Morgunblaðið - 12.08.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.08.1966, Blaðsíða 11
Föstudagur 12. Sgést 1966 MORCU N BLAÐIÐ 11 UTAN AF LANDI - Á HÉRAÐSMÓTUM SJÁLFSTÆÐISMANNA Bolungarvík. þjónustu sem bezta. Öryggismál in hafa setið í fyrirrúmi og fyrir tveimur árum var komið upp mjög fullkomnum radartækjum fyrir aðflugið til ísafjarðar. í fyrra var reist flugskýli hér á vellinum, sem er 400 ferm. að flatarmáli og getur hýst allar minni vélar. — í fyrrasumar var byrjað að reisa hús á svonefndu Miðfjalli, sem er norðanvert við veginn á Breiðadalsheiði, þar sem hann liggur hæst. Standa vonir til að þetta hús verði tekið í notkun é þessu ári, en þar verða mót- töku- og senditæki fyrir fjar- skiptin við flugvélar hér á norð anverðum Vestfjörðum og einn- ig vegna Grænlandsflugsins. Með þessari fjarskiptastöð eykst mjög öryggið í fluginu hér um slóðir og auðveldara verður að haf samband við flugvélar, sem eiga leið um þetta svæði. Búið er að útibyrgja þetta hús, og er ætlunin að taka það í notkun fyrir veturinn. — Stærsta framkvæmdin, sem stendur fyrir dyrum hér á ísafjarðarflugvelli er þó bygg- ing á flugstöðvarhúsi. Þetta verð ur mjög myndarlegt og nýtízku- legt hús og er grunnflötur þess 608 fermetrar. í þessu húsi verð ur mestallt á einni hæð, en þó kjallari og turn fyrir flugum- ferðarstjórn ofan á. Byggingin er ekki aðeins sniðin fyrir þai’f- ir dagsins í dag, heldur er hún við vöxt og á að geta aimað þeim auknu farþegaflutningum. sem verða þegar fram líða stund ir. Þarna fær Flugfélag íslands ágæta aðstöðu fyrir farþega- og vöruafgreiðslu, þarna verður veitingasalur, hvíldarherbergi fyrir áhafnir flugvélanna og égæt aðstaða fyrir starfsemi Flugmálastjórnarinnar. — Segja má, áð aðstaða tii þjónustu við farþega hafi verið mjög léleg fram að þessu. en þetta nýja flugstöðvarhús á að bæta úr þessu. Framkvæmdir við þetta hús eru þegar hafnar og er byrjað á því að fylia upp fyrir grunni. Ætlunin er að gera húsið fokhelt fyrir veturinn og halda síðan áfram eftir því, sem hægt er. Lauslega er áætlað að þessi framkvæmd kosti um 8 milljónir króna. Þá er sömuleið- is fyrirhugað að malbika vöil- inn og er það aðkallandi mál, sem væntanlega verður leyst fljótlega. — ísafjarðarflugvöllur er orð in mikil miðstöð fyrir flug á Vestfjörðum. Eftir að Fokkervél arnar komu til sögunnar, hefur umferð um völlinn stóraukizt og öryggið í fluginu er orðið miklu meira en áður, og á ég þar fyrst og fremst við, að núorðið kemur það nær aldrei fyrir, að „ekki sé fært á ísafjörð“. Fólk er far- ið að treysta miklu meira á flug- ið en áður og í sambandi við flugið hefur Flugfélagið tekið upp áætlunarferðir á flugvöllinn milli kauptúnanna allt frá Dýra firði, og mikill fjöldi manna not færir sér þessar ferðir. — Um þessar mundir er unn- ið mikið að vegagerð hér um slóðir; verið er að gera veg yfir Breiðdalsheiði og lögð áherzla é að bæta akvegasambandið við ísafjörð og sömuleiðis frá ísa- firði inn á flugvöllinn, og kapps málið er, að sem beztar samgöng ur séu að og frá vellinum. Má því búst við að hlutur ísafjarð- ar í flugsamgöngunum á norð- anverðum Vestfjörðum fari sí- vaxandi. — Auk flugferða Flugfélags Islands höfum við hér staðsetta tveggja hreyfla flugvél Vestan- flugs, sem gegnt hefur miklu þjónustuhlutverki hér innan Vestfjarða. Sú flugvél hefur ofi sinnis sótt fólk, sem þurft hef- ur að komast með Fí til Reykja víkur, og vélin hefur margsinn- is farið í sjúkraflug, og teljum við mikið öryggi í því að hafa hana staðsetta hér. Nokkrir erfiðleikar hafa verið í fjárhagsafkomu þessa fyrir- tækis, en einmitt um þessar mundir.er verið að vinna að því að skapa fyrirtækinu traustan starfsgrimdvöll og leggja þar hönd á plóginn kaupstaðurinn og fjölmörg önrnu- sveitarfélög hér á Vestfjörðum og sömuleið- is fyrirtæki og einstaklingar, því að góður skilningur ríkir á nauðsyn þess, að hafa slíkt sam göngutæki staðsett hér vestra. Við Vestfirðingar