Morgunblaðið - 12.08.1966, Blaðsíða 2
2
MOAGUNBLAÐIÐ
PBstudagur 12. Sgðst 1966
Mikil söltunarsíld veiðist
fyrir Austf jörðum
Spáúómar Jakobs
Jakobssonar fiskifræð-
ings ræfast
MIKn. OC góð síld veiðist nú
120—140 mílur suðanstur af
Gerpi. Virðist hér vera að ræt-
ast fyrr en varði spádómur Ja-
kobs Jakobssonar fiskifræðings,
en hann sagði í viðtali við Mbl.
fyrir sköminu. að miklar líkur
væri á að sí'din hiypi í torfur
seinnihluta þessa mánaðar, en
hingað til hefur hún verið mjög
dreifð og erfið viðureignar.
Síldin er stór og falleg eins og
fyrr sagði, en mikil áta er í
henni og þolir hún þvi alllanga
geymslu. Margir söltunarstaðir
fyrir Austfjörðum fengu í gær-
v dag fyrstu söltunarsíld sumars-
ins og hafði Mbl samband við
fréttaritara sína á þcssum stöð
um í ga>r. Fara umsagnir þeirra
hér á eftir:
RAUFARHÖFN, 11. ágúst: —
Saltað var af tíu síldveiðiskip
um á fimm söltunarstöðvum í
alla nótt og fram á dag. Síldin
var stór og feit og nýttist vel,
þrátt fyrir að hún væri sólar-
hrings görnul, en hún var yfir-
leitt geymd í ís. Þessi síld veidd
ist öll 90 mílur suðvestur af Jan
Mayen.
Nú hafa verið saltaðar á Rauf
arhöfn 26.4?7 tunnur síldar og
skiptist söltunin bannig niður á
stöðvarnar. Norðursíld 6.588
tunnur, Bcrgir h f. 5.404, Sild h.f.
3.850, Óðinn 3.753, Óskarsstöð
2.529, Björg h.f. 2.70.1, Hafsilfur
h.f. 1.570 og Möl s.f. 32 t-unnur.
í bræðslu hafa nú farið 30.000
lestir. í morgun fréttist af Haf-
erninum, síldarflutningaskipi
SR á leið til Siglufjarðar með
síld, þó ekki fullhlaðið. Síldina
tók skipið við Jan Mayen.
Að öllum líkindum verður
ekki saltað á Raufarhöfn í kvöld,
því öll sildarskip haida nú á mið
in fyrir Austfjörðum. Komu í dag
tvær flugvélar frá Reykjavík, að
sækja síldarstúlkur hér á Rauf
arhöfn, sem fara til starfa á sölt
unarstöðvar á Austfjörðum.
— Einar.
SEYÐISFIR»I. 11. ágúst: —
Nú eru að rætast spádómur
Jakobs Jakobssonar, fiskifræð-
ings, sem birtur var í Mbl. fyrir
fáeinum dógum. í nótt fengu
mörg skip stór og góð köst 120—
140 mílur suðaustur af Gerpi.
Virðist þarna vera um mikla
síld að ræða.
Hér á Sevðisfirði eru 18 skip,
að landa scltunarsild og er nú
saltað á öilum söltunarstöðvum.
Bátunum hefur gengið misjafn-
lega, þar sem vont er í sjóinn
á leiðinni til lands af miðunum
og hefur síidin slegizt í sumum
bátunum. Ilún er stór og falleg,
en full af átu og þolir því illa
geymslu. — Sveinn.
STÖÐVARFÍRÐI, 11. ágúst: —
Fyrsta síld sumarsins kom hing
að til Stöðvarfjarðar í dag, en
hana veiddi Heimir 130 mílur út
af Austfjörðum á þeim slóðum,
þar sem margir síldarbátanna
halda sig nú. Áður hafa verið
saltaðar fáeinar tunnur og frem
ur lítið hefur verið brætt í síld
arbræðslunni hér.
Heimir kom hingað með 200
tonn af ágætri síld, en ekki verð
ur sagt um hvernig hún nýtist,
þegar byrjað verður að salta í
dag á söltunarstöðinni Steðja h.f.
