Morgunblaðið - 12.08.1966, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.08.1966, Blaðsíða 32
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað 181. tbl. — Föstudagur 12. ágúst 1966 Langstærsta og íjölbreyttasta blað landsins ísl. piltur ferst af slysförum í Tívolí í Kaupmannahöfn — jbó ekki svo slæmt að bátar gætu ekki verið við veiðar veöur fyrir austan og hefur það tafið fyrir söltun sums staðar. lEftirfarandi síldarfréttir eru frá LÍÚ og gilda fyrir fimmtu- daginn 11. ágúst: Veður var frekar óhagstætt sl, sólarhring, en þó var sæmileg veiði 130 — 140 mí'lur SA frá Gerpi. Ekki var veiðiveður við Jan Mayen og eru fá skip þar eftir. Samtals tilkynntji .38 skip um afla, samtals 4.790 iestir. Raufarhöfn lestir Ingvar Guðjónsson SK 100 Fagriklettur GK 130 Framhald á bls. 31. ER MBL. hafði tal af síldar- leitinni á öalatanga í gær og fékk það þær fréttir að fremur lítið hafi verið um að vera á miðun- um í gær. Einn og einn bátur hafi verið að kasta, en veður hafi ekki verið gott í fyrrinótt og gær, þótt unnt hafi verið að vera við veiðar. Unnið við að slökkva í vb. Fram. SlökJkvistarfið bar ekki árangur og sökk báturinn. (Ljósm. J. J.) Ekki kváðust þeir halda að um afturkipp væri að ræða frá hinum góðu fréttum undanfarna daga. Tveir bátar hafi verið að kasta um 100 mílur suður af Dalatanga og hefðu þeir fengið eitthvað. Nokkuð hefur borið á því að síldin hafl hreyfzt í bát- unum og skemmst á leið til lands — Fyrsta alvarlega slyslð, sem verður í rennibrautinni frá því, er hún var sett upp fyrir 52 árurn Einkaskeyti til Mbl. frá Kaupm.höfn, 11. ágúst. SEXTÁN ára gamall skip- verji á m.s. Helgafelli, Hilm- ar Þór Magnússon, Tungu- vegi 84, Reykjavík, fórst í slysi, er varð í rennibrautinni f Tívolí í fyrrakvöld. Er þetta fyrsta alvarlega slysið sem verður í rennibrautinni frá því hún var sett upp í garð- inum fyrir 52 árum. Allt virðist benda til þess að Hilmar hafi í gáska staðið upp, er rennibrautin átti ekki eftir nema tvær hæðir. Hilm ar sat við hlið félaga síns af Helgafelli í fremsta sæti fremsta vagnsins, missti jafn vægið og féll fram yfir riðið og varð undir vagninum. — Hann mun hafa látizt sam- stundis. Framburði vitna ber ekki ails kostar saman. Skipsverjinn af Helgafelli, sem sat við hlið Hilmars heldur þvi fram að Hilm IMikill lax í Þjórsá MEIRI laxveiði hefur verið í Þjórsá í sumar en menn muna áður. Svo virðist, að silungur sé að minnka í ánni, en lax að auk- ast. Laxinn sem veiðzt hefur í sumar er alifeitur og 6—7 pund að jafnaði. Svo virðist, sem flest- ir þeir bæir, sem land eiga að ánni og leggja net, hafi veitt meira í ár en að jafnaði. Á Urr- iðafossi hefur aldrei veiðzt meira af laxi en í ár. Ekki er vitað hvað veldur þessarri aukningu lax í Þjórsá. Hilniar Þór Magnússon ar hafi ekki staðið upp, en mörg önnur vitni hafa borið við lög- regluna, að hann hafi staðið upp nokkrum sinnum og einhVer sagði að hann hafi veifað ein- hverjum. Sjónarvottur sagði blaðamönn um eftÍTfarandi: „Ég var sjálfur farþegi í renni brautinni, en sat aftar. Ferðin var um það bil á enda, þegar slysið bar að höndum. Pilturinn sat í fremsta vagninum og skyndi lega sá ég hann rísa á fætur. Slysið varð nokkru áður en braut in fór fram hjá síðustu hæðun- um í lok ferðarinnar, rétt áður en rennt er að brautarpallinum. Tvær síðustu dýfurnar koma með litlu millibili og kann að vera að þær hafi valdið því að pilturinn missti jafnvægið. Hann datt síðan á höfuðið fram fyrir vagninn, sem fór yfir hann nær samstundis". Stjórnandinn á vagninum, sem slysið varð í tók samstundis fram flautu, sem allir stjórnend- urnir hafa, gaf hættumerki og tók þá umsjónarmaðurinn með rennibrautinni strauminn sam- stundis af henni. Þrír vegnar voru í brautinni, er slysið varð. Pilturinn lá klemmdur undir vagninum. Varð björgunarlið að lyfta vagninum ofan af hinum látna, sem síðan var fluttur á slysarannsóknardeild til krufn- ingar. Fregnin um slysið fór eins og Framh. á bls. 12 Týndi ávisun SENDISVEINN hér í borg hef- ur orðið fyrir því óláni að týna ávísun að upphæð kr. 17.058,20. Ávísunin er gefin út á Vestur bæjarútibú Landsbankans. Skil- vísum finnanda er heitið fund- arlaunum og er hann beðinn að hafa samband við rannsóknar- lögregluna, simi 21107. Rennibrautin, þar sem slysið varð. A myndinni sjást sperrur, sem rifnuðu upp við slysið. Bátur sekkur, er eldur kom upp í honum viö Eldey Áhöfnin bjargaðist í gúmbát — Þór reyndi slökkvistarf í um 3 tíma án árangurs ELDUR kom upp í v.b. Fram AK 58 þar sem hann var að togveiðum 2,5 sjómilur vestur af Eldey árla í gærmorgun. Magn aðist eldurinn brátt mjög, og urðu skipsverjarnir sex á bátnum að fara í gúmmbjörgunarbát. V.b. Sigurbjörg frá Keflavík kom á vettvang og tók mennina upp, en Þór á staðinn. Hófu varðskips- menn þegar slökkvistarf, og stóð það um 3 tíma þar til útséð var að ekki varð við neitt ráðið. Sökk Fram laust fyrir kl. 3.30 í gærdag. Þór tók áhöfnina af Fram um borð úr Sigurbjörgu, og kom var** skipið með þá til Reykjaví'kur um kl. 6 í gærkvöldi. Þar náði fréttamaður Mbl. tali af skip- stjóranum á Fram, Svani Jóns- syni og bað hann að lýsa atburð- inum nokkuð. — Það var um kl. 7 í morgun, er við vorurn að togveiðum 2,5 sjómílur vestur af Eldey, að við urðum skyndilega varir við að eldur gaus upp í vélarúmi báts- ins. Magnaðist eldurinn mjög fljótt — svo fljótt að við komust ekki niður í vélarúmið til þess að slökkva á vélunum, og brátt voru logarnir farnir að leika um stýrishúsið. — Við náðum strax sambandi við báta þarna í nágrenninu, og sigldi Sigurborg frá Keflavík þegar áleiðis til okkar. Eldurinn var nú orðin svo magnaður að við fórum allir í gúmbátinn, og munum við hafa verið um hálf tíma í honum, þar til Sigurbjörg Framhald á bls. 31 Fremur óhagstætt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.