eigum við læknaskort að stríða og okkur er það mikið hagsmunamál, að tiltæk sé flugvél, sem getm flutt sjúklinga til læknis þegar slys ber að höndum eða sjúk- dómar herja. Auk þessa hefur þessi flugvél reynzt mjög vel fyr ir þá fjölmörgu menn, sem leita þurfa hingað til ísafjarðar í við skiptaerindum frá ýmsum stöð- um á Vestfjörðum, og þeir hafa getað sinnt sínum erindum á miklu skemmri tima en áður, þegar stimdum fóru margir dag- ar í ferðalagið milli ísafjarðar og heimilisins. BOLUNGARVÍK: Næsta kvöld höldum við til Bolungarvíkur og þar er héraðs mótið haldið í Félagsheimili Bol ungarvíkur, sem byggt var fyrir u.þ.b. 14 árum, en er enn mjög myndarlegt og umgengni þar til mikillar fyrirmyndar. Mótinu stjórnar Guðmundur B. Jónsson, formaður Þjóðólfs, félags Sjálf- stæðismanna í Bolungarvík. Ræðumenn voru Sigurður Bjarnason alþingismaður frá Vig ur, Ólafur Kristjánsson, skóla- Hallur Sigurbjörnsson stjóri Tónlistarskólans í Bolung- arvík og Jóhann Hafstein dom:- málaráðherra. Spurningaþáttur- inn gerir mér mikla „lukku“ eins og ísafirði og þeir Gunnar og Bessi eiga miklu vinsældum að fagna. Hallur Sigurbjörnsson heitir ungur maður í Bolungarvík. Hann er fréttaritari Morgun- blaðsins á staðnum og starfar við Vélsmiðju Bolungarvíkur hf. Það er ekki úr vegi að spyrja fréttaritarann etthvað um iðnað í Bolungarvík, en Hallur er for- maður Iðnaðarmannafélags Bol- unarvíkur. — Hjá Vélsmiðju Bolungar- víkur starfa nú 11 manns og það er mikil atvinna hjá okkur. Fyrst og fremst störfum við að bátaviðgerðum, viðhaldi og þjón ustu fyrir bátaflotann og svo er rekið þarna all-umfangsmikið bílaverkstæði. Bílaeign hér í kauptúninu hefur aukizt mjög ört á síðustu árum, þannig að bílaviðgerðir eru orðnar veru- legur hluti í starfseminni. — Nýsmíði er ekki mikil hjá vélsmiðjunni, helzt eru það nú netaskífur og ýmislegt, sem báta flotinn þarfnast. Það er þá helzt netadrekar, netaskífur og lóða- rennur. Starfsemi vélsmiðjunnar fer sívaxandi með ári hverju, enda er Bolungarvík orðið mjög um- fangsmikið sjávarpláss, ef svo mætti að orði komast. Bátaflot- inn hefur aukizt og bátarnir stækka og því fylgir meira við- hald og meiri þjónusta við hin margbrotnu tæki, sem komin eru í bátana. — Mest vinnum við fyrir heimabátana, en þó hefur kom- ið fyrir að við höfum smíðað og unnið fyrir báta viðar á Vest- fjörðum. Annars erum við ekki það margir, að við fáum annað fleiri verkefnum en þeim, sem lúaðast upp hér heima fyrir. — Af öfSrum iðnaði hér vildi ég nefna plastverksmiðju Jóns F. Einarssonar, sem framleiðir einangrunarplast og hefur sú framleiðsla verið seld víða um Vestfirði og reyndar miklu víð- ar á landinu, til Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og fleiri staða. Þá hefur fyrirtæki Jóns F. Einars- sonar sett á fót hurðaverksmiðj u sem framleiðir innihurðir úr harðviði og er það þegar orðið allstórt fyrirtæki. Verksmiðjan, sem rekin er í sambandi við stórt trésmíðaverkstæði, hefur ágætan vélakost, t.d. sérstaka vél til að líma spón á hurðirnar, spónskurðarvél og stóra og mikla pressu til að lima hurð- irnar. Plastverksmiðjan og hurðaverksmiðjan eru þættir í fyrirtæki Jóns Friðgeirs, sem mun vera eitthvert umsvifa- mesta byggingafyrirtæki hér á Vestfjörðum. — Við erum ekki nema um eitt þúsund manns hér í Bolung arvík, en engu að síður er kom inn hér upp töluverður vísir að iðnaði, og þess sjást greinileg merki, að iðnaður er að aukast og á eftir að aukast enn meir. Hér starfa fagmenn í helztu iðn greinum; trésmiðir, múrarar, rafvirkjar og pípulagningamenn, svo að eitthvað sé nefnt. Við er um að miklu leyti sjálfum okk- ur nógir iðnaðinum og höfum ekki þurft að sækja út fyrir plássið, nema þegar menn hafa þurft að fá verkefni fljótt af hendi leyst og annir heima- manna hafa valdið því, að ekki hefur verið hægt að sinna þeim vérkefnum í tæka tíð. — Við höfum verið að tala um léttan iðnað, en okkar stærsti iðnaður er að sjálfsögðu bundinn við sjávarútveginn, og á ég þar við hraðfrystihúsið og síldarverksmiðjuna. Hraðfrysti- húsið í eigu Einars Guðfinns- sonar er mjög fullkomið og vel búið hús, og afköst þar mikil. Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- an er í fullum gangi og síldar- flutningaskipið Dagstjarnan er nú búið að flytja hingað 5 þús- und lestir af síld til bræðslu, eða 50 þúsund tunnur, og þetta hef- ur skapað geysimikla vinnu, Þeir, sem til Bolungarvíkur koma í fyrsta skipti, taka til þess, hve mikið er þar af nýj- um og fallegum húsum, svo að segja eingöngu einbýlishús, og liggur manni við að halda, að þsir sé hver að keppa við annan í myndarskap. Við höfum orð á þessu við Hall. — Já, hér er geysimikið byggt, og þó ekki nóg. Bolungar vík er staður, sem tvímælalaust er í miklum vexti. Fólk hefur á undanförnum árum verið að flytja úr gömlu húsunum og stækkar við sig, líkt og gerist víðast annars staðar, gömlu hús in hverfa og ný og glæsileg hús taka við. Þrátt fyrir þessa miklu byggingastarfsemi vantar alltaf húspláss. Fólk vill setjast hér að og hefur það mjög gott hér. Alltaf er eitthvað fólk sem kvart ar, en yfirleitt held ég að lífs- kjörin séu hér jöfn og góð. Ungt fólk vill vera hér og kemur hérna að, t.d. frá Reykjavík, og sezt hér að, og við erum því fegnir, að fá hingað ungt fólk, sem vill vinna og við höfum nóg störf fyrir það. Við erum að byggja upp þetta kauptún og hér eru nægir möguleikar fyrir ungt fólk, sem vill taka til hendi. Páll Pálsson Næst hittum við að máli Pál Pálsson, sem nú starfar í Bol- unarvík, en var áður bóndi í Skálavík, sem er vestur af Bcl- ungarvík og skerst inn í landið á milli Kerlingar og Öskubaks. í Skálavík var áður blómleg byggð, en nú er þar alic í eyði Skálavík er unaðsfagur staður og náttúrufegurð þar mik‘1. Páll svarar greiðlega spurningum okkar. — Já, ég er síðasti bóndinn í Skálavík. Þegar ég var að aiast upp man ég eftir sex bæjum .í Skálavík, en þar á undan voru bæirnir fleiri. Skálavík mun hafa brauðfætt um eða yfir hundrað manns, þegar bezt lét, en nú er þar allt í eyði. Land- búnaður var helzti atvinnuvegur inn, en þó var töluvert stund- aður sjór. Sjávarfang var gott," en sjósókn gat oft verið erfið. Það er brimasamt í Skálavík, en iþó var það þannig, að þegar Bolvíkingar voru á áraskipun- um, þá hleyptu þeir oft þangað. 1 vissum, t.d. austan eða suð- austanáttum. Þegar Bolvíkingar áttu fyrir höndum að berja inn, þá var Skálavík þeirra lífhöfn. — Faðir minn var Páll Jósúa son, sem þú hefur kannske heyrt getið, kannske hefur faðir þinn einhvern tíma minnzt á hann. Páll faðir minn bjó í 45 ár í Skálavík og þegar hann féll frá, bjó ég fyrst með móður minni og var bóndi þar í 15 ár eða svo. Það eru tvö ár síðan ég brá búi og nú er ég kominn hér á Bolungarvíkurmalirnar, eins og það er kallað hér, en myndi líklega vera kallað fyrir sunn- an að vera kominn á mölina. — Ég er sjómaður hér og nefi verið mestan tímann á vb. Guð- rúnu, sem er 17—18 tonna bát- ur. Ég er þar háseti. Við höfum verið á færum að undanförnu og á línu á haustin og netum á vetr um. Já, við höfum fiskað held ur vel, vil ég meina. — Þegar ég hætti búskap og fór á sjóinn urðu ekki veruleg umskipti hjá mér, því að ég var svo mikið við sjó áður. Ég var á sjónum að vetrinum, en heima á sumrum. Það var þá eitthvað annað lið fyrir heima. Ég var fyrst á sjó hjá Kristjáni heitn- um Hálfdánarsyni, sem var kunnur skipstjóri hér um slóðir, og þá var það eini útilegubát- urinn, sem hér var og hét Sval- an. Ég er semsagt vanur til sjós og lands, eins og Haraldur Á. myndi segja. — Ég kann vel við mig hér *- Bolungarvík, enda oft verið hér. Ég kann vel við fólkið hér og það er kraftur í því og hér eru upp gangstímar. Næst verður á vegi okkar ung ur sjómaður, sem heitir Kristján Kristjánsson, og við spyrjum um hans starf. — Ég er núna á Haflínu, sem Framhald á bls. 21. Kristján Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.