— FréttaritarL
FÁSKRÚÐSFIRÐI, 11. ágúst: —
í dag er saitað á tveimur sölt-
unarstöðvum hér á Fáskrúðsfirði
Framhald á bls. 12.
Abba Eban á blaðamannafunðinum í gær,
Smáríki geta, þrátt fyrir
smæð sína, unnið
að heimsfriði
sagði Abba Eban á blaðamanna-
fundi i gær
UTANRÍKISRÁÐHERRA ísra-
els, hr. Abba Eban lauk í morg
un opinberri heimsókn sinni til
íslands í boði ríkisstjórnar ís-
Iands. Samkvæmt fréttatilkynn-
ingu frá utanríkisráðuneytinu
átti utanríkisráðherrann „við-
töl við forseta íslands, forsæt-
isráðherra og utanríkisráðherra.
1 samræðum þessum kom fram
ánægja með náin samskifti ís-
lands og ísrael, enda byggjast
þau á góðri vináttu og gagn-
kvæmum skilningi. Utanríkisráð
herramir athuguðu á ný tengsl
Iandanna á sviði efnahags- og
menningarmála og ræddu um
möguleika á því að auka þau og
efla".
meðlimur, sagði Mr. Eban. Hann
sagði aukin viðskifti landa Efna
hagsbandalagsins og ísraels
nauðsynleg.
Um stríðið í Víet-nam vildi
utanríkisráðherrann ekki annað
segja en það, að ísraelsmenn
vonuðust til þess að friði yrði
skjótt komið á, og að allir aðil-
af gætu setzt niður og rætt deilu
mál sín friðsamlega.
Að lokum sagði Mr. Eban
Eban að hann og kona hans
færu heim eftir ánægjulega
ferð, sem kynnt hefur þeim feg
urð landsins og gefið þeim
stutta svipmynd af íslenzka fólk
inu og menningu þess. Hann
sagði einnig, að Israel væri
þakklátt íslendingum fyrir vin-
semd og stuðning sýndan á al-
þjóðavettvangi.
— Tina
Sparibairkimir, slitnir og snáðir með nokkurri ösku og olíublettum.
Stolnu sparibauku”'"!! skilað
ÞAÐ V AR nokkuð sérstæður
atburður, sem átti sér stað
fyrir skemmstu. Þremur spari
baukum þriggja ungra barna,
sem stolið hafði verið fyrir
ári, var skilað aftur með öllu
sem í þeim var. Móðir barn-
anna hefir beðið blaðið að
senda þeim, sem hér var að
verki þakkir fyrir skilsem-
ina.
Forsaga þessa máls er sú
að kona ein býr að Fossvogs-
bletti 32 með þremur börnum
sínum. Heitir hún Birna Ein-
arsdóttir. Hún sagði okkur
svo frá að fyrir um það bil
ári hafi verið brotizt inn í hús
sitt um bjarta sumarnótt, er
hún var að heiman. Er þetta
lítið hús og hafði þjófurinn
komizt inn urn glugga og sá-
ust um.rnerki á glugganum.
Ekkert var tekið í húsinu
nema þrír sparibaukar barn
anna. Var talsvert af pening-
um í þeim öllum. Birna sá
ekki ástæðu til að kæra verkn
aðinn til lögreglunnar þar
sem ekki hvarf annað en bauk
amir.
Nú skeður það fyrir nokkr
um dögum að Birna er að
hreinsa kolaofn, sem er í húsi
hennar oe tekur hún öskuna
og setur í poka og fer með
hann út í geymslu, sem er
áföst við húsið. í fyrradag
fór hún svo að hreinsa til í
geymslunni og var þá að at-
huga í pokann um leið og hon
um var hent. Glampaði þá á
eitthvað í öskunni. Kom þá í
ljós að þarna voru spari-
baukarnir komnir. Baukarn-
ir voru orðnir snjáðir og slitn
ir á brúnum, dálítið beyglað-
ir og olíuklessur á þeim. Benti
allt til þess að þeir hefðu leg
ið í bíl um lengri tíma. Á
tímabilinu höfðu krakkarnir
eignazt nýja sparibauka. —
Baukarnir sem hurfu voru all
ir óslitnir og einn þeirra nýr
er þeir voru teknir. Annað sá
ekki á baukunum, utan hvað
sýnilegt var að reynt hafði
verið að opna einn þeirra,
en það sýnilega ekki tekizt.
