafði í síð-
ustu viku um vinsældir
þeirra og Jesús Krists. En
John Lennon á að hafa sagt
að „The Beatles“ væru vin-
sælli en Kristur.
Nýjustu ’ viðbrögðin við
þessum ummælum eru frá
Birmingham í Alabama, en
þar á að mölva niður mörg
hundruð plötur með bítlun-
um, í stórri tréslípivél, sem
borgarstjórnin á. En einn af
leiðtogum ofstækissamtak-
anna Ku Klux Klan í Birm-
ingham hefur sagt að komm-
únistar hafi heilaþvegið
bítlana.
Þegar búið verður að
mölva niður plöturnar, verð-
ur brotunum safnáð saman í
skrín, sem afhent verður bítl
unum við komu þeirra til
Memphis í Tennessee hinn
19. þ.m., en þar eiga þeir þá
að halda hljómleika. Þegar
kunnugt var um ummæli
Lennons, hófu útvarpsstarfs-
menn í Birmingham herferð
gegn þeim, og létu koma upp
14 söfnunarstöðvum fyrir
bítlaplötur víðsvegar f* borg-
inni. Segja þeir að fjöldi ung-
menna hafi orðið við áskor-
uninni um að afhenda plötur
sínar til eyðileggingar. Einn-
ig hefur bítlabókum og plöt-
um verið varpað á bálkesti
víða í Birmingham, þar sem
íbúðarnir eru vanari brenn-
andi krossum Ku Klux Klan.
„The Beatles“ eiga að leggja
af stað í hljómleikaför um
Bandaríkin á föstudag, en
Ibandarískur öldungadeildar-
þingmaður hefur lýst því yfir
að hann muni reyna að koma
því til leiðar að hljómsveit-
inni verði bannað að koma
fram, að minnsta kosti í einu
ríki.
Það er ekki eingöngu I
Bandaríkjunum, sem guðlast
bítlanna hefur vakið gremju.
Þrjár útvarpsstöðvar á Spáni
hafa bannað útsendingar á lög
um bítlanna þar til Lennon
hefur opinberlega dregið um
mæli sín til baka.
Fjölþættara atvinnu-
líf á Siglufirði
EINS og greint hefur verið frá
hér í blaðinu hefur tekizt sam-
starf Sjálfstæðisflokksins, Al-
þýðuflokksins og Framsóknar-
flokksins á Siglufirði um stjórn
bæjarmála. Sigluf jarðar, kjör-
imabilið 1966-70. Hér fer á eftir
stefnuyfirlýsing flokkanna:
„Bæjarfulltrúar greindra
flokka telja að meginverkefni
bæjarstjórnar Siglufjarðar kjör-
tímabilið 1966-1970 felist í eftir-
farandi:
1) Að stuðla að atvinnuöryggi
og fjölþættara atvinnulífi hér, í
náinni samvinnu við viðkom-
andi stjórnarvöld, á grundvelli
þeirra möguleika, sem Fram-
kvæmdaáætlun Norðurlands
skapar. Höfuðáherzlu beri í því
sambandi að leggja á aukna út-
gerð, vinnslu og fullnýtingu sjáv
arafurða s.s. lýsisherzlustöð og
frekari niðurl. síldar, aukinn iðn
að, — sérstaklega þjónustuiðnað
við sjávarútveginn s.s. dráttar-
braut, skipasmíðastöð o.fl., sem
og ýmis konar þjónustuiðnað
við nærliggjandi sveitir ■ Austur-
Skagafjarðar, sem á ýmsan hátt
eiga hagsmunalega samleið með
Siglufirði.
2) Að vinna að traustari og ár-
vissari tekjustofnum bæjarfélags
ins, m.a. með því að vinna að
breytingu á tekjustofnalögum
sveitarfélaga, er skapi meiri
jöfnuð skattborgaranna — án til
lits til sveitfestis — og fyrir-
tækja án tillits til rekstrarforms
— gagnvart opinberum álögum,
— og útiloki jafnframt, eða
mildi verulega, skilyrði um stór
hækkuð útsvör frá gildandi út-
svarsstiga hjá þeim byggðarlög-
um, sem af óviðráðanlegum
ástæðum þurfa að sækja um
aukaframlag úr Jöfnunarsjóði.
3) Að koma í höfn þeim áföng
um í samgöngumálum kaupstað
arins, sem nú er að unnið, og
tryggja öruggar og góðar sam-
göngur við Siglufjörð.
4) Að endurbyggja eða vinna
að varanlegri viðgerð Öldu-
brjóts, að bæta útgerðaraðstöðu
hér og vinna Innri-höfnina í
áföngum.
5) Að halda áfram að stein-
steypa þær götur, er tilheyra
innanbæjarþjóðvegum, að gera
tilraun með olíumöl og nota-
gildi hennar í gatnagerð innan-
bæjar og leggja áherzlu á grjót-
mölun til ofaníburðar í götur
bæjarins.
6) Að vinna að endurnýjun
vatnsveitukerfis bæjarins, og
stuðla að frekari borun eftir
heitu vatni í Skútudal, með
varmaveitu sem markmið, í
framhaldi af niðurstöðum at-
hugana Vermis s.f.
7) Að hraða endanlegu skipu-
lagi kaupstaðarins, að hafa jafn
an tiltækar nokkrar hentugar
byggingarlóðir og stuðla að nýt
ingu þeirra möguleika í íbúðar-
byggingum, sem ýmis konar lög
gjöf skapar nú orðið.
8) Að efla aðstöðu æskunnar
til menntunar og hollrar tóm-
stundaiðju, að bæta aðstöðu til
íþróttaiðkana, að fullgera
Sjúkrahúsið á þessu ári, að
vinna að tilkomu Félagsheimilis
og bæta aðstöðu í félags-, heil-
brigðis-, meningar- og íþrótta-
málum.
9) Að stuðla að hagkvæmni í
rekstri bæjarins og bjóða út öll
meiriháttar verk, sem kaupstað-
urinn eða fyrirtæki hans hafa
með höndum hverju sinni, og
kanna möguleika á ráðningu
verkfræðings eða tæknifræðings
í samstarfi við eitt eða fleiri
bæjarfélög í nágrenninu.
Siglufirði, 2. ágúst 1966“.
— Ungtempl.
Framhald af bls. 17.
útvarpi og blöðum þakkað fyrir
ágætan fréttaflutning frá mót-
inu.
Að sjálfsögðu eru forvígis-
menn íslenzkra ungtemplara
innilega þakklátir öllum bæði
einstaklingum og stofnunum fyr
ir störf og fórnarlund, svo að allt
gæti orðið svo ánægjulegt sem
raun bar vitni um. — Þama unhu
allir samtaka í mörgum nefnd-
um, en hitt fólkið var einnig
margt, sem lagði hönd og hug
sem gengu um heima til beinnar
þjónustu, og til þeirra, sem sungu,
að verki allt frá þeim, léku,
dönsuðu og fluttu ræður og
skreyttu salinn í nýju Templara-
höllinni við Eiríksgötu með lista
verkum til yndis fyrir gestina.
Heill þeim, sem styðja heilla
vænlegt félagslíf íslenzkrar
æsku.
Reykjavík, 28. júlí 1966.
Árelíus Nielsson. -*