Morgunblaðið - 12.08.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.08.1966, Blaðsíða 4
4 MORCU N BLAÐID Föstudagur 12. ágúst 1966 BÍLALEICAN FERD Oaggrjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 SENDUM SÍM,311B0 mm/m Volkswagen 1965 og ’66. LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. ^ÞRBSTUR^ BOSCH Þurrkumótorar 24 volt 12 volt 6 volt Brœðurnir Ormsson LÁgmúla 9. — Sími 38820. Hressum okkur í>egar fyrsta norræna sund keppnin fór fram gengu íslend- ingar til leiks sem einn maður. Enginn vildi láta sinn hlut eft- ir liggja, börn sem öldungar lærðu að synda. í>etta var mik- U lyftistöng fyrir sundíþrótt- ina. En áhuginn virðist hafa farið dvínandi með hverri endurtekn ingu á norrænu sundkeppninni. Ég var alveg búinn að gleyma þessari keppni, en sá hressilega minnt á hana í blaðinu í gær — svo að ég sagði við sjálfan mig: „Hvers vegna syndir þú ekki?“ Nú, ég veit ekki hvort ég kem því í verk fremur en fjöl- margir aðrir. En greinilegt er, að þörf er að finna upp á ein- hverju nýju í sambandi við þessa keppni í framtíðinni, ef takast á að draga allan fjöld- ann út í laugar Íandsins tU þess að synda þessa skyldu-200- metra. Hafa forráðamennimir verið nógu uppfinningasamir? Mér finnst keppnin nú eins og göm- ul fUma, sem verið er að sýna enn einu sinni — með sömu aukamyndinni. Nú á dögum hefur fólk um svo margt að hugsa, alls kon- ar áróðursvélar hella yfir okk- ur þvíUkum flaumi auglýsinga og hvatninga, að norræna sund keppnin hefur bókstaflega drukknað í fyrstu tuttugu og fimm metrunum. Allir komast í sundlaug, all- ir læra að synda — en það er ekki nóg. Ef úrslitin sýna, að þjóðin í heild stendur sig ekki betur í keppni en knattspyrnu- kempurnar okkar, þá getum við alveg hætt að tala um að þær séu lélegar. í>ær eru þá a.m.k. ekkert lakari en við hin. Knattspyrna Og úr því að minnst er á knattspyrnumennina. Nú er einn landsleikurinn framundan — að þessu sinni við Wales. Einhverju sinni kepptum við við Englendinga í knattspyrnu og stóðum okkur ekki allt of vel. Mér lízt betur á að leika við Wales, en e.t.v. á það eft- ir að koma í ljós, að við hefð- um átt að láta okkur nægja Norður-Wales í staðinn fyrir að ætla að lúskra á öllu Wales. Eða þá nyrzta hlutann af Norð- ur-Wales. Ég er ekki að krefjast þess að okkar pilltar sigri, enda krefst þess enginn nú orðið. En gaman væri að þeir hittu ein- hvern tíma jafningja sína á leikvelli, það gæti orðið semmti legt að sjá hvernig þeir líta út. Færeyingar leika við Orkney inga, af hverju gerum við það ekki líka? Berjatínsla Nú fer tími berjatínslu að nálgast. Engir stunda berja- ferðir af jafnmiklu kappi og Vestfirðingar, enda geta þeir mokað upp berjum, þegar vel árar. Leiðangrar eru gerðir út norður til sveitanna, sem lagzt hafa í eyði á undanförnum ár- um, einkum í Jökulfjörðum. En berjatínsla er annars stunduð 1 öllum fjörðum við ísafjarðar- djúp — og einnig í suðurfjörð- unum. Engar fréttir hef ég af horfup um þar vestra, en ferðalangar ættu að hafa þetta í huga, þegar þeir fara vestur upp úr miðjum ágústmánuði. Suzie Wong Þeir segja að Suzie Wong sé komin til Neskaupstaðar. Nafnið á fleytunni hefur ekki vakið minni athygli en sjóferð kappanna umhverfis land — á henni Suzie. Hingað til hafa íslenzkir sægarpar verið ákaf- lega þjóðlegir í vali nafna, sem þeir hafa gefið skipum sínum. Tryggðin við göm’lu nöfnin hef- ur verið það mikil, að tugir báta bera sömu nöfnin — og það er ekki fyrr en á síðari árum, að meira frjálslyndis gætir f þessu nafnavali — og skipstjórar fara að nefna bát- ana eftir feðrum sínum eða öfum. Og þetta er svo sem í sam- ræmi við annað af þessu tagi, en kaupmenn, sem telja að allar verzlanir þurfi að heita KJÖR eða VER gætu fetað í fótspor sjómanna og notað nöfn forfeðr anna á búðimar. Það væri ó- líkt meiri tilbreyting. Suzie Wong brýtur hins veg- ar algerlega í bága við við- tekna reglu og geri ég ekki ráð fyrir að kaupmönnum með ÖIL sín KJÖR og VER leyfist aS nefna búðir sínar álíka nöfrr- um, enda hefur verið girt fyr- ir slíkt með lögum, ef ég man rétt. Hins vegar ættu sjómenn að geta veitt sér meira frelsi f nafnavalinu — og mér sýmst Suzie Wong ryðja brautina. Hvernig væri t.d. að heyra 1 hádegisfréttum útvarpsins: „Ursula Andness fékk 100 tonn af góðri söltunarsíld skammt suður af Jan Mayen, en Julie Andrews og U Thant rifu nótina. Togarinn Ringó festi trollið í skrúfu varðskips- ins Jemes Bond þar sem það iá við bryggju á Flateyri“ Við höldum áfram að fylgjasí með Suzie Wong. íON EYSTIIINSSON lögl'ræSingur Laugavegi 11. — Sími 21516. Málflutningsskrifstofa JON N. SIGURÐSSON Sími 14934 — Laugavegj 10 Borg í Grímsnesi HLÖÐBJBALL laugardaginn 13. 8. L A E L PENS : I Ð Ath. STUTT FRÁ REYKJAVÍK STYTTRA FRÁ LAUGARVATNI MUNIÐ SÆTAFERÐIRNAR. íbúð Nýtízku íbúð óskast. Upplýsingar um stærð og stað sendist Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt: „4811“. T I L SÖLU: 9 tonna dekkbátur smíðaður 1962 í Bátalóni. f bátnum er Ford Carson dieselvél. Lúkar með 3 kojum. Dýptarmælir og línuspil með útbúnaði fyrir netadrátt. Lína, 40 balar, og e.t.v. talsvert af netum getur fylgt. F ASTE IGNASALAH HÚS&EIGNIR BANKASTRÆTI 6 Símar 16637 og 18828. 4-5 herb. íbúð óskast nú þegar eða 1. sept. í 114 — 2 ár. Húsgögn mega fylgja. Einhver fyrirframgreiðsla. Einnig 2 — 3 herb. íbúð fyrir sama tíma. Uppl. i síma 36454. MALBIKUN H.F. Skrifstofustúlka óskast. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Gott kaup. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Skrifstofustúlka — 4692“. Handavinnukeniiari óskast að dagheimilinu Lyngási frá 1. okt. nk. Um- sóknir sendist skrifstofu styrktarfélags vangefinna Laugavegi 11 fyrir 15. sept. STJÓBNARNEFND LYNGÁSS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.