Tveir baukanna voru rauð-
ir, en einn blár, allir frá
Landsbanka íslands.
Birna kvaðst furðu lostin
yfir þessu atviki og bað hún
blaðið að skila þakklæti til
hins „fróma“ gripdeildar-
manns, sem þarna hafði ver-
ið að verki.
Hr Eban sagði í gær á blaða-
mannafundi að fsrael og ísland
gætu bæði, þrátt fyrir smæð
sína, unnið að heimsfriði og
betri skilningi og ahknum vin-
áttuböndum þjóða á milli. Að-
spurður um sambúð ísraels við
Arabíuríkin, sagðist hann von-
ast til að ríkin gætu smám sam-
an komið á betra samstarfi, en
eins og stæði byggju þau hlið
við hiið án verulegra árekstra
og án vináttu. Þó sagði utanríkis
ráðherrann, að fsrael væri til
viðræðna við Arabaríkin um
betri sambúð og grundvöll fyrir
sameiginlegri virðingu ríkjanna
á milli. Ráðherrann sagði, að
fsrael hefði mjög góða sambúð
við Afríkuríkin, bæði viðskifta-
lega og menningarlega. Á ári
hverju koma um eitt þúsund
manns til náms í ísrael frá hin-
um ýmsu ríkjum Afríku og um
300 ísraelskir sérfræðingar í
landbúnaði, verkfræði og öðrum
greinum fara til starfs í Afríku.
Nú hefur fsrael stjórnmálasam-
band við 29 Afríkuríki.
fsrael hefur áhuga á að ganga
í Efnahagsbandalagið sem auka-
í GÆRDAG gengu þrír stjórnar
menn í Félagi íslenzkra ung-
templara á fund stjórnar Vernd-
ar og afhcntu félaginu að gjöf
10 þúsund krónur með þeirri ósk
að upphæðinni yrði varið til þess
að efla fræðslu við vinnuhælið
að Litla-Hi auni.
Samtökin Vernd veita þeim
föngum hjálp. sem látnir hafa
verið lausir og hjálpa þeim til
þess að breyta um líferni.
Séra Árelíus Níelsson, formað
ur íslenzkra ungtemplara, tjáði
blaðinu í gærkvöidi að islenzkir
Framhald af bls. 1
kvaðst ekkert hafa minnzt á
fósturlátið við mann sínn, af
ótta við. að hann færi þá frá
sér. Þvert á móti hafði hún
keypt barnavagn og haldið
áfram að klæðast, sem væri
hún með barni. í september
las húr. grein í vikublaði um
barnsrán — fékk þaðan hug-
myndina og fór að eins og frá
var skýrt í greininni. Connie
Andersen staðhæfði fyrir rétt
inum, að hún hefði farið að
hugsa um að skila barninu
aftur, eftir að hún heyrði og
sá föður Tinu litlu í sjónvarp-
inu.
Frú Andersen játaði að hafa
gerzt sek um „frelsissvipt-
ingu“ en neitaði að hafa brot
ið ákvæði hegningarlöggj af-
arinnar er fjallar um „lang-
varandi frelsissviptingu" og
við liggur þyngri refsing. Rétt
urinn taldi hana hinsvegar
seka um „langvarandi frels-
issviptingu“, en tók, sem fyrr
segir, tillit til þess, að hún
átti í sálarstríði um þessar
mundir.
ungtemplarar ættu sér enga ósk
betri, en að styðja ýmis konar
starfsemi, sem veitt væri utan-
garðsfólki þjóðfélagsins stuðn-
ing og hjálp.
Frú Þóra Einarsdóttir, formað
ur Verndar, veitti gjöfinni við-
töku og sagði frá því, að ákveðið
hafi verið að gera smíðastofu á
hælinu, þar sem fangarnir gætu
unnið við smíðar í tómstundum
sínum og gat þess um leið að
heppilegt gæti verið að nota
þessa fjárhæð til tækjakaupa í
smíðastofuna.
1 "■
Ungtemplarar gefa
Vernd 10 jbús. kr.