Morgunblaðið - 12.08.1966, Blaðsíða 3
FöetudagUT 12. Sgflst 1966
MORGU N BLAÐIÐ
3
MYNDIRNAR hér á síðunni
sendi Arge. fréuaritari Mbl.
í Fæfreyjiim okkur fyrir
skömmu af marsvíninu, sem
Færeyingum tókst að hand-
sama litandi á dógunum. Sem
kunnugt er fékk dýragarður
einn í Rretlandi mikinn áhuga
á marsvíninu, og bauð háa
peningaupphæð fyrir það, ef
tækist að koma því lifandi til
Bretlands. Var heizt talað um
að fiytja marsvínið flugleiðis,
og beiðni kom til Flugfélags
íslands um að flytja það með
annarri Friendshipsvél sinni.
Var ráðgert að setja hvalinn
á fleka, og hclla síðan vatni
yfir hann öðru hvoru meðan
flugferðin stæði yfir.
Brezki sérfræðingurinn matar marsvínið með aðstoð tveggja eyjarskeggja.
Hvalurinn kominn heilu
og höldnu til Bretlands
Ekki gazt forráðamönnum
Flugfélagsins að þessari hug-
mynd, þar sem slíkt færi
mjög illa með flugvélina, og
kváðust þeir því ekki geta
tekið þessa flutninga að sér.
Leit nú illa út fyrir Færey-
inga að losna við hvalinn úr
sundlauginni sinni, en þar
hafði honum verið komið fyr
ir og fyrir forráðamenn dýra
garðsins brezka að fá hval-
inn á sinn stað í dýragarðin-
um. Var á tímabili mikið um
það rætt. að flytja hvalinn
með skipi, þegar málið leyst-
ist svo skyndilega.
handa um að ná hvalnum upp
úr sundlauginni, og koma hon
um fyrir í flugvélinni. Var
það mikið verk og erfitt þar
sem hvalurinn er allstórskor-
inn. Það tókst svo um síðir
og var þá strax flogið með
hann ti) Bretlands, þar sem
hann lifir nú góðu lífi. Fóru
flutningarnir í flugvélinni
fram á sama hátl og ráðgert
hafði verið með Friendship-
vél F.í. — vatni var skvett
yfir hann alltaf öðru hvoru á
leiðinni, auk þess sem hann
fékk matorsnarl á leiðinni.
En eins og áður segir var
flutninga á honum. Myndirn
ar eru teknar á því tímabili,
eins og sjá má virðist hann
hafa lifað góðu lífi. Sérfræð-
ingur, sem dýragarðurinn
hafði sent til þess að mata
hvalinn og annast hann að
öðru leyíi, skrapp öðru hvoru
niður til hvalsins í frosk-
mannsbúning til þess að venja
hann við mannaferðir, og eft
ir skamma stund var hann
orðinn svo gæfur, að hann lét
sig engu skipta, þótt börnin
væru að busla í lauginni f
kringum hann en þau höfðu
að sjálfsögðu strax tekið
miklu ástfóstri við hann. Það
mætti iíka segja okkur, að
þeim þvki sundlaogin nokkru
tómlegri eftir að hvalurinn
er horfinn þaðan til nýrra
heimkynna.
Marsvínið var að lokum orðið' svo gæft að það lét sig engu
skipta þótt börnin busluðu í lauginni mn leið og það.
Dýragarðinum hafði tekizt
að útvega flugvél til þess að
flytja hvalinn. og var hún
send samstundis frá Bretlandi
til Færeyja. Þegar var hafizt
hvalurinn geymdur í sund-
lauginni meðan skeytin flugu
þráðlaust milli dýragarðs-
manna og Færeyinga um
vandamálið í sambandi við
Heysknpur geng-
ur vel í Kjós
Valdastöðum, Kjós, 7. ágúst.
TJM síðustu helgi var ágætis
þurrkur hér, en þegar kom
framm í vikuna, kólnaði heldur
og hvessti, svo að tafsamt hefir
verið að eiga við þurrt hey,
Þó hefir tekizt að ná inn miklu
af hey, og einnig er töluvert
óhirt í sæti. Þeir sem byrjuðu
fyrstir eru langt komnir með
fyrri slátt, fáir eru alveg búnir
en þó mun það vera til. Þeir
fyrstu eru ennfremur byrjaðir
að slá á engjum hér í Laxár-
dalnum. Grasspretta kann að
vera í meðallagi. Víða má sjá
heyfok með vegum og girðing-
um eftir norðanstorminn, og er
það talsvert sums staðar. Seinni
sláttur verður að líkindum lítill
í þetta sinn.
— St. G.
STAKSTEIfBAR
Sala saltsíldcr
Á aðalf'undi Félags síldarsalt-
enda á Suðvesturlandi var sam-
þykkt að verða við tilmæíum
Félags síldarsaltenda á Norður
og Austurlandi um að hafnar
yrðu umræður um möguleika á
stofnun heildarsölusamtaka, er
taki til starfa á næsta ári og
annist sölu og útflutning á
allri saltsildarframleiðslu lands-
manna. Nú um langt skeið
hefir síldarútvegsnefnd, sem
kjörin er af Alþingi annast sölu
saltsíldar og lágu til þess sér-
stakar ástæður á sínum tíma, að
það fyriikomulag var tekið
upp. Á h.ínn bóginn er það að
mörgu leyti óeðlilegt að þing-
kjörnir fulltrúar annist sölu á
þessari vörutegund, sem öðrum,
og þess vegna er mjög eðlilegt,
að síldarsaltendur ræði hvort
annað söltunarfyrirkom- lig
henti betur, enda yfirleitt heppi-
legt að ríkisafskipti af atvinnu-
málum séu sem minnst.
eg er því augljóst að bændi"
Kjör bænda
í forustugrein Tímans i gær
segir:
„Bændue eru lægstlaunaða
stéttin í þjóðfélaginu, og sú
tekjuskerðing, sem þeir verða
fyrir vegna þess ófremdar-
ástands, sem nú ríkir í verð-
lagsmálum er tilfinnanleg og
meiri en þeir þola f járhagslega“.
Á árunum 1960—1965, þ. e. á
valdatíniahili núverandi ríkis-
stjórnar hofur kaupgjaldsliður-
inn í verðgrundvcllinum hækk-
að um 143, J%, en á sama tíma
hefur hækkun á Dagsbrúnar-
kaupi í dagvinnu orðið um
83,4%. Rekstrarvörur landbúnað
arins hafa á þessurn tíma hækk
að mun minna en kaupgjaldið,
og er því augljóst a ðbændur
hafa á þessu tímabili fengið veru
legar kjarabætur. Það er svo
annað mál, að á löngum valda-
íerli Framsóknarmanna höfðu
þeir leikið bændur svo illa, að
verulegt átak þurfti til þess að
þeir næðu sambærilegum kjörum
við aðrar stéttir. Af framan-
greindum tölum er ljóst að ríkis-
stjórnin undir forustu Ingólfs
Jónssonar hefur þegar unnið
þrekvirki í þeim efnum.
V ísitöluhækkunin
Þjóðviljinn eyðir miklum
hluta forsíðu sinnar í gær til
þess að upplýsa lesendur sina
um að hækkun framfærsluvísi-
tölunnar um þrjú stig hinn 1.
ágúst sl., sé fyrst og fremst af-
leiðing gjatdahækkana á vegum
Reykjavíkurborgar í júlí sl. Af
þessu tilefni þykir rétt að
skýra nokkru nánar hvernig
þessar gjaldahækkanir koma
fram í vísitölunni. Mælaleiga
hitaveitunnar var ekki með í
grundvellinum 1959, þar sem
hún skipti svo sáralitlu máli þá,
en þar sem töluverð hækkun
varð á mælaleigunni í júlí sl.
sá kauplagsncfnd sér ekki annað
fært en ai> taka hana með að
þessu sinm, og þess vegna eru
nú reiknaðar inn í vísitöluna
þær hækkanir sem orðið hafa á
mælaleigunni síðan 1959. Hækk-
un hitaveitugjalda ásamt mæla-
leigunni valda 0,915 vísitölustig-
um, hækkun á rafmagnstöxtum
veldur 0,6?2 hækkun á vísitölu-
stigum. og tiækkun á fargjöldum
S.V.R. veldur 0,663 stigum. Þetta
gera 2,2 stig', en ef mælaleigan
hefði ekki verið tekin með að
þessu sinni hefði hækkunin á
visitölunni af þessum sökuaa
verið tæplega tvö stig.